Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1950. Úr heimsfrjettunum 5>úsund flugvjelar taka þátt ■ loftsókn Kínversk- Helga Hjalfesfed ir kommúnistar í IM-Kóreu — Tvennar kosningar í 2 heimsálfum — Merkileg élyktun allherjarþings SJÞ. 10. nóv. í LOK vikunnar, sem leið, höfðu koxnmúnistar hafið mikla gagn- sókn £ norðvestur hluta Kóreu Yar hún svo öflug og óvænt, að herir S. Þ., sem að undanförnu höfðu sótt fram viðstöðulaust, urðu að láta undan síga og það allverulega sums staðar. L,ýð- veldisherinn var þé fastur fyrir og sparn við fótum við ána Chongchon. Um sömu mundir urðu radd- irnar æ háværari þm, að all- mikill kínverskur her væri kom- inn inn í N-Kóreu. Á laugardag var til að mynda giskað á, að 2 herfylki þeirra tæki þátt i oar- digum. LOFTSÓKN LÝÐVELDISMANNA Á mánudagskvöld var svo komið, að Kínverjar og N- Kóreumenn hættu sókn sinni eins skyndilega og hún hófst. Og tók undanhald þeirra þá þegar við. Úr þessu tóku lýð- veldismenn mjög að beita fyrir sig flughernum og á þriðjudag voru mestu loftorrustur, sem orðið höfðu til þess tíma i Kór- eustríðinu. Kommúnistar hafa nokkuð af þrýstiloftsknúnum orrustuflugvjelum. Eru þær af nýjustu rússneskri gerð, og þykir ekki örgrannt um, að þeim stjórni rússneskir eða þýskir hermenn, fyrrverandi nazistar, því að Kóreumönnum sje ekki meir en svo trúandi til að fara með svo dýr tæki og margbrcþin. Nú hafa flugmenn S. Þ. gert stórar loftárásir á borgir og samgönguleiðir í 3 daga í röð. í gær tóku þátt í þeim hjer um bil 1000 flug- vjelar og vörpuðu risaflugvirki þá niður um 10 þús. íkveikju- sprengjum á samgöngubæinn Pukchin. Sækja lýðveldismenn nokkuð fram og mæta enginni andspyrnu, að kalla. KÍNVERSKUR HER í KÓREU Fullvíst er nú, að 60 þús. kín- verskra kommúnista eru á víg- völlunum í Kóreu, og er annað eins lið á leið þangað. Þá munu um 2 milljónir Kínverja bíða gráar fyrir járnum við Yalu- fljót Mansjúríumegín. Er þeim ekkert að vanbúnaði að ráðast inn í Kóreu. Kínverska stjórnin fullyrðir, að lið hennar í Kóreu sje skipað sjálfboðaliðum. Þeim hermönnum kínverskum, sem teknir hafa verið til fanga, kem ur hins vegar á óvart, þegar þeim er sagt frá þessu. Sjálfir vita þeir ekki annað en þeir sjeu úr kínverska hernum. INNRÁSIN RÆDD í ÖRYGGISRÁDINU Á þriðjudag var haldinn aukafundur í öryggisráðinu að beiðni Bandaríkjamanna. Þar var til athugunar skýrsla Mc- Arthurs um innrás kínversku kommúnistanna í Kóreu. Rúss- inn Malik andmælti því, að skýrslan væri tekin á dagskrá ráðsins, en orðaglamur hans var að engu haft. Þykir ekki1 ólíklegt, að málið verði rætt á fundi ráðsins í kvöld, er það kemur saman. Fulltrúum Peip- ) ingstjórnaiinnar hefur verið heimilað að svara til saka í ráð- J inu, en þeir hafa ekki látið á sjer kræla, og þykir líklegt, að I þeir vilji þar með draga málið á langinn. Fátt er að segja af inn^ás Kínverja í Tíbet. Þeim miðar þar jafnt og þjett áfram, enda lítill sem enginn her til í land- inu, svo að ekki getur verið um öfluga viðspyrnu hans að ræða. Segja kommúnistar ýmsar ó- trúlegar sögur, en skemmtileg- ar, frá innrásinni. Hún var, segja þeir, gerð að beiðni þjóð- arinnar. Það þarf því engihn að furða sig á, þótt fólkið taki fagnandi við innrásarhernum og hermenn Tíbet leggi niður vopnin og gangi alls hugar fegnir til móts við hann. Hverri þingmenn, þá sambandsfl. með . 7 þingm. og Jafnaðarmannafl. með 6 þingm. Þjóðveldisfl. og Sjálfstýrisfl. fengu sína 2 þing- ( mennina hvor. Eisenhower tekur við yfirstjórn varnarherja lýðræðisríkjanna í V-Evrópu. stefnu hæfa sínar l^ygar. Annars hefur Tíbetst jórn komið orðum til S. Þ. og beðið bandalagið lengstra orða að hlutast til um þessi mál. ÓBREYTT STEFNA BANDARÍKJANNA 1 Á þriðjudaginn fóru fram þingkosningar í Bandaríkjun- um. Kosningahríðin hafði ver- ið hörð, en drengileg, og var einkum deilt um utanríkismál. Flestum komu úrslitin á óvænt. — Demókratar hjeldu að vísu meirihluta sínum í báðum deild um, en svo veikum og óveru- legum, að hann er ekki 'nema nafnið eitt. Hafa þeir nú aðeins 2 þingmanna meirihluta í öld- ungadeildinni. Harðsvíruðustu andstæðingar Trumans unnu stærstu sigrana, 'en einlægustu stuðningsmennirnir báru skarð an hlut frá borði. Acheson, utanríkisráðherra, mun samt sitja kyrr. Hann hef- ur og lýst því yfir, að stefna stjórnarinnar verði óbreytt í utanríkismálum. Annars hefur stjórnin mest verið gagnrýnd fyrir linkind við kommúnism-l ann og of mikið örlæti við þjóð- ir V-Evrópu. í þessum málum' ætti þá stefnubreyting stjórn-1 arinnar að koma fram fyrst og fremst, ef til hennar kæmi. MERKILEG ALYKTUN ALLSHERJARÞINGSINS | Á föstudaginn var hlaut til laga Bandaríkjanna, Bretlands og 5 annarra ríkja um efling friðarins samþykki allsherjar- þingsins. Ályktun þessi, sem er í fimm liðum, sagði forseti þingsins, að væri ekki aðeins veigamesta ályktun, sem komið hefði fyrir þingið, en líklega ’ veigameiri en nokkur önnur, sem komið hefði fram á vett- vangi S. Þ. frá stofnun sam-1 takanna.í Ályktunin var sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða, en Rússar og hjáríkin voru andvíg flestum atriðun- um. 1 Ályktunin gerir ráð fyrir, að ríkin, sem aðild eiga að sam- tökum S. Þ., hafi jafnan til taks sjerstakan herafla, er myndi deild í alþjóðlegum her, ef á þarf að halda. í öðru lagi á að vera hægt að kveðja allsherjarbingið saman ’ með sólarhrings fyrirvara, ef. mikið er í húfi og öryggisráðið | er óstarfhæft vegna þess að neitunarvaldinu hefur verið beitt. Einnig er í ályktuninni gert ráð fyrir, að sett verði á stofn 2 nefndir er fylgjast eiga með árásarhættunni og hafa eftirlit með alþjóðaöryggi. FJÓRVELDAFUNDUR EF TIL VILL HALDINN Fyrir nokkru hafa Rússar lagt til, að skotið verði á f jór- i _ veldafundi um Þýskalandsmál- in. Ætlast þeir til, að niður- stöður Pragfundarins um fram- | tíð Þýskalands verði lagðar til grundvallar viðræðunum. Nú hefur spurst, að þríveldin sjeu hlynnt því, að efnt verði til ingi, frá því, að hann mundi „bráðlega fara til Norðurálfu“ og gerast yfirmaður sameigin- legra hervarna lýðræðisríkj- anna. Hershöfðinginn vildi- ekki svara fyrirspurnum frjetta- manna um, hvaða hlutverk V- Þýskaland fengi í hervörnum V-Evrópu. Sem kunnugt er hafa þríveldin ekki orðið á eitt sátt um þetta mál, og hafa Frakkar þar sjerstöðu, þar eð þeim stendur mestur stuggur af nágrannanum, og vilja koma í veg fyrir vígbúnað hans, að nokkru marki. RUSSAR ekki þægilegir HÚSBÆNDUR Ríkisstjórn V-Þýskalands telur sig hafa sönnur fyrir því, að ein milljón þýskra stríðs- fanga hafi látið lífið í fanga- búðum Rússa og annarra A- Evrópuþjóða. Auk þess er mik- ill fjöldi þýskra fanga í Rúss- landi, margir eru þeir látnir vinna þrælkunarvinnu. í úran- námum A-Þýskalands hafa til að mynda unnið 300 þúsundir karla og kvenna síðan eftir stríð. En það er líka hverjum meðalmanni ofvaxið að vera frjáls undir oki Rússa. Frá 1.1 jan. s.l. til 15. okt. hafa ekki færri en 150 þúsundir Þjóð- verja flúið af hernámssvæði; KOSNINGAR TIL LÖGÞINGSINS Á miðvikudag var kosið til Lögþingsins í Færeyjum. Kjörn ir voru 25 þingmenn, og höfðui 5 flokkar menn í kjöri. Stærst- | ur er Fólkaflokkurinn með 8; Anna Pauker, uíanríkisráð- herra kommúnista í Rúmeníu. Að öðru leyti skýrir myndin sig sjálf. fundar fjórveldanna. Vilja þau, að hann verði vel undirbúinn og viðræður taki ekki til Þýska landsmálanna einna. Enn hafa þau ekki sent svar sitt við til- lögu Rússa, en þess mun nú skammt að bíða. EISENHOWER Á FÖRUM TIL NORÐURÁLFU Á miðvikudaginn skýrði Dwiglit Eisenhower, hershofð- þeirra til V-Þýskalands. Hjer eru þeir einir þó taldir, sem skrásettir hafa verið í flótta- mannabúðum. En það líður víst ekki öllum jafnilla í sambúð. við Rússa. J Franski kommúnistaforsprakk-' inn Thorez, sem fjekk heila- blæðingu fyrir skömmu, er nú á förum til Rússlands að leita sjer lækninga. Sjerstök rúss- nesk flugvjel hefur fengið leyfi til að sækja hann til Frakk- i lands, þar sem læknarnir eru ekki nógu góðir handa honum. j VANKAST HAGUR FRANCOS Á laugardaginn var sam þykkti allsherjarþingið að fella úr gildi samþykkt sína frá 1946,! þar sem þess var farið á leit við allar þjóðir bandalags S. Þ., j að þær kölluðu heim sendí- herra sína á Spáni. Horfir því betur fyrir Franco en fyrr. MIKLIR ÖLDUNGAR HNIGNIR í VALINN Útför tveggja mikilla öld unga fór fram í þessari viku. — Á mánudaginn var bálför Georges Shaws. — Viðstaddir voru ættingjar hans, þjónustu- fólk og nokkrir vinir. Sbaw er talinn mesta leikritaskáld vorra tíma. — í gær var útför Gústafs V. Svíakonungs gerð í Stokkhólmi. Hann var lagður í grafhvelfingu Bernadottanna í Ridderholmskirkju. Gífurlegur mannfjöldi horfði á líkfylgdina, en í henni var margt stór- menni. I ÞRIGGJA ÁRA KONUNGUR I NEPAL J Á landamærum Indlands og Tíbets er konungsríkið Nepal. Þótt landið sje nokkru stærra en Island, kveður ekki mikið að því. En þar er valdabröltið aðal stjórnmálajálkanna eins og annars staðar. Fyrr í vik- unni hrökklaðist konungurinn Framh. á bls. 11. F. 9.-12. — D. 5.-11., 1950. ’ FRÚ HELGA II'JALTESTED hafði í 15 ár borið einkenni þess sjúkdóms sern varð henni að aldurtila 37 ára gamalli. — Svo meinleg örlög eru ærin &- stæða til beiskju og vonleysis, en þess varð aldrei vart hjá H-’gu. Hún var of stórlynd til þess að tala um harma ; ína við aðra en n.lnustu ástvini. —- í vinahóp var lundin alltaf ljett, hvort sem betur gekk eða ver, og rjeðu þar mestu tveir þætt- ir í skapgerð hennar, en þelr voru skapfesta, og dulleíki, og ennfremur sú fullnæging og það öryggi sem hlýst af ham- ingjusömu heimilislífi. Gagn- vart ókunnugum gætti gætti nokkurrar hljedrægni, en um leið var hún aðlaðandi, því hvar sem hún fór, þá bauð hún af sjer góoan þokka, var fríð sýnum, sviphrein og snyrtin. Ekki þurfti langar viðræður fyr en í ljós kom skýr hugtun, ákveðnar skoðanir og mildi í dómum. Helga var elsta barn Davíðs Olafssonar bakavámeistara og konu hans Guðbjargar Ingvars dóttur. Árið 1937 giftist hún dr. med Óla P.'Hjaltested, og varð þeim tveggja bar'na auðið. Ragnhildur er nú 9 ára, en Pjetur dó á fyrsta ári. * Þegar við kveðjum Helgu, þá er. margs áð minnast og alls góðs. Við þökkum henni fyrir vináttu hennar sem var trvgg og einlæg, og ekki síður þökk- um við henni fyrir það fordæmi sem hún hefir gefið okkur með hughreysti sinni. Vinur. Umíerð us?i Reykjavík ir fíugvfiil í cktéber í OKTÓBER mánuði var um- ferð um Reykjavíkurflugvelli sem hjer segir: Miliilandaflúgvjelar, 18 lenc ingar. Farþegaflugvjela'.-, inn- anlandsflug, 136 lendingar Einka- og kennsluflug, 12' lendingar, samtals 277 lending- ar. Með millilandaflugvjeb.m fóru og komu til Reykjavíkui 381 farþegi, 9056 kg. af far- angri, 4622 kg. af flutningi cc 1296 kg. af pósti. Mfeð farþegaflugvjelum innanlandsflugi er fóru oj komu til Reykjavíkur, vori 1681 farþegi, 2256 kg. farang- ur, 6377 kg. vöruflutningui og 5691 kg. af þósti. Flugvjelar frá SAS og bandc ríska flughernum lentu hjes nokkrum sinnum í þessurr mánu.ði. Til Koreu YOKOHAMA. - Nokkur h-.ndr uð kanadiskra hermanna komu nýlega til Japan á leið sinni til Koreu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.