Morgunblaðið - 04.09.1953, Qupperneq 7
Föstudagur 4. sept. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
7
Sveinn Sveinsssn frá Fessi:
SJÖTTA júlí s. 1., áttum við
hjónin Jóhanna M. Sigurðar-
dóttir og Sveinn Sveinsson, 50
ára hjúskaparaímæli. Þessú
héldum við leyndu þá, bæði af
því að ég var lasinn, og svo er
ihú orðið svo mikið um afmælis-
minningar um menn og- málefni,
að það fer að verða svo vana-
legt. — Þó lasta ég það ekki. —
og hefi gaman af og gagn að lesa
greinar um mæta menn, en lág-
tnarkið finnst mér vera 50 ára
aldur.
Nú get ég þess hér, svona til
gamans, fyrir þá mörgu vini okk-
ar og kunningja í Reykjavík og
víðsvegar út »um landið. En til
fróðleiks fyrir nútíma frumbýl-
inga vildi ég segja eftirfarandi:
Þegar við hjónin byrjuðum bú-
skap áttum við litlar eignir og
um peninga var ekki að tala,
enda unnum við fram að því hjá
fátækum foreldrum okkar.
Fyrsta búskaparárið vorum við
í húsmennsku, sem alltaf hefir
þótt neyðarkjör, en þá var ekki
jörð í boði, nema að flytja hrepp
úr hrepp og það gerðum við til
að byrja með en því fylgdu erfið-
leikar, og seint grær um oft
hreyfðan stein. En úr þessu rakn-
aði og seinni helming búskapar-
ins höfðum við tvasr jarðir ti!
umráða, samt var það með nokkr
um erfiðleikum, því að nær
sextíu kílómetrar voru á milli
búanna.
Lengst af búskapnum vorum
við í gestsgötu — eða við þjóð-
veg. Þá var nú ekki venja að
taka borgun fyrir hvern sopa
og bita, og engum var úthýst
vegna rúmleysis, því að væru öll
rúm skipuð gestum, þá mátti
liggja á stofufólfum með einhverj
um aðbúnaði. Það kom mjög oft
fyrir á okkar heimili, því allt er
betra fyrir aðkomumenn og gesti
en að hrekjast aftur út í myrkur
og kulda og ætti aldrei nð oiga
sér stað hjá hvítum mönnum.
Svo fóru allir glaði.r og ánægðir
úr hlaði með góðar bænir okkur
til handa. Það voru guðdómlegar
og skemmtilegar stundir.
15 börn eignuðumst við hjónin
— 3 misstum við ung, en 12 eru
á lífi. Synir 7 taldir eftir aldri:
Sigursveinn, bóndi á Fossi í Mýr-
dal, Runólfur, sarídgræðslustjóri,
Gunnarsholti, Kjartan, iðnfræð-
ingur Reykjavík, Sveinn, verk-
stjóri hjá SÍS, Reykjavík, Guð-
mundur, vélfræðingur, Kefla-
víkurflugvelli, Páll, sandgræðslu-
fagmaður, Gunnarsholti, Gísli,
hluthafi Landleiðum, Reykjavík,
Dætur 5 taldar eftir Mdri: Gyð-
ríður, Guðrún, Róshildur, Ing-
unn og Sigríður, liúsfreyjur og
forstöðukonur, allar í Reykjavík.
Öll eru systkinin meir og
minan menntuð, myndarleg og
dugleg.
Ekki fóru veikindi eða sjúkdóm
ar að öllu leyti framhjá okkar
heimili, en þá sögu hafa víst
mörg heimili að segja. En mikill
er nú munurinn á móti þvi sem
þá var, þegar fátækar fjölskyld-
ur þurftu að bazla og berja.it
hjálparlaust með sína sjúkiingi í
sinni fátækt og vonleysi. Þeir
mætu menn, sem mest og bezt
hafa unnið að sjúkrasamlögum,
örorku- og ellistyrkjum (se.n ég
kalla eftirlaunj, barnaverndar-
hjálparstarfsemi alla vega, svo
það helzta sé nefnt, þeir eiga
ómetanlegar þakkir skríið hja
þjóðfélaginu fyrir þau mannúðar
störf í þágu lítilmagnans.
Hins vegar finnst mér það
ganga of langt að treysta ekki
hraustum og efnuðum foreldrum
að ala upp nema eitt barn án
styrktar, því það fyrirkomulag
getur beinlínis dregið úr sjálfs-
bjargaráhuga fólksins og metnaði
þess að bjarga sér sjálft. En úr"
því sem komið er verður þetta
viðkvæmt mál og verður það því
að reyna sig. Gefist það vel, þá
ótorbátnr með' olummium
yfirbyggingu koma til landsins
helst það, en reynist það óheppi-
leg ráðstöfun þá verður að breyta
því siðar.
Nú er mikið talað og skrifað
um að frumbýlingar eða ungt
hjónafólk flytji í sveitirnar til að
stcfna þar nýbýlabúskap, og það
fólk sem enga áhöfn á, fénað
eða gripi til að búa við, verði
að styrkja með stórum lánum.
AUt er þetta gott og blessað svo
langt sem það nær, og ekki ætti
ég að verða til þess að skrifa á
móti þeirri góðu hugmynd, því
svo mikið leið ég af peninga-
leysi í byrjun búskaparins.
Mín skoðun er samt sú, að það
megi ofkaupa eignarlaust fólk
til þess að reisa búskap í sveit.
Það liggur í augum uppi að lítið
bú, eða einyrkjabúskapur, getur
ekki staðið undir 100—200 þús.
króna láni, fyrir utan allar
heimilisþarfir og skyldur. Það
er mjög varasamt fyrir ung hjón
eða hjónaefni, sem ekkert eiga tif
af fénaði eða gripum, að fara
frá góðri atvinnu út í það ævin- !
týri að reisa nýbýlabúskap í sveit'
með stórar skuldir á bakinu, og !
einyrki getur ekki farið frá búi:
sínu í aðra atvinnu, nema að
hætta þá við búskapinn og þá
er seinni villan verri en sú fyrri.
Það getur líka verið varasamt
fyrir rikið eða bankana að stuðla
að því með of stórum lánum að
svona geti farið, og ekki þarf að!
búast við því að þau kot eða I
nýbýli, sem svona fara, byggist'
aftur undir sömu kringumstæð-
um, heldur hljóta þau að fara í |
eyði og þá verður það stærsta
villan.
En það er allt annað að styrkja
með lánum frumbýlinga, sem eru
í sveitinni og eiga eitthvað til af
fénaði og gripum, en vantar jarð-
næði, enda er það gert með ný-
býla- og byggingalánum. Og það
ætti að geta hjálpað ti! þess að
unga fólkið — minnsta kosti karl-
menn flytjist ekki úr sveitun-
um, og þá er mikið fengið í þessu
vandamáli, því hægara ætti þá
að vera að leysa hinn vandann,
sem mjög mikið- ber á r sumum
sveitum landsins, að karlmenn
búi þar konulausir.
Mín skoðun er í þessu máli: að
ungir menn og miðaldra, sem [
vilja stofna búskap, eiga að byrja
á því að fá sér konuefnið, því
að þá verður þeim allt hægara
og ánægjulegra í samráði við
maka sinn, og með því tvöfald-
ast kraftarnir. Séu stúlkur ekki |
til i sveitinni, þá er að fá þær
frá Reykjavík eða öðrum bæjum
í landinu. Líka hafa þær sumar
gefist vel frá Þýzkalandi og nóg
hvað vera af myndarlegum stúlk- j
um í Berlín. Jæja, en hvað sem |
því líður þá hygg ég að flest;
kvenfólk sé þannig skapi farið að
þær vilji stofna bú með myndar-
legum manni, þótt þær að öðrum
kosti vilji ekki vera i sveií. Þetta
er eðli mannsins, og á að vera
það.
Það er líka min skoðun að sú
venja ætti að skapast með þjóð-
inni, að stúlkur nefndu sambúð
við karlmenn, með hjónaband
fyrir augum alveg eins og karl-
menn tala um það við stúlkur.
Ég enda svo þessar línur með
þeirri ósk, að frumbýlingum
þessa lands í bæ og sveit, megi
blessast búskapurinn og barna-
uppeldið, í nútíð og framtíð
Sveinn Sveinsson,
frá Fossi.
í DESEMBERMANUBI n. k.
eru væntanlegir hingað til
lands tveir nýir 35 tonna bát-
ar frá Svíþjóð. Fara báðir
þessir bátar til Hornafjarðar
og verða gerðir út þaðan á
næstu vertíð. Bátar þessir eru
í ýmsu frábrugðnir öðrum
bátum, sem hér á landi eru
gerðir út — t. d. verður yfir-
bygging þeirra úr Iéttmálmi
(aluminium). Eykur það burð
arþol bátanna og gerir þá
stöðugri í sjó. Þá er verð þess-
ara báta mun lægra en völ
er á að fá nokkurs staðar um
þessar mundir.
í tilefni af komu þessara báta,
átti Mbl. tal við Gísla J. John-
sen, en hann hefur haft milli-
göngu um útvegun þessara ódýru
báta. Gisli er löngu landskunn-
ur fyrir afskipti sín af mótor-
bátaútgerð og bátakaupum, m.
a. keypti hann fyrsta bátinn, sem
kom til Vestmannaeyja — og
hefur keypt marga síðan þá.
RÍKIÐ OG EINSTAKLINGS-
FRAMTAKIÐ
— Hver er forsaga þess, að
þér eruð aftur farnir að hafa
milligöngu um bátakaup til
landsins?
— Áður voru öll slík mál í
höndum einstaklinga, en eftir
stríðið tók ríkisstjórnin þau mál
sem fleiri í sínar hendur með
þeim árangri, sem öllum er
kunnugt um, segir Gísli. Var
þar með öllu einkaframtaki á
þessu sviði rutt úr vegi.
En í vetur var ákveðið að láta
Fiskifélagið kynna sér verð á
bátum, bæði þeim er smíðaðir
væru hér á landi og þeim sem
keyptir væru erlendis frá.
— Hver varð niðurstaða þeirr-
ar rannsóknar?
— í stuttu máli sú að báta-
verð væri mjög hátt og að það
myndi torvelda mönnum mjög
að leggja út í mótorbátaútgerð,
þar sem ýmsir kostnaðarliðir við
útgerðina yrðu þá óeðlilega há-
ir.
ÁKVEÐIÐ VERÐTILBOD
— Ég fór því að athuga mögu-
leika á útvegun tilboða, sem
væru frambærileg hér á landi.
Og hjá einum af mínum gömlu
viðskiptasamböndum í Svíþjóð.
Hafði ég og í huga að reyna að
framkvæma ofurlitla nýjung,
sem ég tel þýðingarmikla sér-
staklega með tilliti til viðhalds
bátanna. Er hún aðallega í því
fólgin að yfirbygging bátanna er
úr léttmólmi.
Ræddi ég þetta mál ítarlega
við Svíana og leiddu þær um-
ræður til þess, að ég fékk tilboð
frá þeim um smíði á 35 tonna
bátum með aluminiumyfirbygg-
ingu, byggða eftir ísl. reglum og
lögum. Verðið er 150—160 þús.
sænskar krónur og þar í falinn
fullkominn útbúnaður bátanna,
svo sem dýptarmælir, 150 hest-
afla June Munktell vél, sérstök
ljósavél, línu- og upphölunar-
spil, síldardekk og annar útbún-
aður af fullkomnustu og nýjustu
gerð. Eru nú, eins og ég sagði
áður, tveir slíkir bátar í smíð-
um og eru væntanlegir til lands-
ins í desembermánuði.
STÆKKA FLOTA SINN
— Hverjir fá hina nýju báta?
— Þeir fara báðir til Horna-
fjarðar. Annan fá Óskar Valde-
marsson og ÁrSæll Sigurðsson,
en hinn bátinn Sigurður Lárus-
son o. fl. Eru þetta mjög efni-
en
TBL LEIGU
óinnréttuð 300 ferm. hæð í nýju húsi. Hentug fyrir skrif-
stofur, kennslu eða iðnað. — Tilboð sendist Þorvaldi
Þórarinssyni lögfræðingi, fyrir 10. sept.
legir skipstjórar. Höfðu þeir áð-
ur minni báta, en geta nú aukið
verksvið sitt er þeir fá þessa
stærri og betur útbúhu báta —
ekki sízt vegna þess að bátarnir
sem koma eru með síldardekki.
Hornfirðingar hyggjast koma
sér upp stærri bátum. Til þess
voru nauðsynlegar umbætur á
innsiglingunni, en að þeim er
nú unnið. Þáð var Björn Stefáns-
son, kaupfél.stj. á Hornafirði,
sem fyrstur færði í tal við mig
að Hornfirðingar fengju stærri
báta, en síðan hefur Sverrir
Júlíusson, útgerðarmaður, látið
sér mjög annt um rr.álið og að
vel yrði til alls vandað.
ÍSLENZKAR
TEIKNINGAR
— Eru teikningarnar af bát-
finnsson, skipasmíðameistari í
unum gerðar hér á landi?
— Já, þær hefur Egill Þor-
Keflavík gert, en almennu lofs-
orði hefur verið lokið á teikning-
ar þær er hann heíur gert áð-
ur. Teikningarnar eru samþykkt-
ar af Skipaeftirliti rikisins og
hefur það skrifað byggingarlýs-
ingu til hinnar sænsku verk-
smiðju.
HIÐ NÝJA EYGGINGÁR-
EFNI
— Hvað er frekar um hina
nýju yfirbyggingu úr léttmálmi
að segja?
— í Svíþjóð og annars staðar
er mikil reynsla fengin fyrir
slíkum yfirbyggingum — og
jafnve! báturh, sem eingöngu eru
smíðaðir úr slíkum málmi. Og
ef ég væri yngri að árum og
fengizt enn við útgerð hefði ég
löngun til að byggja bát af þess-
ari stærð, sem að öllu leyti yrði
úr léttmálmi. Það er skoðun
min að þróunin fari í þessa átt.
— Hverjir eru aðalkostirnir
við að byggja úr slíku efni?
— Það er að viðhaldskostnað-
ur bátanna verður margfalt
minni. Þá er það ekki þýðingai-
lítið að bátur með léttmálms-
yfirbyggingu hefur stórum meira
burðarþol heldur en jafnstcr
bótur byggður að ö!lu leyti úr
þungum viði. Séu bátarnir- mpÁ
slíka yfirbyggingu og hæfilega
þunga vél — eins og June Munk-
tell vélina, sem í bátunum verða,
en þær vélar eru nú mjög breytt-
ar og fullkomnari en þær vortt
áður — eru þeir öruggir og'
stöðugir í sjónum. Og það er
von mín, að íslenzkir sjómenn
fái slíka báta til sjósóknar sagði
hinn reyndi bátamaður, Gísli J-
Johnsen, að lokum. — A. St.
Verkfail rafvirkia
út í
e
LUNDÚNUM, 2. sept. — Raf-
virkjaverkfallið í Bretlandi, sem.
konpmúnistum tókst að hleypa 'af
stokkunum, hefur breiðst nokkuð
út. Nú þegar hafa um 2000 raf-
virkjar lagt niður vinnu, en verka
lýðsfélag þeirra hefur tilkynnt, áð
innan skamms nái verkfallið til
a. m. k. fimm þúsund manna, ef
ekki verður gengið að kröfum
rafvirlijanna um hækkuð laun.
Rafvirkjarnir vinna m. a. í
stáliðjuverum, kjarnorkuverum
og olíuhreinsunarstöðvum, svo
að nokkuð sé nefnt, og veldur
hinum mesta usla og öngþveiti í
landinu. —NTB-Reuter.
agerstarfa
og bílkeyrslu (sendiferðabíl), óskast nú þegar duglegur
og reglusamur maour. — Um framtíðaratvinnu getur
verið að ræða. — Eiginhandar umsóknir,_merktar: „Sér-
verzlun í miðbænum — 909“, sendist afgr. Mbl. fyrir
næstkomandi þriðjudagskvöld.
Síðasti dagur útsöEunnar
er í dag og verða seld alullar kápuefni, tvíbreið, hentug
í barna- og unglingakápur, margir litir. — Verð aðeins
kr. 65,00 meterinn. — Notið tækifærið.
VEFNAÐARVÖRUVERZLUNIN
TÝSGÖTU 1 — SÍMI 2335
— Sendum í póstkröfu —
Buick báil
TIL SÖLU — model 1947, í góðu ástandi, aðeins
keyrður 57 þúsund km. og ávallt verið í einkaeign. Tilboð
merkt: Buick —924, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskv.