Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 1
42. árgangur
4. tbl. — Föstudagur 7. janúnr 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Virkjun Efra-Sogs er næsta stórátakið í raf
magnsmálum þjóðariraiar
Rúmur helmingur landsmonna
iær nú rafmagn frú Sogtnu
I
Þannig er áformað að hið nýja orkuver við Sogið líti út.
?iðræðar Chou En-lai
og Hoiunarskjölds í Pehing
Framkvcsmdnstjórinn snýr heim
úr helginni
upp
NEW YORK, 6. jan. — Reuter-NTB.
DAG HAMMARSKJÖLD, framkvæmdastjóri SÞ, og Chou En-lai,
forsætis- og utanríkisráðherra Rauða Kína, hafa nú átt með
sér sinn fyrsta fund í Peking. Stóðu viðræður þeirra í 3V2 klst. —
Eins og áður hefur verið skýrt frá, hyggst framkvæmdastjórinn
fá bandarísku flugmennina ellefu leysta úr haldi. Framkvæmda-
stjórinn og forsætisráðherrann munu ræðast við aftur á morgun.
★ SKEYTI EINKARITARANS
SEGIK FÁTT
í skeyti, sem einkaritari Hamm
arskjölds, Per Lind, sendi til aðal
stöðva SÞ frá Peking, er aðeins
skýrt frá því, að fundur þessi
hafi farið fram, en einkis getið
um, hvernig hann hafi íarið fram.
I fylgd með Hammarskjöld voru
varaframkv.stj. SÞ., Ahmed Bok-
hari frá Palcistan, brezki þjóð-
réttarfræðingurinn próf. Humph-
rey Waldock, Per Lind og Gustav
Nyström, túlkur.
Auk Chou En-lai sátu fundinn
af hálfu Rauða Kína, m. a. vara-
utanríkisráðherrann Chiang Han
-fu og skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins, er hefur umsjón
með öllu, sem lítur að alþjóða
stofnunum og ráðstefnum.
★ ÞAGAD UM ERINDI
HAMMARSKJÖLDS
Peking-útvarpið skýrði stutt
lega frá fundi þessum, en lét
þess getið, hvert væri viðfangs
efni fundarins. Útvarpið hef-
Umferð sföðvas! á
Kílar-skurði
HAMBORG, 5. jan. — Umferðin
á Kílar-skurðinum lá niðri í
nokkrar klukkustundir s.l. sunnu
dag vegna áreksturs er varð
milli þýzka vélskipsins „Bungs-
berg“, 472 tonn, og rússneska
skipsins „Voikov“, 7000 tonn. —•
Þýzka skipið skemmdist mjög,
varð algjörlega stjórnlaust og
lenti í miklum brösum við að
draga það í höfn til viðgerðar.
„Voikov“ skemmdist fremur lítið
og gat haldið áfram ferð sinni án
tafar. — NTB.
ur enn ekki minnzt á, hvert
sé erindi Hammarskjlöds til
Peking.
Hammarskjöld mun að öllum
líkindum dvelja 5—6 daga í Pek-
ing. Gert er ráð fyrir, að hann
haldi flugleiðis til New York upp
úr helginni um Tókíó og Hono-
lulu.
□ LONDON, 6. jan.: — Sam-
göngumálanefnd brezku stjórnar-
innar og verkalýðsfélag járn-
brautarverkamanna komu saman
á fund í gærkvöld til að reyna
einu sinni enn að ná samkomu-
lagi í hinni 18 mánaða gömlu
launadeilu, sem mun snúast upp
í verkfall um ailt Bretland á
sunnudagskvöld, ef samkomulag
ekki næst fyrir þann tíma.
□ í morgun var brezka stjórn-
in kölluð saman á ný til að ræða
málið, -og samgöngumálaráðherr-
ann, Lloyd Carpenter, sat lokað-
an fund með fulltrúum samgöngu
málanefndarinnar. f kvöld fengu
ráðherrarnir skilaboð um að
vera reiðubúnir til að mæta á
ráðuneytisfundi, hvenær sem
væri.
□ Meðan hvert mannsbarn í
Bretlandi bíður úrslitanna með
eftirvæntingu, leggur stjórnin
s:öustu hönd á ráðstafanir þær,
er gerðar verða til að halda efna
hagslífinu gangandi, ef ómögu-
legt reynist að komast að sam-
komulagi.
□ Churchill forsætisráðherra
ákvað í kvöld, að vera um kyrrt
í London til að fylgjast með
gangi málanna í stað þess að fara
til sveitaseturs síns eins og hann
ætlaði upphaflega.
— Reuter-NTB
Úr ræðu Gunnars Thoroddsens borgar-
síjóra á bæjarsljórnarfundi í gær
UM L A N D allt líta menn á rafmagnsmálið sem eitt
þýðingarmesta mál þjóðarinnar, sagði borgarstjóri. —
Raforkan leiðir þjóðina út úr aldagömlu myrkri og kulda.
Hún er undirstaða undir helztu atvinnuvegum vorum.
Gildir þetta eigi síður um Reykvíkinga en aðra landsmenn.
Iðnaðurinn er nú orðinn stærsta atvinnugrein Reykvíkinga.
Er talið að um 40% Reykvíkinga lifi á iðnaði. Hagkvæmar
raforkuframkvæmdir og ódýr raforka skapa iðnaðinum
bætt lífsskilyrði.
-----------------------* STÓRKOSTLEGA AUKIN
RAFMAGNSNOTKUN
Rafmagnsnotkun fer hraðvax-
andi hér í bæ. Hún vex ekki að-
eins í hlutfalli við aukningu
íbúatölunnar, heldur margfalt
meira. Um leið og heimilin eru
búin að fá rafmagn, læra þau
að nota raforkuna æ betur og
nota hana til fleiri og fleiri heim-
ilisþarfa.
Vur það...?
★ í GÆRKVÖLDI, þegar annir
stóðu sem hæst á fréttastofu NTB
(Norsk Telegram Byrá) í Oslo,
var hringt hvað eftir annað frá
dagblöðum og heimilum og spurt,
hvort fréttastofunni væri nokkuð
kunugt um hræðilegan jarð-
skjálfta, er gengi nú yfir Portú-
gal.
★ Fréttaritararnir vöknuðu við
vondan draum. Höfðu þeir virki-
lega sofið á verðinum? Þeim til
mikils léttis upppgötvuðu þeir
við frekari eftirgrennslan, að
sögusögn þessi átti rót sína að
rekja til dagskrárliðs í sænska
útvarpinu. Það var sem sé verið
að lýsa á mjög áhrifamikinn hátt
jarðskjálfta, er átti sér stað í
j Lissabon fyrir tvö hundruð árum
síðan.
Ræða Eisenhowers um hag jbjóðarinnar
Aukinn herstyrkur vestrænna þfóða
og frjálsari verzlunarviðskipti
„/ dag er friður i heiminum. Þó hann sé
ótryggur, ætti mannkynið að minnast
jbess, að ekki hefir verið barizt á miklum
orrustuvelli um nokkuð langt skeið",
sagði Eisenhower
WASHINGTON, 6. jan. — Reute!r-NTB
FHSENHOWER, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær ávarp
sitt um hag þjóðarinnar fyrir sameinuðu þingi. í ræðu
sinni lagði forsetinn einkum áherzlu á nauðsyn aukins her-
styrks vestrænna þjóða og frjálsari verzlunarviðskipti
þjóða í milli.
í sambandi við aukinn her-
styrk hvatti hann Bandaríkin og
aðrar frjálsar þjóðir til að leggj-
ast á eitt við að afstýra kjarn-
orkustríði. Kvað forsetinn mögu
legt að koma þessu til leiðar með
því að koma á fót herstyrk, er
væri nægilega mikill til að sann-
færa kommúnista um, að árásar-
stríð væri vonlaust.
★ SLAKA BER A VIÐSKIPTA-
HÖFTUM
Viðvíkjandi frjálsari verzlun-
arviðskiptum þjóða í milli lýsti
Eisenhower sig fylgjandi því, að
Bandaríkin slökuðu á ýmsum
lagaákvörðunum, er heftu slík
viðskipti.
Fréttaritarar í Washington
Framh. á bls. 4
Mendés í Róm
n.k. þriðjudag
• PARÍS, 5. jan. — Mendés-
France, forsætisráðherra Frakka,
fór í dag flugleiðis til Neapel til
að fá nokkurra daga hvíld frá
störfum áður en hann ræðir við
ráðherra ítölsku stjórnarinnar í
Róm n.k. þriðjudag. Fréttaritarar
í Róm álíta, að aðalumræðuefnin
á fundi þessum verði stofnsetning
fyrirhugaðs varnarbandalags undi7sogsvirkjunr'íbúa7 aðeins
Sem dæmi um aukningu
rafmagnsnotkunar og orku-
vinnslu má nefna, að 1946 var
orkuvinnsla aflstöðvanna við
Elliðaár og Ljósafoss 84.4
millj. kílówattstundir. 4
árum síðar, 1950, var hún 131.7
millj. kwst., og 1954 var orku-
vinnslan til almennrar raf-
magnsnotkunar 172 millj.
kwst., en auk þess 86.5 millj.
til Áburðarverksmiðjunnar
eða samtals á árinu 258.5
millj. kwst. Hefur því orku-
framleiðslan rúmlega þrefald-
ast á 8 árum. Þessar tölur
gefa nokkra vísbendingu um
hina geysiöru þróun og um
hinar stórstígu framkvæmdir
í raforkumálum Reykjavíkur.
Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning vil ég taka fram, að mest
af rafmagnsnotkun Áburðarverk-
smiðjunnar er afgangsorka eða
næturorka, en af sjálfri grunn-
orkunni fær Áburðarverksmiðj-
an aðeins 4 þús. kw. af 56 þús.
kw., sem aflstöðvarnar hafa yfir
að ráða.
FYRSTA FORGANGA
KNUDS ZIMSEN OG
JÓNS ÞORLAKSSONAR
Forráðamönnum Reykjavíkur-
bæjar varð snemma ljóst, að virkj
un Sogsins mundi vera lausn á raf
magnsmálum höfuðstaðarins um
langan aldur. Því var það strax
á árinu 1917, að Reykjavíkurbær
tryggði- sér, fyrir forgöngu Knuds
Zimsens og Jóns Þorlákssonar,
eignaítök í Soginu með það fyrir
augum, að reisa þar raforkuver.
En Reykjavík var þá ekki nógu
fjölmenn, til þess að geta staðið
Vestur-Evrópu, nánari samvinna
milli Frakka, ttala og Vestur-
Þjóðverja og starfsemi stál- og
kolabandalags Evrópu.
• Ekki er ólíklegt, að einnig
verði rætt samstarf Frakka og
ítala í nýlendum þeirra í Norður-
Afríku, en eins og kunnugt er,
ráða ítalir þar yfir talsverðum
landssvæðum.
15 þús. Þess vegna var um 1920
undirbúin virkjun Elliðaánna,
sem skyldi sjá bæjarbúum fyrir
rafmagni, unz Reykjavík væri
nógu stór til þess að Sogsvirkjun
gæti borið sig. En þeir erlendu
ráðunautar, sem leitað var til um
málið, töldu, að 30 þús. íbúa
þyrfti til þess að standa undir
fyrstu virkjun Sogsins.
Framh. á bls. 10