Morgunblaðið - 21.04.1954, Page 8

Morgunblaðið - 21.04.1954, Page 8
8 Miðvikudagur 21. apríl 1954 MURGVIS liíAtílÐ isttMaMfe Vtg.: H.Í. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritatjóri: Valtýr Stefánaaon (ábyrgöann.) Stjórnmálarltatjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lasbók: Arni Óla, simi 8049. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinason. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Auaturstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. I lausasölu 1 krónu eintakiS. UR DAGLEGA LIFINU * ' Askorun Alþingis til Sameinuðu þjó&anna EITT af síðustu verkum þess Alþingis, sem lauk störfum fyrir páskana var að samþykkja áskorun til Sameinuðu þjóðanna um allsherjarafvopnun í heimin- um. Var samþykkt þingsályktun- artillaga, sem lýðræðisflokkarnir sóðu að um þetta efni. Tillaga þessi var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að skora á Sameinuðu þjóðirnar að beita sér af alefli fyrir allsherjarafvopnun, sem tryggð verði með raunhæfu al- þjóðlegu eftirliti, enda er það ör- uggasta ráðið til þess að koma í veg fyrir framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna og vetnissprengj unnar í hernaði, en tilraunir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna með þau vopn hafa sýnt, að í þeim felst geigvænleg hætta fyrir mannkynið og framtíð þess, ef ekki tekst með alþjóðlegum sam- tökum að hindra að ný heims- styrjöld brjótist út.“ Undir þessa áskorun Al- þingis getur áreiðanlega allur almenningur á íslandi tekið. Allsherjarafvopnun í heimin- um verður ekki framkvæmd nema með raunhæfu alþjóð- legu eftirliti. Það er þýðingar- laust, að gera samþykktir um afvopnun án þess að tryggja það, að slíkum samþykktum verði framfylgt af öllum. Án raunhæfs eftirlits með því væri verr farið en heima set- ið. Það yrðu þá aðeins frið- sömustu þjóðirnar, sem aldrei hafa haft árásarstyrjöld í huga sem drægju úr vopnabúnaði sínum. Ofbeldisseggirnir myndu hinsvegar halda hon- um áfram. Með slíkum vinnu- brögðum væri ekki stefnt að friði og auknu öryggi heldur vaxandi styrjaldarhættu og nýjum ógnum fyrir mannkyn- ið. | Það er líka staðreynd, að framleiðsla kjarnorkuvopna og vetnissprengja felur í sér geig- vænlega hættu fyrir mannkynið. En það er ekki nóg, að banna framleiðslu slíkra vopna einna. Allsherjarafvopnun er miklu lík legri til þess að eyða styrjaldar- hættunni og draga úr þeim nag- andi ótta, sem hvílt hefur eins og farg á þjóðunum allt frá því að Rússar hófu ofbeldisaðgerðir sín- ar gegn þjóðum Austur- og Mið- Evrópu í lok síðustu heimsstyrj- aldar. Hinar vestrænu þjóðir höfðu þá þegar sent heri sína heim og hafið stórfellda afvopn- un. Það var þá fyrst er þær sáu framferði Rússa og áframhald- andi vígbúnað þeirra, sem þær hófu endurvígbúnað og myndun varnarsamtaka sín í milli. Allt bendir einnig til þess, að það hafi einmitt verið vitneskja Rússa um kjarnorkuvopnabirgðir Banda- ríkjanna, sem hélt þeim frá að hefja allsherjar árás á Vestur- Evrópu. Allt skraf kommúnista um ein- hliða bann við framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna hefur því byggst á falsi og yfirdrepsskap. Sjálfir voru þeir langt á eftir um framleiðslu þeirra vopna. Þess- vegna kröfðust þeir þess að þau I yrðu bönnuð. Jafnframt neituðu | þeir öllum tilboðum Bandaríkja- manna um raunhæft eftirlit með því, að banni gegn framleiðslu kjarnorkuvopna yrði framfylgt. Þeir vildu ekki að hið alþjóðlega eftirlit með framkvæmd slíks banns næði til þeirra sjálfra. Þeir höfðu heldur ekki neinn áhuga fyrir allsherjar afvopnun að öðru leyti. Þegar þannig var í pottinn búið var sannarlega ekki við því að búast að „friðar“ sóknir Rússa væru teknar alvarlega.. Kjarni þeirra var sá, að þeir vildu sjálfir fá að vígbúast eins og þá lysti. Aðrir áttu hinsvegar að kasta frá sér allri umhugsun um varnir sínar. Þegar kommúnistar hófu Kóreu styrjöldina sumarið 1950 var líka auðsætt orðið, hvernig „friðar- vilja“ þeirra var háttað. Með henni létu Rússar handbendi sín í Austur-Asíu þreifa fyrir sér um viðbragðsstyrkleika hinna frjálsu þjóða. Þegar Sameinuðu þjóðirn- ar snérust til varnar undir for- ystu Bandaríkjanna drógu Rúss- ar klærnar aftur inn Þeir lögðu að vísu Norður-Kóreumönnum til vopn til þess að berjast með við heri Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir þóttust þeir hvergi nærri koma. En Kóreustyrjöldinni lauk með því, að ofbeldistilraun kommún- ista var brotin á bak aftur. Aldrei fyrr höfðu alþjóðleg samtök sýnt annan eins styrkleika og sam- heldni og Sameinuðu þjóðirnar sýndu í Kóreu. Vörn þeirra þar, og síðar sókn gegn ofbeldisaðilj- anum, voru greinileg sönnun þess að nýr og voldugur alþjóðlegur lögregluvörður hafði verið stofn- aður. Tilvera hans mun frekar en nokkuð annað stuðla að auknu ör yggi og friði í heiminum. Það er von hinnar fámennu og friðsömu þjóðar, sem bygg- ir ísland, að friðarstarf Sam- einuðu þjóðanna muni bera sem heillaríkastan árangur, og að undir þeirra forystu megi afvopnun verða hafin og fram kvæmd án undirhyggju og fláttskapar. ALMAR skrifar: Fróðlegt erindi. Á EINS og venja er til á sunnu- dögum, flutti útvarpið sunnu daginn 11. þ. m. tilkomumikil tónverk eftir klassísk tónskáld, — þeirra á meðal Mozart, Haydn og Beethoven. Þá flutti og dr. Matthías Jónasson síðara erindi sitt: „Er mannsvitið mælan- legt?“ og Jakob Benediktsson, cand mag., fyrsta erindi sitt um Arngrím lærða. Var þetta erindi Jakobs sem og framhaldserindið, er hann flutti s.l. fimmtudag I (skírdag) um þennan merka klerk og mikla lærdómsmann mjög athyglisverð og fróðleg. — ' Gerði Jakob þar glögga grein fyrir ritstörfum séra Arngríms og rakti þau áhrif, er koma fram í 3* útuan rpina í óí^uóta uilzu ritum hans, af þeim stefnum og sjónarmiðum um söguskoðun, er ríkjandi voru á hans tímum, svo sem húmanismans. Ú tvarpshl jómsveitin. 4r ÞÓRARINN Guðmundsson, fiðluleikari, hefur um langt skeið stjórnað útvarpshljómsveit- inni, sem jafnan lætur til sín heyra á mánudögum og flytur þá venjulega létta, klassíska tónlist. Hefur Þórarinn og hljómsveit hans unnið þar ágætt verk, enda nýtur hljómsveitin undir stjórn hans almennra vinsælda. Mánu- daginn 12. þ. m. lék hljómsveitin lög eftir Schubert og fór ágæt- lega með þau. Er alltaf gaman að heyra þá dásamlegu músík, sem er í senn ljóðræn og frábærlega vel samin. Hygg ég að fá tón- skáld erlend eigi jafnmiklum vin | sældum að fagna hér á landi, sem þessi austurríski snillingur. Því miður heyrði ég ekki ein- söng og tvísöng þeirra Kristínar Einarsdóttur og Margrétar Egg- t ertsdóttur þetta kvöld, en hef ' heyrt vel af söngnum látið, og ' ekki heldur heyrði ég erindi Pet- J er Foot’s, hins enska háskóla- j kennara, um íslenzk fræði í Bretlandi. Hefði ég þó gjarnan viljað hlýða á það erindi, því að efnið er girnilegt til fróðleiks. uu andi ábrijar: Borðið kartöflur Á SÍÐASTLIBNU hausti var kartöfluuppskera meiri og betri hér á landi en nokkru sinni fyrr. Af því leiðir að miklar birgðir eru nú til af þessum matvælum í landinu. Eiga bændur í sumum landshlutum jafnvel í töluverðum erfiðleikum. vegna þess. Fyllsta ástæða er til þess að hvetja neyt- endur kaupstaða og sjávarsíðu til þess að auka neyzlu sína af þessum hollu og góðu jarðávöxt- um. Á meðan skortur er á kjöti er líka mikil þörf fyrir þá með fiskinum. En víðast hvar á land- inu á almenningur nú kost á nýj- um og góðum fiski. Á því færi vel, að húsmæðra- skólar og aðrir skólar, sem kenna unglingum matreiðslu gerðu sér sérstakt far um að kenna fjöl- breyttari meðferð kartaflna en hingað til hefur almennt tíðkast hér á landi. Kartöflur eru sá garð ávöxur, sem þjóðin að jafnaði hefur mest af. Mikill fjöldi fólks í kaupstöðum og sjávarþorpum ræktar þær einnig og hefur af þeim mikil búdrýgindi. Það er því mjög nauðsynlegt að þjóðin kunni að matreiða þær og nota þær sem bezt. Að liðnum páskum. TILVERAN hefur alltaf á sér sérstakan blæ að afloknum stórhátiðum og hinu ríflega fríi í sambandi við þær frá hinum ' daglegu störfum. Athafnalífið hefur legið niðri, fólk hefur gef- izt tóm til að sinna ýmsum hugð- ' arefnum sínum, sem kafna að jafnaði í önn dagsins. En „öll jól j taka enda“ — eins og þar stend- j ur og nú er tekið til aftur þar sem frá var horfið fyrir hátíð- ina. Það kostar alltaf töluverða , áreynslu að koma sér af stað aftur og ná hinum venjulega ganghraða svipað eins og gerist * um vélar, sem staðið hafa ónot- aðar um alllangan tíma — það ' þarf ætíð nokkra auka orku til að knýja þær úr kyrrstöðunni. Svipþungir hátíðisdagar — og þó. VEÐRIÐ var annars heldur grátt og drungalegt yfir þessa páska. Það rigndi heil feykn og ' margir, sem lögðu leið sína upp til fjalla, kvörtuðu yfir, að minna hefði orðið úr skíðaferðum en j hugur stóð til vegna óhagstæðs veðurs. En það var nú sama, tím- inn var þá bara notaður til að hvíla sig og taka lífinu með ró — svo fáum við ef til vill þess frek- ar sólskin og gott veður á sumar- daginn fyrsta — á morgun! i Annar í páskum var reyndar skær og bjartur yfirlitum og kvöldið eitt hið allra fegursta, sem gerist hér í’Reykjavík. Fjalla hringurinn í austri og suðri með snæhvítum brúnum við dimmblá an kvöldhimininn og rauðgullinn kvöldroðinn í vestri var dýrlega fagurt páskaskart. Grímseyingar búast til flugs. GAMALL eyjaskeggi" skrifar: „S.l. haust var hafizt handa um byggingu flugvallar í Grímsey og verður þeim fram- kvæmdum haldið áfram nú í vor. Þar með sjá nú Grímseying- ar horfur á, að gamall draumur þeirra muni rætast í náinni fram- tíð. Ég hitti fyrir nokkru konu, sem er fædd og’uppalin í Gríms- ey og barst talið að eyjunni hennar og lífi eyjarskeggja: „Það eru liðin undir það 10 ár, síðan ég hef farið norður í Grímsey“, sagði hún. „Það er alltof langt, en samgöngurnar þangað eru svo erfiðar, að ég hef ekki haft mig upp í að takast ferðina á hendur. En þetta breytist allt, þegar flug- völlurinn okkar kemur, þá verð- ur hægt að skjótast þetta á ör- skömmum tíma með auðveldum hætti“. Hvergi meiri þörf fyrir flugvöll. ÞEIR eru áreiðanlega margir, sem hafa sömu sögu að segja og þessi kona. Það liggur í aug- um uppi, að hvergi á íslandi er meiri þörf fyrir flugvöll heldur en einmitt í Grímsey, sem allt fram til þessa dags hefur verið einangruð frá umheiminum norð ur við heimskautsbaug. Grímsey- ingar hafa lifað í heimi út af fyrir sig og þeim þykir vænt um eyjuna sína og vilja halda tryggð við hana. En þó að einangrun eyjalífsins eigi sína töfra, þá eru erfiðleikarnir, sem henni fylgja, svo miklir, að þeir, sem við hana eiga að búa vilja einskis láta ó- freistað til að bæta úr henni. Mikið fagnaðarefni. CRÍMSEYINGAR og allir aðrir, sem um þessi mál hugsa gera sér ljóst, að framtíð eyjarinnar hlýtur að byggjast á því að íbú- um hennar verði búin atvinnu- og lífsskilyrði, sem ekki eru lak- ari en allra annarra landsmanna. Bygging flugvallar og greiðari samgöngur við land heldur en verið hefur hingað til stuðlar fremur en nokkuð annað að því, að svo megi verða og er það því mikið fagnaðarefni Grímseyinga og allra íslendinga, sem vilja bætt lífskjör allra landsmanna jafnt og réttlátlega, að þessum þarfa framkvæmdum skuli nú hafa verið hrint af stað. Er von- andi, að unnið verði að þeim með röskleika og einskis látið ófreist- að til að flugvöllurinn megi kom- ast upp sem allra fyrst til hag- ræðis fyrir Grímseyinga. Gamall eyjarskeggi“. Hræðst þú ei, þótt börðin breið blóðugir skeri þræðir. Ógurleg er andans leið upp á sigur-hæðir. (Matthías Jochumsson). Hver árla rís verður margs vís. Kling-klang kvintettinn og fleira. RANNVEIG Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, flutti þriðju- daginn 13. þ. m. síðara erindi sitt um kvenréttindabaráttuna_ hér á landi. í þessum erindum sínum báðum rakti fyrirlesarinn sögu kvenréttindamálsins frá því er | konur hér hófust fyrst handa um I að bera fram réttindakröfur sín- ar og allt fram til vorra daga. Gerði Rannveig efninu hin ágæt- ustu skil og flutti mál sitt vel og skörulega. Við sem nú er- um á miðjum aldri og þar yfir munum vel þessa baráttu ís- lenzkra kvenna fyrir hinum sjálfsögðu réttindum, og trúað gæti ég að mörgum ungum kon- um og körlum, komi það undar- lega fyrir sjónir, að slíkt sann- girnismál, skyldi svo harðsótt í hendur löggjafans, sem raun ber vitni. Og þó vorum við með fyrstu þjóðum, sem veittu kon- um full réttindi. Þennan sama dag kom fram í útvarpinu í fyrsta sinn, að ég held, nýr söngflokkur er kallar sig Kling-klang kvintettinn. Söng hann nokkur lög (af plöt- um) og fór prýðisvel með þau. Raddirnar eru ljómandi góðar, vel samstilltar og ágætlega æfð- ar. Væri gaman að fá að heyra þennan kvintett oftai’. Þá lék Carl Billich einleik á píanó nokkur lög eftir Chopin af mikilli kunnáttu og smekkvísi. Konsert eftir dr. Urbancic. ★ MIÐVIKUDAGINN 14. þ. m. var tvímælalaust merkasti dagskrárliðurinn Konsert fyrir þrjá saxofóna og strengjasveit eftir dr. Victor Urbancic, er flutt- I ur yar (af plötum) undir stjórn höfundarins. Er þetta allmikið tónverk, mjög athyglisvert og var vel flutt af þeim Þorvaldi Stein- grímssyni, Sveini Ólafssyni, Vil- hjálmi Guðjónssyni og strengja- flokki Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Dr. Urbancic er hámenntaður tónlistarmaður, er unnið hefur , hér mikig og merkilegt starf á sviði tónlistarinnar. i Þá flutti ungfrú Anna Þór- hallsdóttir erindi um söngkon- una frægu Marian Anderson, greinargott og vel flutt. | Þátturinn með kvöldkaffinu I var með bezta móti að þessu ( sinni. Rúrik er að sækja sig og er það vel farið. Hátíðisdagarnir. ★ UM hátíðirnar var útvarpið örlátt á glæsilega og fagra tónlist og kann ég því þakkir fyrir það. Á skírdag voru flutt tvö tónverk eftir Mozart og fleiri ágæt tónverk, ennfremur tónleik- ar Sinfóníuhljómsveitarinnar, er fluttir voru í Þjóðleikhúsinu 2. marz s.l. og þá teknir á segul- band. Var þar leikinn forleikur að óperunni „Fidelio" eftir Beet- hoven og Píanókonsert nr. 3 í c- moll eftir sama með einleik Rögn valds Sigurjónssonar. Stjórnandi var Robert Abraham Ottóson. — Framh, á-bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.