Morgunblaðið - 04.01.1955, Blaðsíða 14
14
MORGVTS BLAÐIB
Þriðjudagur 4. janúar 1955
ÚR HELJARGREIPUM
SKÁLDSAGA EFTIR A. J. CRONIN
Framhaldssagan 17
„Nei, aðeins nokkur orð, sem
ég hef lært í vísum “
„Þá er bezt að tala ekkert“,
sagði hann „ef vörðurinn spyr yð-
ur einhvers, skuluð þér aðeins
brosa.“
Þegar hann ók fyrir horn, sá
hann mörk hernámssvæðanna í
íjarlægð, há vírnetsgirðing, með
gaddavír að ofan og tréslá þvert
yfir veginn, þar var einnig lítið
löndótt hús með bárujámsþaki,
þar voru tollþjónar og rúss-
Iiesku verðirnir. Þar fyrir fram-
an skiptust á grængresið og brún
Ir akrar, þar var land frelsisins.
t Hann stanzaði bílinn rétt fyrir
íraman þverslána. Rússneskur
yörður í bláum einkennisbúningi
með skinnhúfu kom til þeirra.
Hann var stór og heimskulegur
og Harker fann af honum lauk-
þef, er hann spurði hann um papp
írana. Með óttablandinni tilfinn-
ingu rétti hann honum vegabréf
sitt og landamæraleyfið.
Vörðurinn horfði kæruleysis-
lega á þau og spurði síðan á lé-
legri þýzku: „En hvað um kon-
una? Hvar eru pappírarnir henn-
ar?“
Harker svaraði: „Konan mín
ferðast á mínu vegabréfi. Hún
þarf ekkert sérstakt landamæra-
leyfi, því að mitt gildir fyrir okk-
ur bæði. Ég fékk boð frá Miker-
lúk. að ailt væri í lagi. Hér er
yindirskriftin hans“.
f Vörðurinn virtist kannast við
nafn rússneska fulltrúans. Hann
muldraði eitthvað, stimplaði
vegabréfið og leyfið og rétti hon-
:íim það aftur. „Farangurinn verð
p.ir rannsakaður". I
„Við höfum engan. Við vorum
lijá vinum okkar aðeins yfir nótt,
svo að það tók því ekki að hafa
með sér farangur".
Vörðurinn virtist vera ánægð-
iir með þessar skýringar, gekk
fram til að lyfta slánni. Harker
fiorfði ánægjulega á Madeleine
pg setti vélina í gang. En á því
áugnabliki, er hann ætlaði að
fara af stað, kom rússneskur liðs-
foringi út úr skýlinu og gekk til
þeirra. Hann var þrekvaxinn,
miðaldra maður, í Ijósblárri
blússu, dökkbláum buxum og
ævörtum leðurstígvélum. Á húf-
jmni var bleikt band og silfur-
jEtjarna með hamri og sigð fyrir
%>fan derið.
„Þið eruð í embættisbíl", sagði
jiann spyrjandi.
Harker hikaði augnablik.
,Minn bíll er í viðgerð. Josef
íikernik lánaði mér þennan“.
Liðsforinginn brosti og varð
; vingjarnlegur, þegar hann heyrði
Hafn Mikerniks nefnt. „Þið eruð
ensk, er ekki svo?“
„Amerísk“, sagði Harker.
Enn hafði vörðurinn ekki lyft
tslánni. Hann var augsýnilega að
xbíða eftir að liðsforinginn lyki
; samræðunum.
| „Er konan yðar líka amerísk?"
i spurði liðsforinginn og brosti til
. Madeleine. (
Harker kinnkaði kolli. j
„Hingað koma sjaidan Amerí-
kanar“.
Harker hrökk við þegar hann '
tók eftir því, að nú hætti liðsfor-
inginn að tala þýzku og fór að
tala ensku, mjög góða ensku,
nærri hreimlausa.
„Ég hef aldrei komið til
/Ameríku, en ég er vel kunnugur ■
§í Englandi", hélt hann áfram. ;
|„Fyrir stríðið átti ég lítið veit- i
lingahús í London í Frith götu I
*Soho, það hét Slavia. Hafið þið
íjsarmske komið þangað?“ ■
Harker sá, að Rússinn hafði
enn ekkert tortryggt þau, hann
langaði aðeins til að tala.
Harker reyndi að brosa og
sagði: „Það er gaman að heyra.
Ég kom ekki til London, fyrr en
seint á árinu 1949, og konan mín
hefur aldrei komið til London“.
Þau urðu að komast burtu hvað
sem það kostaði, áður en hann
færi að leggja spurningar fyrir
Madeleine. Hann gaf vélinni
benzín. „Við eigum stefnumót í
Graz, og erum þegar orðin of
sein. Við verðum að flýta okkur“.
„Ekki strax, ekki strax. Mér
finnst svo gaman að tala við
ykkur. Segið mér, frá hvaða
hluta Bandaríkjanna eruð þið?“
„New Hampshire“, sagði Hark-
er.
„En þér, frú?“ Hann talaði
smjaðrandi, eins og yfirþjónn,
sem tekur við pöntun.
Harker sá út undan sér, að
Madeleine brosti til liðsforingj-
ans. „Konan mín er frá New
York“, flýtti hann sér að segja
og honum til sárra vonbrigða sá
hann, að vörðurinn hafði farið
frá slánni og farið aftur inn í
skýlið.
Liðsforinginn horfði nú á
Madeleine. „Eigið þér nokkurn
börn, frú?“
„Við erum nýgift", sagði Hark-
er.
Liðsforinginn hugsaði sig um,
en sagði síðan: „Gaman væri að
koma til New York. Hafið þið
komið upp í, hvað er það nú kall-
að? Empire State bygginguna?"
Aftur var spurningunni beint
til Madeleine og enn svaraði
Harker: „Já, hún heful komið
þangað nokkrum sinnum".
Með vaxandi skilningi sá Hark-
er, að liðsforinginn var nú orð-
inn tortrygginn og ákveðinn í að
fá svar frá Madeleine. Nú brosti
hann ekki lengur, er hann sagði
hægt: „Viljið þið lofa mér að sjá
pappírana ykkar?“
Harker sá fyrir, hvað verða
mundi. Rússinn mundi uppgótva,
að Madeleine ferðaðist ekki á
vegabréfi hans og hann mundi
áreiðanlega halda henni eftir. —
Átti hann að aka á slána? Það
var ekki hægt. Það mundi verða
árekstur og síðan yrði skotið
aftan á þau. Meðan þessar hugs-
anir þutu gegnum huga hans
hafði hann óáreitur skipt um gír.
Hann heyrði sjálfan sig segja:
„Ég hef það á tilfinningunni, að
konunni minni líði ekki vel. Við
verðum að fara til baka“.
Á sömu stundu skautst bíllinn
afturábak, því næst sneri hann
honum við, og þaut af stað með
! ofsa hraða. Hann þakkaði guði
j fyrir það afl, sem vélin hafði. í
speglinum sá hann, að liðsfor-
' inginn hrópaði og kallaði til hans
og bað hann að stanza.
Þegar þau komu að gatnamót-
um, hægði Harker á ferðinni. —
Hvað áttu þau nú að gera? Brátt
mundi verða sendar tilkynningar
meðfram allri landamæralínunni,
þau gátu ekki tekið áhættuna
aftur. Það eina, sem þau gátu
gert núna, var að komast eins
langt frá njósnurunum og mögu-
legt var. En ef þau héldu áfram
lengra suður, mundu þau kom-
ast að mökum Ungverjalands og
Tékkóslóvakíu. Það var því örugg
ara að fara í norðvestur. Með því
að fara til Schwarzau mundu þau
vera enn skammt frá mörkum
hernámssvæðanna, en það mundi
gefa þeim svigrúm til að átta sig.
Þótt bíllinn væri ekki nýr, var
hann í mjög góðu lagi og sérlega
hraðskreiður. Harker fór fyrstu
þrjátíu mílurnar á hálftíma, en
við það öðlaðist hann traust og
varð rólegri. Hann varð að hugsa
skipulega og undirbúa nýja
áætlun.
Hann bað Madeleine að rann-
saka aftursætið og hurðirnar. — \
Hún fann þar tvær þýzkar
sjálfvirkar skammbyssur og skot-
færi, landabréf, leðurkápu og dá-
lítinn poka með tvíbökum. Hún
vakti einnig athygli hans á loft-
neti, sem var aftur í bílnum.
„Það hlýtur að vera þessi
hnappur", sagði hann. „Við skul-
um reyna að heyra til þeirra".
Hann sneri hnappnum, og því
næst skífunni. En það heyrðist
aðeins truflanir og morse send-
ingar, en síðan var aðeins suða.
Þau biðu í eftirvæntingu en ekk-
ert frekara hljóð heyrðist.
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
74
skynsamleg ástæða fyrir því, að banna hvítum manni að
keppa.
Þessvegna klædddist ég skraut treyju, þröngri í mittið með
belti, prýddu gimsteinum, víðum buxum og höfuðdúk, að
hætti Serkja. Þannig búinn gekk ég fyrir Núradín.
„Jæja, Núradín," sagði ég. „Hvernig lízt þér á?“
„Móðir þín mundi ekki einu sinni þekkja þig“, svaraði
hann hlæjandi. Svo tók hann í hendina á mér og sagði enn-
fremur. „Þess bið ég innilega að Alla gefi þér sigur.“
Þegar ég kom aftur til leikfélaga minna, voru þeir allir
í uppnámi af hugaræsingi, því að þeir voru nýbúnir að
frétta það, að Saladín soldán hefði tilkynnt að hann ætlaði
að vera viðstaddur þegar kappleikurinn færi fram og aí-
henda sigurvegurunum sigurlaunin sjálfur að leiknum lokn-
um. Ég verð að játa það, að ég varð sjálfur æði órólegur
við þá tilhugsun að eiga að vera undir rannsakandi augna-
ráði þessa mikla manns, sem jafnvel var frægur meðal krist-
inna manna fyrir hreysti sína og vizku, en ég sagði við
félaga mína, að því betri sem áhorfendur okkar væru, þeim
mun betur skyldum við leika.
Við stigum á bak hinum glæsilegu, fjörmiklu fákum okkar
og riðum um götur Damaskusborgar, sem voru svo troð-
fullar af fólki, að við höfðum þræla, sem voru látnir hlaupa
á undan okkur og ryðja fólkinu úr vegi til þess að við kæm-
Bláu Gillctte Blöðin
Þér borgið aðeins fyrir blöðin.
Málmhylkin kosfa ekkerf.
Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar.
Bláu blöðin með heimsins beittustu egg eru al-
gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sérstakt
hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri rakstra og
betri með því að nota ....
Bezfa leiðin fil að kaupa
bezfu blöðin
10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ
Kr. 13,25
Cillette
máimhylki
Stúlku
sem hefur bókhalds- og vélritunarkunnáttu vantar jji
oss nú þcgar. — Uppl. í skrifstofu félagsins, Lauga- Z
• . . a|
vegi 107, milli kl. 5 og 7, miðvikudag.
Samvinnufélagið Hreyfill.
Búðardiskur
Vandaður eikar búðardiskur með mörgum skúffum,
til sölu með tækifærisverði á Laugavegi 47, vegna
flutnings. — Uppl. á staðnum.
V«s"iS
* ‘I^ssigSSs.
o«°p'
.ogosettv
p scto °®, töú'it 1 6