Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. jaii. 1955
MORGUNBLA&IÐ
Dr. Benjamín Eiríksson:
KAUPGJALDSMÁLIN OG ÞJÓDIN
INNGANGUR
Daglegt líf er sú reynsla, sem
mestu ræður um þær hugmynd-
ir, sem menn gera sér um heim-
inn, um hlutina og samhengi
þeirra. En, eins og vísindamenn-
irnir hafa uppgötvað, þá er hin
daglega reynsla samt oftast
einskisvirði til þess að skilja hið
dýpra eðli og samhengi hlutanna.
Dagleg reynsla manna er að sól-
in fari kringum jörðina, en vís-
indin kenna samt annað.
Hin daglega reynsla ræður
eðlilega miklu um skoðanir
manna. En þar með er gamt sag-
an ekki nema hálfsögð. Veruleik-
inn breytist, en þótt hann breyt-
ist þá halda hugmyndirnar og
skoðanirnar venjulegast áfram
að lifa sínu lífi. Þótt hinar svo-
kölluðu staðreyndir daglegs lífs
séu breyttar, lifa hugmyndirnar
áfram, sem mynduðust þeirra
vegna eða mótuðust af þeim.
Stundum þurfa nýjar kynslóðir
að koma til, til þess að menn
átti sig á því að umhverfið sé
breytt.
Þetta er einskonar inngangur
að hugleiðingum um nokkur
þeirra vandamála, sem þjóðin á
við að stríða í dag, einkum launa-
málin.
Við heyrum mikið um hags-
muni og hagsmunamál Starfsemi
hinna ýmsu stéttarfélaga snúast
um hagsmuni, stjórnmálin því
einnig að miklu leyti. Siðgæðis-
tilfinning þjóðarinnar er þannig,
að það er taiið sjálfsagt að menn
.— einstaklingar og hópar þeirra
— berjist (og þá gegn öðrum
auðvitað) fyrir hagsmunum sín-
um. Boðorfið er ekki lengur það
að elska r.áungann eins og sjálf-
an sig, því það þýðir að taka
jafn mikið tillit til hans og hans
hagsmuna og eigin, heldur er sá
venjulega talinn réttlættur af
gjörðum sínum, sem getur vitnað
til hagsmuna sinna.
Öll sú mikla barátta, sem menn
heyja fyrir hagsmunum sínum,
hl'ýtur að byggjast að talsverðu
ieyti á því, að menn viti hverjir
þessir hágsmunir séu, að menn
þekki þá í raun og veru. Sumum
hagsmunum sínum kynnast menn
vel í daglegri reynslu. Hvíldar-
þörf sjómanna á sjónum er ágætt
dæmi af þessu tagi. En samband-
ið á milli hinnar daglegu reynslu
og raunverujegra hagsmuna er
ekki alltaf svona einfallt og ljóst.
Hin daglega reynsla er oft alger-
lega ófullnægjandi leiðarvísir.
KAUPGJALDSBARÁTTÁN
Kaupgjaldsbaráttan er ágætt
dæmi um það, að dagleg reynsla
einstaklingsins er oft lélegur
leiðarvísir fyrir hann um það
efni hverjir séu hagsmunir hans.
Að talsverðu leyti stafar þetta af
því, að það, sem er einstaklingn-
um stundum í hag að gera, er
honum ekki lengur í hag, ef aðr-
ir gera hið sama. Þannig getur
einstakur áhorfandi séð betur
það, sem fram fer í leikhúsi, ef
hann stendur upp, en geri aðrir
hið sama, er hann engu betur
settur en áður. Launþegi, sem
hefur hærri tekjur í peningum
í ár en í fyrra fyrir sömu vinnu,
er betur settur en hann var. En
hafi allir launþegar fengið hlut-
fallslega hækkun, þá eru líkurn-
ar eins miklar að hann sé ekkert
betur settur. En hitt er þó ef til
vill fullt svo veigamikið nú á
tímum, að þær skoðanir, sem oft-
ast heyrast frá talsmönnum
verkalýðssamtakanna, svara til
staðreynda liðins tíma, en ekki
veruleika samtíðarinnar. Þannig
er hið raunverulega innihald
flestra kaupgjaldssamninga orðið
mjög breytt frá því sem áður
var, þótt íormið kunni að vera
hið sama.
SAMNINGAR VIÐ EINSTAKAN
ATVINNUREKANDA
Þegar kaupgjaldið er ákveðið
með samningi milli atvinnurek-
andans og þeirra verkamanna,
sem hjá honum vinna, má með
sanni segja að samningurinn
ákveði laun, raunverulegt kaup-
gjald og raunverulegar tekjur
verkamannsins. Kauphækkun
þýðir þá hærra raunverulegt
kaupgjald og hærri tekjur fyrir
sömu vinnu. Þetta er þó því að-
eins rétt, að atvinnurekandinn
þurfi ekki að draga úr framleiðsl-
unni vegna kauphækkunarinnar.
Þegar samningurinn ákveður
kaupgjald hjá einstökum atvinnu
rekanda, getur hann lítil áhrif
haft á verð vörunnar, vegna
keppinauta atvinnurekandans.
SAMNINGAR I HEILLI
AT VINNU GREIN
Meðan kaupgjaldið er ákveðið
með samningum milli einstakra
atvinnurekenda og verkafólks
þeirra, er þetta rétt, og heldur
áfram að vera nokkurn veginn
rétt, þótt kaupgjaldið sá ákveðið
með samningum milli atvinnu-
rekanda og verkafólks í heilli
framleiðslugrein. Samt er það
svo, að þegar samningarnir
ákveða kaupgjaldið í heiili at-
vinnugrein, þá fara þeir að hafa
áhrif á verð það, sem krafizt er
fyrir framleidda vöru eða þjón-
ustu. Undir þessum kringum-
stæðum býðir hækkun kaup-
gjalds í flestum tilfellum hærra
verð á þeirri vöru, sem framleidd
er (nema framleitt sé fyrir erlend
an markað). í þeim tilfellum,
þar sem önnur vara getur komið
í staðinn hjá kaupendum vör-
unnar, verður salan minni en
aður, og atvinna verkafólksins
því minni.
Það má því segja að þótt tíma-
kaup ákveðist með samningum
í heilum atvinnugreinum, þá
haldi samningarnir áfram að
ákveða ekki aðeins tímakaup í
peningum heldur og hið raun-
verulega kaupgjald (þ. e. hve
mikið magn af vöru og þjónustu
hægt er að kaupa fyrir tíma-
kaupið), þannig t. d. að 5% kaup-
hækkun þýðir 5% hækkun á
raunverulegu kaupgjaldi. Hins
vegar fer að gæta nokkurra
áhrifa á raunverulegar tekjur
verkamannsins, þar sem kaup-
gjaldsbreytingin fer að hafa áhrif
á verð og seljanlegt magn vör-
unnar, sem framleidd er. Ef
framleiðendur í heilii framleiðslu
grein verða að hækka verð vör-
unnar, má búast við að minna
magn seljist og atvinnan minnki
hjá verkafólkinu. Þó má búast
við því, að áhrifin séu ekki það
mikil að þau breyti mikið hinu
raunverulega innihaldi og þýð-
ingu hinna nýju samninga. Samn-
ingarnir geía í stórum dráttum
ekki aðeins rétta hugmynd um
það, sem atvinnurekendurnir og
verkafólkið álítur sig hafa sam-
ið um, heldur einnig hvað samið
hefur verið um í raun og veru.
Ýmislegt er samt við þetta að
athuga. Ef atvinnugreinin íram-
leiðir vörur fyrir erlendan mark-
að, er framansagt því aðeins rétt
að atvinnurekendurnir þurfi
ekki að draga saman seglin, því
þá minnkar atvinnan. Og jafnvel
þó að þeir geri það ekki, þá er
ekki víst að sagan sé öll sögð.
Fyrir styrjöldina hélt togaraút-
gerðin áfram frá ári til árs, en
söluverð aflans greiddi naumast
útlagðan kostnað, hvað þá að það
fjármagn, sem bundið var í at-
vinnutækjunum skilaði sér. Ekk-
ert fé var afgangs til þess að
endurnýja skipaflotann, né til
þess að bæta aðstöðu útgerðar-
innar í landi. Sjávarútvegurinn
stóð að mestu í stað tæknilega,
og ætti tjónið, sem sjómennirnir
Dr. Benjamín Eiríksson
og þjóðin í heild beið við það að
vera mönnum ærið umhugsun-
arefni.
FJÁRMAGN OG TÆKNILEG-
AR FRAMFARIR
Þegar litið er fram í tímann
er því auðséð, að kaupgjalds-
samningar fyrir heila atvinnu-
grein segja ekki alla söguna. Það,
sem bætir iífskjör launþeganna
eru fyrst og fremst ný og af-
kastameiri atvinnutæki. Hefði
þjóðin um aldamótin átt að velja
Fyrri grein
á milli þess að fá togaraflota í
stað seglskipanna annars vegar
eða launþegasamtökin hins veg-
ar, þá hygg ég að togararnir
hefðu reynzt máttugri tæki til
þess að bæta lífskjör hennar.
Enda er það eftirtektarvert að
í því landi, Bandaríkjunum, þar
sem kaupmáttur launanna er
langmestur, þar voru naumast
nein verkalýðsfélög til fyrir 20
árum síðan, en vöxtur fjármagns-
ins og tæknilegar framfarir ákaf-
lega örar. Kaupgjaldsbarátta,
sem gengur svo langt í því að
knýja fram óraunhæfar kröfur,
að ekki er hægt að endurnýja
ónýt atvinnutæki af afrakstri
þeirra, byggist á skammsýni.
Auðvitað væri bezta tryggingin
fyrir bættum Hfskjörum sú, að
hægt væri að endurnýja atvinnu-
tækin strax og þau eru orðin
úrelt. Þessi hlið kaupgjaldsmál-
anna, árek=turinn milli skamm-
sýni og langsýni, milli stundar-
hags og hags framtíðarinnar, er
ákaflega þýðingarmikil. Þetta
atriði breytir þó ekki í veiga-
miklum atriðum innihaldi þeirra
samninga, sem gerðir eru hverju
sinni, nema miðað sé við alllang-
an tíma.
NAUÐUNGARSAMNINGAR
Reynslan er sú, að verkalýðs-
félögin hafa stundum gengið
lengra — og atvinnurekendurnir
samþykkt meira •— en atvinnu-
greinin hefur þolað. Skýrasta
dæmið um þetta eru hlutaskiptin
á vélbátaflotanum. Nefndin frá
1947, sem í áttu sæti þeir Pétur
Magnússon, Klemenz Tryggva-
son og Gylfi Þ. Gíslason, komst
að þeirri niðurstöðu, að ekki væri
hægt að rétta hag bátaútvegsins
með niðurfærslu á framleiðslu-
kostnaði, þar sem bátarnir gætu
ekki borið sig að óbreyttum
hlutaskiptum, hvað sem fisk-
verðinu liði. Atvinnurekendurnir
höfðu með öðrum orðum samið
um kaupgjaid, sem útilokað var
að framleiðslan gæti greitt, með
því verðlagi á afurðunum, sem
hægt var að gera ráð .fyrir. Þessi
hlutaskipti standa óbreytt enn í
dag.
Þetta ástand er þó miklu al-
mennara, ekki af því að verka-
lýðsfélögin og atvinnurekendurn-
ir hafi á sínum tíma samið um
kaupgjald, sem atvinnuvegurinn
gæti ekki greitt, heldur vegna
þess að markaðsskilyrði og aðr-
ar rekstraraðstæður hafa breytzt,
án þess að verkalýðsfélögin hafi
viljað fallast á breytingar á
kaupgjaldssamningum. Kaup-
gjaldssamningar gerðir í góðæri
hafa miðazt við góðærið eitt, og
verkalýðsfélögin neitað að taka
eðlilegum afleiðingum af slíkum
samningum þ. e. lækkun kaup-
gjaldsins, þegar afurðaverðið hef-
ur lækkað.
STYRKIR
Afleiðingin af svona kaup-
gjaldssamningum fyrir heilar at-
vinnugreinar hefur orðið sú, að
ríkið hefur tekið að sér að sjá
þessum atvinnugreinum fyrir
styrk, sem auðvitað verður að
koma úr vasa borgaranna, laun-
þega jafnt sem annarra. Verka-
lýðsfélögin hafa sætt sig við
styrkjafyrirkomulagið — svo
ekki sé meira sagt — vegna þess
að við þeim hefur blasað almennt
atvinnuleysi, sem afleiðing af
kaupgjaldspólitík þeirra, a. m. k.
atvinnuleysi meðan atvinnulífið
væri að laga sig eftir nýju kring-
væri að laga sig eftir hinum nýju
kringumstæðum.
Þegar svona er komið, þá eru
kaupgjaldssamningarnir auðvitað
hættir að ákveða nema að litlu
leyti hið raunverulega kaupgjald.
Hækkun á kaupgjaldi um 5%
þýðir alls ekki samsvarandi
hækkun á raunverulegu kaup-
gjaldi. Launþeginn verður nú að
greiða hærri skatta (ef styrkur-
inn kemur beint frá hinu opin-
bera) eða hærra verð fyrir þær
vörur, sem hann kaupir fyrir
launin (innflutningsréttindi báta-
útvegsins). Eftir verður samt
nokkur raunveruleg hækkun. Sú
hækkun stendur stutt. Hún varir
meðan ekki þarf að taka tillit til
þeirra áhrifa, sem rýrnandi pen-
ingagildi hefur á hag allra laun-
þega, eins og síðar mun að vikið.
INNIHALD SAMNINGANNA
BREYTT
Það, sem skiptir mestu máli í
þessu tilfelli, er samt það, að
kaupgjaldssamningarnir skipta
ekki lengur afrakstri framleiðsl-
unnar milli launþega og atvinnu-
rekenda. Launþeginn hefur misst
áhrif sín á tekjur atvinnurek-
andans. Ég tel fulla ástæðu til
þess að ætla að atvinnurekand-
inn ber meira úr býtum fyrir sig
persónulega við launasamninga,
sem leiða til styrkja, heldur en
áður. Það er mín persónulega
skoðun, að þegar svona samning-
ar eru orðnir almennir, þá breyti
þeir hlutfallinu milli arðs at-
vinnurekendanna og raunveru-
legs kaupgjalds launþeganna,
hinum síðari í óhag. Launþeg-
arnir missa það vald, sem þeir
hafa til að meðákveða þann arð,
sem rennur til atvinnurekand-
ans.
Þegar launþegasamtökin knýja
fram þannig samninga, þá á at-
vinnurekandinn aðeins um tvennt
að ræða: að hætta, eða að leita
á náðir hins opinbera um styrk.
Fái hann styrk, þá ákveða samn-
ingarnir ekki lengur skiptingu
afrakstursins. Vilji launþega-
samtökin að samningarnir skipti
afrakstrinum milli þeirra, sem að
framleiðslunni standa, launþega
og atvinnurekenda, þá mega
samningarnir ekki ganga syo
nærri atvinnurekandanum að
aðstaða hans gerbreytist. VDji
launþegasamtökin ekki missa
vald sitt í þessu atriði, þá mega
samningarnir ekki ganga það
nærri atvinnurekendunum, að
þeir geti gert kröfu til •— og
fengið — opinbera styrki.
Þá er einnig sú hlið á málinu,
að yfirvöldin, sem veita slíka
styrki, eiga erfitt með að beita
sér fyrir lækkun slíkra styrkja,
þótt aðstæður breytist, eða jafn-
vel að standa gegn auknum 'kröí-
um. Atvinnurekendurnir geta
líka átt það til að hneigjast til
þeirrar skcðunar, að til lausnar
erfiðleikum sínum, þá séu yfir-
völdin einna árennilegust. En það
er lausn annarra erfiðleika, svo
sem hinna tæknilegu vandamála
framleiðslunnar, söluvandamála
o. s. frv., sem við köllum fram-
farir í efnahagsmálum, og þeir
eiga að fá arð sinn fyrir að leysa,
en ekki fyrir skipulagða áróðurs-
starfsemi og samtök gegn yfir-
völdunum, sem vera eiga full-
trúar allrar þjóðarinnar. Slíkar
styrkveitingar grafa því sið-
gæðisgrundvöllinn undir sjálfu
þjóðfélagsskipulaginu.
Ályktanir Neytenda-
samlakanna
AÐALFUNDUR Neytendasam-
takanna, haldinn 18. nóv. 1954,
lýsir fullum stuðningi við þær til-
lögur, sem framkvæmdanefnd
þeirra hefur lagt fram um af-
greiðslutíma sölubúða og telur að
þar hafi verið bent á athyglis-
verða leið til lausnar á þessu
vandamáli. Jafnframt lýsir fund-
urinn yfir þeirri skoðun sinni, að
afgreiðslutíma sölubúða beri að
ákveða með löggjöf, og hvetur
Alþingi til að láta þetta mál til
sín taka þegar á því þingi, er nú
situr. '
Aðalfundur Neytendasamtak-
anna, haldinn 18. nóvember
1954, beinir þeirri áskorun til
neytenda að vera á verði um mis-
mun í vöruverði og tilkynna skrif-
stofu Neytendasamtakanna um
ósamræmi í verði vara sem það
kann að verða vart við á markað-
inum.
Aðalfundur Neytendasamtak-
anna, haldinn 18. nóv. 1954, lýsir
ánægju sinni yfir framkominni til-
lögu Matvælanefndar samtakanna
um innpökkun brauða og undir-
tektum bakarameistara. — Álítur
fundurinn, að lítilfjörleg verð-
hækkun megi ekki standa í vegi
fyrir frafngangi þessa nauðsynja-
máls, enda verði bæði óinnpökkuð
og innpökkuð brauð á boðstólum.
Skorar fundurinn á Innflutnings-
skrifstofuna að afgreiða þetta mál
hið allra fyrsta.
Aðalfundur Neytendasamtak-
anna, haldinn 18. nóv. 1954, sam-
þykkir að skora eindregið á kaup-
menn að taka upp víðtækar verð-
merkingar á vörum í verzlunum.
sínum og lýsir óánægju sinni yfir
því tómlæti, sem þeir hafa sýnt
þessu máli þrátt fyrir margítrek
aðar óskir og ábendingar Neyt-
endasamtakanna. Fundurinn lýsir
yfir þeirri skoðun sinni, að hinu
opinbera beri að láta þetta sjálf-
sagða mál til sín taka, sérstaklega
þar sem undirtektir hafa verið
jafn daufar og raun ber vitni.
Aðalfundur N.S.R., haldinn 18.
nóv. 1954, beinir þeim eindregnu
tilmælum til þeirra, sem annast
verzlun og ýmsa aðra þjónustu, að
þeir taki upp afgreiðslunúmer
á annatímum, þar sem það trygg-
ir rétta afgreiðsluröð, um leið og
það geri hinn hvimleiða troðning
með öl-lu ó’þarfan, Fundurinn lýsir
jafnframt ánægju sinni yfir því,
að á nokkrum stöðum hafa verið
tekin upp afgreiðslunúmer.
Aðalfundur N.S.R., haldinn 18.
nóv. 1954, lýsir megnri óánaagju
yfir þeirri ofsköttun á heimilis-
tækjum, sem nú á sér stað, er
gerir almenningi mjög erfitt fyrir
að eignast þau og njóta þess
Framh. á bla. 10