Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 6

Morgunblaðið - 28.08.1953, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. ágúst 1953 ^JJeimiíiÁ í sumarleyfi I>AÐ var mikið líf og fjör fyrir norðan, á Raufarhöfn, í júlímán- uði s.l. á meðan stóra síldarhrot- an stóð þar yfir. Það var rétt eins og það var bezf hér á miklu síldarárunum, þegar skipin komu að landi með fullfermi af sprikl- andi síld dag eftir dag og viku eftir viku og síldarstúlkurnar unnu nótt með degi við söltunina. hí var féií af ölium stéttum en á pfarámi urðu allir jafnir, — segir ungfrú Pálína Þórðardóltir ENGIN VINNA SKEMMTILEGRI „Já það er stundum erfitt á síldarplaninu — en enga vinnu þekki ég skemmtilegri en síldar- söltun, þegar vel veiðist“, sagði ein síldarstúlkan frá Raufarhöfn við mig hér á dögunum, er ég bað hana að spjalla dálítið við okkur um starf síldarstúlkunnar. Hún heitir Páíína Þórarinsdóttir og brá sér norður til Raufarhafn- ar í sumarleyfinu sínu ásamt systur sinni sem, eins og hún vinnur við afgreiðslu í verzlun í Hafnarfirði. — Þetta var ef til vill ekki bein línis hvíld í sjálfu sér — segir Pálína — að öðru leyti en því, að þessi hálfi mánuðttr á síldar- planinu var dásamleg tilbreyting — hvíld frá búðarstörfunum og inniverunni. — Höfðuð þér verið á síld áð- ur? í ÁTTUNDA SKIPTIÐ Á SÍLD — Já, þetta var í áttunda skipt- ið, sem ég hefi verið fyrir norðan á síld oftast á Siglufirði — ég var þar í miklu síldarsumrunum 1942 og ’43. — Og hvernig líður vinnudag- urinn á síldarplaninu? r— Það er ákaflega misjafnt, eftir því, hvort mikið berst á land af síld eða ekki. Þegar veiðin er góð eru allar hendur á lofti, plan- ið allt á flugi og ferð. Vinnudag- urinn er oft æði langur í síldar- í síldarsöltun — allar hendur á lofíi hrotunum, þegar stöðugur straumur er af síldarskipum í höfn, Þá erum vlð oft „ræstar“ i)m hánótt, ef til vill rétt eftir að gengið var til náða. j.Viss maður, hinn svokallaði „ræsari“ er á vakt alla nóttina á planinu til að vekja stúlkurnar, ef- skip kemur ínn með síld — engin töf má verða á að salta úr skipinu. HVERNIG SÖLTUNIN FER FRAM — Gætuð þér lýst í stórum dfáttum, hvernig sjálf söltunin feí- fram? 1— Það er að réttu lagi um þrjár aáferðir að ræða, hin algengasta þ'éirra og sú, sem næstum ein- göngu hefir verið notuð í sumar et þannig, að síldin er hausskor- in og slógdregin, áður en hún er söltuð. — Hvað gera karlmennirnir meðan þið saltið? — Þeir sá um saltið, bera það í bjóðin, færa okkur tómar tunnur og aka þeim frá okkur þegar þær eru fullsaltaðar. Þeir aka þeim burt í svo nefndum ,,trillum“, þ. e. grindum á hjólum sem falla utan um tunnurnar. Þeim er svo staflað upp á öðrum stað ofar á planinu, þegar búið er að slá þær til og loka þeim. Tunnufjöldinn er oft mikill að kvöldi góðs söltunardags. Pálína Þórarinsdóttir Fyrst landa skipsmennirnir síldinni í stóra kassa á planinu, þar taka stúlkurnar við henni, hausskera hana fyrst og slægja, henda henni í stamp, síðan í stórt bjóð, sem er tyískipt þar.nig, að síldin er öðru megin í því en salt- ið hinurn megin. Hefst svo sjálf söltunin. Hverri síld er velt upp úr saltinu og svo er raðað í tunn- una, scm er fyrir aftan bjóðið. 380—400 í IIVERJA TUNNU Rcðun síidarinnar í tunnuna verður að vera með sérstökum hætti, þannig, að sporðarnir all- ir viti inn á við, að miðjunni. Að jafnaði komast um 380-—400 síld- ar í tunnuna, þó fer það mikið eftir því hvort síldin er stór eða smá. Raufarhafnarsíldin í sumar var prýðisróð, svo féit. að maður náði varla utan um hana. — Og hve margar tunnur salt- ið þið á klukkutímanum? KAPP OG METNAííUR — Það er nú æði misjafnt. Með alafköst munu vera um tvær til þrjár tunnur á tímann. Sumar af- kasta meiru en aðrar minna. Það er mest und’r æfingunni komið, og svo er það einnig mjög mis- jafnt hve fólk er duglegt og metn aðargjarnt — metnaðuinn og kappið er oft gífurlegt. — Tóma tunnu, vantar salt! er ekki alltaf sagt með þíðri röddu. Mis- munandi stærð og gæðí síldar- innar hafa líka eðlilega mikil áhrif á tunnufjöldann. HVER VIÐ SITT VERK Svo eru alltaf nokkrir umsjón- armenn og verkstjórar á planinu, sem sjá um, að ekki standi á neinu, sem með þarf og allt fari fram sem vera ber. Hver hefir sínu sérstaka verki að gegna og kappkostað er að vanda sem bezt til síldarsöltunarinnar. — Og allt er þetta ákvæðis- vinna — er það ekki? Hjá stúlkunum er það þannig. Eftir hverja tunnu, sem þær hafa fyllt, fá þær merki, sem þær stinga í vasann eða stígvélið. Svo framvísum við merkjunum þeg- ar söltun lýkur og hver ber úr bítum í samræmi við afköst sín. Karlmennirnir vinna hins vegar fyrir vissu tímakaupi. — Hvað um ,,síldargallann“ — allar hervæddar á sama hátt? —. Já flestar stúlkurnar eru eins búnar. Þær leggja sér til sjálfar allt, sem til þarf: olíupils, gúmmistígvél, hanzka — og ekki má gleyma hnífnum. Þ>að ríður ekki lítið á, að hann sé góður með bitið í lagi. Hverfisteinar eru á! planinu þar sem hægt er að | leggja þá á og stundum eru karl- mennirnir — þegar vel liggur á þeim — okkur hjálplegir með að brýna þá. — Hittuð þér margar stúlkur á Raufarhöfn, sem voru þar í sum- arleyfinu sínu eins og þér? — Já, töluvert margar. Þarna var alls konar fólk af öllum stétt um, en allir urðu jafnir á síldar- planinu — þar kom ekkert mann- greiningarálit til greina. Sam- komulagið prýðilegt, allir glaðir og skemmtilegir, allt iðandi af lífi og starfi. Já, sumarleyfið á Raufarhöfn var í eitt og allt Ijómandi — seg- ir Pálína að lokum. — Það er skemmtilegt að reyna sem flest og kynnast sem flestu. sib. NOKKRAR ATHUGASEMDIR Allir ostar ættu að vera fer- hyrndir. Þá er engin hætta á því að lenda á hálfkringlóttu stykki, sem ómögulegt er að skera heið- arlegar sneiðar úr. —o— Plastmálningin er mjög góð á veggi innanhúss. Ekki þarf ann- að en strjúka hana með blautum klút og engir blettir eða ský koma á eftir. —o— Það er ákaflega mikilsvert fyr- ir húsmóðurina að eiga góðan eldhúshníf og beittan og það barg ar sig að kaupa sér slíkan þótt þeir séu dýrari. Nú líður að því, að farið verði að hugsa fyrir samkvæmiskjól vetrarins. Það er alltaf nokkur vandi að finna út hvernig eigi að velja hann þannig, að hann sé í senn fallegur og ekki ofvaxinn fjárhagnum. Hálfsíðir samkvæmiskjólar eru mjög í tízku um þessar mundir en þó er alsíður kjóll nauðsynlegur við ýmis tæki- færi. Að ofan er sýnt, hvernig leysa má þetta vandamál á mjög einfaldan hátt. Tveir kjólar eru búnir til úr einum. Til vinstn er hálfsíður kjóll með víðu plisseruðu tjullpilsi og þröngri flauels blússu. í hálsmálið, sem er hjartalagaið, er komið fyrir plissering- um úr sama efni og pilsið. Til hægri er hálfsíði kjóllinn orðinn að glæsilegum síðum samkvæmiskjól. Það hefir orðið með þeim hætti, að innanundir hann hefir stúlkan farið í sítt pils, sem hún áður notaði við blússu, — sem samkvæmisklæðnað. Tjullið hefir verið tekið úr hálsmálinu og blóm sett í staðinn. — Tveir nýir kjólar úr einum. Rúgbrauð fyrir Sætar smákökur þykja jafnan til prýðis á kaffiborðinu, en það má líka bera fram rúgbrauð með osti og agúrkum þannig, að það gefi ekki smákökunum eftir hvað útlitið snertir og enginn vafi er á hollustumuninum. Skerio nokkrar rúgbrauðsskíf- ur út með glasi og smyrjið þær með hrærðu smjöri. Leggið síðan ofan á þykka agúrkusneið, sem þér hafið tekið miðkjarnana úr. í gatið sem af því hefur myndazt látið þér eina tekseið af rifnum osti, hrærðum út í dálítið af rjóma og stráið síðan ofurlitlu af graslauki yfir. — Fallegt á borð- inu — ljúffengt á bragðið. Nýjasia nýfi Síðasta nýjung í handsnyrtingu er sú, að nú er aftur í tízku að skilja eftir ólakkaðan mána við nöglina, eins og gert var hér áður fyrr. Nöglin verður með þessu móti bæði fallegri og lengri — er sagt — sé hún lökkuð af ná- kvæmni og vandvirkni. —• Við- búið er, að ætla þurfi handsnyrt- ingunni fimm mínútum lengri tíma fyrir bragðið. Blámkál eneð osiajafningi NÚ er tíminn til að nota sér af öllu hinu Ijúffenga grænmeti í verzlununum. Nú er það ódýrt og hollari mat er vart að finna. Blómkál er auðvitað ágætt soð- ið og borðað með köldu smjöri en ef yður langar til að fá til- breytingu, þá er hér góð hug- mynd. Stórt blómkálshöfuð eða tvö minni (handa fjórum) soðið vel og lagt í eldfast mót. % líter af mjólk soðin og jöfr,- uð með hveiti. Salt, pipar og sinnep og svolítill laukur settuv út í. Tekið af eldavélinni og rifn- um ost bætt út í. Ostasósunni hellt yfir kálið og það sett í ofn- inn til að halda því heitu. Ef þér hafið ekki ofn, má líka hella sósunni heitri yfir kálið og bera það þá strax fram. Erfðafræðingar við háskólann í Missouris hafa komizt að þeirri niðurstcðu eftir alllangar rann- sóknir, að það sé ekki rétt, sern almennt er álitið í Ameríku, að möguleikar kvenna til að eignast syni fari minnkandi eftir því sern þær eldast. Þeir staðhæfa, að það sé þvert á móti aldur föðursins, sem hér ráði mestu. Yngri menn hafi meiri möguleika á að eignast syni heldur en eldri feður. Skýrslur hafa verið gerðar yfi: allar fæðingar í Ameríku á ár- unum 1947, 48 og 49 þar sem ald- ur allra feðra og mæðra er til- greindur. Samanburður hefur verið gerður á lituðum mönnum og hvítum í þessu tilliti og niður- staðan orðið sú sama: að hinir yngri feður eignast oftar syni, hinir eldri dætur. —Ef þér hafið verið að skera lauk eða hreinsu síld og viljið Josna við hina sterku lykt af höndunum skuluð þér nudda þær með kaffikorg og skola síðan úr köldu vatni. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.