Morgunblaðið - 04.09.1953, Side 14

Morgunblaðið - 04.09.1953, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. sept. 1953 u SUÐURRIKJAFOLKIÐ SKÁLDSAGA eftir ednu lee Framhaldssagan 24 „Þú getur ekki ímyndað þér hve ég hef saknað þín“. Ég sagðist vera fegin yfir því að vera komin heim aftur, en hún hélt áfram í skipunartón. „En lofaðu okkur nú að horfa Svolítið á þig“ og hún tók þétt % axlirnar á mér og hélt mér frá sér og mældi mig út í krók og kting með gagnrýnandi augum. „Herra minn trúr! Þú hefur svei niér orðið fullorðinslegri, finnst ykkur það ekki?“ „Ég hlýt að hafa gert það“, sagði ég brosandi, „þar sem öll- um ber saman um það“. Augu hennar urðu skyndilega stærri. Hún sagði lágri röddu og hugsandi á svipinn. „En þú ert þiát-t áfram orðin falleg". Hversu ólíkir urðu þessir sum- ardagar öllum öðrum sumrum, sem ég hafði lifað. Hver myndi geta ímyndað sér, hugsaði ég, að jþessi elskulega unga stúlka í létta sumarkjólnum annars veg- ar og hin óvenju einkennilega stúlka, sem hún var um þetta leyti s.l. ár, væri ein og sama Bianneskjan. Eftir að Cissa kom heim frá Sweat Briar komu hópar af ungu íólki á hverjum sunnudegi. — „Ungu mennirnir vöppuðu í veiðihug í kringum kræsingarnar sem fram voru bornar, stúlkurn- ar i kringum piltana“, sagði Cissa þurrlega. Við spiluðum á grammófón og þó að við fyndum að það væri ekki beint í sam- ræmi við sunnudagshelgina þá dönsuðum við, mösuðum, döðruð um og gerðum veður út af hlut- linum. Það var á einum slíkum sunnu- degi að ég sá Oakes aftur. Ég stóð mitt í þvögu af ungum mönnum, sem allir voru kurteis- ir og elskulegir við mig, en stífir og önugir hver við annan. Ég leit upp og sá að Oakes kom inn í herbergið. Enda þótt mér virtist Oakes hafa breyttst — hann var hærri og einhvern veginn eldri — þá var hann samt nákvæm- lega sá hinn sami. — Dökku aug- un hans ljómuðu full af dásam- legum fyrirheitum. Piltarnir í kringum mig hættu að hlæja og urðu vandræðaftgir. „Svo að þú ert skrautfiðrildið, sem þeir hafa verið að segja mér fqá allan tímann? Hvenær komst þú til Care bees?“ Ég sagði hon- uffi það og hann varð hugsandi á sitápinn. Síðan sagði hann í kvörtunartón. „Ég vildi óska að Lára Lee hefði vitað þetta. Hún . S. . við höfðum heilmiklar á- tyggjur út af þér. Lára Lee fór tu; gumiu fru riummer, en varð engu nær. Þá fór gamli maður- iqjn af stað með okkur í skóla. Lára Lee hataði hann eins og pestina. Hún kom heim um jólin og sagði gamla manninum skýrt og skorinort að hún færi ekki fét aftur og það varð reyndar úr“. „En í hvaða skóla fór hún?“ "Það brá fyrir gamla glettnis- $mpanum í augum hans. „Hún óp á brott, gifti sig, og þú raunt aldrei geta upp á hverjum 4 Buckie". Ég gapti af undrun. „Buckie? Ó, Oakes!“ Samt viritst það ekki svo einkennilegt eftir allt saman að Lára Lee skildi giftast bíl- stjóra Pa-fjölskyldunnar. „Hana langaði til _ þess að storka gamla manninum. Hann kom auðvitað með það venju- lega. Ætlarðu að gera mér það tij skammar....“ ,,.Hvar er Lára Lee núna?“ '*Glampinn hvarf úr augum hans og hann varð alvarlegur á ívipinn. „Ég vissi ekki nákvæm- lega um það, gamli maðurinn' hafði harðbannað henni að skrifa. Samt sem áður skrifaði | hún móður sinni á kort öðru hVoru. Kortin voru öll frá þess- | um eða hinum staðnum. Hann bjóst við að þau lifðu engu sæld- arlífi“. Ég sá Láru Lee ljóslifandi fyr- ir mér undir aðstæðum þeim, sem 1 Oakes hafði lýst fyrir mér. Mig langaði til að skæla. Lára Lee, ' þessi litli skrautfugl á þeytingi fram og aftur í bílskrjóðinum ■ með Buckie, bílstjóranum, með járnandlitið og augu eins og blá- | an mármara. I „Oakes“, sagði ég, „en móðir þín, hvernig líður henni?“ Hann yppti öxlum. „Þú veizt það allt býst ég við“. I Já, ég vissi það, og hve dapur- legt það var allt. En ég asgði ekki eitt meðaumkunarorð til Oakes. I staðinn sneri ég mér við og bjóst til að fara aftur inn til ungu mannanna og bað Oakes að skila kærri kveðju minni til móður sinnar. i Camilla tók nú að rekja fyrir mér áhyggjur sínar varðandi verk ^ | smiðjurnar. Eftir því, sem ég hlustaði lengur á hana gerði ég' mér betur grein fyrir því hve mik il birði hvíldi á herðum hennar. Því það voru ekki aðeins myll- urnar og verkamennirnir, sem leiðbeina varð og stjórna, hún varð einnig að leysa af hendi starf húsbóndans og húsmóður- innar á heimilinu, sem einnig varð að sjá fyrir og halda í horf- inu. Ég var hreikin af því að hún skyldi bera það traust til mín. Með glöðu geði reyndi ég að verða henni að liði, að því leyti sem ég gat. Það rann upp fyrir mér að hún hafði í rauninni eng- an sem hún gat beðið að reka fyrir sig hin ýmsu smálegu en nauðsynlegu erindi, sem hún í öllum sínum önnum hafði ekki tíma til sjálf. Vitanlega bauðst Cissa aldrei til að hjálpa. Cissa, 4 eins og Wes, fór þær götur einar, sem henni þóknaðist og enginn dirfðist að hindra hana í því. Ég var ánægð með veröldina sjálfa og sjálfa mig, þó að ég vissi að henni var ekki treyst- andi. Því að Wes var kominn heim aftur og ég fann í hjarta mínu, að lækningin var ekki full- komin og ég gat ekki gleymt Wes. Hann gekk um húsið í göml- um kryppluðum og blettóttum buxum. Hvíta skyrtan hans var fráflakandi í hálsinn og ermarn- ar uppbrettar. Andlit hans og armar voru dökkbrúnir af sólinni og — hugsaði ég, óviðjafnanlega fallegur. Hann kom auga á mig og kall- aði: „Hæ, Doc!“, um leið og hann veifaði til mín vingjarnlega og kæruleysislega. Ég kallaði til hans á móti, án þess að vita vel hvað ég sagði. Ég sá að hann yppti brúnum er hann kom gang- andi á móti mér. I „Það virðist allt hafa sprungið út hér í kringum Care bees síðan ég fór“, sagði hann. I Hann leit á mig athugulum augum. „Ég átti ekki við rósirn- ar“. Við fórum inn og ég reyndi að koma fram venjulega og eðli- , lega jafnvel þó mér finndist eins og allt umhverfið, tilveran, * gengi í bylgjum í kringum mig.1 Eg bað um glas af ísvatni, þegar I hann bauð mér að drekka, og hann sagðist líka mundi fg sér ísvatn, en bætti vænum dropa af víski út í sitt glas. Við fórum út um hliðargöngin og ég lét fallast þar niður í.stól og reyndi að sínast róleg og eins og ég átti að mér að vera, þó að ég væri í uppnámi af æsingi, sem var sambland af sælu, ang- ist og eymd, öUu í senn. „Ég heyri sagt að þú sért töfra- dísin í Atlanta“, sagði Wes bros- andi. „Að helmingur allra ungra manna í borginni gangi með sund urkramin hjörtu eftir þig“. „Ég hef ekkert hjarta kramið“,; svaraði ég. „Hver sagði þér það?“ | jBARNALiSBÖH $4) /J\ Uppreisnin á Pintu Uppreisnin á Pintu eftir Tojo Eiganda Pintu hafði gengið erfiðlega að fá mannskap á skipið, og var hann orðinn kvíðafullur út af því. Dag nokkurn gekk eigandi Pintu á fund skipstjórans og tjáði honum vandræði sín. „Hafðu ekki áhyggjur út af því,“ mælti sir John. „Ég skal verða búinn að fá nægilega mikinn mannskap fyrir kvöldið, en þá vil ég leggja úr höfn. Nú er komið sæmilegt leiði, og hvisazt hefur það út, að aðrir skipstjórar hyggðust leggja úr höfn í kvöld eða nótt. Ég vil verða fyrstur eins og síðast.“ Eigandi skipsins, sem þekkti manna bezt hörku skipstjór- ans, vildi ekki mæti mæla, því að það gat orðið til að Sir John móðgaðist og segði skipsrúminu upp, en eigandinn vildi ekki missa hann, því að sir John var undantekningar- laust fyrstur úr höfn og fyrstur í höfn — hann sigldi sem sagt greitt, og sparaði þá ekki menn sína. heldur beitti hnefa- höggum og jafnvel svipu ef með þurfti. Eigandinn sagði því, að hann skyldi með öllu ráða mann- skapnum á Pintu, og að hann mætti sín vegna leggja af stað í kvöld. Hann kvaddi svo skipstjórann og óskaði honum góðr- ar ferðar yfir hafið. Þessu næst skildu þeir og héldu í sitt hvora átt. Sir John gekk greitt niður að höfn og um borð í Pintu. Hann gerði strax boð fyrir Jóa, sem var annar stýrimaður og bátsmanninn, er kallaður var Jökull. Fyrsti stýrimaður var ekki um borð, því að hann hafði fengið frí frá störfurn nokkra daga. Hann hafði ætlað að heimsækja unnustu sína, sem átti heima í næstu borg. Þegar þeir Jói og Jökull höfðu komið sér þægilega fyrir íí káetu skipstjórans, gekk hann að dyrunum og hlustaði gaumgæfilega, en að því búnu tvílæsti hann dyrunum. „Annað kvöld klukkan tólf leggjum við af stað héðan úr höfninni,“ þrumaði í skipstjóranum og hann leit fast á mennina. — „Hversu mörgum mönnum þurfum við á að halda?“ 1 c ■ Rofntagnsrakvéliir { ■ Tökum upp í dag hinar heimskunnu ■ ■ S C LII C K .rafmagnsrakvélar. : ■ Verð kr, 529,50. j ■ HEICLA H.F. ! ■ ■ ■ ■ Austurstræti 14 Sími 1687 = Cbvi'ölet fólksbifreið model 1947. til sölu. Skipti á minni bíl koma til grcina. Upplýsingar hjá verkstjóranum á Bif reið averksf æði Jónis Loftssonar HVOR TVIBURINN NOTAR TONI? HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ? (Sjá svar að neðan) Vc om cjenr Lárik injúlt ocf ellileqt er Fleiri nota TONI , en nokkurt I annað permanent. Þér munið sannfærast um, að TONI gerir hár yðar silkimjúkt. I Hárliðunin verður falleg og end-1 ist eins lengi og notað væri dýr- asta permanent, en verður mörg- um sinnum ódýrara. Engin sérstök þekking nauð- synleg. Fylgið aðeins myndaleið- beiningunum. Permanent án spóla kr. 23,00 ( Spólur ............ kr. 32,25 Munið að biðja um Heima permanent með hinum einu réttu spólum og gerir hárið sem sjálfliðað. Með hinum einu réttu TONI spólum, er bæði auðveldara og fljótlegra að vinda upp hárið. Komið lokknum í spóluna, vind- ið og smellið síðan. Þetta er allt og sumt. Þér getið notað spólurnar aft- ur og aftur, og næsta hárliðun verðu rennþá ódýrari. Þá þarf aðeins að kaupa hárliðunarvökv- ann. Jafnvel fagmenn geta ekki séð mismuninn. Eileen Ward, sú til vinstri, notar Toni. • i K i ■4 y H V K T, A H F Austurstræti 14. Sími 1687.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.