Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. jan. 1955 MORGVISBLAÐIÐ Ver&ur hœgt oð lifa á loftinu? FYRST þegar fréttist af hinum mikla vís indasigri um rannsóknir á blaðgræmmni fór Morgunbiaðið þess á leit við dr. Sigurð Þór- arinsson að hann skrifaði nokkra skýringar- grein um þessa merkilegu fregn. Síðan hafa nánari fréttir borist að vestan eins og siá má í þeirri ýtarlegu greinargerð er birtist í Morg- unblaðnu í gær. Samtímis gekk dr. Sigiirður frá greinargerð sinni, er nú birtist, til frekari áréttingar um þetta merkilega málefni. ÞAÐ er siður í sambandi við áramót að þjóðhöfðingjar, stjórn- málaforingjar og aðrir mektarmenn birta einhvern boðskap í ræðu eða riti. Svo var og um þau áramót, sem nú eru rétt um garð gengin. Margt hefur sjálfsagt verið merkilegt sagt í þessum' áramótaboðsköpum, en þó má liklegt telja, að Iangmerkasti ára- mótaboðskapurinn hafi að þessu sinni hvorki komið frá þjóðhöfð- íngja né stjórnmáíamanni, hcldur frá vísindamanni. Þar sem listamenn ern neyddir til þátttökn í stiórnmnlnm Stjórnin beiiir því valdi sem hún ræður yílr leikhifsum og allri útgáfustarfsemi Fréðleg iýsing pélska tónsfcáldsins Panisfnik Á ársþingi bandaríska vísinda- félagsins „American Association for the Advancement of Science" sem haldið var í Berkeley í Cali- forníu milli jóla og nýárs, skýrði Dr. Daniel I. Arnon, prófessor I lífeðlisfræði við háskóiann í Berkeley, frá því, að honum og samverkamönnum hans nokkrum hefði eftir 6 ára þrotlausar rann- sóknir tekizt að gera það í til- raunaglasi, sem aldrei hefði áður gerzt nema í lifandi plöntusell- um, að mynda kolvetni úr koldí- oxýði loftsins og vatni með orku sólarljóssins. Hér með hcfur verið stigið stærsta sporið fram til þessa í áttina að því torsótta marki að vinna kolvetni úr andrúmsloft- inu með efnafræðilegum aðferð- um einum saman, án hjálpar grænu plantnanna, sem sé að ná því marki að manneskjurnar geti að verulegu leyti lifað á loftinu. Sá eiginleiki að geta bundið orku sólarljóssins og notað hana til að kljúfa koldíoxyð (C02) loftsins og kljúfa vetnið (H) frá súrefni (O) vatnsins (H20) og binda síðan vetni, kolefni og súr- efni þannig að sykur myndast, sá eiginleiki er tengdur blað- grænu plantnanna. Blaðgrænan (klorofyll), sem er mjög flókið samband vatnsefnis, kolefnis, súrefnis, kófnunarefnis og magn- esíums, er í örsmáum kornum í, frymi plöntufruma, einkum í laufblöðum. Sjálf tillífun (assi-[ milation) koldíoxyðsins er sýnd þannig í formúlu, sem kölluð, hefur verið formúla lífsins: 6 CO2 + 6 H20 + 674 Cal. = | Co Hia 0« + 6 O2. í orðum sagt, er þetta það, að með þeirri Ijós- | orku, sem nægja myndi til að j hita 674 lítra vatns um eina gráðu myndast af 6 gramm-mólekúlum koldíoxýðs og 6 gramm-mólekúi- um vatns, 1 gramm-mólekúl drúfusykurs eða um 180 grömm, ásamt 6 gramm-mólekúlum súr- efnis. Með þessu binzt orka og sú orka losnar aftur þegar sykrin- um er brennt við öndun eSa gerj- un og þá orku nota lífverurnar til hreyfinga og annarrar lífs- starfsemi. Þessi tillífun (assi- milation) koldíoxýðisins er und- irstaða lífsins á jörðinni. Það er ekkert smáræði af kol- efni, sem grænar plöatur jarðar- innar binda á ári. Talið er að það nemi allt að 15 milljónum mill- jóna kílóa, eða um 3% af öllu kolefnismagni gufuhvolfsins og myndi því koldíoxýð gufuhvolfs- ins ekki endast nema rúmlega þriðjung aldar, ef ekki myndað- ist stöðugt koldíoxýð að nýju við öndun og annan bruna. Annað dæmi skal nefnt til að sýna hversu stórfenglega starf- semi hér er raunverulega um að ræða. í 10.000 lítrum andrúms- lofts eru um 3 lítrar koldíoxýðs eða um 7 grömm, þar af er kol- efnið um 2 gr. í trjávið er um helmingur þyngdarinnar kolefni. Tré sem vegur 5 tonn þurrt inni- heldur því um 2 V2 tonn kolefnis. Slíkt tré hefur því bundið í sér allt kolefnið úr 12 milljónum teningsmetra lofts. Það sem nú hefur tekizt vestur í Berkeley er það, að hægt hefur verið að tillífa koldioxýð loftsins með grænukornum algerlega ein- angruðum frá sellum og vefjum, þ. e. án sambands við nokkra lífveru. Ekki hafa ennþá borizt fregnir um það, hvernig þetta gat gerzt. En víst er um það, að ára- tuga rannsóknir margra vísinda-; manna liggja að baki árangrin- um í Berkeley. A. m. k. þrir efnafræðingar hafa fengið Nóbels verðlaun fyrir rannsóknir á blað- grænu, samsetningu hennar og eiginleikum. Sá fyrsti þeirra, Þjóðverjinn R. Willstatter, fékk verðlaunin þegar 1915. Hann leysti að mestu gátuna um sam- setningu blaðgrænunnar og landi hans H. Fischer, sem hélt rann- sóknunum áfram, fékk verðlaun- in 1930, en Bretanum A. V. Hill, sem hlaut verðlaunin 1922, tókst að kljúfa súrefni úr vatni með einangruðum grænukornum, en tókst ekki að kljúfa koldíoxýðið og mynda sykur, en það hafa þeir í Berkeley nú gert. Vitað er, að Arnon og félagar hans hafa kom- izt að því, að bæði k-vítamín, c-vitamín og b-c-vítamín eiga þátt í tillífun koldíoxýðsins. Vit-' að er einnig, að geislavirkt kol- efni og geislavirkt fosfór hefur átt ómetanlegan þátt í því að þeir ' félagar réðu gátu tillífunarinnar,' því með þessum geislavirku efn- r um var hægt að fylgjast með ferli' atómanna í hinum flóknu efna- ' skiptum á allt annan og bet.ri hátt en áður var auðið. Þau sömu fræði, atómvísindin, sem bera ábyrgð á þeim sprengiefn-' um, sem ógna nú öllu lífi jarð- ' arkringlunnar, hafa líka opnað undraverða möguleika á því að tryggja hraðfjölgandi mannkyni næga orku og næringu um ófyrir- sjáanlega framtíð. S. Þ. ViSÉiplasamnstigur Rússa og Mpslava MOSKVA, 5. jan.: — í dag var undirritaður hér fyrsti viðskiptasamningurinn milli Rússa eg Jtigóslava frá því Júgóslavia var rckin úr Kom- inform í apríl 1948. í samningnum er gert ráð fyrir vöruskiptum sem nema 300 milljón ísl. kr. Júgóslavar munu sclja Rússum kjöt, tóbak og vefnaðarvörur en kaupa af þeim benzín, hráolíu, prentvélar og bað'mull. 1 — Reuter. ^ BEZT AÐ AVGLÍSA ^ / MORGUISBLAÐIIW ÞAÐ er ekki auðvelt að slíta sig frá ættjörð sinni og þjóð. E. t. v. er það enn erfiðara fyrir menn, eins og mig, sem orðnir eru nafn- frægir og öðlazt hafa viðurkenn- ingu sem listamenn. En mikið er gefandi fyrir frelsið. Það er í rauninni svo mikils vert, einkum fyrir listamenn, að lífið verður því nær óþolandi án þess. Svo er ástatt í Póllandi nútímans. MÁLTÍÐ FYRIR 400 KR. Hafi ég verið í vafa um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar minnar að hverfa af landi brott, var hann úr sögunni, þegar ég kom inn í frjálst andrúmsloft Vesturlanda og sá vellíðan fólksins. Ósenni- legt er, að ég gleymi fyrstu dög- um mínum í Ziirich og Lundún- um síðar, þar sem ég varð var munarins á hegðun og látbragði fólksins á götunum, þegar ég ber saman lífið í borgum V-Evrópu og borgum Póllands. Á öðrum staðnum hreint, velklætt og glað- vært, hinum kvíðafullt, sljótt og niðurdregið. Búðirnar virðast hér vestan tjalds vera fullar af alls kyns varningi og fólkið geta keypt hann. Vöruskortur er enn almenn ur í Póllandi. En þær vörur, er fást, eru slæmar að gæðum og dýrar. Föt með dálítilli ull í og einatt gölluð kosta 400—800 zloty — skráð gengi er 10 zloty í sterlingspundi — og nemur það um mánaðarkaupi verkamanns. Skór kosta 300—400 zloty. Matvælaskortur í borgunum «r raun fyrir hverja vinnandi fjölskyldu. Þjónustustúlkan mín varð að eyða mestum tímanum i að ganga í búðir í leit að kjöti eða búsáhöldum, en á þeim er mesti skortur. Á veitingahúsun- um er maturinn þungmeltur og bragðvondur, nema þar sem em- bættismenn og erlendir gestir venja komur sínar. En þar kost- ar góð máltíð allt að 10 pund. Eitt sinn kvartaði ég undan fá- breytilegum matseðli í ríkisreknu veitingahúsi. Þjónninn svaraði: „En þér getið valið á milli, annað hvort borðað eða ekki borðað". HRIFNING OG VON HVERFA Þegar martröð þýzka hernáms- ins létti og stríðinu lauk, var það athyglisvert, með hvilíkum ákafa og tápi Pólverjar tóku til við endurreisn í hinu eyðilagða landi sínu. Árangurinn er hvar- vetna sjáanlegur, þar sem eru nýjar verksmiðjur, íbúðir, sjúkrahús og skólar. Hreinsunar- og .endurreisnarstarfið í Varsjá •einni er táknrænt. Er ég gekk um þann borgarhluta, sem nefnd- ur er „gamli bærinn", fylltist ég aðdáun yfir hæfni þeirri og atorku, sem lýsti sér í endur- sköpun hans í fyrri miðaldardýrð sinni. Og ekki dregur það úr, að hér var hetjulegast barizt árið 1944. En ég verð að játa með hryggð, að öll hrifning eftir- stríðsáranna er horfin. Karlar og konur hafa stritað dag og nótt við hreinsun borsrar sinn- ar. Miklar íbúðaþyrpingar hafa risið úr rústunum. En góðir fl^kksfélagar fá íbúð- j irnar. í Varsjá fær enffinn í- búð án leyfis, er forsætisráð- herraan sjá'fur, Cyrankie- wics, heíur uudirritað. — Algengt er, að heilar fjöl- skyWur búi enn í ei»u her- bergi. KOMMÚNISTAR KREFJAST TÓMSTUNÐA MANNA Pólve.jar eiga mörg nýtízku sjúkrahús og lækningastofur, en læknisfræðin stendur á lágu stigi. Dánartala miðaldra fólks cg eldrafer vaxandi, og er or- Andrzej Panufnik, eitt kunnasta nútúna-tónskáld Pólverja "lýði ógnarstjórn kommúnista í veiur. Grein hans, sem hér fylgir, íjall- ar um líf pólskra lisía,manna undir handleiðslu konrmiínisía- stjórnarinnar. sökin eflaust bág lífskjör og von- leysi. Önnur orsök megnrar óánægju er vernsandi fjölskylduilf. Alit er gegn fjölskyldunum: skortur húsnæðis, konur neyddar tól að vinna utan heimi'is, langur vinnudagur eiginmannanna og sú nauðung að fóma kommún- istaflokknum og fundahöldum tómstundunum. Pólverjar eru svo á eftir tímanum, að þeir álíta réttan slað kvenna vera heimilið og þola ekki að sjá þær vinna við Ijyggingafram- kvæmdir — en þar segja stiórn- arvöldin, að Rússar gefi gott for- dæmi. Annað áfall fyrir foreldra og fjölskyldur er aginn á æskunni. sem skipulögð er í skólum og pólska æskulýðssambandinu, svo að hún falli inn i áætlun komm- únista. RÚSSAR í ÓÍ»ÖKK PÓLVERJA Við þessar aðstæður fer hið lang-vinna liatnr Pólverja á Rússum ekki minnkandi. Hvc- naer sem þeir geta, hita þeir það í Ijós. Sjálfur hef ég ekki stimu ,efsaantlúð á Kússum. Ég licl' :itt liin vinsamleg'ustu samskipli við þá. Tekið var alúðlc.fra á móti mér fyrir skemmstu í Moskvu, og ég hef Immli/.t vtnáttu við allmörg rússncsk túnskáld og hl.ióm- lisíaisicnn. m. a. Shcstakovicli. Eins og kunnugt er, eru Rúss- asr mpjin gestrisnir. En í Pól- landi er návist þeirra kúgun- armcrki. skipulag kommún- ismans vekur hrylling, cg hvorki vinsemdarvottur né áróður getur dulið það. — Á Konstantln Rokossovski mar- skálk er ævinlega litið sem Rússa. þótt hann sé af pólsk- um ættum. Þessi andúð nær til pólsku stjórnarinnar, sem talið er að gangi erinda Rússa. En ekki er,u allir foring.iarnir jafnilla þokk- aðir. Bierut var lengi forse^i og er níma aðalritari kommúnista- flokksins. Menn viðurkenna í aðra röndina hreinslálni hans cg jafnvel ættjarðarást, en telja hann aranars :á" villipötum m?ð ofsatrú sinni á kommúnismanum. Hins vegar er Sókorski, mennta- málar.áðherra. álitinn sni.l-ltur mað,ur, en við hann átti ég tíð skipti sem varaforseti pólska tón- skáldasambandsins. GAFUR LISTAMANNA „ÞJÓÖNÝTTAR" Líf atvinnumanna í listum. undir skipulagi kommúnismans er i heild erfiðara en líf verka- manna og bænda. Verkamenn og bændur nota verkfæri sín, en listamenn verða að sveigja í- myndunarafl sitt og séreðli und- ir kröfur kommúnistaflokksins og semja verk sín samkvæmt hagsmunum kommúnistaríkis — vilji þeir lífi halda á annað borð. Nýjasta kenning kommúnista er sú, að rithöfundum, málurum og tónskáldum beri fyrst og fremst að neyta gáfna sinna í þjónustu stjórnmálabaráttunnar og þannig styðja allsherjarátakið við upp- byggingu kommúnistaríkisins. — Þetta kalla menn „sósíalíska raunsæisstefnu". STJÓRNIN ÞYKIST HAFA VIT Á ÖLLU í pólska tónskáldasam- bandinu eru 120 félagar. Mér er ekki kunnugt um nema einn okkar, sem verið hafi í flokknum. En þetta skiptir litlu, þar eð oss var öllura ællað að fara að vilja flokks- ins. Það er stjórnin ein, sem ræður yfir hljómleikahöllun- um, leikhúsunum, ópcrunni. og kvikmyndahúsunum. Hún. er hæstráðandi í tónlist sem öllu öðru. Vitaskuld er og birling og tónverkaútgáfa í höiidum ríkisvaldsins. Þannig er eftirlitið með starfsemi hinna skapandi listamanna. algert. Og þarf ríkið því eigi að grípa til annarra nauðung- arráðstafana. Listamönnum er ekki aðeins tálmað frá að fá nokkuð birt, sem fellur ekki í farveginn, heldur er þeim og erfitt að fá tæki til starfs síns, jafnvel íbúð. Listamenn verða annað hvort að laga sig að slíkum aðstæðum og vanrækja list sína eða fórna ferli sinum. En þá verður sá listamaður þegar talinn „óvinur þjóðarinnar". Margir okkar, er setja hag Póllands framar öllu, hafa reynt málamiðlun. En af- leiðingin hefur aðeins orðið slæm list, menningarleg úrkynjun og óánægja listamannanna sjálfra. Mörgum okkar finnst í sann- leika, - sem þessi vonbrigði og vonleysi eigi sinn þátt í ótíma- bærum dauða margra ágætra skálda og listamanna á s.l. ári. A aðeins einum mánuði var ég ., við margar jarðarfarir. LISTAMENN ÞVLNGADIR TIli STJÓRNMÁLAÞÁTTTÖKU Hvort sem þeir eru atvinnu- ' menn eða ekki, er þeim eins og1 verkamönnum ætlað að gegna : skyldu sinni sem borgarar í hinu' sósíalistiska ríki. Þeir eru neydd- ir til að vera í fjölmörgum stjórn« uj málafélögum og mæta reglulega ; á fundum þeirra til að auðsýna : löghlýðni sína. Ekkert þeirra, er « ég var skyldur til að vera í, ! snerti atvinnu mína, þ. á. m. j Pólska heimsfriðarráðið, Ráð menningartengsla við önnur ; lönd og Þjóðernisráð Varsjárborg ! ar. Þessi eru tól kommúnista- flokksins, stjórnmálatækin, er listamenn verða að styðja, bæði sem, atvinnumenn og borgarar. S Sé einhver þeirra fær á sinu I sviði, er honum lagt á herðar að \ neyta áhrifa sinna á stjórnmála- " vettvangnum. Þannig komst ég ; að raun um, að mér var ætlað að I Frh. á bls. 10 , 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.