Morgunblaðið - 08.04.1953, Page 12

Morgunblaðið - 08.04.1953, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. apríi 1953. Miiuiingarorð um Egii Jónasson HANN var fæddur í Reykjavík 27. febr. 1889, sonur Sigurlínu Vigfúsdóttur og Jónasar Rósin- kranssonar frá Melshusum í Reykjavík. Þriggja vikna gamall var hann tekinn í fóstur af föð- ursystur hans frú Jónínu Rósin- kransdóttur og manni hennar Jó- hannesi Sigurðssyní. Gengu þau honum í foreldrastað og óist hann upp hjá þeim til tvítugsaldurs. Þrettán ára gamall fór Egill á sjóinn með fóstra sínum, og stund aði sjósókn, sem aðalatvinnu alla æfi síðan, á öllum tegundum fiski skipa. Um 1925 stofnaði Egill sitt eig- ið heimili, með Jórunni Jónsdótt- ur frá Stýflisdal. Með henni eign- aðist hann tvo syrti, auk þess tóku þau nýfæddan dreng, er misst hafði móður sína. Þennan dreng ólu þau upp sem sinn eigin son. Egill hafði eignast einn dreng, áður en hann stofnaði heimili sitt, allir eru nú þessir drengir upp- komnir menn. Egill andaðist að morgni þess 27. marz s. 1. að St. Jósefsspítala eftir stutta legu. Egill Jónasson var um langan tíma kunnur maður við höfnina í Reykjavík. Hann hafði á hendi flutninga frá Reykjavík að Hval- f jarðarströnd, og um langan tíma dró hann á litlum en kraftmikl- um vélbát, hinn stóra flutninga- pramma Pípuverksmiðjunnar í Reykjavík, er flutti byggingar- efni í bæinn ofan af Kjalarnesi. Þó hér væri ekki um langa sjó- ferð að ræða, var miklum vanda bundið að færa hinn þungbúna nökkva í höfn, og var jaínan til þess tekið hve snildarlega Agli tókst að leggja þessum sökk- hlaðna pramma að bryggju. Egill Jónasson var sjómaður af lífi og sál. Ifann var einn af þeim gömlu reykvísku sjómönn- um, sem þekktu botn Faxaflóa eins og bóndi sem þekkir hverja laut og hverja hæð í smalahög- um sínum. Hann var því eftir- sóttur maður á fiskiskip, og þótti hinum yngri skipstjórum gott að hafa Egil með er leitað var að fiskimiðum. En samfara góðum sjómannahæfileikum, átti Egill það í fari sínu, er gerir hann ógleymanlegan öllum er kynnt- ust honum, en það var hin óvenju lega glaða og hressa lund, sem aldrei breyttist á hverju sem gekk, og smitaði alla sem með honum voru, það var enginn svo langt niðri að hann kæmist ekki í gott skap er Egill var nærri. Fljótt á litið virðist saga hins óbreytta sjómanns vera blaðafá. En hversu fjöldamörg eru ekki sevintýri hans ef að er gáð. Bak- við einn einasta fiskiróður get- ur verið stór saga, um baráttu upp á líf og dauða, þar sem engu mátti muna að hann og félagar hans gistu hina votu gröf. Hversu oft hefur ekki litla fleytan, eða stóra skipið siglt að landi beint úr greipum dauðans, og fært okk- ur, sem í landi störfum björg í bú. Egill var harðsnúinn vaskleika maður meðan heilsu naut, en á síðari árum mátti hann ekki beita sér sem skyldi, eigi að síður sótti hann sjóinn fram á s. 1. haust, og var síðastliðið sumar með vél- bátinn „Sísí“, sem gerður var þá út frá Reykjavík. Hin glaða lund Egils, góðvild og höfðingleg hjálpsemi, gerðu það að verkum, að hvar sem hann fór átti hann allsstaðar vinum að fagna. Nú hefur þessi mikli greiða- maður og lífsglaði sjómaður, lagt úr höfn í síðasta sinn. Allir þeir mörgu sem þekktu hann, munu senda honum hjartahlýjar kveðj- ur og blessunaróskir um, að hann megi sem áður hér, leggja skipi sínu fagurlega að landi, hinumeg- in djúpsins mikla. 7. apríl 1953. Teitur Eyjólfsson. Stiórnmálamenn bjartsýnir un ---------1 vopnahlé á Kóren Fundur í Skégræktar félagi Reykfavíkur SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur heldur fund í kvöld í Fé- lagsheimili VR. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flytur erindi um sýndar verða nýjar skógræktar- myndir teknar hér á landi. — Félagsmenn eru eindregið hvatt- ir til að mæta vel, en einnig er áhugasömum utanfélagsmönnum heimill aðgangur. — Fundurinn hefst kl. 8.30. — Hammerskjöld Framhald af bls. 7 ferðafélagsins, sem eru ritaðar af tilfinningasemi og skáldlegar og því í algerri mótsögn við hinar þurru hagfræðigreinar hans. ÆTT EMBÆTTISMANNA OG RÁÐIIERRA v Ættmenn Hammarskjölds hafa verið embættismenn ríkisins frá því á síðari hluta 16. aldar og er hann fimmti meðlimur ættarinn- ar, sem situr í ráðherrastól. Fað- ir hans var sex sinnum raðherra, föðurbróðir hans var hermálaráð- herra 1920—21. Afabróðir hans prófessor Carl Hammarskjöld var ráðherra 1880—88 og Ake Hamm- arskjöld sat í ráðherrasæti 1906. Háös! hdur samkGmulag m mikiSvæg afrlði í farcgaskiplamálinu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON og TÓKÍÓ, 7. apríl. — Viðræðunum um skipti á særðum og sjúkum stríðsföngum var haldið áfram í Panmunjom í dag og náðist samkomulag milli sambandsliðsforingja S. Þ. og kommúnista í öllum höfuðatriðum. — Sagði formaður kinversku samninganefndarinnar, Le Sang Cho, hershöfðingi, að hann væri fús til þess að nota ýmsar tillögur S. Þ. sem grundvöll undir sam- komulag, en Daníels, fiotaforingi, yfirmaður samninganefndar S. Þ. sagði, að framkoma kommúnista væri mjög uppörvandi. Þú sem ætlar að byrja að baka Blessuð láttu fyrir þér vaka Bezt er kaka Bezt er kaka ineð LILLU LVFTIDL’FTI Frh. af bls. 1. varnaráðherra Sovétríkjanna, Konéffs, yfirmann landhersins, Stémenkos yfirmanns herfor- ingjaráðs landhersins og tveggja annarra háttsettra foringja í her og flota. Glæpaverk sín höfðu þeir get- að framið, þar sem einn samsær- ismanna, Égoroff, var yfiriæknir í Kreml og hinir allir í háum stöðum á sviði heilbrigðismála. Sovétblöðin rituðu um þetta mál í gær. í ritstjórnargrein í Pravda er sagt, að þessir menn hafi unn- ið glæpaverk sín í skjóli þess trausts, sem menn bera til hinnar göfugu heíðar læknavísindanna, en um leið er það gagnrýnt, að lögreglan og stjórn heilbrigðis- málanna skyldi ekki hafa komið upp um glæpamennina, áður en þeim tókst að koma fram áform- um sínum. Pravda minnir á, að Bandaríkjaþing hafi veitt 100 milljónir dollara til skemmdar- verka í ríkjum sósíalismans og að heimsvaldasinnarnir í Bandaríkj- unum og Bretlandi vonist til að sér heppnist það sem Hitler mis- tókst: að brjóta viðnám sovét- þjóðanna á bak aftur með skemmdarverkum og undirróð- ursstarfsemi. Pravda hvetur að lokum sovétþjóðirnar að vera vel á verði fyrir útsendurum og er- indrekum heimsvaldasinna.“ — Snjófléðið Framhald af bls. 9. EIGA UM SÁRT AÐ BINDA Jón Ágústsson var nýlega tek- að stíga fyrstu sjálfstæðu skref- inn við búi föður síns. Hann var in í bændastétt. í einni sjónhend- ing er allt hrifið frá honum, nema aldurhnigin, sjúk og særð móðir hans og systir er vistast haf ði að heiman. Hann hefir misst föðurinn, kennarann, leiðbein- andann og hann hefir misst unn- ustuna, lífsförunautinn sinn. — Hann hefir ennfremur misst hús- ið ofan af höfði sér, bústofn sinn og bjargræðisveg. Það mun vart þörf á að benda mönnum á samskot þessu fólki til hjálpar, svo sjálfsagt er það. I einni svipan missa þau allt sitt. — Fórnfýsi og gjafmildi sam- landans getur ofurlitla hjálp veitt. Zóphanías Jónsson á Hóli segir svo frá, að um 1930 hafi snjó- flóð fallið á svipuðum, eða sama stað, og nú. Flóðið á föstudaginn langa telur hann að hafi verið 200 til 250 m breytt og hafa átt upptök sín í hengju úpp við brún fjallsins. Eftir farvegi þess niður hlíðina að dæma, telur hann að um tima líti svo út, sem það muni skella á Hól, eða jafnvel báða bæina. Síðan hefir flóðið sveigt af leið og tekur þá stefn- una, er það hélt til enda. Flóðið 1930 stöðvaðist nokkru ofan en nú og olli ekki tjóni. Telur Zóphanías að gilíð, sem er á milli bæjanna, hafi mikið dreg- ið úr því og meira en nú, þar sem að þetta flóð hafi að mestu beygt fram hjá gilinu. — Vignir. SENDIR STRAX HEIM Frá Lundúnum berast þær fregnir, að brezki flugherinn hefji brottflutning brezkra, særðra hermanna frá Kóreu, þeg- ar eftir að samkomulag hefur náðst um skiptin. Bandariska stjórnin hefur einnig lýst því yfir, að hún ætli að láta flytja særða bandaríska hermenn í Kóreu heim flugleiðis, strax og unnt reynist. Samningatilraunirnar í Pan- munjom hafa gert stjórnmála- menn í Lundúnum mjög bjart- sýna um, að Kóreustyrjöldin verði leidd til lykta, áður en langt um líður. Sömu sögu er að segja frá Washington, en þar er nú mikið rætt um þau um- mæli Eisenhowers, að S. Þ. hljóti að hafa nokkurn herafla í Kóreu eftir að vopnahlé er komið þar á. SENDIR TIL HLUTLAUSS LANDS Nýjustu tillögur, sem samkomu lag hefur náðst um, eru þess efnis, að fangar, sem þurfa að liggja lengi og verða ekki sendir heim, séu sendir til hlutlauss lands, þangað til öðru vísi verður á» kveðið. Áður hafði náðst sam- komulag um skipti á særðum og sjúkum stríðsföngum, sem sendir yrðu heim, ef þeir vildu það sjálfir og sögðust kommún- istar í dag gefa S. Þ. upp tölu þeirra særðu stríðsfanga, sem þeir hefðu í haldi, mjög bráð- lega. Einnig hefur náðst um það samkomulag, að fangaskiptin hefjist viku eftir að samningar hafa verið undirritaðir. Skuld- binda báðir aðiljar sig til að afhenda 500 fanga á degi hverj- um. Eiga fangaskiptin að fara fram í Panmunjom og báðir aðiljar hafa lofað að sjá svo um, að fangarnir verði ekki fyrir árásum, á meðan á flutningi þeirra stendur. — Formaður samninganefndar S. VÞ. sagðist hafa afhent kommúnistum til- lögur um allsherjar fangaskipti í Kóreu, en kvaðst ekki vita enn þá, hvernig kommúnistar tækju í þær. 96 menn farast, er tyrk- neskur kafbátur sekkur 22 af éhöfninni biðu dauða síns í S klst. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ANKARA, 7. apríl. — Tyrknesk stjórnarvöld hafa nú handtekið og ákært skipstjórann á sænska skipinu Naboland, er sigldi á tyrkneska kafbátinn Dumlupinar á páskunum með þeim afleiðing- um, að hann sökk með 96 manna áhöfn, er öll fórst, fyrir gáleysj, og skeytingarleysi í skipsstjórn. Kafbáturinn var á heimleið frá æfingum í Miðjarðarhafinu, er hann lenti í árekstrinum við hið sænska skip á Dardanellasundi. Var hann þá ofansjávar, en sökk við áreksturinn. Sænska skipið laskaðist ekkert og engan mann sakaði á því. BIÐU DAUÐANDS 5 menn af áhöfn kafbátsins björguðust um borð í Naboland, þar á meðal skipstjórinn. Lengi var haft samband við 22 menn af áhöfn kafbátsins og kváðust þeir hafa súrefnisforða til 8 tíma. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að bjarga þeim, heppnaðist það ekki. Á 66 METRA DÝPI I dag var haldin guðsþjónusta á þeim stað, þar sem kafbáturinn liggur á 66 metra dýpi í Dardan- ellasundi. Voru vinir og ættingjar áhafnarinnar viðstaddir auk sendi herra erlendra ríkja í Tyrklandi og ráðherra. — Fullvíst má þykja að ekki verði hægt að ná kaf- bátsflakinu upp. Merkir samtfSamenR í KVÖLD kl. 7.15 hefst í Útvarp- inu nýr þáttur er nefnist: Merkir samtíðamenn. Þessi þáttur á a. m. k. fyrst um sinn að fjalla um kunna menn á Norðurlöndum. — Ólafur Gunnarsson sálfræðingur hefur tekið að sér að „hleypa þessum þætti af stokkunum1 og talar hann í kvöld um sænska tónskáldið Hugo Alfvén. --- MARKÚS Eftir Ed Dodd G'—? l & 4|.*. 'áK'ij TUb old cow avoose, cut opf LAKE' 0tJ'cl<'-v n, - t-te þ;,* J. O 1) Nú er elgkýrin og kálfur jað þau flýja upp að Raufarkletti. I 2) — Elgmóðirin veitir hina lízt nú ekki á blikuna. Þeir bíða hennar króuð af frá vatninu, svo |Þar er auðveldara að verjast en hörðustu mótspyrnu. Úlfunum átekta, slungnir og skipuleggja ___ ____ __ _ ________________ annars staðar. ... ....... • -.yy,——.. ., sameiginlega aras.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.