Morgunblaðið - 08.01.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.1954, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. janúar 1954 j ® G\_7C ® ® STAKSTEIIAR © G— ® G^-J® OFTRÚIN Á GLEYMSKUNA „REYKVÍKTNGAR þurfa að stuðla að því, að sigur Fram- sóknarflokksins verði sem mest- wr í þeim bæjarstjórnarkosning- um, er nú fara í hönd“. Uaimig fórust Timanum orð í fyrradag. Mikil er oftrú Tímamanna á gleymsku almennings í Reykja- vík. Eítir að Framsóknarflokk- urinn hcfur í áratugi barist gegn ftestum mestu hagsmunamálum Reykvíkinga ætlast blað hans til þess að þeir kyssi á vöndinn og kjósi frambjóðendur hans til að stjórna bæ þeirra. Með fádæma skrumi og áróðri tókst Framsókn að fá einn mann kjörinn á þing í Reykjavík haustið 1949. í>á var miklu lofað. En hverjar urðu «fndirnar? Þær urðu litlar, ör- litlar, svo litlar að þegar Reyk- víkingar gengu næst að kjör- horði við alþingiskosningar töldu þeir ekki ómaksins vert að senda Framsóknarmann hftur á þing. ALLTAF Á MÓTI REYKJAVÍK Á SÍÐASTA kjörtímabili hefur einn Framsóknarmaður átt sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Ilann hefur talað þar mikið á fund- um. Ekki vantar það. En hann heíur fátt flutt þar af nýtilegunr málum. Þegar bæjarstjórnin hef- ur átt í höggi við fjárveitinga- valdið og Alþingi hefur hann svo að segja alltaf snúist gegn hagsmunum Reykvíkinga. Þegar á þetta er litið sætir það engri furðu þó almennt séu taldar nokkrar líkur fyrir því, að Fram- sóknarflokkurinn fái nú engan Eiam kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur. SJÓMANNASTÉTTIN OG BÆJARSTJÓRNIN REYKJAVÍK hefur vaxið og dafnað sem útgerðarbær. Hún á íslenzkum sjómönnum fyrst og fremst að þakka vöxt sinn og við- gang. Skútuútgerðín og síðan togaraútgerðin varð hornsteinn- inn að bættum efnahag og mögu- leikum til þess að hef ja hér um- bótastarf. í kjölfar útgerðarinn- ar fylgdi innlend verzlun, iðn- aður og annar atvinnurekstur. Þegar á þetta er litið sætir það nokkurri furðu að á aðeins ein- um framboðslista til bæjarstjórn arkosninga skuli vera starfandi sjémaður í öruggu sæti. Það er Jisíi Sjálfstæðifflokksins. Þar er einn af dugmestu skipstjórum togaraflotans í öruggu sæti. All- ir þeir, sem þekkja Einar Thor- oddsen, skipstjóra á togaranum Skúla Magnússyni, vita að hann er prýðilegur fulltrúi sjómanna- stéttarinnar og líklegur til þess að hafa áhrif á stjórn bæjarins þegar hann hefur tekið sæti í hæjarstjórn. En hvorki kommúnistar, Fram sókn, kratar eða „Þjóðvörn“, sem ekki vill þjóðvarnir, hafa full- trúa sjómanna neitt nálægt ör- uggum sætum á listum sínum. Og það sem meira er, enginn iðn- aðarmaður er heldur í öruggu sæti hjá neinum af minnihluta- fiokkunum nema Alþýðuflokkn- um, sem hefur prentara í efsta sæti. Þannig hefur glundroðaliðið þá gætt hagsmuna hinna ýmsu stétta bæjarfélagsins við upp- stillingu lista sinna. Til viðbót- ar má svo benda á það, aö eng- Inn framboðslisti nema listi Sjálf stæðismanna hefur verkamann og verzlunarmann í öruggu sæti. ENGIN TILVILJUN ÞETTA er engin tilviljun. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjórn- málafiokkur þjóðarinnar, sem hyggður er upp af öllum stéttum hennar. Þessvegna er framboðs- Heilbrigðisnefnd vill ekki slnkn á kröfum um gæði og meðferð mjólkur Álykhm vegna nýrrar mjólkurreglugerðar HINN 4. sept. s.l. gaf heilbrigðis- málaráðherra, Steingrímur Stein- þórsson, út nýja reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Mjólkureftirlitsmaður ríkisins sendi hina nýju reglugerð til borgarlæknis hinn 10. nóv. s.l. Síðan hefur reglugerðin verið til athugunar hjá borgarlækni og heilbrigðisnefnd. Hin nýja mjólkurreglu- gerð er að ýmsu leyti væg- ari í kröfum um gæði og meðferð mjólkur en hin eldri. Einnig eru ákvæði heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur í mjög veru- legum atriðum strangari en hinnar nýju reglugerð- ar. Jóhann Hafstein gerði grein fyrir þessu máli á fundi bæjar- stjórnar í gær. Lýsti hann þeirri skoðun heil- brigðisnefndar, að hún teldi mjög miður, að slakað væri á kröfunum á hinni nýju mjólkur- reglugerð. Hinsvegar teldi heilbrigðis- nefndin, að þótt svo væri, gæti þetta ekki haft áhrif til breytinga á ákvæðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Þessvegna hefði heilbrigðisnefnd gert eftirfar- andi ályktun í þessu máli: „Heilbrigðisnefnd hefir haft til athugunar nýja mjólkur- reglugerð útgefna 4. sept. s.l. Ákvæði hinnar nýju reglu- gerðar eru í ýmsum greinum vægari heldur en eldri reglu- gerðar og tilsvarandi ákvæði heilbrigðissamþykktar Reykja víkur, sérstaklega varðandi fitumagn mjólkur og aldurs- hámark mjólkur til geril- snciðingar. Með tilvísun til laga um heilbrigðisnefndir og heil- brigðissamþykktir nr. 35, 1940, telur heilbrigðisnefnd, að Framh. á bls. 12 Rekstursútgjöld sjóðs Reykjavíkur (Áællun) T E K J U R : I ReikninguS Áætlun 1953 þús. kr. þús. kí, I. Tekjuskattar: / 1. Útsvör 86.850 90.500 2. Útsvör skv. sérst. lögum (einkasölur ! ríkisins o. fl.) 3.500 4.100 3. Hlutdeild í stríðsgróðaskatti 1.000 1.000 4. Hlutdeild í eignakönnunarskatíi 250 II. Fasteignagjöld 6.600 6.800 1 III. Ýmsir skattar 600 650 IV. Arður af eignum 2.373 2.450 j V. Arður af fyrirtækjum 1.750 1.750 j VL Ýmsar tekjur 385 900 í Þús. kr. 103.058 108.400 G J Ö L D : I. Stjórn kaupstaðarins ................. II. Löggæzla ............................. III. Brunamál ............................. IV. Fræðslumál ........................... V. Listir, íþróttir og útivera .......... VI. Hreinlætis- og heilbrigðismál ........ VII. Félagsmál (framfærsla, almannatrygging- ar, framlög til sjóða, ýmis lýðhjálp o. fl.) VIII. Gatnagerð og umferð ................... IX. Fasteignir ........................... X. Vextir ............................... XI. Óviss útgjöid ........................ XII. Vantalið vísitöluálag.................. XIII. Mismunur, rekstrarafgangur, yfirfært á eignabreyt................................... i ! Reikningiu; Áætlun 1953 þús. kr. þús. k 7.579 7.650 5.485 5.390 2.775 2.560 9.930 9.580 4.300 4.580 9.480 9.490 32.577 31.350 13.910 15.900 2.477 2.850 1.100 600 820 650 425 90.858 90.600 | 12.200 17.800 I Framh. af bls. 1. áætlun og stafaði það af gengis- fellingunni en fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd áður en hún skall á. MIKILL REKSTURS- AFGANGUR Rekstursafgangur, þ. e. mismunur færður á eigna- breytingareikning, var á- ætlaður 12.2 milljónir en þar sem útgjöld urðu nokk- uð undir áætlun og tekjur fara 5.3 milljónir fram úr áætlun, verður reksturs- afgangur um 17.8 milljón- ir. Þessum rekstursaf- gangi hefur verið varið til verklegra framkvæmda, svo sem byggingar barna- skóla, heilsuverndarstöðv- ar, byrjunarframkvæmda við bæjarsjúkrahús, barna- heimila og íbúða, enn- fremur til kaupa á tækj- um og áhöldum og til af- borgana. Öll framlög til gatnagerðar og holræsa eru færð á reksturs- reikning, þ. e, afskrifi’ð strax á fyrsta ári, en ekkert af þessum framkvæmdúm er talið til eigna. HAGSTÆÐUR GREIÐSLU- JÖFNUÐUR OG BETRI ÚTSVARSINNHEIMTA Greiðslujöfnuður verður hag- stæður á árinu eins og undanfarin ár, þ. e. nokkur greiðsluafgang- ur, en hve mikill er ekki unnt að segja nú. listi flokksins hér í Reykjavík skipaður fólki úr öllum stéttum. Þar eru sjómenn, menntamenn, verkamenn, iðnaðarmenn og verzlunarmenn hlið við hlið í öruggum sætum. Þess vegna mun allur almenningur í Reykjavík skipa sér um lista Sjálfstæðis- manna, sem hefur fylgi langt út fyrir raðir flokks þeirra. Útsvör hafa greiðst hlutfalls- lega betur á árinu 1953 en síð- ustu 5 ár. I árslok hafa innheimt útsvör numið í' hundraðstölu af áætluðum útsvörum: 1953: 79.3% ' 1952: 74.9% 1951: 78.3% 1950: 76.7% 1949: 78.9% Þessar bættu útsvarsgreiðslur stafa af betri afkomu almennings og íyrirtækja á síðasta ári, en árin á undan. EINSTAKIR LIÐIR Borgarstjóri ræddi stuttlega nokkra einstaka liði reiknings- ins. Hann gat þess m. a. að gjalda- liðurinn: „Vantalið vísitöluálag“ í fjárhagsáætlun dreifðist í reikn- ingnum á viðeigandi liði, svo sem alla liði þar sem starfs- eða verka laun falla undir. Útgjöld til gatnagerðar, hol- ræsa og umferðarmála urðu 2 millj. kr. hærri en áætlað var, vegna hinnar miklu nauðsynjar á slíkum framkvæmdum. F.TÁRHAGUR REYKJAVÍKUR ER ÖRUGGUR UNDIR ÖRUGGRI STJÓRN Eins og sjá má af því, sem hér hefur verið tekið fram og reikn- ingnum sjálfum er haldið á fjár- málum Reykjavíkur af festu og skapar það bæjarbúum meira ör- yggi en þá grunar að búa í bæj- arfélagi þar sem slíkur háttur er á. _ • Öryggi Reykjavíkurbæj- ar, rétt eins og hvers ein- staklings, er komið undir því hvernig hinn fjárliags- legi grundvöllur er lagður. Það væri ekki unnt að hugsa sér að rekstur Reykjavíkurbæjar væri í slíku horfi ef fjórir höfuð- lausir herflokkar sætu í „ kringum sjóði hans og borgaranna og þetta skilja og vita allir Rcykvíkingar, scm vita vilja. Þús. kr. 103.058 108.400 j Iteykjavíkurbær og nýju hverfin íramsókn ©r orðin hrædd við að rnissa e-Inasta bæfar fulitrúaflvn FRAMSÓKNARMENN eru orðnir dauðhræddir við að missa þennan eina ,og sanna bæjarfulltrúa sinn úr bæjar- stjórn og skín sú hræðsla daglega út úr dálkum Tímans. Hún birtist þar meðal annars í gleiðletruðum fyrirsögnum og takmarkalausum ósannindasamsetningi, sem ekki getur annað en snúizt gegn þeim, sem slíkt. vilja nota sér til framdráttar. Dæmi um þessa hræðslukippi Tímans er eftir- farandi ósannindaklausa úr blaðinu í gær: „Allt það kjörtímabil, sem nú er að ljúka, hefir bæjar- sjóður Reykjavíkur ekki lagt fram neitt fé sem lán eða framlag til nýrra íbúðabygginga, þótt stöðugt liafi verið lagðar auknar útsvarsbyrðar á gjaldendurna". Bæjarfulltrúi Tímans mun hafa samið þá grein, sem þessi klausa stendur í, en hann ætti að vita betur og vcit betur, þó hann reyni að bjarga sér á slíkum rangfærslum. Út af klausu Tímans má m. a. taka þetta fram í stuttu máli: 1. Bærinn hefur grcitt vegna byggingar Bústaðahúsanna á kjörtímabilinu: 16.1 milljón kr. Úr ríkissjóði hafa fengizt að láni 4 millj. Bæjarsjóður því lagt fram 12.1 millj. kr. 2. Holræsi, vatnsveita og gatnagerð vegna Bústaðahús- anna 1 millj. kr. 3. Holræsi, vatnsveita og gatnagerð vegna smáíbúða- hverfis 6.4 millj. 4. Raflaghir um bæði hverfin, um 1.4 millj. Framlög bæjarins, vegna Bústaða- og smáíbúðahverfa, á kjörtímabilinu því samtals ca 2 1 m i 11 j. k r ó n a. Hér eru vitaskuld ótalin ö!l framlög, beint og óbeint, af hálfu bæjarins í sambandi við aðrar húsabygingar ein- stakra manna. Sú meðferð staðreynda, sem kemur fram hjá Tímanum ag hér hefur verið rakin er gott dæmi til varnaðar fyrir les- endur þess blaðs um að trúa því varlega, sem blaðið skrifar um bæjarmál og orðið er til vegna hræðslu um að missa þann bæjarfulltrúa, sem ef til vill ekki hvað sízt má missa sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.