Morgunblaðið - 23.11.1954, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. növ. 1954
I TIL SÖLII
5 :
| Borðstofuhúsgögn (dönsk, sem ný) borð, sex stólar og ;
16 3 skápar. — Ennfremur uppþvottavél (Westinghouse), :
■
radiogrammófónn (Philips), ottoman og stoppaður stóll. ■
Tækifærisverð. — Upplýsingar á Ránargötu 19 (2. hæð) ■
■
í dag og á morgun. :
Arbækur Reykjavðkur
1786-1936
eftir dr. theol. JÓN HELGASON biskup
Orfá eintök af þessari stórmerku bók fást nú hjá bóksölum
Árbækur Reykjavíkur skýra frá öllu því markverðasta,
sem gerðist í Reykjavík um 150 ára skeið. Enginn, sem
þekkja vill sögu höfuðborgarinnar, getur verið án þessar-
ar bókar. — Bókin er hátt á 5. hundrað bls. í stóru broti.
I henni er fjöldi mynda af Reykjavík í „gamla daga“.
H.f. Leiftur
s
■
■
■
í
BÚÐARMAÐUR
■
óskast strax eða um áramót til kaupfélags á Vestur- i
%
landi. — Starfinu getur fylgt góð 4ra herbergja íbúð. ;
■
Nánari upplýsingar hjá 5
s—.!
Deild 1 i
Þetta er merkið,
sem ávallt tryggir yður
hreint og ómcngað
|:ÍBESrj
I *>. xxxx I
I
| nnuCTiEpngf
ÚRVAL.SHVEITI
< 1 lokuðsim umhúrtDTni
Baksturinn tek^t best með
PiUsburys BEST
IIVEITI (efnabætt).
— Ræðo Gunnars Gu nnnrssonar
Frí.mh. af bls. 9
illa skrifaðar, fremur en t.d.
bækur Dostojevskis eða Dreis-
ers, en hún er útstreymi voldugs
persónuleika.... “ Og á bls. 97 í
sömu bók: „Sé barátta mann-
kynsins álitin heilög hvar scm
hún er háð, þá hafa ýms:r vitr-
ingar nútímans rétt fyrir sér.
sem telja þá menn helga, er
draga saman í einn brennipunkt
örlagaeinkenni kynkvíslanna,
þjáningar þeirra og gleði, ham-
ingju þeirra og böl, líf þeirra og
dauða.
Rammíslenzkari en
nokkru sinni fyrr
Það er í senn gleðilegt og virð-
ingarvert hve trúarlegri
alvöru Gunnar Gunnarsson lítur
höfundarkall sitt. . . “ Og enn í
sömu bók: ,,í Kirkjunni lætur
Gunnar lífið hugleiða sjálft,
barnið, móðurina, ættina og fólk-
ið á bænum og á næsta bæ, —
hið upprunalega og eilífa fólk
náttúrunnar. óupplýst, óveraldar-
vant, óleitið á hótfyndna speki
og heldur ekki uppnæmt fyrir
aðkasti lífsins, en hyggið sam-
kvæmt eðlisávísun, þrungið ilmi
fjallajurta og fjörugrasa. Persón-
urnar koma manni ekki lengur
fyrir sjónir sem bóklegar, upp-
diktaðar og óverulegar heilavof-
ur, sem eigi, hvað sem tautar, að
troða uppá okkur hinum heim-
spekilegu hrossleggjum höfund-
arins, heldur hrökkva þær ljós-
lifandi framúr penna skáldsins
alveg eins og af sjálfu sér, án
þess að eiga nokkurt erindi við
okkur annað en að vera til. Og
maður finnur að þær hafa lifað
árum saman inni í honum sjálf-
um og bara ekki fengið tækifæri
fyrr til að sleppa út. Sú stað-
reynd að þær eru að jafnaði stíl-
færðar og stundum afskræmdar,
breytir ekkert þeirri tilfinningu
lesandans, að þær séu veruleg-
ar“. Og á bls. 102: „í Kirkjunni
ber búningur hans með sér full-
komna samsömun við stjúpland-
ið, hin tindilfætta danska kýmni
er öll komin inn í stil hans, ekki
þannig, að íslendingurinn í hon-
um hafi spilzt, þvert á móti: Það
er aðeins um að ræða nýja radd-
setningu við hinn þunga, íslenzka
undirtón, sem alltaf hlýtur að
verða grundvöllurinn i verkum
hans. Þrátt fyrir hina leikandi
dönsku sina er Gunnar Gunnars-
son rammíslenzkari undir niðri
en nokkru sinni fyrr. Aðeins sjá-
um vér þennan íslenzka höfund
alít í einu sem fjölkunnan list-
leikara hins tízkasta óbundins
máls, gæddan meistarakunnáttu,
sem aðeins er sambærileg við út-
förnustu samtjmasnillinga þess-
arar listgreinar. Stil-jarðvegur-
inn er allt í einu orðinn svo frjór,
að upp af hverjum lófastórum
bletti, útúr hverri handfylli af
efni, vex nú ypparlegasti gróð-
ur, höfugur af þroska og frjó-
semd. Þar sem fyrri bækurnar
bera víða svip af ógurlegum
erfiðismunum, þreytu, sjálf-
styptun, þá er í Kirkjunni hver
pennadráttur orðinn töfraþrung-
inn leikur, öll ummerki erfiðis
og átaka eru horfin, en smjör
drýpur af hverju strái“.
Ummæli Kristins
Andréssonar
í bókmenntasögu Kristins
E. Andréssonar, íslenzkar nútíma
bókmenntir 1918—1948 stendur
þetta: „Um Kirkjuna á fjallinu
er ekki ofmælt, að hún er eitt
unaðslegasta skáldverk, sem rit-
að hefir verið af íslenzkum höf-
undj....“ Og ennfremur: „Eftir
Kirkjuna á fjallinu varð Gunnari
Gunnarssyni vegur skáldfrægð-
arinnar greiður, bæði hafði list-
gófa hans og still náð háum
þroska og hann hafSi fundið liíi
sínu og yerkum tilgang, sem lá
út fyrir persónuleg takmörk, en
varð jafnframt til að hefja per-
sónuleik hans í hærra veldi. —
Hann stóð með íslenzka arfleifð,
sem bakhjarl sinn érlendis og
fann styrk sinn. Upp úr þessu
ræðst hann í stóran bálk skáld-
sagna úr sögu íslands, og kom
fram, eins og Halldór Laxness
segir í formála fyrir íslenzkri út-
gáfu á Aðventu“, sem sterkur og
virðulegur fulltrúi fornrar bók-
menntalegrar hámenningar nor-
rænnar eins og hún hefir eflzt
og þroskast með því lífi, sem lif-
að var á „ey sagnanna“ í þúsund
ár“.
Ók heilum vagni
heim
í formálanum að Aðventu seg-
ir H.K.L. ennfremur: ,,Þó munu
engir nema íslendingar sjálfir fá
metið Gunnar Gunnarsson að
verðleikum þegar frá líður, né
skilið eðli hans til fullnustu,
enda munu þeir' varðveita nafn
hans óafmáanlega". Og hér koma
lokaorðin: „í Aðventu, síðustu
bók hans á erlendu máli áður en
hann kveður Danmörku, lýsir
hann ferðalagi íslenzks sveita-
manns, sem ásamt foruatusauði
og hundi leitar heim í skamm-
degishríðum öræfanna. Viðlíka
þrekraun er íslenzku skáldi að
dveljast langdvölum fjarri ætt-
landi sínu og rita erlendum þjóð-
um bækur á þeirra tungu, og
verða þó ekki úti sem íslending-.
ur í þeirri hríð, heldur aka heil-
um vagni heim. Andlit Gunnars
fékk aldrei svipmót útflytjand-
ans, hins vegalausa, áttavilta og
upprætta manns, í þessari löngu
hríð, heldur vissi hann allt af
veðurstöðuna; hann hafði ævin-
lega af íslandi bæði fugl og hval,
eins og segir um farmenn á göml-
um bókum; kynfestan var sterk-
ari en svo, að hann ætti í sér að
afrækja uppruna sinn, orðaval
hans var að vísu erlent um skeið,
röddin allt af íslenzk. Það eru
óskir vorar, að það land, sem
vakað hefir í vitund hans, og
kallar hann nú heim á hádegi
ævinnar til meiri starfa, megi
verða honum sá vinur og sú
ráðning fagurra drauma, sem
hann sjálfur var landi þessu í
fjarlægðinni“.
Vopnin skulu tala
Að sinni verður ekki tekið
fleira hér af ummælum vinstri
fylkingarinnar um Gunnar Gunn-
arsson. Væri þó á margan hátt
enn fróðlegra að taka glefsur
uppúr Tímariti Máls og menn-
ingar og „þjóðviljanum", en allt
ber það að sama brunni.
Það má víst telja útséð, að
G.G. verður hér eftir óþarfari
kommúnist.um en þeir höfðu von-
að og trevst, og ekki er nú vand-
séð hvaða hugsun hefir legið að
baki hinum miklu lofsorðum,
sem „þjóðviljinn“ hefir ausið
skáldið á undanförnum árum.
Það átti að reyna með góðu að
beygja hann, en fyrst það ekki
tókst, skulu vopnin tala. Orð-
sendingarnar í Þjóðviljanum
undanfarna daga til G.G. mættu
samkvæmt fordæmi að austan
vel hitta fleiri menn, og þá ekki
sizt H.K.L. En kannske er ein-
hver smuga í lögum Sovétríkj-
anna, sem heimila að þyrma
einum þó annar sé tekinn.
Barátta upp á líf
og dauða
íslenzka þjóðin stendur nú á
erfiðum tímamótum, þar sem
hún er nú, í raun og veru í fyrsta
sinn, alopnum augúm að ganga
inn i samfélag hinna frjálsu, vest-
rænu þjóða, með þeim skyldum,
sem henni hafa í svipinn verið
lagðar á herðar. Aldrei hefir hún
fremur en nú þurft að horfast í
augu við þær staðreyndir að
hinn vestræni heimur berst uppá
líf og dauða fyrir því að fá tryggt
frelsi sitt og lífsöryggi.
Viðbrögð kommúnista við
ræðu G.G. sýna okkur betur en
nokkuð annað, hvað það er sem
þeir óttast, og hvernig þeim er
innanbrjósts núna, á örlagatím-:
um vestrænnar menningar. Þeir
vita vel að ef þeim tekst ekkj
núna að leggja hana í rúst, koma
henni undir járnhæl kommún-
ismans eins og í Eystrasaltslöndr
unum og leppríkjunum, þá hafa
þeir beðið þann ósigúr, sem þeir
þola ekki.
Boðberi siðmenn-
ingar og mann-
göfgi
Gunnar Gunnarsson hefir æv-
inlega verið boðberi siðmenning-
ar og manngöfgi, þeirrar háu sið-
menningar, sem lýsti sér í að-
gerðum Friðþjófs Nansens eftir
fyrri heimsstyrjöldina, og nú er
uppistaðan í samtökunum, sem
þjóðirnar komu á fót eftir síðari
heimsstyrjöldina, Sameinuðu
þjóðunum, og lyft hafa því
Grettistaki t.d. í flóttamanna-
vandamálunum, sem ef til vill er
stærra átak en sjálf styrjöldin
var meðan hún stóð yfir. Rússar,
sem þó eíga að heita meðlimir
Sameinuðu þjóðanna, hafa mjög
aukið á þetta vandamál.
Mikið í húíi
Hinn mikli mannvinur Al-
bert Schweitzer, hefir sagt að
það væri manngöfgin ein, sem
komið gæti á varanlegum
friöi. Hún hefir skapað sið-
menninguna, hún er grund-
völlur ailrar framþróunar,
sem orðið hefir. Vér verðum
að treysta á hana, annars för-
umst vér. Siðleysi kommún-
ismans ætti að vera svo aug-
Ijóst hverju mannsharni
með heilbrigða sál, að óþarft
væri að rifja upp hefndarverk
þeirra cg viilimannlega
grimmd, en hér er mikið í
húfi, sjálf siðmenningin, sú
manngöfgi og mar.nást, sem
kynslóðirnar hafa smám sam-
an drukkið í sig og orðið þeim
blessun og Iífssvölun.
Ræða Gunnars Gunnarsson-
ar er ein af þeim aðvörunum,
sem mannkyninu hafa alltaf
borizt á elleftu stundu.
Lestrarfébg kvenna
vill banna sorprifin
EFTIRFARANDI tillaga var sam-
þykkt á fundi Lestrarfélags
kvenna:
„Fundur Lestrarfélags kvenna
í Reykjavík, haldinn 4. nóv. 1954,
ályktar að lýsa andúð sinni á
þeim fjölda blaða og tímarita
um glæpi- og kynferðismál, sem
nú er veitt í stríðum straumum
inn á bókamarkaðinn.
Flest tilgreina rit þcf si hvorki
ritstjóra né ábyrgðarmann, og
talar það sínu máli um álit út-
gefenda á þessari útgáfu sinni.
Lesendurnir eru gjarnan ungling
ar, jafnvel börn, og stórspillir
slíkur lestur smekk þeirra. Að
sögn gæslukonu barnalesstofu
L.F.K.R., reyndist oft erfitt að fá
unglinga, sem byrjað höfðu lest-
ur slíkra rita, að taka sér góða
bók til lestrar.
Vill fundurinn taka undir til-
lögur þings framhaldsskólakenn-
ara, sem nýlega var haldið hér í
höfuðstaðnum, og skorar á hið
háa Alþingi að hlutast til um að
stöðva ósóma þennan hið fyrsta“.
X BEZT AÐ AVGLÝSA A
T 1 MORGVJSBLAÐim T