Morgunblaðið - 04.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlif í dag: | Hægvirði og þokuloft. Hiti 4—7 * stig. 1. tbl. — Þriðjudagur 4. janúar 1955 Áramótaræða Ólafs Thors. — Sjá bls. 9. // Gullnáma" í Keflavíkurhöfnl Siöas,a mmu,an ~ 09 hin fyrsta Nót eins bátsins sprakk er í henni voru um 100 tonn KEFLAVÍK í gær. KEFLVÍSKIR sjómenn hafa fundið sína „gullnámu *. Það er ufsagangan — sú hin mesta er menn muna — sem gengið hefur inn á Keflavíkurhöfn. Á sunnudagskvöld höfðu alis borizt á land 800 tonn. Sjómennirnir eru hættir að háfa úr nótinni upp í bátana, en draga hana þess í stað að bryggju og háfa beint á bílana. Aflinn fór í fyrstu eingöngu í Fiskiðj- una í Keflavík en nú síðar einnig í beinaverksmiðjuna í Innri- Njarðvík. TAKA. DRENGILEGA Á MÓTI Veiðarnar eru stundaðar myrkranna á milli og er ennþá ekkert lát á veiðinni. Hefur örin ur eins ufsaganga ekki í manna minnum komið inn í höfnina í Keflavík. Keflvíkingar taka líka drengilega við því gulli, sem þeim er rétt upp í hendurnar, því allir bátar eru að veiðum. Færðu þeir á land á Gamlársdag um 200 tonn og á sunnudaginn 2. janúar er þeir hófu veiðar. aftur, var aflinn einnig um 200 tonn. STÓRFENGLEG SJÓN Það er stórfengleg sjón að koma niður að höfninni og at- huga það, sem fyrir augun ber. Sumir bátanna ná góðum köstum rétt við bryggjuna og einn bát- anna, Ægir, lá bundinn við bryggjuna og háfuðu menn beint úr nótinni upp á bílana. Þetta var 30. des. Þá var þriðji bátur- inn, Gullþór, nýkominn að bryggju og lá eins og fjöl á sjón- um, svo drekkhlaðinn var hann og var annar bátur þar honum til aðstoðar. Hafði hann dregið Gullþór að landi ásamt fullri nót- inni. Við bryggjuna lágu Ver og annar bátur til og voru í óða önn að losa til þess að.komast strax út aftur. Rétt við garðinn lá Hilm ar og var að kasta. Varð hann að gæta ýtrustu varúðar til að lenda ekki í bryggjunni við kastið. Á voginni var ekkert hlé, þar skipta vogarmennirnir vöktum. Inn allar götur er ufsaslóðin og eru fiskarnir spriklandi þar í hundraðatali, þar sem þeir eru teknir beint úr sjó á bílana, sem einnig eru oft svo fermdir, að talsvert af fiski hrynur af þeim á leið til fiskimjölsverksmiðj- unnar. AÐKOMUBÁTAR Á VETTVANG í gær, mánudag, hélt veið-1 in áfram með sama krafti og áður. Hafa nú aðkomubátar lagt leið sina hingað og eru byrjaðir við nfsann. Er einn báturinn frá Hafnarfirði og tveir frá Sandgerði. Hafði Hafnarfjarðarbátnrinn þegar fengið gott kast og var að búa sig undir lönðnn. Á sunnndaginn fékk m.b. Ver geysilegt kast og áætluðu menn að í nótinní hafi verið um 100 tonn, en sve illa tókst til, að er verið var að draga nótina að bryggjn sprakk hún og náðist ekki úr henni nema um 4 tonn. Við það að draga næturnar að bryggjnnni spar- ast geysimikU vinna, þar sem þá er háfað beint úr sjó á bil- ana. — Ingvar. íbúðarhúsið í Lambadal í Dýrafirði brennur Húsmóðirin og börnin sleppa nauðuglega úr eldinum 4NNAN nýjársdag vildi það til í Dýrafirði að íbúðarhúsið í Lambadal brann. Var engu innbúi bjargað öðru en lítilsháttar af rúmfatnaði og öðrum fötum. Komst húsmóðirin og börn hjón- anna þrjú að tölu, sem öll eru innan við fermingaraldur nauðug- ‘ lega út úr eldinum. Var konan ein heima með börnin en bóndinn var að gegningum. * KVEIKTI UPP I ELDAVÉLINNI Það var um 8 leytið um morg uninn að bóndinn í Lambadal, Ragnar Guðmundsson, fór til gegninga. Áður en hann fór, kveikti hann upp í eldavélinni og hugðist hafa heitt í húsinu er kona hans kæmi á fætur, en hún svaf á efri hæð hússins ásamt börnunum. Fór Ragnar síðan að sinna skepnunum en peningshús- in eru rétt við bæinn. SNÉRI AFTUR HEIM Er Ragnar hafði lokið störfum í einu húsinu, og ætlaði að fara að huga að því næsta, fékk hann skyndilega hugboð um að ekki væri allt með felldu í bænum, án Vínveitingar í héraðshanni Akureyringar skáluðu um áramótin Á AKUREYRI ríkir nú all sér- kennilegt ástand í áfengismálum ■og kom það hvað greinilegast í Ijós um áramótin. Eins og kunnugt er ríkir hér- aðsbann á Akureyri og var áfengisverzluninni bar lokað fyr- ir réttu ári, að undangenginni at- kvæðagreiðslu íbúanna um málið. Síðan þá hefir hið opinbera ekki staðið að neinni áfengissölu á staðnum, en einstaklingar hafa stundað nokkra leynivínsölu í bænum og hafa toll- og lögreglu- yfirvöld nokkrum sinnum orðið að skerast í leikinn. Er þess skemmst að minnast, er Akur- æyrarlögreglan sat fyrir vélbát Jullfermdum áfengi er kom frá Siglufirði, en þar er áfengis- verzlun opin. Lögðu lögreglu- þjónar löghald á vínið, en eig- endur þess, bifreiðarstjórar og ýmsir fleiri, fengu fógetaúrskurð um, að þeim skildi skilað því aft- ur. Af þessum atburði spratt um- fangsmikill málarekstur sem brátt verður útkljáður fyrir bæj arþingi Akureyrar. VÍNVEITINGAR í HÉRADSBANNI En þótt héraðsbann ríki á Ak- ureyri er þó vín veitt þar á mann fögnuðum og í meiriháttar veizl- um. Mun fyrir því ótvíræð laga- heimild. Um áramótin var vín- veitingarleyfi á tveimur fögnuð- um í bænum, að Hótel KEA og á fagnaði háskólastúdenta, og undanfarnar vikur hefir vín nokkrum sinnum verið opinber- lega veitt. Hefir því skapazt hið undarlegasta ástand í áfengis- málum í bæjarfélaginu, þar sem sala víns er stranglega bönnuð og ríkt gengið eftir að svo sé, en heimilt aftur á móti að selja vín á mannfögnuðum og neyta þess samkvæmt leyfi bæjarfógeta. Mun ekki ofmælt þó sagt sé að stúkumönnum á Akureyri þyki héraðsbannið þar heldur tilgangs lítið, þar sem svo er, en flestum öðrum það vera til lítillar þurft- ar, og víst er um að reynslan hefir sannað að lítt hefir bannið stuðlað að bindindissemi né minnkaðri áfengisneyzlu. Samkvæmt lögum um héraða- bönn þurfa að líða tvö ár á milli atkvæðagreiðslna um hvort loka skuli áfengisútsölum, og má því atkvæðagreiðsla um áframhald- andi héraðsbann fara fram á Ak- ureyri nú í sumar. þess þó að sjá þess nein merki. Hélt hann því heimleiðis, áður en hann lauk við gegningarnar. ÖMURLEG AÐKOMA Var þar heldur ömurleg að- koma. Eldhúsið alelda og húsið fullt af reyk. Ekki hafði kona hans né neitt af börnunum vakn- að og brauzt Ragnar upp á efri hæðina til þess að bjarga þeim. Tókst honum það nauðuglega, þar sem húsið varð alelda á nokkrum mínútum. LITLU BJARGAÐ Mannhjálp barst fljótlega, því margbýlt er í Lambadal. Varð samt ekki við neitt ráðið og tókst ekki að bjarga neinu úr húsinu, sem er steinhús timburþiljað, nema smávegis af sængurfatnaði og einhverju af fötum. NÝFLUTTAR AÐ LAMBADAL Ragnar og kona hans voru ný- lega flutt á jörðina. Hófu þau bú- skap í Lambadal í vor, en bjuggu áður á Ingjaldssandi. Er tjón þeirra þeim mun tilfinnanlegra, að húsið var mjög lágt vátryggt. Talið er að kviknað hafi í vegna þess, að vindhviðu hafi slegið niður í reykháfinn, eldur- | inn kastast út úr eldavélinni og læst sig í borð sem stóð nálægt henni. Þessi mynd var tekin yfir hluta af Vesturbænum er árið 1954 kvaddi og árið 1955 gekk í garð. Hafði ljósmyndarinn myndavél sína „opna“ síðustu mínútu gamla ársins og fyrstu mínútu ársins 1955. — Á Gamlárskvöld var óvenjumikið um flugeldaskot hér í bænum. Allt kvöldið mátti í senn sjá tugi rauðra ráka; flugelda á ógnarferð upp í loftið, sem síðar sprungu og breyttust í marg- litt gneistaflóð. En mest var þó um flugeldana á sjálfum áraskipt- unum og myndin er eins og fyrr segir frá þeim tímamótum. (Ljósm. Ragnar Vignir). Róíegt Camiárskvöid ★ Lítil ölvun — Ánœgjulegar brennur — Slys af sprengju GAMLÁRSKVÖLD varð í Reykjavík mjög rólegt og bæjarbúum til míkils sóma, sagði Erlinur Pálsson yfirlögregluþjónn er blaðið átti tal við hann í gær. Ölvun varð ekki meiri í bænum á Gamlárskvöld en þegar fámenni er þar og ekkert um að vera hversdags. Brennurnar fóru mjög vel fram og urðu því öllum, bæði fjölmörgum bæjarbúum, er á þær horfðu og lögreglunni, sera þar átti að halda uppi reglu, til mikillar ánægju. Áætlunarbíllinn fór út af yeginum STOKKSEYRI, 3. jan: — Mikil hálka hefur verið á vegum hér í Árnessýslu, sérstaklega í upp- sveitum. Má segja að svellbólstr- ar séu yfir öllum vegurh þar. Við sjávarsíðuna hefur klakann leyst og eru vegir neðarlega í Flóan- um auðir. Allmargir bílar hafa farið út af vegunum en engin stórslys hafa þó orðið. í gær fór áætlun- arbifreiðin frá Reykjavík til Stokkseyrar út af veginum á móts við Sandvík og valt á hliðina. Snerist bíllinn á hálkunni og lenti út í mýri. Engin slys urðu þar á fólki. — Magnús. Fangar á Lifla-Hrauni strjúka á gamlárskv. STOKKSEYRI, 3. jan.: — Hér á Stokkseyri gengu áramótin fyrir sig á mjög friðsamlegan hátt. Dansleikur var hér á gamlárs- kvöld og fór skemmtunin fram með friði og spekt og kom ekki til neinna vandræða. Það er helzt í frásögur færandi að á gamlárskvöld sluppu fjórir fangar á Litla Hrauni út úr fang- elsinu. Höfðu þeir komizt upp á háaloft hússins og þaðan út um þakglugga en síðan á brunakaðli til jarðar. Er þetta alllangt sig, þar sem húsið er fjórar hæðir. Fljótlega urðu þó fangaverðirn ir varir við hvarf fanganna og var þegar gerður út leiðangur að leita þeirra. Náðust þrír þeirra strax á vegamótunum milli Stokkseyrar og Eyrarbakka en sá fiórði náðist niðri á Stokkseyri. Enginn þeirra var búinn að gera neitt ilt af sér er þeir náðust. — Magnús. "fUNGLINGAR „TEKNIR ÚR ' UMFERГ Þó var það, sagði Erlingur, aS hópur unglinga safnaðist saman í miðbænum með nokkur læti kl. 9—10. Skipti þeir sér þó ekki af lögreglustöðinni eins og oft áður. Lögreglan tók 14 þeirra „úr umferð“. Voru þeir geymdir um stimd á lögreglustöðinni, en fluttir heim um ellefuleytið í vörslu foreldranna. Við brennurnar stóru, sem voru tvær, var útvarpað tónlist. Fjöl- margar aðrar brennur fóru fram smáar og stórar, en eitt áttu þær sameiginlegt, að þær fóru allar stórvel fram og voru bæjarbúum til sóma. i SLYS Lögreglan hafði gert upptækt dálítið af smásprengjum, sem seldar voru sem skrautljós. Olli þetta nokkrum ágreiningi, en í Ijós kom, að af einni slíkri varS það slys, að ungur drengur missti framan af fingri er slík „smá- sprengja" sprakk í höndum hans. Það var á gamlárskvöld. Lögreglusfjóra- embæftið á Keflav. flugvelli lausf AUGLÝST hefur verið laust til umsóknar embætti lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Eiga um- sóknir að hafa borizt fyrir 1. febrúar næstkomandi. Björn Ingvarsson hefur gengt embætti lögreglustjóra þar á flug vellinum, Og var hann fyrsti mað- urinn sem I því embætti sat AKUREYRI I ■ ABCDEFGH w BKYKJAVÍK 43. leikur Akureyringa: KdG—c7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.