Morgunblaðið - 25.10.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.10.1953, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 25 okt. 1953 | LJONIÐ OC LR.MBIÐ EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 13 Hann leit af henni og fann undaílegðan ónotahroll fara um sig, sumpart af ógeði, sumpart af gremju við sjálfan sig yfir því að þessi glæsilega norn skyldi megna að raska mið minnsta við tilfinningum hans. „Þér gerið of mikið úr hús- bónda yðar, eða hvað yður þókn- ast að nefna hann“, sagði hann hæðnislega. Hún leit á Tottie Green hvar hann sat og svaf. Vestið var frá- hneppt eins og venjylega, bux- urnar ataðar vindlaösku. í>að var sjúklegur roði á vöngum hans og hann hraut hátt. „Öllu líkari könguló en ljóni“, hélt David áfram og virti hann fyrir sér með viðbjóði. „Þér ætt- uð að koma í veg fyrir að hann sofni svona sitjandi. Hann fær slag einn góðan veðurdag. En það loft! Opnið þið aldrei glugga?“ „Af óboðnum gesti að vera“, sagði hún, „finnst mér þér óþarf- lega aðfinnslusamui* Og hvað er- uð þér eiginlega að vilja hingað? Þetta er ekki heilnæmt um- hverfi fyrir yður. Ef til vill eruð þér kominn til að afhenda dem- aatinn“. „Mílan-gistihúsið var ekki sérlega heilnæmt". Hún brosti. „Þeir meiddu yður ekkert. — Þeir fóru til þess að gera út af við yður, en þeir sáu sig um hönd“. „Hver fjandinn kom yður til að grípa fram í?“ spurði hann snöggt. Hún glápti á hann, falleg augu hennar voru galopin, og varirnar í bærðust. í þetta sinn skoraði hann vissulega í mark. Hæðnis-1 brynjan var fallin af henni. ] Henni varð hverft við. „Hvernig vissuð þér að ég kom þangað?“ spurði hún. | „Ég vissi það ekki beinlínis",' viðurkenndi hann. „Eg gat þess til. Þeir ætluðu sannarlega að drepa mig. Eitthvað, eða einhver varnaði því á síðustu stundu. Voruð það þér?“ Hún geispaði. „Eg er ekki alltaf of hjarta- góð“. „Líkar yður mað miður?“ „Þvert á móti“, flýtti hann sér að svara, „ég er afar þakklátur. En ég spyr sjálfan mig, hvað yð- ur hafi gengið til þessa?“ Hún stóð upp, lagfærði kjólinn og greiddi hárið lítillega með íingrunum. „Ég veit varla“, tautaði hún. „En ég skal segja yður það, ef þér svarið spurningu minni. Hvernig vissuð þér að ég hefði komið?“ „Af því“, svaraði hann, ,;að þér notið sterkt og áberandi ilm- vatn. Ég fann votta fyrir því þegar ég raknaði við í morgun.“ „En sá kjánaskapur að gera góðverk", tautaði hún. „Þér sjá- ið hvernig fer fyrir mér. Ég beið hjá yður í klukkustund eftir að hinir fóru til þess að fullvissa mig um að ekkert yrði að yður, og þetta eru launin. Það kemst upp utn mig. Ætlið þér að kæra rnig, David? Ætlið þér að láta handtaka mig fyrir að ráðast inn í hið heilaga Milangistihús?" „Ég hef þegar viðurkennt", sagði hann, „að ég hef fulla ástæðu til að vera þakklátur lcomu yðar þangað. Ég hef svar- að spurningu yðar. Hvað um mína?“ Eitt andartak varð honum hverft við að sjá eldinn, sem log- aði úr augum hennar. En jafnvel á meðan hann leit á hana, var því lokið. Þar var ekkert nema sami hæðnisglampinn, ögrandi og ert- andi. „Þér hafið slegið mig töfrum“, sagði hún. „Ég gat ekki hugsað til að missa yður. Þér eruð eini maðurinn, sem er líklegur til að halda lífinu í okkur nú orðið. Lögreglan er jafnvel hætt að skemmta okkur. En þér aftur á móti gerið. lífið einhvers vírði. Þér fyllið hjörtu okkar skelfingu. Þér ætlið að rífa okkur upp með rótum og útrýma okkur. Aum- ingja Green fóstri! Aumingja litlu lömbin, ósköp hljóta þau að vera óttaslegin!" Hann yppti öxlum. „Mætti ég fá mér sæti?“ spurði hann. „Þessi dýrðlegi húsbóndi yðar virðist ekki ætla að vakna, og mér liggur ekkert á. Ef til vill mætti ég hafa þann heiður að bjóða yður vindling?“ Hann gekk til hennar og bauð henni vindling úr gullveski, Þeg- ar hann stóð hjá henni, tók hann eftir því, að hún var jafn há og hann. Hann tók einnig eftir því, með ósjálfráðri aðdáun, hve fag- urlega hún var vaxin. Hún þáði vindlinginn og rétti honum lítinn vasaklút. „Kannist þér við þetta?“ Hann hélt klútnum að vitum sér og kinkaði kolli. „Ég myndi kannast við þessa lykt hvar sem væri“. „Það er búið til fyrir mig hjá Grasse, óeimað. Ég vil hafa ilm- vatnið, eins og allt annað í lifinu — sterkt. Geðjast yður vel að því?“ „Nei“. „Hversvegna?" „Ein ástæðan er sú“, svaraði hann, „að mér fellur bezt við ilmvatn, sem aðeins ein kona notar. Ég hef orðið var við þetta áður í dag, jafnvel eftir að ég fór frá Milan.“ Hún andvarpaði. „Þessi hræðilega stúlkukind hjá Abbs“, sagði hún. „Hún stal einusinni hálfri flösku og nú verð ég að læsa það niður svo hún nái ekkj í það. Hún vélritar fyrir Reuben tvisvar í viku, klæð ir eig eins og ég, litar á sér hárið, og vonar það hezta.“’ „Hún er ekki lengur hjá Abbs“, sagði hann. „Hvernig vitið þér það?“ „Ég sagði henni upp í morgun". „Þér sögðuð henni upp? Hvað kom yður það við?“ „Ég hef keypt fyrirtækið.“ Hún fleygði sér niður í hæg- indastól og hristist af hlátrL „Ó, David“, stundi hún, „hvers vegna takið þér ekki sönsum? Hvaða gagn hafið þér af þessum unglingum,, sem hafa fengið ofur litla hnefaleikakennslu? Því komið þér ekki til okkar aftur? Þér yrðuð kærkominn í hópinn. Þér gætuð unnið með mér, ef yður þóknaðist.“ Hann hrissti höfuðið. „Ég er kominn yfir landamær- in“, sagði hann. „Ég er genginn í lið með lögunum, en vinn ekki á móti þeim“. Hún virti fyrir sér vönduð föt hans og prúðmannlegt útlit. „Þér ætlið að lifa á Meyjartár- inu, geri ég ráð fyrir?“ „Ég fór aldrei burt með Meyj- artárið“, fullyrðti hann. „Heyr á endemi!“ sagði hún háðslega og hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Hvaðan fáið þér þá alla peningana? Þér áttuð ekki eyrisvirði þegar þér fóruð í fangelsi, og þér tókuð ekki einu- sinni við fimmtíu pundunum sem féllu í yðar hlut að Frankley peningunum. „Hvaðan ég fæ peningana" endurtók David hugsandi. „Jæja, ég skal svara spurningu yðar, ef þér svarið mér“. „Látið það koma“, sagði hún. „Hvernig eruð þér ý raun og veru tengd Tottie Green, og hvað eruð þér að gera i þessu greni?“ „Finnst yður ekki ég eiga þar heima?“ „Að vissu leyti“, samsinnti hann. „Ekki þó allskostar. Ég gæti hugsað mér yður sem SKLG6BMM Danskt ævintýri 9. yður, og ég skal muna eftir því, en segið mér nú hvað þér sáuð.“ „Allt,“ sagði skugginn. „Ég sá allt og ég veit allt.“ „Hvernig er umhorfs í innstu sölunum?“ spurði lærði maðurinn. „Var þar eins og í grænum skógi? Var þar eins og í heilagri kirkju? Voru salirnir eins og stjörnubjartur himinn, þegar maður stendur uppi á háfjöllum?“ „Þar vaí allt,“ sagði skugginn. „Ég fór' ekki alveg inn, ég staðnæmdist í fremsta herberginu, í rökkurskímunni, en ég hafði þar beztu sjónarstöðu. Eg sá allt og ég veit allt. Ég hef verið við hirð skálddísarinnar — í forsalnum.“ „En hvað sáuð þér? Gengu allir guðir fornaldarinnar um stóru salina? Börðust fornhetjurnar? Léku blessuð börnin sér og sögðu frá draumum sínum?“ „Ég segi yður svo mikið að ég var þar, og skiljið þér, ég sá allt, sem þar var að sjá. Hefðuð þér komizt þangað yfr- um, þá hefðuð þér ekki orðið að manni, en það varð ég. Og jafnframt fór ég að þekkja mitt innsta eðli — það, sem mér er meðskapað, og þá frændsemi, sem ég er í við skáld- skapinn. Já, þegar ég var hjá yður, þá hugsaði ég ekki út í það, en ætíð eins og þér munið, þegar sól rann upp og sól settist, þá varð ég svo undarlega stór. í tungskini lá við, að ég sæist greinilegar en þér sjálfur. Ég var ekki búinn að fá skiln- ing á eðli mínu. í forsalnum opnuðust hugskotsaugu mín, og þá varð ég maður. Fullþroskaður kom ég þaðan .út, en þér fóruð þá alfarinn úr heitu löndunum. Ég skammaðist mín fyrir sjálfan mig eins og ég var og stóð, þar sem ég nú var orðinn maður. M.b. Erlingur III, V.E. 25 (ex L. Wulff) í skipasmíða- stöð Jens Vestcr, Grenaa, þar sem skrokkur og aflvél bátsins er yfirfarin. — Báturinn er knúinn 180 HK. Grenaa-vél. Nýbygging Jóns Þórarinssonar útgerðarmanns, Reykja- vík, í skipasmíðastöð Esbjerg Skibsværft & Maskinfabrik, Esbjærg. — Báturinn verður knúinn 150 HK. Grenaa-vél. Trygging Ieyfishafa, fyrir lægstu og hagkvæmustu ný- byggingasamningum eru tilbcð frá ofangreindum skipa- smíða-verksmiðjum. — Gef ennfremur tilboð í notaða fiskibáta frá Danmörku. ö ÖLf, ac^mAó v_y. Kyiafóóon Sími 80773 — Hafnarhvoli 1111111111111 ■ ■■•■■■••••■■■•••••'•••■■■•■■••■■■■■•■■■■■■( ■■■■■■■■■•••••■*••■*••■■•■•■■■■■■■■••••••■•■••■•■■■ ■•■«■■■■■■■■■■■« T1L34YNMING Aðalskrifstofa Tryggingastofnunar ríkis- ins var lokuð föstudaginn 23. október og laugardaginn 24. október vegna flutn- inga. — Skrifstofan verður opnuð mánu- daginn 26. október á Laugavegi 114 (horni Laugavegs og Snorrabrautar). Reykjavík, 22. október 1953 Srttaainaaitofnítn ríliióins Amerískir haltar komnir Nýjustu tízku módelin. Einnig nokkrir frúarhattar. wÁlattalií Í Soffia Pdfma ■W4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.