Morgunblaðið - 09.12.1951, Síða 8
1 B
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. des. 1951
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. }
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045. .
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 kxóna með Lesbók.
Mannhelgi
HINN 10. desember árið 1948
var mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna samþykkt á alls
herjarþinginu í París. Á morgun
eru því 3 ár liðin síðan þessi
merka yfirlýsing var samþykkt.
f Kjarni þessarar yfirlýsingar er
sá, að hver maður skal eiga kröfu
á réttindum þeim og því frjáls-
ræði, sem í henni eru fólgin.
Skal þar enginn greinarmunur á
gerður vegna kynþáttar, hörunds
litar, kynferðis, tungu, trúar,
stjórnmálaskoðana, eða annarra
skoðana, þjóðernis, uppruna,
eigna, ætternis eða annarra að-
stæðna.
< Allir menn skulu eiga rétt til
lífs, frelsis og mannhelgi og vera
jáfnir fyrir lögunum, án mann-
greinarálits.
i, Hver sá, sem borinn er sökum
fyrir refsivert athæfi, skal talinn
saklaus, unz s»k. hans er. sönnuð
fyrir opinberum dómstóli.
Hver einstaklingur skal
frjáls skoðana sinna og að því
að láta þær í ljós. Felur slíkt
frjálsræði í sér réítindi til
'' þess að leita, taka við og
dreifa vitneskju og hugmynd-
um með hverjum hætti sem
vera skal og án tillits til
landamæra.
■* Þá segir í yfirlýsingunni að
hver maður eigi rétt á atvinnu
að frjálsu vali, á' réttlátum og
hagkvæmum vinnuskíiyrðum og
á vernd gegn atvinnuleysi. Allir
menn, sem vinnu stunda skulu
bera úr býtum réttlátt og hag-
stætt endurgjald, er tryggi þeim
og fjölskyldum þeirra mannsæm-
andi lífskjör. Þeim ber og önnur
félagsleg vernd, ef þörf krefur.
Hver maður á kröfu til lífs-
kjara, sem nauðsynleg eru til
verndar heilsu hans og vellíð-
an hans sjálfs og fjölskyldu
hans. Telst þar til matur,
klæðnaður, húsnæði, læknis-
hjálp og nauðsynleg félags-
hjálp, svo og réttindi til ör-
yggis gegn atvinnuleysi, veik-
indum, örorku, fyrirvinnu-
missi, elli eða öðrum áföllum,
sem skorti valda og ekki eru
< honum sjálfráð.
Mæðrum og börnum ber sér-
stök vernd og aðstoð. Öll börn,
skilgetin sem óskilgetin, skulu
njóta sömu félagsverndar.
í lok yfirlýsingarinnar segir
að ekkert atriði hennar megi
túlka á þann veg, að nokkru ríki,
flokki manna eða einstaklingi sé
heimilt að aðhafast nokkuð það,
sem stefni að því að gera að engu
nokkur þeirra mannréttinda, sem
þar eru talin.
Þetta eru meginatriði mann-
réttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna. Á hana ber að líta sem
stefnuyfirlýsingu þessara víðtæk-
ustu alþjóðasamtaka, sem sagan
greinir. Engum dylst hins vegar
að því fer víðsfjarri að öllum
mönnum hafi verið tryggð þau
réttindi, sem hún telur grund-
völl mannhelginnar. Á meðan
skortur og ófrelsi, misrétti og of-
beldi móta líf mikils hluta mann-
kynsins á raunveruleg fram-
kvæmd fyrirheita þessarar glæsi-
legu yfirlýsingar óralangt í land.
En frjálsar þjóðir sem lengst
eru komnar áleiðis um sköpun
réttláts þjóðfélags, munu halda
áfram baráttunni fyrir fram-
kvæmd hennar. Það er mikið
verkefni og víðtækt. í þeirri bar-
áttu munu allir taka þátt, sem
byggja trú sína á framþróun
mannlífsins á persónulegum
þroska einstaklingsins, rétti hans
til þess að lifa sem frjáls og
skynigædd yera, hæf til þess að
velja og hafna.
Hinir, sem fyrst og fremst
líta á einstaklinginn sem
frumcind fjöldans, skoðana-
laust múldýr, geta aldrei
stuðlað að þroska hans. Þeir
geta aldrei átt þátt í að skapa
réttlátt þjóðfélag, sem byggt
sé á hornsteinum mannrétt-
inda og mannhelgi.
Af þessum ástæðum hafa
kommúnistar allra landa
dæmt sig úr leik í baráttunni
fyrir fullkomnara og réttlát-
ara þjóðfélagi, andlegu og
efnalegu frelsi fólksins.
Um dóm sögunnar er oft
erfitt að segja fyrirfram. Þrátt
fyrir það er óhætt að fullyrða,
að mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu. þjóðanna muni á
ölíum öldum verða talin bera
vott einlægri og stórhuga við-
leitni til þess að skapa frið og
réttlæti á jörðu.
Ég kaus frelsið
ÞAÐ mun ekki of mælt að af
mörgum bókum, sem komið hafa
út um Rússland á síðari árum
hafi sjálfsævisaga Victor Krav-
Chenko, Ég kaus frelsið, vakið
einna mestá athygli. '■ 1
j Kravchenko vár émbættismað-
ur í rússnesku verzlunarsendi-
nefndinni í Washington árið 1944.
Áður én hánn var sendur þang-
að heiman frá Rússlandi var
hann höfuðsmaður í Rauða herh-
um og framkvæmdastjóri nokk-
urra stórra verksmiðja í Moskvu.
Þar á undan hafði hann verið
yfirmaður skotfæradeildar þjóð-
fulltrúaráðs rússneska ráðstjórn-
arlýðveldisins, sem er stærsta
1 ráðstjórnarlýðveldið í sambandi
Sovétríkjanna. Hann hafði verið
flokksbundinn kommúnisti frá
því árið 1929 og gegnt ýmsum
þýðingarmiklum fjármálaembætt
um hjá rússnesku stjórninni.
koinci seknái I |@híh
heim. Loft og Kjós'vekjn þnu
VerSur að teljas! eií! af undrum nátfúr-
unnar, að þau skuli ekki kafna í fæðingu
HÖFUNDUR þessarar greinar er
prófessor Erik Rydberg, yfir-
læknir við fæðingadeild ríkis-
sjúkrahússins í Kaupmannahöfn.
Hann hefir gegnt þeim starfa um
18 ára skeið. Hefir prófessorinn
rannsakað fæðingar gaumgæfi-
lega, enda átt þess góðan kost að
fylgjast með þeim og komizt að
ýmsu, sem fróðlegt er að vita.
ÞAÐ er satt að segja ein dásemd
náttúrunnar og kraftaverk, að
! við skulum ekki öll hafa kafnað
í fæðingu. Meðan fæðing steadur
j yfir, eru alltaf nokkrar sekúnd-
ur, sem ætla mætti, að barnið
jværi í dauðanum, þar sem það
; dregur ekki andann.
j Að mínu viti verður það fýrir
utan að komandi áhrif, að ný-
fætt barn breytist á nokkrum
andartökum úr máttvana jóði í
litla, lifandi veru, sem grætur
1 og dregur andann.
ÞENNAN HEIM FÆÐUMST
VIÐ í VÆRUM SVEFNI
Einu sinni héldu menn, að fæð-
ingin ylli barninu sársauka eins
og það getur verið sársaukafullt
að kveðja þennan heim, þegar
ævin er á enda runnin. Vel gæti
hinn mikli þrýstingur, sem þreng
ir að barninu við fæðingu, skilið
eftir sársaukakennd í undirvit-
und þéss.
En því er ekki svo farið. —
Barnið sefur, meðan það fæðist.
Við komum í þennan heim í vær-
um svefni og röknum ekki við
fyrr en eftir nokkrar sekúndur
eða jafnvel mínútur.
ÞesSa stundina fær barnið ekk-
ert súrefni, en meðan það var í
móðurkviði fékk það súrefni frá
móðurinni. Eftir fæðinguna stöðv
ast þessi súrefnisflutningur, en
kolsýra safnast fyrir í blóði barns
' ins. Ásigkomulag þess er eins og
hjá fólki, sem er að kafna. En
! þau örvandi áhrif, sem barnið
' verður fyrir frá umhverfinu, t. a.
m. ljósi og lofti, koma af stað
önduninni, svo að blóðið fær súr-
| efni á ný. Stundum getur jafn-
■ vel þurft að leggja barnið í heitt
vatn og kalt til skiptis til að
jgreiða fyrir öndun.
GRANNAR KONUR KOMAST
, LJETTAST FRÁ BARNÍNU
kvenna, þá þykir mér líklegt, að
á þann hátt verði um 100 konur
barnshafandi í Danmörku árlega.
Oftast nær er notað sæði eigin-
mannsins. Aftur á móti eru ýmis
tormerkí á að gera konu þungaða
með sæði annars manns. Um
þessar mundir situr á rökstólum
nefnd, sem hefur þessi mál til
athugunar og mun leggja til að
settar verði fastar reglur að fara
eftir.
Dakota-vélfluga
teppisl á Sauðár-
Erik Rydberg, prófessor.
króki
f NORÐANHRÍÐINNI í fyrra-
ir, að þeir senda lækninum blóm dag varð önnur Douglas-Dakota
á hverjum afmælisdegi barnsins. vélfluga Flugfélags íslands veður-
SÆÐING
Svo að ég víki
að
teppt á Sauðárkróksflugvelli. —
Ekki var flugveður 1 gær, stór-
sæðingu hríð var þar nyðra.
Velvokondi skiifar:
ÚB DAGLEGA LÉFINU
Snemma árs 1944, þegar Krav-
,'chenko dvaldi í Washington á
vegum rússnesku verzlunarnefnd
jarinnar, lagði hann niður störf
'sín í þágu Sovétstjórnarinnar og
ákvað að hverfa ekki aftur heim
til Rússlands. Skömmu síðar gaf
hann út sjálfsævisögu sína, Eg
,kaus frelsið. Vakti hún þegar
geysilega athygli. í bókinni, sem
er frá'uppháfi til enda mjög vel
, rituð og spennandi, rekur . hann
I æviferil sinn heima í Rússlandi.
Inn í hana er fléttuð saga rúss-
nesku byltingarinnar, frásögn af
stjórnarháttum í Sovét og fjöldi
persónulegra ævintýra höfundar
og ýmsra samstárfsmanna hans.
Kravchenko er Rússi, sem
ann föðurlandi sínu heitt. —
Hann tekur þátt í uppbygg-
ingu Sovétskipulagsins og
byggir á því miklar vonir. En
með tímanum rennur sá sann-
leikur upp fyrir honum að
þjóð hans hefur ekki öðíazt
það, sem að var stefnt, frelsið,
eftir kúgun og spillingu zar-
síjórnarinnar. Lífið verður
fconum óbærilegt og hann tek-
ur þá ákvörðun að komast út
í hinn frjálsa heim.
Öll er frásögn þessarar bók-
ar svo athyglisverð og
skemmtileg að mikill fengur
er að því, að húa hefur nú
Þeim konum fjölgar stöðugt,
sem óska deyfingar við fæðing-
una. Nú kann einhver að spyrja,
hvort deyfingin geti haft nokkur
ill eftirköst fyrir barnið.
Full deyfing getur slappað
barnið að nokkru marki án bess
þó að gera beri of mikið úr þeirri
hættu, að barnið hafi illt af. Við
höllumst nú æ meir frá fullri
deyfingu. Og þau ráð, sem við
beitum til að draga úr kvölunum,
hafa ekki áhrif á barnið. Það er
ekkert athugavert við að nota
þau.
Nú kunna einhverjir að spyrja,
hvaða konur fæðingin taki
minnst á. Því er þá til að svara,
að miklu máli skiptir, að móð-
irin sé ekki gömul, en annars
, kemur fæðingin minnst við
grannar konur. Fæðingarstjarfi,
sem til allrar hamingju er nú
onðinn fátíður, kemur helzt fyrir
hjá þeim holdugu.
BLÓM TIL LÆKNISINS
’Á AFMÆLISDEGI BARNSINS.
j Þeim fer sífjölgandi barnlausu
hjónunum, sem snúa sér til lækn-
anna. Með aðferðum nútíma-
(læknavísinda getum við oft sagt
með mikilli vissu, hver sé ástæða
þess, að hjón eignast ekki börn,
en við getum ekki alltaf orðið
þeim að liði. Það skiptir miklu
^máli, að við getum nú gert okk-
ur grein fyrir, hvort hægt er að
hjálpa hjónunum eða ekki.
Þau hjón, sem barnlaus leita
^læknis, og verða foreldrar fyrir
atbeina hans, eru einhverjir þeir
þakklátustu, sem læknirinn hjálp
ar. Það kemur ekki ósjaldan fyr-
Margir þurfandi
samborgarar
HUNDRUÐ reykvískra heimila
geta lítinn eða engan daga-
mun gert sér um jólin vegna efna
leysis. Fátæktin á sér margvísleg
ar rætur. I jafnstórri borg og
Reykjavík nægja jafnvel ekki
veltuár til að úr allra kjörum ræt
ist.
í lengstu lög hliðra flestir sér
'hjá að leita styrks bæjarfélagsins.
Þörf hjálpar, sem stofnanir og
einstaklingar láta af mörkum, er
því brýn, enda bregzt almenning-
ur jafnan vel við, þegar leitað er
til hans fyrir jólin eins og reynd-
ar endra nær.
Látið börnin gefa
IFYRRA safnaði Vetrarhjálpin
og Mæðrastyrksnefnd miklu
fé, er rann til rúmlega þúsund
bágstaddra fceimila. Nú mun
nauðsyn góðra undirtekta þeirra,
sem eru aflögufærir, sízt minni
en þá.
Báðir þessir aðilar leggja á-
herzlu á, að ekki skipti mestu
máli, að gefnar séu stórgjafir,
heldur að þátttaka sé almenn. —
Kornið fyllir mælinn.
Margir láta börn sín afhenda
Vetrarhjálpinni eða Mæðrastyrks
nefnd gjafir. Það er sannarlega
vel til fundið. Reynið þið sjálf og
vitið, hvort gleði þeirra er ekki
gjafarinnar virði.
Minnt á smáfuglana
HÉR er minnt á aðra smæl-
ingja.
„Velvakandi sæll. Mig langar
að biðja þig fyrir nokkrar línur.
Nú er komið frost og snjór og þá
leita litlir vinir á fornar slóðir,
á náðir mannanna. Ég á við smá-
fuglana, er kæta og gleðja alla á
sumrin með söng sínum.
Verum öll samtaka um að láta
þá ekki fara synjandi burt frá
húsum okkar. Þeir launa fyrir
sig. —
Og seinna, þegar vorar,
þá syngja þeir í runnum
um sólskinið og blómin
með ótal þúsund munnum.
Það mun veita hverjum, sem
líknar þeim, ánægju, er jafnast
fyllilega á við göngu í kvikmynda
hús eða á aðrai skemmtanir að
þeim öllum ólöstuðum. Látum
fuglana ekki svelta um jólin.
Fuglavinur".
Biður um Ævintýrið til
Reykjavíkur
HEILL og sæll Velvakandi. Það
var hressandi að hlusta á
sönginn í Ævintýri á gönguför,
sem Pétur Pétursson gaf okkur
kost á að heyra í skemmtiþættin
um sínum 5. þ.m. Stórmerkilegt,
að jafnfámenn kauptún og Borg-
arnes skuli hafa slíkum söngkröft
um á að skipa.
Systkinin þrjú sungu öll dásam
lega vel, og er langt síðan jafn
góður söngur hefur heyrzt í út-
varpinu.
Ég vona, að Ungmennafélagið
Skallagrímur sjái sér fært að
koma til Reykjavíkur með þenn-
an skemmtilega söngleik. Ekki
þarf að óttast tómlæti hér.
Hrifinn áheyrandi".
Ný kenning
HÉRNA um daginn sagði maður
við mig: „Veiztu hvert er
mesta _ landbúnaðarhérað lands-
ins?“ Ég gat upp á ýmsum sýsl-
um, en hann bara hló að mér.
Þegar ég gat ekki leyst úr spurn
ingunni eins og honum líkaði,
sagði hann, að mestur landbúnað-
ur mundi rekinn í lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur.
Mig rak í rogastanz. Ég, sem
hélt, að hér væru nokkrar beljur
og síðan ekki söguna meir.
Heilræði kunningjans
FOR ég nú að krefja hann sagna
og spurði, hvort hann kæmist
að þessari niðurstöðu með því að
styðjast við höfðatöluregluna, en
hann sagði, að hún væri úrelt
orðin. Hefði hann uppgötvað aðra
sem væri óbrigðulli, það væri
jeppatölureglan.
Eg áttaði mig ekki almennilega
á þessu og horfði á hann sljóvum
augum. Honum leizt víst ekki
meira en svo gæfulega á mig og
skundaði burt. Um leið og hann
hvarf í næstu hliðargötu, kvaðst
hann þó ætla áð gefa mér það
heilræði, að ég mætti fyrir
enga muni spyrja eigendur nýju
landbúnaðarjeppanna, . hvernig
mjólkaði hjá þeim né hvort niður
skurðurinn í haust hefði ekki
komið illa við fjárhag þeirra.
Það þótti mér skrýtið. _______d