Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 9
Laugardagur II. nóv. Í950. MORGUHBLAÐIB 9 ’ Valfýr Stefánsson: Þættir úr 26 ára rógstierferð Timans FRÁ ÞVÍ var skýrt hjer í blað- ínu fyrir nokkru, að ,.siða- meistari" Tímans, Har.nes Pálsson frá Undirfelli, hefði orð Ið fyrir áfalli. Samkvæmt máls- skjölum Hæstarjettar hefir það komið í ljós, að þessi margorði umvandari æskulýðsins hefur verið viðriðinn fjárhættuspil. M. a. haft á hendi „pott- geymslu“ í poker, þar sem fjár hættuspil var rekið, með þeim hætti, að húsráðendur í leigu- íbúð misstu af húsnæðinu. með dómi. En Hannes gegndi starf- ■inu „upp á hlut“! Síðan var á það bent hjer 1 blaðinu, með hógværum orð- nm, að illa sæti á hinum fyr- Verandi Undirfellsbónda, að rita stórorðar umvöndunar- greinar um svall og spila- mennsku, úr því hann sjálfur væri sannur að því, að Jiafa hlotið sjerstaka upphefð í mn- lendu spilavíti. Eftir það risu upp blöðru- iselir Tímans hver af öðrum, til varnar spilamanninum. Fyrstir komu höfundar ‘„Svartleiðar- ans“. Síðan hver af öðrum. — Hingað til hefir Gunnlaugur einhver Pjetursson verið þeirra langorðastur. Hann sknfaði langhund í Tímann, sem hann nefndi „Varnaðarorð til Valtýs Stefánssonar“. Jeg þekki ekki deili á mann- jnum, veit ekki til, að jeg nafi nokkurn tíma heyrt hans get- ið fyrr. Hann segir í grein sinni, að hann hafi fyrir einum 14 ár- um hugsað sjer að skrifa á- drepu til mín, út af dagbókar- klausu, sem birst hafi hjer í folaðinu. En fyrst viljað hugsa sig um. Þangað til hann varð svo snortinn af hrakförum hins fyrrverandi Undirfellsbónda, að hann gat ekki lengur orða foundist. Gunnlaugur Pjetursson held- ur því fram í „Varnaðarorðum" sínum, að Tíminn hafi frá upp- háfi verið vandaðasta og sóma- kærasta blað. Þó hafi aðal- folaðamanni Tímans, Jónasi Jónssyni, eitt sinn sköplast á langri blaðamennskubraut sinni. Það var þegar honum, fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan, varð það á, að Ijúga vís- vitandi, að jeg hafi paufast dauðadru kkinn upp stiga „1 til- teknu húsi, tiltekna nótt“. Þarna hafi hinum mikla blaða- manni yfirsjest. Hann hafi gengið of langt í lygum sínum og rógi. Mistök hans hafi í betta eina sinn vakið eftirtekt. Þar hafi Tíminn sokkið dýpst í sorp folaðamennsku. Hinsvegar líkir Gunnlaugur hinum breiska „pottgeymslu- manni“ frá Undirfelli við Mos- fellsklerkinn, sem Einar Bene- diktssön yrkir um í stórbrotnu kvæði sínu. Þó Hannes hafi yfirgefið bú sitt, í einni blóm- legustu sveit Norðurlands, fyr- ir ofurást á pokerspili, sje það ekki meiri hrösun, en drykkju- skapur Mosfellsklerksins er sag an segir frá, og Einar yrkir um, Hannes sje jafngóður um- vandari æskulýðsins fyrir þetta og jafnvel sjerstaklega til þess fallinn að boða hon- um grandvarleik. Þetta var boðskapurinn, sem Gunnlaugur þessi fann sig knúðan til að flytja, eftir 14 ára umhugsun. Kannes Pálsson þykist æffa að hefja nýja sókn Næsta dag treður svo siða- meistarinn Hannes, sjálfur pottgeymslumaðurinn, fram á ritvöll Tímans. Manni skilst, að hann hafi þá fengið ekj^konar uppreist æru, hjá Gunnlaugi, og ætli þannig brynjaður i hjúp fyrirgefningarinnar, að leggja til höfuðorustu. Velur hann sjer vígstoðu, sem'samboðin er þroska hans, einmitt á þeim stað, þar sem kollega hans, Gunnlaugur, hafði úrskurðað daginn áður, að væri lægsta trappa blaða- mennskunnar er Tíminn hafi valið sjer, á rúmlega 30 ára ferli sínum. Hann hefur upp raust sína, með slefsögunni um „ölvun“ mína í Sambandsstig- anum og bætir við hana eftir sínum smekk, að við þetta um- rædda, upplogna tækifæri hafi jeg fengið „heilahristing“. En frá honum stafi „ofsókn“ ,nin í garð Sambandsins. Þessi grein Hannesar er í heild sinni glögg sjálfslýsing hans, til fróðleiks fyrir þá. sem kynnu að vilja skygnast inn í sálarfylgsni mannsins. Hann segir m. a. að „poker“ sje skemmtilegt og ágætt spil, og jafnvel siðbætandi. Hafi sjálfur Roosevelt spilað poker!! Hann gefur í skyn, að begar Morgunblaðið minntist á Hæsta rjettarskjölin, og „pott- geymslu“ Hannesar, hafi þetta verið gert í þeim tilgangi, að hann stytti sjer aldur, af sálar- angist og hneysu. En sem bet- ur fór, hafi ekkert orðið úr því. Fyrir mörgum árum tók Hannes, sem oftar, þátt í jjosn- ingahríð í Húnavatnssýslu. Hjet hann þá það boð út ganga um kjördæmið, að ef Framsókn tap aði við þessar kosningar, þá myndi hann ganga beint í Blöndu. Framsókn tapaði. Og Hannes lifði það af. Að sjálfsögðu var ekki hægt að segja það með neinni vissu, hvern þátt þetta heit Hannes- ar átti í þeim ósigri. Siðbætandi áhrifa pokerspils ins segir Hannes, að gæti eink- um meðal þeirra manna, sem hlotnist sú upphefð, að „passa pottinn“. Þeim sje trúað fyrir fjármunum. Það reyni á sá.ar- þrek þeirra, að stela ekki úr sjálfs hendi. Þessi freisting sje mikil. Hann má trútt um tala. Svo forkláraðir menn, sem staðist hafa slíkar freistingar, við að „passa pott“, sjeu til- valdir að gerast siðameistarar þjóðarinnar og þá sjerstaklega æskunnar. Þá er það mál af- greitt frá hans sjónarmiði. Eftir þeim kokkabókum get- Ur hann rólegur haldið áfram að birta lognar slefsögur um pólitíska andstæðinga, eftir vild sinni, og gefið út frá sjer. allan þann óþverra, sem safn- ast saman í sálarfylgsnum hans. Hann getur kafað dýpst í sorpblaðamensku Tímans, sem rekin hefir verið þindar- laust í yfir 30 ár. Og erafið t. d. upp lygasögur, sem o^ðn- ar eru svo gamlar, eins og sú úr Sambandsstiganum, að það eru ekki nema eldri menn sem jmuna eftir uppruna þeirra. 1 Hann getur aukið við þær, puntað upp á þær, eftir því sem hann telur blaði sínu hæfa. ★ í endalok greinar sinnar get- ur hinn fyrrv. Undirfellsbóndi þess, að hann ætli sjer, eða sje reiðubúinn til, að færast nú í aukana um rógsiðju sína, um póHtíska andstæðinga og hefja nýtt 30 ára rógsstríð í dálkum hins marghrjáða Tíma. Eftir því að dæma, hvernig hann byrjar þessa nýju her- ferð sína, er hægt að telja nokkurnveginn öruggt, að hann haldi sjer á því sviði slefsagn- anna, sem hefir verið Tí:na- mönnum til mestrar skammar og flokki hans til mestrar ó- þurftar, eftir því sem siðameist ari og forsvarsmaður Hannesar (G. P.) lítur á það mál. ★ En um leið og þessi „pott- beri“ Tímans leggur út í ber- ferð nr. tvö, vil jeg fylgja hon- um úr hlaði með nokkrum orð- um. Á árum áður talaði blað hans oft um „dóm þjóðarinnar“, sem hinn æðsta dóm, í ýmsum mál- um og óskeikulastan. í lýðræð- islandi er þetta á mörgum svið- um rjett. Það er dómur þjóð- arinnar, sem sker úr. Ekki síst í blaðaútgáfunni. Þar sem fullt skoðana- og ritfrelsi ræður og orðið er frjálst, þar ráða menn því, hvaða blöð þeir kaupa og lesa. í 26 ár og nokkrum mánuð- um betur, hefir Tíminn lagt á það höfuð áherslu, að ófrægja mig og blað það, sem jeg sje um. Með köflum hefur Tíminn notað meira rúm í þetta níð, en í faglegar greinar um þann atvinnuveg, sem blað þetta þyk ist styðja af lífi og sál. Tíminn hefir frá byrjun haft á bak við sig öflugustu og víð- tækustu verslunarsamtök, sem nokkru sinni hafa. uppi verið með þjóðinni. Þessi samtök hafa annast innheimtu fyrir blaðið. Margir starfsmenn kaup fjelaganna hafa rekið þá innheimtu með harðri hendi. En þegar þetta hefir ekki dug- að, til þess að halda Tímanum uppi, hefir verið seilst til fjár- muna sambandsins og þar með þverbrotnar þær algildu regl- ur, um pólitískt hlutleysi kaupfjelaga, sem viðgangast um öll lýðræðislönd. Komið hefir fyrir, að kaup- fjelagsmenn hafa gengið svo hart eftir áskriftargjöldum Tím ans, a.ð nærri liggur, að þeir eftirgangsmunir hafi líkst eft- irliti einræðisstjórna, með því, að hinn óbreytti kjósandi kysi, eins og fyrirs'kipað er á „æðstu stöðum“. ★ Þrátt fyrir það, þó Tíminn hafi frá öndverðu kallað sig málgagn þeirrar stjettar þjóð- fjelagsins, sem frá fornu fari hefir notið mestra vinsælda og virðingar, hefir þessi aðstaða öll, innheimtan, styrkirnir, og annað ekki dugað Tímamönn- um til útgáfunnar. Svo þeir hafa orðið að senda harðsnúna menn í snýkjuferðir, út um sveitir til að herja út fjárfram lög, handa blaði sínu. Þannig er aðstaða Tímans þegar blaðið sem Tímamenn hafa reynt að rægja og níða nið ur, hefir í meira en aldarfjórð ung ekki þurft á að halda eyri í styrk frá einum nje neinum, vegna þess að vinsældir þess meðal kaupendanna og annara viðskiptamanna hafa verið nægilega miklar til að blaðinu vegnaði vel. Aðeins örfáir menn eru svo skyni skroppnir, að þeir skilji ekki þenna „dóm þjóðarinnar“, gagnvart þessum tveim blöð- um, Tímanum og Morgunblað- inu, eða lítið öfund.Jverða af- stöði^ rógberanna til mín per- sónulega. Jeg geri ráð fyrir, að Hannes Pálsson sje einn af þeim örfáu er skilur þetta ekki. ★ í greininni fimbulfambar hann um „ofsókn“ frá minni tlendi, gagnvart Sambandinu. Og kemst þá að þeirri miður gáfulegu niðurstöðu, að þetta, sem hann kallar „ofsókn" stafi af því, að jeg hafi fengið heila- hristing í Sambandsstiganum fyrir nálega 30 árum. (!!) En í hverju skyldi hún eiga að lýsa sjer, þessi svonefnda „ofsókn“ mín á hendur Sam- bandinu? Jeg hefi t. d. nýlega bent á, að nær væri kaupfjelögununi eða Sambandinu, að hjálpa bændum, til þess að auka rækt un sína, og stækka bú sín, held ur en að safna fje til að kaupa stórt frystiskip, sem þjóðin þarf ekki á að halda, þar eð skipa- stóll Eimskipafjelagsins nægir í þeim efnum. Jeg hefi talið, og tel það, ekki ofætlun, að vel stæð kaupfje- lög hlaupi undir bagga með bændum á Austurlandi, þegar þeir standa uppi á haustnótt- um heylausir að kalla, eftir hið hroðalega úrfellasumar. — Að fjelögin styrktu bændur t.d. á þann hátt, rjett í þetta sinn, að greiða þeim í haust fullt áætl- unarverð út á haustafurðir þeirra. í stað þess að hafa á því sama hátt og venja er til, að greiða þeim aðeins tvo þriðju áætlunarverðs eða vel það strax, en afganginn ekki fyrr en næsta ár. Mismunurinn sje látinn liggja í rekstrarsjóði, eða einhverri annari tiltekinni geymslu fjelaganna. Það kann að vera, að Undir- fellsbóndinn fyrrverandi kalli þesskonar aðfinnslur róg. En hjer er um að ræða hógværa gagnrýni, sem forstöðumönnum fjelagsskaparins væri nær að svara öðruvísi, en með skæting frá Hannesi Pálssyni. ★ Rógberum og slefberum Tím ans, get jeg að endingu sagt það, hverjum einstökum og öll- um í sameiningu, að jeg hefi ekki enn orðið þess var, að 26 ára löng rógsiðja þeirra hafi gert mjer eða blaði míriu nokk urn miska. Hefi jeg enga trú á því að Hannesi Pálssyni eða sálufjelögum hans verði nieira ágengt í þessum efnum, aldar- fjórðunginn næsta, þótt þeir fegnir vildu. Til sannindamerk- is um fánýti rógsins hefi jeg þann dóm þjóðarinnar er jeg áður nefndi, og óhaggaður stendur. Um leið vil jeg geta þess að sagan um Tímann, og landbún- aðarframfarirnar síðasta ald- arfjórðunginn, er óskrifuð enn að mestu. Þegar hún verður rituð, mun það verða öllum landslýð ljóst, að Tíminn og sú starfsemi, sem við hann hefir verið tengd, heí ir verið stórfelldur þrándur i götu búnaðarframfaranna hjer á landi á þessu árabili. Hefir spillt fyrir heilbrigðri þróun þessara mála og komið í veg fyrir, að landbúnaðurinn væri sá sjálfstæði atvinnuvegur sem hann þarf að vera, og að vissu leyti var, áður en Tíminn sá. dagsins ljós. Valtýr Stefánssou. P. S.: Halldór á Kirkjubóli hefir rekið lestina í rógskrifunum um mig í Tímanum þessa daga, Jeg sleppi Halldóri. Hann er eins og í álögum. Jeg komst að raun um það í sumar, að hann á eitt hugsjónamál. Svo honum er ekki alls varnað. Svóna menrv geta sjeð að sjer þegar tímar líða. Hann getur skánað. Jeg ætla að hlífa honum. V. St. Matvœlasýning NLFl verður opnuð á morgun Á MORGUN verður opnuð matvælasýning í húsnæði Húsmæðra- tjelags Reykjavíkur að Borgartúni 7. Fyrir sýningu þessari stendur Náttúrulækningafjelag íslands og verða þar sýndir ýmsir rjettir úr því grænmeti, sem nú er fáanlegt. FJOLDI RJETTA *--------------- Þarna verða til sýnis fjöldi legum fyrir húsmæður. Þar rjetta, bæði heitir og kaldir. verður og að fá upplýsingaskrá Fyrst og fremst eru það græn- en í hana eru prentaðar fjölái metisrjettir, en auk þess eru uppskrifta. einnig sýndir aðxúr rjettir, sem) náttúrulækningamenn mæla NÝ TEGUND HRÆRIVJELA með. Má þar nefna rjetti úr i Sýnd verður og sjerstök teg>- sojabaunum, fjallagrösum, te- ! und hrærivjela, en hrærivjelin, jurtir, grasmjöl frá Sámestöð-! sem á sýningunni er, er vinn- um o. fl. jingur í happdrætti NLFÍ. Með Þarna verða og sýndar nokkr hrærivjelinni verður sýnt hvern ar brauðtegundir, spíraður rúg ig gera má ýmiskonar drykki ur og .jafnframt heildar dags fæði, eins og náttúrulækninc>a- men mæla með því. Verður fólki gefinn kostur á því að bragða á hinum ýmsu rjettum. Auk þess verður þarna kom- ið upp auglýsingaspjöldum með ýmsum upplýsingum gagh úr grænmeti. Óhætt ei’ að hvetja húsmæð- ur og aðra sem að matreiðslu- storfum vinna til að sjá þessá sýningu. Aðgangur er ókeypis, en sýningin stendur aðeins sunnudag, mánudag og þriðju- dág og er opin þessa daga frj\- kl. 2—7 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.