Morgunblaðið - 04.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. janúar 1955 Handavinnunámskeið Byrja næsta námskeið í útsaumi og annarri handa- vinnu mánudaginn 10. þ. m. — Áteiknuð verkefni fyr- irliggjandi. — Nánari uppl. milli 2 og 7 e. h. Ólína Jónsdóttir, handavinnukennari Bjarnarstíg 7 — Sími 3196 ! Heildverzlun vantar mann ■ ■ > nú þegar til innheimtustarfa o. fl., allan eða hálfan ■ daginn, eftir samkomulagi. — Þeir, sem hafa nug á þessu * sendi upplýsingar varðandi aldur og fyrri störf til afgr. : Morgunblaðsins merkt: „Innheimta o. fl. — 377“, fyrir í 6. janúar. | Iðgjaldahækkun ■ Frá og með 1. janúar 1955 hækka sjúkrasamlagsiðgjöld ; meðlima samlagsins upp í krónur 27 mánuði. ■ - ■ ; Sjúkrasamlag Kópavogshrepps — Áramótaávarp Óiafs Thors Einbýlishús - í ■j á góðum stað með 7—9 herbergjum óskast til kaups nú :‘ eða í vor. ■I. :> Einar Asmundsson hrl. ■i I Hafnarstræti 5, sími 5407 — Uppl. 10—12 f h. ■ Vön prjónakona eða sfúlka, it m; ■í sem vill læra á special prjónavél, óskast strax. — Verð til viðtals heima í dag og á morgun frá kl. 5—7. ■ ■ ; Anna Þórðardóttir : Sjafnargötu 9 — Sími 5620 ■' mt Háseta vantar á línubát frá Hafnarfirði Uppl. í síma 9757 eða 9165 ■•••■■■••■• • «■•••■••<•••■■ Unglingspiltur óskast til snúninga. c=£i^jalá kn Jí unn «•••■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•'•■■•■•■■•• Til sölu rúmlega hálf húseign á hitaveitusvæðinu í Austurbæn- ; ; um. — Semja ber við ; Eggert Claessen, Gústaf A. Sveinsson Hæstaréttarlögmenn — Þórshamri, sími 1171 • s ‘ : ■i • •émm•«••••■■••••■•■••••••••■■•■■■•••••■■■■■■■■■■»■■■•■■■•■•■■■■■■■■■■■■* Framh. af bls. 9 sjúkdómur eða örorka, styrk til að búa með ellinni og farareyrir til Himnaríkis, ef með þarf. Ýms önnur skjól hafa þegnarn- ir skapað sjálfum sér í höll heild- arinnar, salarkynnum þjóðfélags- ins. En í allri sigurvímunni kann mönnum að hafa gleymzt, að ef grunnur þessarar hallar riðar eða stoðirnar fúna, getur hún hrun- ið. Þá er þeirri sæluviku lokið, en hópurinn kemst á vergang og verður að halda heim í fyrri átt- haga til að aðgæta hvort líft sé í gömlum vistarverum fátæktar- innar, a. m. k. um stund meðan reynt er að byggja upp nýja vel- sæld og nýjar hallir. Svo mikið fagnaðarefni sem það er, að þjóðfélagið skuli hafa tekið á sig allar þessar skyldur gagnvart þegninum, er það þó allt einskisvirði nema að þegninn skilji skyldur sínar gagnvart þjóðfélaginu. Án þess bjargast hvorki einstaklingurinn né þjóðin. Að undanförnu hefur kjörorð- ið verið „sami mikli rétturinn öllum til handa.“ Þannig hefir þegninum verið tryggður mikill réttur á hendur þjóðfélaginu. Eins og nú er komið varðar ekki minnu, að þegninn sé minn- ugur skyldu sinnar gagnvart ríkinu. Kjörorðið á því að vera: „Sami mikli rétturinn öllum til handa og sömu þungu skyldurnar á allra herðar." Framtíðarheill og frelsi ætt- jarðarinnar veltur á atorku, hæfni og skyldurækni, á því, að sérhver einstaklingur, sem nú hefir fengið rétt sinn á hendur heildinni tryggðan, axli fúslega byrði sína og viðurkenni í verki sínar skyldur gagnvart þjóðfé- laginu. Ég hóf þessar hugleiðingar á frásögninni um furðulega sögu fátækrar smáþjóðar, dýrmætustu eigninni, sem hún á sér, jafnvel enn verðmætari en auðæfi ætt- jarðarinnar, og er þó sá ríkur, sem á ísland. Ég lýk þeim með því að biðja þá, sem á mig hlýða að hugleiða aðvaranir mínar. Ég geri það vegna þess, að ég held, að það sé satt, sem ég hefi sagt, og af því, að ef illa fer, er a. m. k. hugsanlegt, að í húfi séu verð- mæti, sem margir íslendingar vildu heldur verja með lífi sínu en glata. íslendingar hafa ekki þurft að greiða frelsi sitt með blóði. En þeim ber heilög skylda til að verja það með vinnu. Góðir áheyrendur. Ég hefi valið mér þetta eina umræðuefni, tekið það eitt úr mikilli mergð mikilvægra mál- efna, er rétt mætti þykja að ræða við þjóðina um á þessum tíma- mótum, vegna þess að eins og sakir standa, erum vér einmitt á tímamótum, og ef til vill á ör- lagastundu í þessum efnum. Ég mælist ekki til þess, að mér sé trúað í blindni. Ég bið þess eins, að hver og einn reyni að gera sér grein fyrir sannleiks- gildi orða minna, spyrji sjálfan sig að því, hvort sá atvinnurekst- ur, sem rekinn er með styrkjum sé bær um að bæta á sig aukn- um útgjöldum, svari sjálfum sér því, hvort líklegt sé, að hann hagnist á verðfalli peninganna, þar til krónan yrði ef til vjII verðlaus eða sem næst því, og hvört sá glundroði atvinnuleysis, sem þá skapast sé honum til góðs, svari sjálfum sér því, hvort ekki myndi nú hyggilegt að kjósa vinnugleðina fyrir drottningu, og una glaður við sitt, a. m. k. til reynslu til næstu áramóta. Ég mælist til þess eins, að menn spyrji sjálfan sig, svari sjálfum sér og hlíði síðan rödd sinnar eigin samvizku. íslendingar kveðja árið, sem nú er að enda með þakklátum huga. Þjóðin kann að hafa mis- stigið sig um sumt, sem henni er sjálfrátt, flest annað hefir gengið henni í haginn, þegar und- an er skilið sildarleysið í sumar, enda hafa íslendingar vart áður veitt sér jafn mikil lífsgæði sem nú. Nýja árið er nú að nálgast. Enginn veit hvað það ber í skauti sínu. Það er heitasta ósk íslendinga, að auðnast megi að hindra ómælanlegar hörmungar og þá gereyðingu allrar menningar í veröldinni, er leiða myndi af nýrri heims- styrjöid, en þess í stað að skapa nýjan heim friðar, frels- is og öryggis. Vér trúum hinu betra þar til vér reynum hið verra. Það er öllum hollast. Ég óska hryggum huggunar og sjúkum heilsu. Ég bið sjó- mönnunum á hafinu og lands- lýðnum í byggð og borg, fs- lendingum öllum og gervallri mannkind blessunar Guðs. Gleðilegt ár. Lofileiðir fluttu 11 þús. farþesa 1954 STARFSEMI Loftleiða hefir auk- izt gífurlega á árinu, sem nú er senn liðið. Fluttir hafa verið 10.947 farþegar, 136 tonn af vör- um og 25 tonn af pósti. Til sam- anburðar má geta þess að árið 1953 voru fluttir 5.089 farþegar, 83 tonn af vörum og 18 tonn af pósti. Enn meiri verður þó breyt- ingin, ef miðað er við árið 1952, því þá voru ekki fluttir nema 1.696 farþegar. Fjöldi flugferðanna hefir vit- anlega vaxið mjög á þessu tíma- bili. Arið 1952 voru ekki farn- ar nema 58 ferðir milli megin- landa Evrópu og Ameríku. Næsta ár fjölgaði þeim upp í 104 en á þessu ári hafa þær verið 218. Við- komustaðir hafa verið hinir sömu og fyrra ár, Hamborg, Kaup- mannahöfn, Stafangur, Osló, Reykjavík og New York, en í vor bættist Gautaborg við. Frá því í byrjun nóvember- mánaðar hafa tvær ferðir verið farnar í viku hverri milli megin- landa Evrópu og Ameríku, en gert er ráð fyrir að þeim verði fjölgað 1. opríl 1955. Fluglið I.oftleiða hefir haldið kyrru fyrir núna um hátiðarnar, en ferðir munu hefjast aftur strax eftir áramótin. Fyrsta flug- vél Loftleiða frá Evrópu er vænt- anleg 2. janúar og verður ferð- inni haldið áfram til Bandaríkj- anna eftir skamma viðdvöl hér. Flugvélin er væntanleg aftur frá Bandaríkjunum 5. janúar. (Frá Loítleiðum). BEZT AÐ AliGlÁ'SA l MORG IjrWLAfíHWJ — Áiomóta ræða forsetans Framh. af bls. 2 íslendingar séum óstundvísir, en verri eru árstíðirnar, og munar oft vetri fram til vorsins. Einnig er mikill áramunur og ófyrirsjá- anlegur. Af því stafaði oft áður hallæri, skepnudauði og mann- fellir. En þess megum vér minn- ast fyrir fáum árum, þegar rigndi og blés á norðaustan allt sumarið og snjóaði heilan vetur á Norð- austurlandi, að þá féllu hvorki menn eða skepnur, þó skuldir hlæðust að vísu á framtíðina. Það var að þakka bættum sam- göngum, samtökum og hugarfari. Ég nefni þetta eina dæmi, en mikil breyting og bót er á orðin, ef óþurrkar, vetrarfrost, ísinn og eldurinn, getur ekki lengur ráðið niðurlögum þeirra sem eiga þröngt í búi eða jafnvel heilla héraða. Og ég hygg, að þessu marki sé nú náð. Því veldúr sam- hugur fólksins og samgöngutæk- in. En hversu mikið sem vér töl- um um veðrið, þá mun óstöðug- leikinn haldast, og vér skulum gæta þess, að hann fái ekki tök á hug og hjarta. Umhleypingarnir og rosinn eiga skylt við hverf- lyndi og illindi, en trú á landið og traust á þjóðinni er oss lífs- skilyrði, og þá fer heldur ekki hjá því, að augun opnist fyrir forsjá Guðs. íslendingar hafa sýnt atorku og geta glaðst við góðan árangur. En sú tilfinning grípur alla einhverntíman, að vart verði við ráðið fyrir eigin mátt og megin. Vér þurfum að finna, að vér séum í samstarfi við hin dýpstu rök og sterkustu öfl til- verunnar. Ég hefi hér fyrir framan mig á borðinu mynd eftir Einar Jóns- son. Blessaður veri hann fyrir þann arf, sem hann eftirlét þjóð sinni. Hann kallaði myndina Öldú aldanna. Aldan rís hátt — í hvirfil og endar í fagurri konu- m\'nd. í sjónum í kring syndir mannfjöldinn, þeir berast inn í hvirfilinn og margir hafa með sterkum átökum og afli öldunnar borist hátt upp eftir, en aðeins einn náð því að hvíla við brjóst gyðjunnar. Það er glöggt, að lista maðurinn vill að oss skiljist, að sú mynd er af Kristi. Mér finnst vænt um þessa mynd, sem sýn- ir vora eigin baráttu og þá hjálp, sem berst oss og verður því öfl- ugri sem ofar dregur. Með þeim orðum vil ég ljúka máli mínu, og óska yður aftur og allri þjóðinni árs og friðar. Krisfján lngvarsson Palreks?., sexfugur SEXTUGUR verður í dag, 4. jan- í úar, Kristján Ingvarsson, til heim filis á Geirseyri við Patreksfjörð. Kristján hefir verið fastur ptarfsmaður hjá Fiskimjölsverk- ■ smiðjunni Gróttu hf. á Patreks- i firði síðan 1936 og unnið verk sitt með trúmennsku og sérstakri • samviskusemi. | Söngmaður er hann góður, ’ enda verið ásamt konu sinni, Hall dóru Magnúsdóttur, í fjölda mörg ár starfandi meðlimur í Kirkju- kór Patreksfjarðar Kristján er mjög heimilisrækinn maður og prúður í allri framkomu. — Karl. m/, MODEL 5 Stúlka óskast til að sitja model í nokkra tírna hjá ■ ) : ' ljósmyndara, sem er að taka próf. — Laun 400 kr. fyrir hvern tíma. — Með þetta verður farið sem algjört einka- •ji mál. — Umsókn, ásamt mynd sendist blaðinu merkt: ^ „Studio» — “. Sveitarstjóri Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Borg- arnesi hefur verið framlengdur til 15. jan. — Umsóknir sendist oddvita Borgarneshrepps, Sig- urþóri Halldórssyni. Heíðursborgari LONDON 29. des. — Forsætis- ráðherra Kanada verður gerður heiðursborgari í London að lokn- um fundi ríkjanna í brezka heimsveldinu, sem hefst 31. jan. n.k. *★★★★★★★★★★★★ í Morgunblaðið i ¥ ¥ * MEÐ ★ ★ Morgunkaffinu ★ »¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.