Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 7. jan. 1955
Rigningat eg flóð valda skemmdum
Miklar rigningar voru í Egyptalandi síðustu daga fyrra árs og mikil flóð af þeirra völdum. Hér á
myndinni sést fólk í bænum Kena vera að bjarga innbúi sínu úr húsum, sem eyðilagst hafa.
Krisfmann
Guðmundsson:
Töfrastafurinn.
Eftir Svönu Dún.
NÝR rithöfundur! Einhverjir
fuglar hafa heyrzt syngja um að
nóg væri komið af þeim, en það
er nú öðru nær! Aldrei of mikið
af skáldunum og sízt þeim góðu.
Og margar líkur benda til, að hér
sé höfundur á ferð, sem geti látið
til sín taka og lagt góðan skerf
til íslenzkra bókmennta. Svana
Dún er dulnefni, en það er víst
ekkert hernaðarleyndarmál hver
hún er. Hún hefur alveg ágæta
frásagnargáfu og henni liggur
mikið á hjarta, — hvort tveggja
spáir góðu. Þá hefur hún glögga
athugunargáfu, mikla hæfileika
til persónusköpunar og sýnir vel
atburði. Heilbrigð og jákvæð
hugsun rekur smiðshöggið á: Hér
er um mjög athyglisvert nýtt
skáld að ræða.
Gallar bókarinnar eru aðallega
í því faldir, að höf. gerir tvær
sögur að einni. Fyrsti kaflinn:
Dalbæjarhjónin, er eiginlega
sjálfstæð saga, um einyrkjabónda
og«fjölskyldu hans á afskekktri
jörð. Hann er heilsteyptur og vel
gerður; fersk og lifandi lýsing,
sem lofar mjög góðu um framtíð
höf. — Síðari kaflar bókarinnar
fjalla að mestu um dóttur ein-
yrkjans, sem nú er fluttur í sjáv-
arþorp. Nefnist hún Anna, og er
talsvert vel gerð persóna. En
þessi hluti er samt nokkuð lak-
ari hinum fyrri, á pörtum dálítið
reifaralegur, en þó víða ágætar
atBurðalýsingar. Persónulýsingar
eru þar aftur á móti lausari í
reipunum og grynnri en í fyrsta
kaflanum. Einkum er Egill, unn-
usti Önnu, of laust mótaður.
Sagan er skemmtileg aflestrar
BÓKMENNTIR
og mun verða vinsæl meðal
almennings. En höf. þarf í fram-
tíðinni að aga og móta sína
ágætu skáldgáfu, gera strangari
kröfur til sjálfs sín og „sækja á
brattann", feins og það er kallað.
Það eru öll líkindi til að Svana
Dún geti orðið mjög góð skáld-
kona, ef hún vill leggja á sig
það flókna nám og þá erfiðu
vinnu, sem þarf til að gera gott
skáldverk. Efniviðinn á hún,
henni virðist flest vel gefið.
Pétur Jónsson, óperu-
söngvari. Samið hefur
Björgúlfur Ólafsson
eftir frásögn hans sjálfs.
Helgafell.
ÞETTA er æfisaga söngvarans
okkar góða, Péturs Jónssonar. —
Hún er látlaus, en vel sögð og
prýdd myndum af Pétri í ýmsum
hlutverkum. Fyrsti kaflinn fjall-
ar um æskuár hans í Reykjavík
og er þar skemmtileg lýsing á höf
uðstaðnum í þá daga. Síðan er
sagt frá námsárum söngvarans í
Kaupmannahöfn og listamanns-
ferli hans og listasigrum, unz
hann sneri aftur heim til fóstur-
jarðarinnar.
Bókin er hrífandi og skemmti-
leg. Björgúlfur er rithöfundur
góður, svo sem alkunnugt er, og
efnið æfintýr.alegt, enda gerir
hann því hin beztu skil. Þetta er
ein af hetjusögum nútímans, vel
fallin til lestrar handa drengjum
á aldrinum tíu til níutíuára!
Ég á gull að gjalda I.
Eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur. — Helgafell.
BÓK þessi er fyrsta bindi af
„minnisblöðum Þóru frá
Keflavík
Til sölu er nú þegar 97 ferm. íbúðarhæð fokheld.
A hæðinni eru 3 herbergi, eldhús, stórt baðherbergi,
rúmgóð innri forstofa og þvottahús. Miðstöðvar-
ofnar og innréttingar fylgja. — Uppl. verða gefn-
ar að Hringbraut 84, Keflayík n. k. laugardag og
sunnudag kl. 4—7.
• >k>
Hvammi“, og ekki ólíklegt að
höf. hafi þar til hliðsjónar sína
eigin æfi, að minnsta kosti til-
einkar hún föður sínum bókina.
Sagan fjallar um bernskuár
telpu, og er fortakslaust það
bezta, sem ég hef lesið frá hendi
Ragnheiðar Jónsdóttur. Lýsing-
arnar á bernskuheimilinu og
þeim persónum er þar koma við
| sögu, er ljúf og lifandi, heilbrigð
og hress. Og aðalpersónan, telpan
sjálf, er forkunnar vel gerð, svo
að hún verður lesandanum lengi
minnisstæð.
Andvari. Sjötugasta og
níunda ár. Tímarit hins
íslenzka þjóðvinafélags.
RITIÐ hefst á ýtarlegri og vel
gerðri ævisögu Steinþórs Sigurðs
sonar eftir Jón Eyþórsson. —
Steinþór átti, þótt ungur væri,
merkan starfsferil að baki, og er
hér skilmerkilega frá honum
sagt.
Þá er grein eftir Sigurð Þórar-
insson, er nefnist: „Tímatal í jarð
sögunni“.
„Herútboð á fslandi og land-
varnir fslendinga" heitir fróðleg
og afbragðs vel rituð grein, eftir
Björn Þórðarson.
fslenzk úrvalsrit.
Kvæði eftir Bjarna
Thorarensen.
Kristján Karlsson gaf út.
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs.
ÍSLENZK úrvalsrit hafa orðið
vinsæl, enda handhæg kver, og
valið yfirleitt gott, þótt nokkuð
megi um það deila — Hefti þetta
hefst á formála um kvæði Bjarna
og stuttu yfirliti yfir æfi hans.
Er þar margt vel sagt og athyglis
vert, og auðsætt að útgefandinn
hefur lagt sig í líma að skilja
skáldið. — Kvæðavalið er gott í
kverinu; þó sakna ég hinna
ágætu þýðinga úr kvæðum Ossí-
ans.
Frú María Markan í
hlutverki Santuzzu
í Cavalería rusticana
FRU MARIA MARKAN hefur
sungið hér tvisvar sinnum, 2. og
5. þ.m., hlutverk Santuzzu í
Cavalleria rusticana, en annars
fer Guðrún Á. Símonar með þetta
vandasama hlutverk, sem kunn-
ugt er.
Frú María Markan hefur um
langt skeið borið ægishjálm yfir
allar íslenzkar söngkonur, bæði
um raddstyrk og raddfegurð orj
geysimikið tónsvið. Um tíma söng
hún í Glyndesbourne-óperunni í
Englandi með fullum sóma og
ennfremur hefur hún, eftir að
hún fluttist vestur um haf, sung-
ið á sviði Metropolitan-óperunn-
ar í New York. Hinsvegar höfum
við hér heima ekki átt þess kost
að heyra hana syngja í óperu
fyrr en nú. Það var því vissulega
vel ráðið að bjóða henni að
syngja sem gestur í þessari víð-
frægu og fögru óperu eftir
Mascagni.
Ég gat ekki komið því við að
hlusta á frúna hið fyrra sinnið
er hún söng Santuzzu, en ég
hlustaði á hana í fyrrakvöld mér
til mikillar og óblandinnar
ánægju. Rödd frúarinnar er nú
sem áður glæsileg, sterk og mjúk
í senn og fylling raddarinnar
mikil. Ef til vill má segja að
rödd hennar hafi nú ekki til að
bera þann ljóma, sem hún fyrr
átti í svo ríkum mæli. Þó var
söngur hennar heillandi og hún
beitir röddinni af ágætri kunn-
áttu og næmri tilfinningu eftir
því sem efni óperunnar segir til.
Og leikur hennar er skapmikill,
hlýr og tilbrigðaríkur og furðu
öruggur enda þótt hún hafi lítinn
tíma haft til æfinga.
Frú María Markan
í leikhúsinu var hvert sæti
skipað, — og að leikslokum var
söngkonan kölluð fram hvað eftir
annað og hún ákaft hyllt með
blómum og dynjandi lófataki.
Er þess að vænta að eftir þessari
mikilhæfu söngkonu verði munað
næst þegar Þjóðleikhúsið tekur
óperu til sýningar, ef hún þá
verður hérlendis.
Sigurður Grímsson.
Rímndélagið vinitur
merkilegt storl
Frá aðalfundi félagsins.
Sér s:refur gröf bótt grafi
MUNCHEN — Fyrrverandi hirð-
ljósmyndari Hitlers, Heinrich
Hoffmann, 69 ára gamall, var ný-
lega illa leikinn af árásarmönn-
um í veitingahúsi í Múnchen.
Ástæðan fyrir árásinni eru senni
lega greinar, er Hoffmann hefir
skrifað í Múnchener Illustrierte.
f greinum þessum hæðir Hoff-
mann Hitler og allt hans lið, þó
að hann hafi um margra ára
skeið grætt milljónir á þeim.
AÐALFUNDUR Rímnafélagsins
jvar haldinn í Landsbókasafni,
sunnudaginn 12. þ.m.
I Forseti félagsins, Jörundur
Brynjólfsson, alþm., gaf skýrslu
um starfsemi félagsins. Úr stjórn-
inni gekk Gisli Gestsson, safnvörð
ur og var í stað hans kosinn
Arnór Guðmundsson, Skrifstofu-
stjóri. —
I
ERINDI
Á fundum félagsins er það föst
venja að haldin eru fræðileg er-
indi um mál þau, er félagið vinn-
1 ur að. — í þetta skipti fiutti dr.
, Björn K. Þórólfsson erindi um
vafamál í sögu rímnagerðar, harla
fróðlegt og athyglisvert og var
víða komið við.
ÚTGÁFUR
Aðalstarf félagsins er útgáfa
í'ímna. Eru þegar komin út 5
bindi af rímum, og eru þau þessi:
1. Sveins rímur Múkssonar eft-
ir Kolbein Grímsson Jöklaskálds.
2. Persius rímur eftir Guð-
mund Andrésson og Bellerofontis-
rímur, að líkindum eftir sama
höfund.
3. Hyndlu rímur og Snækóngs-
rímur ásamt Kappakvæði eftir
Steinunni Finnsdóttur.
4. Hrólfs rímur Kraka eftir
Eirík prest Hallsson og Þorvald
Magnússon.
5. Ambáles rímur eftir Pál
Bjarnason.
1 prentun eru nú og vsentanleg-
ar á markað rétt upp úr áramót-
um:
6. Brávalla rímur eftir Árna
Böðvarsson, í útgáfu dr. Björns K.
Þórólfssonar og
7. Rímur af Flóres og Leo eftir
Bjarna Borgfirðinga-skáid og
síra Hallgrím Pétursson, í útgáfu
Finns Sigmundssonar, lands-
bókavarðar.
Á næsta ári er og áformað að
gefa út:
8. Króka-Refs rímur og Rímur
af Lykla-Pétri og Magellónu eftir
síra Hallgrim Pétursson.
Með þeim útgáfum hefur félagið
gert rimnakveðskap síra Hall-
gríms skil. En sá kveðskapur síra
Hallgríms hefur verið næsta ó-
kunnur mönnum. Mun það gleðja
alla Hallgríms-unnendur að eiga
von á rimum hans í góðum útgáf-
um.
j Vert er að benda fólki á, að út-
gáfur Rímnafélagsins eru olþýð-
legar með fróðlegum inngangs-
greinum og skýringum, eins og
þurfa þykir.
NÝ ÚTGÁFNAÁFORM
Próf. Finnur Jónsson gaf út
safn hinna elstu rímna, í tveim
gildum bindum. Er það nú orðin
fágæt bók og mjög eftirsótt. —
Margt er þó ennþá óprentað af
gömlu rímunum.
Nú hefur félagið ákveðið að
Ijúka þessu verki og hefja útgáfu
á nýju Rímnasafni er taki yfir
allar óprentaðar rímur fram yfir
miðja 16. öld. Slík útgáfa er að-
kallandi nauðsynjaverk. — Væntir
félagið þess að geta lokið því verki
skjótlega og er áformað að 1,
heftið komi út síðla næsta árs.
Þeir dr. Björn K. Þórólfsson og
Jakob Benediktsson munu koma
Rímnasafninu á laggirnar.
NÝIR FÉLAGSMENN
Ástæða er til að hvetja menn
til að ganga í Rímnafélagið. Það
hefur merku hlutverki að gegna.
Rímurnar eru ein yfirgripsmesta
bókmenntagrein þjóðarinnar, og
íslenzk bókmenntasaga verður ekki
rakin né rædd án þess að viðun-
andi úrval íslenzkrar rímnjgerð-
ar verði prentað. Þeir fjölmörgu
Framh. á bls. 10