Morgunblaðið - 21.04.1954, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.1954, Side 1
16 síður 41. árgangur. 90. tbl. — Miðvikudagur 21. apríl 1954 Prentsmiðja Margunblaðsint Sendimenii Rússa uppvísir að fáheyrðum fanfabrögðum í Vestur Klerlín og Ástralíu Rændu kunnum andkommún- isfa í Berlínarborg Berlín, 20. apríl. Einkaskeyti frá Reuter. ÞAÐ er nú Ijóst orðið að útsendarar rússnesku öryggislögregl- unnar hafa fyrir nokkrum dögum numið mann á brott úr Vestur-Berlín með ofbeldi. Hefur Berlín, Oliver hershöfðingi, sent stjórans vegna þessara atburða. FORU STUMADUR ÚTLAG4-RÚSSA : Maður sá sem brottnuminn var er rússneskur flóttamaður og heitir dr. Truchnovich. Hann flúði land kringum 1930 og hefur síðan verið forustumaður í félagi útlaga Rússa. Setti hann upp skrif stofu í Vestur-Berlín og hefur staðið fyrir mikilii andkommún- ískri baráttu. Hefur hann jafnan verið svarinn andstæðingur kommúnista. FRÉTT AD AUSTAN Truchnovich hvarf frá skrif- stofu sinni fyrir viku og hefur hann ekki komið fram síðan, en í austur þýzkum blöðum birtist skyndilega frétt um það að hann hefði flúið Vestur-Berlín og leit- að sér hælis í Austur-Þýzkalandi. Allir þeir sem til dr. Truchno- vich og baráttu hans þekkja vita ofur vel að slíkur hatursmaður kommúnista hefði aldrei gefið sig þeim á vald. Hefur lögregl- 'an í borginni því tekið málið til rannsóknar. IBÚÐIN MANNLAUS Við þá rannsókn hefur komið í ljós að dr. Truchnovich fór síð- ari hluta dags af skrifstofu sinni brezki hernámsstjórinn í Vestur- mótmæli til rússneska hernáms- til íbúðar manns eins að nafni Gláske, sem er formaður í félagi þýzkra hermanna, sem fengið hafa að hverfa heim til sín úr fangabúðum í Rússlandi. Mun hann hafa ætlað að afia sér upp- lýsinga hjá stríðsföngum um ástandið í Rússlandi. En þegar frú Gláske kom heim nokkrum klukkustundum síðar var hvorki maður hennar né gest- ur hans lengur í íbúðinni. Voru ummerki, sem sýndu að valdi hefði verið beitt. BORINN BROTT MEÐVITUNDARLAUS. Lögreglan yfirheyrði íbúa húss ins og kom þá í ljós að tveir íbúanna höfðu orðið varir manna ferða. Höfðu þeir mætt nokkru fólki í gangi hússins, sem báru meðvitunarlausan mann á milli sín. Lýsing á fötum hins með- vitunarlausa manns er í samræmi við klæðnað dr. Truchnovich. Vitnunum virtist að Gláske fylgd ist hinsvegar með af frjálsum vilja. Bar hann samvafið ullar- teppi undir handlegg og er talið að dr. Truchnovich hafi verið hulinn í teppið, er út á götuna kom. Kaus frelsið Vladimir Petro-y, sendiráðsritari við rússneska sendiráðið í Can- berra, ákvað í s.l. vikn að beið- ast landvistarleyfis i Ástralíu sem pólitískur flóttamaður. — Kona hans, Svokija Petrov, hefur nú ákveðið að fara að dæmi manns síns. Hún starfaði sem dul málslesari í rússneska sendiráð- inu og er því talið að hún verði þýðingarmikið vitni í njósnara- rannsóknum, sem nú eru hafnar í Ástralíu. M.a. er talið að hún geti lesið úr allmiklu af dulmáls- skeytum, sem Petrov afhenti áströlsku lögreglunni, en skeyti þessi hafa inni að halda þýðingar miklar upplýsingar. Barátta gegn MeCarthy hafin í kjördæmi hans Vanfar lífið á að kjósendur aisegi hann Washington 20. apríl. Einkaskeyti frá Reuter. SÍÐUSTU vikur hefur andúð á McCarthy og aðferðum hans farið vaxandi í Bandaríkjunum. Þykir öldungadeildarþingmaðurinn hafa reist sér hurðarás um öxl og hafa verið stofnuð samtök til að draga úr áhrifum hans í stjórnmálum Bandaríkjanna. KJÓSENDUR AFSEGJA McCARTHY Leroy Gore nefnist ritstjóri nokkur í Wisconsin, heimaríki McCarthys. Hann hefur byrjað herferð- gegn McCarthy af mikl- ( um móði. Blað hans ,,Sauk Pra-, irei Star“ hefur verið lítið og óþekkt. En fyrir þremur vikum ^ skoraði hann á lesendur að senda j inn bréf þar sem þeir lýstu þvL yfir að þeir teldu McCarthy hafa | brotið þingmannsskyldu sína við kjósendur. Á einni viku komu inn 200 þús- und mótmælabréf. Og bréfunum fjölgar stöðugt svo að ekki skort- ir mikið á að fyrir hendi séu bau 403 þús. mótmælabréf, sem nauð synleg eru til þess að hægt sé að bera fram opinbera kröfu um að McCarthy 'segi af sér þing- mennsku. Jafnframt hefur farið fram fjársöfnun í Wisconsin og komið inn um 100 þúsund krónur, sem verður varið til að auglýsa í sveitablöðum í Wisconsin, þar sem kjósendur eru hvattir til að afsegja McCarthy. En þetta vek- ur allt sérstaka athygli vegna þess að bæði Goren og blað hans voru fylgjendur McCarthys við síðustu kosningar. SAMTÖK GEGN McCARTHY Goren hefur nú falið samstarfs manni sínum ritstjórn blaðsins um stundarsakir. Gerir hann þetta vegna þess að hann ætlar að verja öllum tíma sínum til þess að knésetja McCarthy. Sér- stök nefnd hefur verið stofnuð í baráttunni, sem skipuleggur þess ar aðgerðir. í henni eiga sæti bæði demokratar og republikan- ar. Stjórn jtEÍnaðar-' nsanna á Belgíu BRÚSSEL, 20. apríl — í dag var mynduð ný stjórn í Belgíu. Er það samsteypustjóm Jafn- aðarmanna og Frjálslyndra undir forsæti Jafnaðarmanns- ins Van Ackers. Paul Henri Spaak verður utanríkisráð- herra. Hvor stjórnarflokkur- inn hefur átta ráðherra, en Jafnaðarmenn hafa allar þýð- ingarmestu ráðherrastöðurnar. —Reuter. Aukið fluSlið Rússa PARÍS, 20. apríl — Höfuðstöðv- um Atlantshafsbandalagsins í París hafa borizt nýjar upplýs- ingar um flugstyrk Rússa. Sam- kvæmt þeim hafa Rússar þrefald- að á skömmum tíma tölu full- kominna þrýstiloftsflugvéla og munu þeir eiga 9 þúsund her- flugvéla af fullkomnustu gerð. Vitað er að Rússar hafa 22 her- fylki í Austur-Þýzkalandi og 5 þúsund skriðdreka. —Reuter. Og ætluðu að flyfja konu með ofbeldi frá Astralíu Canberra 20. apríl. Einkaskeyti frá Reuter. IMORGUN var eiginkonu Petrovs, rússneska sendisveitarritarans er fyrir nokkru bað um griðastað í Ástralíu, bjargað úr klóm tveggja rússneskra sendimanna er ætluðu að flytja hana með valdi nauðuga til Rússlands. En þessir atburðir hafa vakið hrylling um heim allan, hvernig opinber rússnesk yfirvöld leika saklausa ein- staklinga og beita þá lygum, ofbeldi og hvers konar brögðum. LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI Menzies forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti fyrir viku að Petrov sendisveitarritari Rússa hefði beiðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Skýrði hann um leið frá því að Petrov hefði starfað í leyniþjónustu Rússa og hefði á- kveðið að leysa frá skjóðunni um njósnir Rússa. HIN FALSKA YFIRLÝSING Rússneska sendiráðið svaraði því þá til að ástralska lögreglan hefði Petrov í haldi sem fanga. Gaf rússneska sendiráðið út yfir- lýsingu, sem það sagði að kona Petrovs hefði gefið um það, að Petrov hefði alltaf verið tryggur föðurlandsvinur. — Hann hefði aldrei getað svikizt undan merkj um og frásagnir Menzies um það að hann væri pólitískur flótta- maður væru því uppspuni. Sagði frúin þá, að honum hlyti að hafa verið rænt. UNDARLEG HEGÐUN f gærkvöldi var það upp- víst að rússneska sendiráðið hafði keypt þrjá farmiða með flugvél brezka flugfélagsins BOAC til Evrópu. Þessir mið- ar voru fyrir frú Petrov og tvo fylgdarmenn hennar. — Hegðun þeirra er þau stigu um borð í flugvélina í Sydney vakti nokkra furðu, því að sendimennirnir tveir vöktuðu Fyrsta njósnamáliði OSLÓ, 20. apríl — í dag hóf- ust réttarhöld í fyrra njósna- málinu norska. Var Edvin Bernhardovich Hansen leidd- ur fyrir rétt í Vardo, en hann var handtekinn í júlí s. 1. er hann ætlaði að fara með ólög- legum hætti yfir landamærin frá Rússlandi. —NTB. Öflugt varnarsvæði HANOI, 20. apríl — Varnar- svæðið í Dien Bien Phu er nú aðeins þrír kílómetrar í þver- mál. En á því eru nú 12 þús. franskir hermenn til varnar og þeir ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Fréttamenn skýra svo frá að allt svæðið hafi verið skipu- lagt sem eitt samanhangandi varnarnet, með gaddavírsgirð- ingum, skotgröfum og sand- pokavirkjum. — Flugvellirnir við borgina eru nú orðnir al- gerlega ónothæfir og liggur varnarlína yfir annan þeirra. frúna stranglega og gættu þess að hún hefði ekki sam- band við neinn. SKEYTI TIL FLUGSTJÓRA Er þessar fregnir bárust til eyrna Menzies forsætisráðherra, sendi hann skeyti til flugstjóra flugvélarinnar, þar sem hann bað hann um að reyna að komast að raun um, hvað frú Petrov vildi í raun og veru. Flugstjóri sendi alllöngu síðar skeyti, þar sem hann svaraði að ljóst væri að frú Petrov liði illa í návist fylgdar- manna sinna, sem vörnuðu henni algerlega máls. Hefði henni þó tekizt að hvísla að einum farþega flug- vélarinnar að fylgdarmenn hennar væru vopnaðir. Á FLUGVELLINUM í DARWIN Þá sendi Menzies stjórnarfull- trúanum í Norður-Ástralíu skeyti um að taka á móti frúnni á flug- vellinum í Darwin sem er nærri 3000 km leið frá Sydney, en þar átti flugvélin að koma við. Layden stjórnarfulltrúi gerði eins og hann var beðinn um, en er hann vildi fá að tala við frúna, ætlaði annar rússneski sendiboð- inn að taka upp skammbyssu, en nærstaddir ástralskir lögreglu- menn brugðu þá skjótt við og af- vopnuðu Rússana, sem báðir voru með skammbyssur. VAF, DULIN SANNLEIKANUM Frú Petrov sagði að rúss- neska sendiráðið hefði skýrt henni frá því að Petrov væri dauður. Hafði hún ekkert heyrt um það að hann hefði beðið um liæli, sem pólitískur flóttamaður. Vildi hún varla trúa því að hann væri á lífi. Var hún þá sett í símasam- band við hann. Talaði hún lengi við eiginmann sinn og eftir það samtal ákvað hún einnig að beiðast hælis sem pólitískur flóttamaður. Hún skýrði svo frá, að eftir hinar upplognu frásagnir um dauða manns hennar hefði hún sjálf viljað hverfa heim. Þó var það svo að eftir að flugferðin hófst varð hertni æ ljósara að hún var fangi fylgd armanna sinna og skildi hún þá, að hún myndi ekki eiga sældardaga fyrir höndum, er hún kæmi heim til Rússlands. AF FRJÁLSUM VILJA Menzies forsætisráðherra ' Ástralíu gaf opinbera yfirlýsingu um þetta mál. Tók hann það sér- staklega fram að ástralskir em- bættismenn hefðu á engan hátt viljað skerða ákvörðunarfrelsi frúarinnar. Það eina sem þeir hefðu gert hefði verið að segja henni sannleikann, sem hún hafði verið duljn með svo furðulegum hætti í rússneska sendiráðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.