Morgunblaðið - 04.09.1953, Page 4
4
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 4. sept. 1953
247. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 03.50.
Síðdegisflæði kl. 19.13.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
■unni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
IA.póteki, sími 1616.
JSafmagnsskömmtunin
1 dag er skömmtun í 3. hverfi
Trá kl. 10.45 til 12.30 og í 4. hverfi
frá kl. 10.45 til 12.30.
I.O.O.F. 1 = 13594814 =
RMR Föstud. 4. 9. 20. — VS —
Fr. — Hvb.
Dagbói
□-
-□
• Veðrið •
1 gær var fremur hæg austan
og suðvestan átt, skýjað og
sumsstaðar á Suðurlandi var
lítilsháttar rigning. 1 Reykja
vík var hitinn 11 stig, 12 st.
á Akureyri, 11 stig í Bolung-
arvík og 9 stig á Dalatanga.
Mestur hiti kl. 15,00 í gær,
mældist á Akureyri 12 stig,
en minnstur hiti 9 stig á
Dalatanga, og nokkrum öðr-
um stöðvum. 1 London var
hitinn 13 stig, 15 stig í Höfn,
12 stig í París, 16 stig í Stokk
hólmi, 10 stig í Osló og 9 stig
í Þórshöfn, Færeyjum.
□-------------------□
Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
«tna ungfrú Jórunn Melax (prests
að Breiðabólsstað, Vesturhópi) og
Erlingur Valdimarsson, Ægissíðu
Vatnsnesi, V.-Hún.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Guðbjörg Gísladóttir,
Ármóti, Hraungerðishreppi og
‘Skúli Magnússon, Skúfslæk í
Villingarholtshreppi.
AUGLYSiNGAR
sem birtast eíga I
Sunnudagsblaðinu
þurfa að hafa borizt
fyrir kl. 6
á fösfodag
• Skipafréttir •
Eimskipafélag Jslands h.f.:
Brúarfoss fór frá Antwerpen
1. þ. m. til Reykjavíkur. Dettifoss
fór frá Húsavik i gærkveldi til
Akureyrar, Siglufjarðar, Vest-
fjarða qg Breiðafjarðar. Goðafoss
fór frá Leningrad 2. þ. m. til
Hamborgar. Gullfoss kom til
Kaupmannahafnar 3. þ.m. frá
Leith. Lagarfoss kom til New
York 30. f.m., fer þaðan væntan-
lega 9. þ.m. til Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Siglufirði í
gærkveidi til Lysekil og Gauta-
borgar. Selfoss fór frá Gautaborg
2. þ.m. til Hull og Reykjavíkur.
Tröllafoss fór frá Reykjavík 1.
þ.m. til New York. Hanne Sven
fór frá Rotterdam 29: f.m., vænt-
anleg til Reykjavíkur í gærkveldi.
Ríkisskip:
Hekla er í Kaupmannahöfn. —
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herðubreið er á Austfjörðum
á suðurleið. Skjaldbreið verður
væntanlega á Skagafirði í dag á
austurleið. Þyrill er í Reykjavík.
Skaftfellingur fer frá Reykjavík
í dag til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell fór frá Hamborg 31.
ágúst áleiðis til Reyðarf jarðar.
Arnarfell losar síld í Hclsingfors.
Jökulfell fór frá Fáskrúðsfirði 1.
þ. m. áleiðis til Leningrad. Dísar-
fell kemur ti! Flekkefjord í kvöld.
Bláfell fer frá Stokkhólmi í dag
áleiðis til Kotka.
H.f. J Ö K L A R:
Vatnajökull fór frá Haugesund
í gærdag til Reykjavíkur. Dranga
jökull er í Reykjavík.
Veika telpan
Afh. Mbl.: —
N krónur 25,00.
Flugferðir
Flugfélag íslands h.f.:
Innanlandsflug: 1 dag eru ráð-
gerðar flugferðir til Akureyrar
(2), Fagurhólsmýrar, Hornafjarð
ar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklaust
urs, Patreksfjarðar, Sauðárkróks,
Siglufjarðar og Vestmannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyiar (2), Egilsstaða, ísa-
fjarðar, Sauðárkróks og Vest-
mannaeyja. Flugferðir verða frá
Akureyri til Sauðárkróks og frá
Vestmannaeyjum til Skógarsands.
Millilandaflug: Gullfaxi fer til
Osló og Kaupmannahafnar kl. 8,30
í fyrramálið.
Sjálfstæðishúsið
Drekkið síðdegiskaffið í Sjálf-
stæðishúsinu í dag.
Tjarnargolfið
Tjamargolfið er opið virka
daga frá kl. 2—10 og helgidaga ffá
kl. 10—10.
Kvenfélagið Edda
Prentarakonur. Munið miðasöl-
una í húsi H.Í.P. í kvöld.
Vitið þér?
að það er hvergi betra síðdegis-
kaffið en einmitt í Sjálfstæðishús-
Ferðir frá Ferðaskrifstofu
ríkisins um helgina:
1. Hagavatnsferð: Páll Arason
mun fara til Hagavatns á laugar
dag kl. 14.00. Gengið verður á
Langjökul. Komið verður aftur á
sunnudagskvöld. — 2. Gullfoss- og
Geysisferð: Farið verður til Gull-
foss og Geysis á sunnudag kl.
09.00 og sápa látin í hverinn. —
3. Krisuvík-Þingvellir: Farið verð
ur í hringferðina Krísuvík-Hvera-
gerði-Sogsfossar-Þingvellir kl.
13.30 á sunnudag.
Sólheimadrengurinn
Afh. Mbl.: — I S kr. 40,00. V
L kr. 60,00. N kr. 25,00.
H v ö t
Sjálístæðiskvennafélagið Hvöt
efnir til berjaferðar n.k. sunnud.
kl. 9 frá Sjálfstæðishúsinu. Gott
berjaland tryggt. Upplýsingar hjá
Dýrleifú Jónsdóttur síma 4075 og
hjá Ástu Guðjónsdóttur sima 4252.
• Blcð og tímarit •
Tímaritíð Samtíðin, september-
hcftið er komið, mjög fróðlegt og
skemmtilegt að vanda. Efni: Tíma
ritið Helgafell endurvakið (for-
ustugrein. Maður og kona (fræg
ar ástarjátningar). Frægar kvik-
myndastjörnur (myndir). Á ís-
landi starfa nú 165 kirkjukórar,
eftir Siguið Birkis. Á þjóðvegin-
um (saga). Aðbúð sjómanna í
I verstöðvum um 1890 eftir Gils
! Guðmundsson. Island verður ekki
ferðamannaland, fyrr en forustu-
menn ísl. þjóðarinnar hafa tekið
sinnaskiptum, eftir Birgi Þórhalls
son. Kjörorð frægra manna. Hús-
ið (kvæði), eftir Auðun B. Sveins-
son. Flest er nú hægt að tryggja
Bridgeþáttur eftir Árna M. Jóns-
son. Elzta kona veraldar. Skop-
sögur. Gaman og alvara o. m. fl.
Ritstjóri er Sigurður Skúlason.
Blaðinu hefir borizt nýtt hefti
af Bergmáli Efni er m. a.: Sorg
arsaga Faríu drottningar — Bíll
inn sem yalt í Ölpunum, saga eft
ir Colon Robertson. — Við sigr-
uðum báðir, saga eftir Sidley
Hughes. —• IJættuIeg kona, saga
eftir Marcel de Grave. — Piccard
bræðurnir, grein eftir Tlieo Löb-
sack. — Ivvöldboðið eftir Frank
Bury. — Símastúlkan, franihalds
sagan, eftir Ray Bentinicck, vís-
ur, spurningar -og svör, krossgáta
og margt fieira skemmtilegt og
fróðlegt er í heftinu.
• Gengisskráning •
(Sölugengi):
1 bandrískur dollar .. kr. 16.32
1 kanadiskur dollar . . kr. 16.53
1 enskt pund ...... kr. 45.70
100 danskar krónur . . kr. 236.30
100-sænskar krónur . . kr. 315.50
100 norskar krónur .. kr.228.50
100 belsk. frankar .. kr. 32.67
1000 franskir frankar kr. 46.63
100 svissn. frankar . . kr.373.70
100 finnsk mörk .... kr. 7.09
1000 lírur ........ kr. 26.13
100 þýzk mörk .....kr. 388.60
100 tékkneskar kr. . . kr. 226.67
100 gyllini ....... kr. 429.90
(Kaupgengi):
1 bandarískur dollar .. kr. 16.26
1 kanadiskur dollar . . kr. 16.47
100 norskar krónur . . kr. 227.75
100 sænskar krónur . . kr. 314.45
100 belgiskir frankar kr. 32.56
100 svissn. frankar .. kr. 372.50
1000 fanskir frankar kr. 46.48
100 gyllini ........ . kr. 428.50
100 danskar krónur .. kr. 235.50
100 tékkneskar krónur kr. 225.72
Ungbarnavernd Líknar
Templarasundi 3, er opin
þriðjudaga kl. 3,15—4 e.h. — Á
fimmtudögum verður opið kl. 3,15
til 4, ágústmánuð. Kvefuð börn
mega einungis koma á föstudög-
um kl. 3,15—4.
• Söfnin •
Þjóðmin jasafnið er opið á sunnu
dögum frá kl. 1—4 e.h., á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 1—3 e. h.
Vaxmyndasafnið og Listasafn
ríkisins eru opin á sama tíma og
Þjóðmin jasaf n ið.
Landsbókasafnið er opið alla
daga frá kl. 10—12 f.h., 1—7 og
8—10 e.h.
Þjóðskjalasafnið er opið alla
virka daga kl. 10—12 árdegis og
kl. 2—7 síðdegis, nema á laugar-
dögum, sumarmánuðina. Þá er
safnið aðeins opið kl. 10—12 árd.
I Náttúrugripasafnið er Opið á
þríðjudögum og fimmtudögum kl.
2—3 e.h.
Listasafn Einars Jónssonar er
oþið daglega frá kl. 1.30 til 8.30.
Listasafn ríkisins: Opið þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4.
Hellisgerði í Hafnarfirði
er opið alla daga kl. 13—18 og
kl. 18—22 þegar veður leyfir.
Ut
varp •
Föstudagur 4. scptember:
8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádeg
isútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. —
16.3.0 Veðurfregnir. 19.25 Veður-
fregnir. 19.30 Tónleikar: Harmon
ikulög (plötur). 19.45 Auglýsing-
ar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps-
1 sagan: „Flóðið mikla“ eftir Louis
Bromfield; XX (Loftur Guðmunds
1 son rithöfundur). 21.00 Tónleik-
\ ar: Kvartett i a-moll op. 29 eftir
Schubert (Björn Ólafsson, Josef
Felzmann, Jón Sen og Einar Vig-
fússon leika). 21.25 Erindi: Frá
söngmóti í Gautaborg (dr. Páll
ísólfsson). 21.50 Heima og heim-
an (Elín Pálmadóttir). — 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Dans- og dægurlög: Danny Kay
syngur (plötur). 22.30 Dagskrár-
lok. —
Erlendar stöðvar:
Danmörk: Stuttbylgjuútvarpið
er á 49.50 metrum á tímanum
17.40—21.15. — Fastir liðir: 17,45
Fréttir; 18,00 Akuelt ,kvarter;
21,00 Fréttir. Á sunnudögum kl.
17,45 fylgja íþróttafréttir á eftir
almennum fréttum.
Noregur: Stuttbylgjuútvarp er
á 19 — 25 — 31 — 41 og 48 m.
Dagskrá á virkum dögum að mestu
óslitið frá 5.45 til 22,00.' Stillið að
morgni á 19 ,og 25 metra, um miðj
an dag á 25 og 31 metra og á 41
og 48 m., þegar kemur fram á
kvöld. — Fastir liðir: 12,00 Frctt
ir með fiskifréttum; 18,00 Fréttir
með fréttaaukum. 21,10 Fréttir.
Svíþjóð: Útvarpar á helztu stutt
bylgjuböndunum. Stillið t.d. á 25
m. fyrri hluta dags en á 49 m. að
kveldi. — Fastir liðir: 11,00
klukknahringing í ráðhústurni og
kvæði dagsins, síðan koma sænskir
söngkraftar fram mcð létt lög;
11,30 fréttir; 16,10 barna- og ungl
ingatími; 18,00 fréttir og frétta-
auki; 21,15 Fréttir.
England: General Overseas Ser-
vice útvarpar á öllum helztu stutt
bylgjuböndum. I-Ieyrast útsending-
ar með mismunandi styrkleika hér
á landi, allt eftir því hvert útvarps
stöðin „beinir“ sendingum sínum.
Að jafnaði mun bezt að hlusta á
25 og 31 m. bylgjulengd. — Fyrri
hluta dags eru 19 m. góðir en þeg
ar fer að kvölda er ágætt að
skipta yfir á 41 eða 49 m. Fastir
liðir: 9,30 úr forustugreinum blað
anna; 11,00'fréttir og fréttaum-
sagnir; 11,15 íþróttaþáttur; 13,00
fréttir; 14,00 klukknahringing Big
Ben og fréttaaukar; 16,00 fréttir
og fréttaumsagnir; 17,15 frétta-
aukar; 18,00 fréttir; 18,15 íþrótta
fréttir; 20,00 fréttir; 23,00 fréttir.
Aukið viðskiptin!
Auglýsið í Morgunblaðinu J
'tihsfa mcmjuníaffúuo
Roberto Rossellini, hinn ham-
ingjusami eiginmaður Ingiríðar
Bergmann er með hina svoköll-
uðu „Bíladellu" og þess vegna
þykir honum mjög gaman að þvi
að segja frá alls konar bíla-
sögum. Eftirfarandi saga er höfð
eftir Rossellini:
Milljóneri í HoJlywood hafði
keypt sér nýjan bíl, sem líktist
engu af því sem menn höfðu áð-
ur séð. Bíllinn var hreint og
beint dásamlegur, og í honum
voru öll hugsanleg og óhugsan-
leg þægindi, svo sem ísskápur,
sjónvarp bar og sem sagt allt,
sem nöfnum tjáir að nefna.
En samt sem áður kom eigandi
þessara herlegheita til bílasalans
með þennan fína bíl sinn, einni
viku eftir að hann hafði fengið
bílinn og vildi fá honum skipt og
fá nýjan.
— Hvað, er eitthvað að bíln-
um? spurði bílasalinn.
— Nei, alls eklci, svaraði mill-
jónamæringurinn.
— Líkar yður e. t. v. ekki lit-
urinn? spurði bílasalinn og var
orðinn áhyggjufullur.
— Jú, liturinn er aldeilis prýði-
legur.
— Hvers vegna þá í ósköpun-
um viljið þér fá nýjan bíl strax?
spurði bíl'asalinn.
— Vegna þess að öskubakk-
arnir eru fullir! svaraði milljóna-
mæringurinn.
Múhameðskur stjórnarerind-
reki, sem staðsettur var í Oslo,
varð að hætta við að fara í ferða-
lag til þess að sjá miðnætursól-
arflugið eins og honum var boð-
ið í s.I. júnímánuði.
— Hvers vegna?
— Vegna trúarlegra skoðana
sinna ber honum á hverju kvöldi
um leið og sólin gengur til viðar
að krjúpa á kné og rétta fram
hendurnar í áttina til Mekka,
hinnar heilögu borgar Múham-
eðs, en þarna á miðnætursólar-
ferðalaginu gengur sólin alls ekkt
til viðar!
★
Á veitingastöðum í Ítalíu er
algengt að sjá eftirfarandi aug-
lýsingu: „Hér er aðeins frítt fæði
fyrir þá, sem hafa náð 75 ára
aldri og eru í fylgd með foreldr-
um sínum."
★
Kaþólsk kona kom í ofboði til
prests síns þegar hann hafði fyrir
nokkru gift ung hjón, sem eign-
uðust barn þremur mánuðum
eftir giftinguna.
— Þetta er alveg voðalegt,
prestur, sagði hún, að þér skyld-
uð gera þetta. Þau hafa ekki
verið gift nema í 3 mánuði, og
strax eignazt barn, en það tekur
þó eins og allir vita, 9 mánuði
að eignast barn á löglegan máta.
—• Já, en kona góð, svaraði
presturinn, — þessi ungu hjón
hafa verið gift í 9 mánuði.
— Hvernig getið þér skýrt
það? spurði konan og var orðin
enn æstari.
— Unga konan hefur verið gift
í 3 mánuði, ungi maðurinn hefur
verið kvæntur í 3 rnánuði, og
þau hafa verið gift hvort öðru í
3 mánuði, — og til saman gerir
þetta 9 mánuði!