Morgunblaðið - 04.09.1953, Side 6

Morgunblaðið - 04.09.1953, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. sept. 1953 Á FIIMNS VIÐ komum heim með góðar endurminningar um ánægjulegt samstarf á fundi hinna norrænu bændasamtaka, NBC, sem hald- inn var að þessu sinni í Helsing- fors í Finnlandi. Þá berum við og í brjósti hlýjar minningar um hina dugmiklu og framtakssömu finnsku þjóð, sem sýndi fulltrú- um ráðstefnunnar frábæra gest- risni og okkur íslendingum alveg sérstakan vinarhug, sagði Pétur Ottesen, alþingismaður, er Mbl. átti samtal við hann í gær. Norrænu bændaráðstefnuna í Helsingfors sátu fulltrúar frá ís- landi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Þessir voru fulltrúar frá Is- landi á ráðstefnunni: Bjarni Ás- geirsson, sendiherra, Guðmundur Jónsson, Hvítárbakka, Bjarni Sig urðsson, Vigur, Ásgeir Bjarna- son, alþm., Jónatan Benedikts- son, kaupfélagsstj., Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri, Pétur Ottesen, alþm., Jón Bergs, lögfr., Sveinbjörn Högnason, prófastur, og Sveinn Tryggvason, *'framkv.stjóri Stéttarsambands bænda, og var hann fararstjóri. — Auk þess voru með í förinni tvær konur, frú Ásta Jónsdóttir, kona Bjarna Ásgeirssonar, og frú Ragnheiður Magnúsdóttir, kona Guðmundar á Hvítárbakka. BÆNDARAÐSTEFNA — Bændaráðstefnan var hald- in í Helsingfors dagana 24. og 25. ágúst, sagði Pétur Ottesen. — Hana sátu 8 Norðmenn, 12 Danir, 68 Finnar og 12 Svíar, auk okkar Islendinganna. Konur allmargra fulltrúa frá þessum löndum sátu fundinn ásamt mönnum sínum. Voru á fundinum rædd ýmis . sameiginleg áhugamál norrænna bænda, s. s. framleiðsluhættir og . söluhorfur landbúnaðarafurða. Þá voru og flutt á fundinum er- indi um hagfræðileg efni, er landbúnaðinn varða. Þar á meðal flutti Sveinn Tryggvason erindi úm lánastarfsemi landbúnaðarins hér á landi. Bændaráðstefnunni var slitið með veglegu hófi á skemmtistað í útjaðri höfuðborgarinnar. Voru þar mættir auk fulltrúanna ýms- ir gestir, þar á meðal landbúnað- arráðherrann finnski. Höfðum við áður setið kaffiboð hjá ráð- herranum í glæsilegum salar- kynnum í höll einni í höfuðborg- inni. Flutti ráðherrann þar ræðu á finnsku, en skrifstofustjóri hans las að henni lokinni þýðingu á henni á sænsku. I kaffiboði þessu voru engar vínveitingar. TVEGGJA DAGA FERÐ HM FINNLAND — Kynntust þið finnskum land búnaði? í — Að fundinum loknum var ;fulltrúum boðið í tveggja daga ferðalag um Finnland. Var ferð ’jþessi farin í bílum og ferjum á ivötnunúm, og aðaltilgangur ‘hennar var að kynna gestunum iaðstöðu hins finnska landbúnað- ar og framleiðsluhætti. Við komum heim á tvö stór- ,:býli. Á öðru þeirra sátu fulltrú- arnir veizlu. Voru þar fram- :reiddir við mikla rausn finnskir iþjóðréttir. Þiátt fyrir það þótt Iveizlugestir væru nokkuð á ann- að hundrað, voru húsakynni svo þúmgóð, að allir gátu setið að snæðingi samtímis á stofuhæð hússins og notið hinnar gómsætu Jcjarnafæðu, er á borð var borin. ■Á.ð lokinni máltíð komu fram á .’sjónarsviðið tvær leikkonur, er lásu upp af mikilli list hiuta af hinum finnska þjóðkvæðabálki Kalevala. Auk þess var leikið á strengjahljóðfæri, sem er sér- stætt fyrir Finnland. Var að öllu þessu hin bezta skemmtun. Þá var í þessari ferð um land- ið komið á annað stórbýli, sem mjög líktist því fyrr um getna að 'húsrými, rausn og myndarbrag í hvívetna. Er á stórbýlum sem Pétur Gtteserc, alþm. segir frá norrænu bændaráðstefiiunni í IfieEsingfors stg kynnum sínum af finnskum landbúnaði þessum rekinn umfangsmikill og fjölþættur búrekstur, margvís- legt gripahald auk mikillar korn- ræktar og skógarhöggs, en þetta tvennt einkennir mest finnskan landbúnað. HIN MÖRGU NÝBILI Finnar hafa á síðustu árum reist mikið af nýbýlum, einkum nú eftir stríðið. Á landsvæði því nyrst í Finnlandi, sem Rússar tóku af þeim í stríðslokin, bjó tíundi hluti þjóðarinnar, 400 þús. manns. Allt þetta fólk varð að yfirgefa eignir sínar þar og flytja burtu á tilsettum tíma. Var það mikið þjóðfélagsvandamál að sjá fólki þessu fyrir verustað í öðr- um hlutum landsins. Er það skýrt dæmi um dugnað og mann- dóm hinnar finnsku þjóðar, að á sama tíma og þeir urðu að greiða Rússum hundruð milljóna króna verðmæti í stríðsskaðabætur reisa þeir nýbýli í sveit yfir lang samlega flest af öllu þessu fólki. Til þess varð ríkið að taka mikil lönd af stórbýlum handa nýbýla- mönnum. Olli þetta nokkrum á- tökum í bili við hina stóru land- eigendur, en eigi átti það djúpar rætur og jafnaðist þegar frá leið. Viðskilnaður fólksins við þessar jarðir sínar lýsir vel hug- arfari finnskra bænda. Fólkið sópaði allt og prýddi utan húss og innan, skildi jafnvel eftir blóm í gluggum, þegar það hvarf á brott, slyppt og snautt, en svona var umgengnin úti og inni á þeim býlum, sem við komum á. Allir þessir nýbýlamenn eru sjálfseignarbændur. Ríkið seldi þeim landið með góðum kjörum auk þess sem þeir nutu hag- kvæmra lána í sparisjóðum og öðrum peningastofnunum, en sparisjóðsstarfsemin er mjög víð- tæk, einkum í landbúnaðinum. •— Er þess stranglega gætt, að spari- fé bænda sé ekki iánað til annars en þess, er landbúnaðinn varðar, hvort sem um er að ræða lán til að standa straum af stofnkostn- aði eða venjuleg rekstrarlán. Er í þessum sterku samtökum fólg- inn mikill styrkur fyrir landbún- aðinn, sem er höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar. I ferð þesari komum við heim á þrjú nýbýli. Var landsstærð þeirra hvers um sig um 30 ha. Þar af % ræktað land, grasrækt, kornrækt og garðrækt. Hitt skóg- lendi. Gripaeign á býlum þessum var 5—6 kýr, 1 kind, 1 hestur og 13—20 hænur. Innréttingu á íbúð arhúsum á býlum þessum var mjög haganlega fyrir komið, og er það mjög til athugunar fyrir okkur Islendinga. iÞrifnaður sýni- lega mikill og umgengni öll góð. Fólkið var mjög alúðlegt og virt- ist það hafa góða afkomu og líða vel. Var á einu af býlum þessum á borð borið fyrir gestina gnægð ávaxta, mikið af allskonar brauði og heimagerður svaladrykkur. Hvar sem bar að garði sagði gest- risnin og hinar vingjarnlegu mót- tökur til sín. HEIMSÓKNIR f BÚNAÐARSKÓLA — Skoðuðuð þið fleiri land- búnaðarstofnanir? — Við heimsóttum meðal ann- ars rýreistan búnaðarskóla, sem auk annars hafði yfir miklu land-; rými að ráða og rekinn var á stórbúskapur. Þar var kennsla bæði bókleg og verkleg. Var kennslan og kennslutíminn nokk uð mismunandi eftir því hvort nemandi hugðist að reisa bú f •vi'-. ... Pétur Ottesen. þessum, að ekki heyrist mannsins sjálfur eða starfa hjá öðrum. — Verklega kennslan var mjög víð- tæk. Auk verklegs náms í jarð- rækt og gripameðferð voru þar kenndar smíðar, járn og tré, véla- viðgerðir, skósmíðar, söðlasmíði og fleira. Veitti þessi iðnfræðsla réttindi til vinnu í sveitum og smærri þorpum, en ekki í kaup- stöðum eða borgum. Ein slík land búnaðarstofnun sá munaðarlaus- um unglingum, sem misst höfðu foreldra sína í stríðinu, fyrir fræðslu, og þar unnu öryrkjar og nokkur störf. Er það eitt af mörg- um erfiðleikum, er Finnum hefur tekizt að sigrast á, að sjá urmul af slíku fólki farborða eftir stríðið. Við komum í skógræktarstöð mjög stóra, sem er í einkaeign á greifasetri. Fórum við langar leiðir um stöð þessi. Þar hafa um áratugi verið gerðar tilraunir með ræktun trjáa, sem fengin eru að víðsvegar úr heiminum í þeim tilgangi að finna kjörvið, er komi að notum í Finnlandi. Skógurinn þar er nokkuð misjafn að gæðum. Þessi tré eru mörg orðin himinhá og nokkuð hafnar kynbætur á skóginum á grundvelli fenginnar reynslu í stöð þessari. í Finnlandi er jafnan plantaður nýr skógur jafnóðum og höggvið er. Það er mjög ábærilegt, að gengið hefur verið á skóginn næst vegunum, sem ekki er heldur undarlegt, svo mikils sem hefur við þurft til að létta af oki stríðsskaðabótanna og verja hefir þurft til hinnar miklu uppbyggingar í sambandi við fólksflutningana, auk alls annars. Þá skoðuðum við eitt mjólkur- bú í bænum Lahti, sem er 120 km norður af Helsingfors, en þar gistum við á ferðalaginu. Er bú þetta á stærð við Flóabúið, tekur á móti um 22 millj. lítra á ári. Virtist mjólkurstöð þessi ekki taka neitt fram tæknilega séð beztu búunum hér. Eru slíkar mjólkurstöðvar yfirleitt reknar á samvinnugrundvelli í Finnlandi. En þar er samvinnufélagsskapur- inn hjá bændum mjög gamall, og taldi prófessor einn finnskur, sem urh þetta ræddi á fundinum, að hann hefði orðið landbúnað- inum mjög til styrktar. STÓRIÐNAÐUR í SVEIT Þá kynntumst við og í ferðinni nokkuð iðnaði Finna. Timbur og timburafurðir eru höfuðútflutn- ingsvörur landsins. Iðnaðurinn í þessari grein er því mjög stór- felldur. Einkum er pappírsfram- leiðslan mikil. Komum við í eina pappírsverksmiðju, sem m. a. selur mikið af blaðapappír til Islands. Eru vinnubrögðin þar myndarleg og afköstin eftir því. Eftir að timbrið, sem til pappírs- gerðarinnar er notað, einkum greinar og ungviði, hefur verið breytt í trjákvoðu, er það sett vatnsblandið í annan enda á meira en 100 metra langri véla- samstæðu og gengur þar um ótal valsa unz það kemur sem full- unninn pappír úr hinum endan- um, vafið upp á mismunandi stór ar rúllur. Voru tvær slíkar véla- samstæður í verksmiðju þessari. Er slíkur hamagangur í vélum mál. Þá eru og í verksmiðju þess- ari unnar þilplötur, þar sem blandað er saman gipsi og trjá- trefjum. Ber það eins að, efnið flýtur inn í vélarnar, en þær skila plötunum hörðum og gljáfægð- um úr hinum endanum, þar sem lengjan er höggvin í sundur í mis munandi stærðir. En í öðrum vél- um eru höggvin þétt smágöt á plötur þessar, sem þá eru notaðar til klæðningar í hús til að útrýma bergmáli í stærri sölum. — Þá sáum við, segir Pétur, — fleytingu trjáviðar í ám.Eru árn- ar notaðar svo sem hægt er í þessu augnamiði og fer sá flutningur fram um óra- leiðir. — Á einum stað var fjöldi fólks á flekum úti á stórfljóti, þar sem safnazt höfðu saman kynstrin öll af timbri. — Var verið að draga timbur þetta í nokkurs konar dilka eftir merkjúm sem á því voru. En það er venja að merkja timbrið áður en því er varpað í árnar, því að margir eru eigendurnir. Hamað- ist fólkið, bæði karlar og konur, með krókstjaka við það að skipta timbrinu eftir þessum merkjum, sem það sjáanlega kunni full skíl á. Minnti þetta á sundurdrátt á fé í réttum á íslandi. FINNSKUR LANDBÚNAÐUR — Hvernig'kemur þér finnskur landbúnaður fyrir sjónir? — Það er margþætt atvinnu- grein. Auk þess sem gripahaldið er stór liður í landbúnaðinum er kornrækt mikil svo og garðrækt margs konar og síðast en ekki sízt er skógarhöggið. Skógarnir I eru hin stóru auðæfi landsins, I enda taka skógarnir yfir 60% af , stærð landsins. Hvað útflutning j snertir grundvallast hinn finnski ; landbúnaður á skógarhöggi, timb j ursölu og margþættum timbur- j iðnaði. Það eru eins og fyrr segir aðalútflutningsvörurnar. Þá er og nokkur útflutningur á smjöri og ostum. Hefur smjörútflutning- urinn þó farið minnkandi. Finnar rækta sykurrófur og búa til úr þeim sykur til eigin nota. Segja þeir, að í Finnlandi séu nyrstu svæðin sem sykurróf- urnar eru ræktaðar í. — Á ekki finnski landbúnað- urínn við örðugleika að stríða? — Fjárfesting hefur verið og er enn, að því er okkur var sagt, mikil í sveitum, sem í bæjum og borgum. Ef dæma má af viðskiptalífinu í Helsingfors, eins og það kom okkur fyrir sjónir, er kaupgeta mikil. Allar búðir fullar af vör- um og óslitin ös í stærstu verzl- unum, en þar eru, að annarra stórborga hætti, risavaxin verzl- unarfyrirtæki, sem verzla með allt milli himins og jarðar. — En verðfallið, sem orðið hefur á timbri og timburafurðum á er- lendum markaði, kemur að sjálf- sögðu hart niður á landbúnaðin- um og þjóðinni allri. E ida hefur viðskiptaaðstaðan versnað mikið út á við síðan verðfallið skall á. Hefur þetta ástand sett mark sitt á hið pólitíska ástand í lanainu, sem meðal annars kemur fram í því, að ekki er starfhæfur meiri- hluti á þinginu, eins og nú stend- ur. Er nokkur ótti um það að dregið geti til gengisskerðingar til þess að jafna metin út á við. Vexðiag í landihu er mjög hátt. LÍTIÐ UM FISKVEIÐAR — Hvað er að segja um fisk- veiðar Ehnna? — Þeir stunda ekki fiskveiðar til útflutniags, aðeins til eiein nota. Á fiskmarkaðinum í Hels- ingfors sá ég ekkert af þeim fisktegundum, sem hér eru al- gengastar. Laxveiði er allmikil í nyrðri hluta landsins. Við átum lax í Finnlandi, en hann er ekki líkt því eins góður og sá lax, sem hér veiðist, mikiu strembnari og bragðminni. í hinurn mörgu vötn- um þúsund vatna landsins, eins og það er kallað, en einn af hinum finnsku fylgdarmönnum okkar sagði að réttara væri að kalla hundrað þúsund vatna land ið, er allmikil veiði af urriða og fleiri vatnafiskum. — Hvernig voru vegirnir, sem þið fóruð um? , — Þeir voru góðir. Út frá Hels- ingfors eru malbikaðir vegir á 25 km svæði, en úr því einungis malbornir. Miklar rigningar hafa verið í Finnlandi í sumar, var því skammt á veg komið með kornuppskeruna. En ekki sá þetta á vegunum, þeii voru alls staðar harðir og góðir. FINNSKA ÞINGIB — Kynntust þið nokkuð að- stöðu finnskra þingmanna? — Tveir finnskir_, þingmenn voru fulltrúar á fundinum. Ég átti tal við þá báða. Þeir voru úr sænska þjóðflokknum. — Annar þeirra sýndi okkur þinghúsið. Það er mjög stór og glæsileg bygging, byggð um 1930. Á þingi Finna eiga sæti 200 fulltrúar og er þingíð ein málstofa. í þinghús- inu er fjöldi nefndarherbergja, sum mjög stór. Eru þau einnij notuð fyrir milliþinganefndir. — Þá eru og einkaskrifstofur fyrir þingmenn og eru fjórir um hve: Iheíbergi. í þinghúsinu eru og stórir mat- og kaffisalir. j Sex stjórnmálaf okk&r eig.r ' fulitrúa á þinginu. Bændaflokk- urinn og sænski þjóðflokkurin i fara með stjórnina, er það minni- hlutastjórn, hafa samanlagt 63 þingsæti af 200. í þinginu er töl- uð bæði finnska og sænska, verð- ur því að hafa túlk þegar hvor- n»ir skilur annan. Tíundi hluii þjóðarinnar talar sænsku, hinir allir finnsku. Atkvæði greið i i, gmenn rrieð því að styðja á hnapp í borðinu. ..iveinig ieizt ykkur á Hels- ingfors, höfuðborg landsins? — Við noíöum nokkurt tæki- I færi til þess að sjá okkur um í hinni fögru og tilkomumiklu borg. Þar eru margar gamla”, stórfenglegar og forkunnar fagrar byggingar, sem setja sinn svip á . borgina. Þá er þai' og fjöldi nýrr i stílhreinna stórbygginga, enda i eru finnskir húsameistarar við- urkenndir og eftirsótfir víðsveg;..' um heim. | — Eins og ég minntist á í upp- j hafi, segir Pétur að lokum, - - | hurfum við heim frá Finnlandi með góðar og hugstæðar endur- minningar frá dvöl okkar þar o : þakklæti fyrir þá miklu rausn o * framúrskarandi vinsemd, sem við íslendingarnir urðum aðnjótanc.i í hvívetna. DJAKARTA, 3. sept. — í ágúst var gerð að því gangskör, að út- I rýma hermdarverkamönnum á I nm-ni ,Töfu. Voru 350 þeirra felld- ir þar í mánuðinum. I 1 áhlaupi á tvö þorp pm s.l. helgi, drápu hermdarverkamenn | tuttugu og þrjá menn, en 200 hús brunnu. —Reuter—NTB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.