Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. jan. 1955 MORGVNBLA&ÍÐ 11 Sérsfæðar EklrkfukSi&kkur Bréf: Hver er eSissmimur- mn t Kirkjan í smábænum Wiernsheim í Suður-Þýzkalandi eyðilagðist á stríðsárunum, en nú hafa íbúarnir reist sér nýja kirkju með frjálsum samskotum. Þeir höfðu þó ekki efni á því að fá sér dýra kirkjuklukku, en það mál leystist samt. Mikið er þarna af tómum Bprengjuhylkjum. Sagaður var annar endinn af þeim og gefa þær frá sér hinn fegursta hljóm, þegar slegið er í þær með málm- Stykkjum. Prestur safnaðarins sést hér vígja „sprengju“-klukkurnar. Áðalfundur Presfaféfags Vesffjarða að Bíldudal AÐALFUNDUR Prestafélags Vestfjarða var haldinn á Bíldudai dagana 4.—6. sept. s. 1. Sátu fundinn níu vestfirzkir prestar auk Ólafs Ólafssonar kristniboða, Reykjavík, sem var gestur fund- arins. Einn prestanna, séra Stefán Eggertsson prestur að Þingeyri, mætti við fundarsetningu, en varð að fara í byrjun fundarins. FYRV. BISKUPS OG LATINNA PRESTA MINNZT Fundurinn hófst með því að sunginn var sálmur, en síðan las formaður félagsins, Jón Kr. Is- feld, Bíldudal, bæn og minntist hins látna biskups Hr. Sigurgeirs Sigurðssonar og séra Ólafs Ketils- sonar fyrv. prests í Ogurþingum og séra Jónmundar Halldórssonar menn heiðruðu minningu þessara að Stað í Grunnavík. Fundar- manna með því að rísa úr sætum. Formaður ræddi síðan um a(5rar breytingar sem orðið hafa á prestastétt Vestfjarða frá því að aðalfundur var haldinn s.l. haust. Ræddi hann síðan um störf og hlutverk kirkjunnar. Að ræðu ' hans lokinni var gengið til dag- skrár. KIRKJAN OG SKÓLARNIR Aðalmál fundarins var: Kirkj- an og skólarnir. Flutti séra Eirík- Ur J. Eiríksson frábæra og ýtar- lega framsöguræðu í málinu. Fundurinn samþykkti í því máli eftirfarandi. „Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarða, haldinn á Bildudal dag- ana 4.—6. sept. 1954, bendir á þá alvarlegu hættu, sem því er sam- fara, að uppvaxandi æskulýður fari á mis við áhrif kristinnar trú ar á aðál-mótunarskeiði barnsins. Þessvegna og með tilliti til fram- komins álits námsskrárnefndar, leggur fundurinn á það mikla áherzlu, að kristindómsfræðsla í skólum landsins, alit frá fyrstu bekkjum barnaskólanna, sé auk- in, en með engu móti rýrð frá því, sem verið hefir.“ KRISTNIBOÐ Annað mál fundarins var: Kristniboð. Ólafur Ólafsson kristniboði flutti í því máli opin- bert erindi, sem síðan var um- ræðuefni á fundinum. Tilheyr- andi því máli sýndi hann opin- berlega kvikmynd. Gerð var og samþykkt svohljóðandi tillaga í rnálinu: „Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarðar, haldinn á Bíldudal dag- ana 4.—6. sept. 1954, leggur til, að héldu heim. kirkjan í heild taki virkan þátt í kristniboði, m. a. með því, að helga því einn ákveðinn dag kirkjuársins með fræðslu um málið og almennri fjársöfnun, og vill fundurinn sérstaklega benda á það starf, sem þegar er hafið í Konsó, og heitir á alla Islend- inga að styðja það eftir föngum.“ ENDURREISN SKÁLHOLTS- STAÐAR Form. innleiddi á fundinum um ræður um endurreisn Skálholts- staðar. I því máli var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Prestafélags Vest- fjarða, haldinn á Bíldudal dagana 4.—6. sept. 1954 telur endurreisn Skálholtsstaðar aðkallandi nauð- syn, og verði þegar hafizt handa um byggingu kirkju, sem hæfi minningu og sögu staðarins og framtíðarhlutverki hans sem biskups- og skólaseturs“. Fleiri mál voru rædd á fund- inum. , » I aðalstjórn voru kjörnir Sér Sigurður Kristjánsson, formaður, séra Jón Ólafsson, prófastur, Holti, Önundarfirði, ritari, séra Einar Sturlaugsson prófastur, gjaldkeri. MÓTTÖKUR MJÖG RÓMAÐAR Sunnudaginn 5. sept. var guðs- þjónusta í Bíldudalskirkju, pré- dikun flutti séra Grímur Gríms- son, en séra Sigurður Kristjáns- son þjónaði fyrir altari. — Sama dag sátu fundarmenn boð prests- hjóna staðarins, séra Jóns Kr. ísfelds og Auðar H. ísfeld. Að fundinum loknum sátu fund armenn boð sóknarnefndar stað- arins á heimili Páls Hannessonar og konu hans Báru Kristjánsdótt- ur. Jón J. Maron, gjaldketi sókn- arnefndar stjórnaði hófinu, en aðrir sóknarnefndarmenn eru Einar B. Gíslason og Hjálmar Ágústsson. Séra Sigurður Krist- jánsson og séra Einar Sturlaugs- son prófastur, fluttu sóknar- mjög móttökur allar, þár er þeir nefndinni þakkir f. h. aðkomandi fundarmanna. Rómuðu prestarnir Hr. ritstjóri! RÍKISÚTVARPIÐ hefir undan- farin kvöld birt tilkynningu frá útvegsmönnum utan Reykjavík- ur að bátar þeirra byrjuðu ekki róðra, vegna þess að samningar hefðu ekki tekizt milli útvegs- manna og ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi gjaldeyrisfríð- indi. Og í Morgunblaðinu í dag er forsíðugrein með fyrirsögn- inni „Róðrar tefjast vegna um- ræðna um gjaideyrisfríðindi". í greininni, sem er frekar stutt, er svo sagt frá þessu og þess getið til, að það muni lagast í vikulok- in. Einnig er getið um samþykkt útvegsmanna í Reykjavík um þetta efni og er hún staðfesting á auglýsingum annarra útvegs- manna undanfarin kvöld. Það má segja að þetta sama hafi skeð undanfarjn áramót er vertíð skal hefjast, og hafa róðr- ar stöðvast af þeim ástæðum allt jað mánuði, og "hafi svo viljað til ! að gæftir hafa verið góðar og afli sæmilegur, þá mun það óhjá- kvæmilega hafa dregið úr vertíð- araflanum, sem sjaldnast er of mikill. Það er ekki einungis þetta með minni afla og annað sem af því leiðir, er kemur mér til að stinga niður penna, heldur hvernig frá- sagnir um þessar stöðvanir eru orðaðar. Nú heitir það „að róðr- ar tefjist vegna umræðna um gjaldeyrisfríðindi“, og þá er það náttúrlega fiskverðið beinlínis eða óbeinlínis og um leið afkoma útvegsmanna. Ef sjómaðurinn stöðvar vinnu sína meðan um- ræður um kjarasamninga hans standa yfir, þá heitir það „Verk- fa!l“, og því lýst með mjög átak- anlegum orðum hvílíkt þjóðar- böl það sé. Og er það alveg hár- rétt, því öll stöðvun á framleiðslu og atvinnurekstri þjóðarinnar ei þjóðarböl. En það er það, jafnt hver eða hverjir að því standa og ætti því að skilgreinast á sama hátt. En þetta er ekki gert. Hjá sjómönnunum er stöðvunin hið þjóðhættulega „verkfall", en stöðvi útvegsmaðurinn skipaflot- ann þá heitir það að „róa ekki meðan á samningum stendur". Og það getur ekkert þjóðarböl stafað af því! Mér finnst þetta að ráðast á garðinn þar sem menn hyggja ag hann sé lægstur, því vitað er, að þótt við sjómanninum sé stjakað, þá fer hann ekki í neinar blaða- deilur út af því, enda oft svo að hann á ekki völ á þeim blaða- kosti, sem heppilegur væri til slíkra hluta, og vildi stvðja mál- stað hans með því að lána hon- um rúm fyrir slíkt. Þess vegna vil ég spyrja: Hvaðs eðlismunur er á því að sjómaðui stöðvar s:na vinnu meðan á samn ingum stendur, og útvegsmaður- inn lætur báta sína ekki róa með- an á samninpum stendur? Og því má ekki nefna það sama nafni? Með þökk fvrir birtinguna. Reykjavík, 4. jan. 1955. Þorv. Bjarnsson. Samband flnnsku ungmennafélag- anna 75 ára SAMBAND finnsku ungmennafé- laganna, Suonen Huorison Liitto, minnist 75 ára afmælis síns með hátíðahöldum, dagana 1.—3. júlí næsta sumar. Ef einhverjir ís- lenzkir unfmennafélagar hefðu hug á að sækja þessa afmælishá- tíð í boði finnsku ungmennafélag- anna, ættu þeir sem fyrst að hafa samband við skrifstofu UMFI, Lindargötu 9A. Skrifstofan er op- in á mánudögum og fimmtudögum kl. 16,30—19,00. Heimasímar 6043 og 3976. — Mæðiveikin í Hjaltadal og Koibítur sannsögli IBAÐSTOFUHJALI „Tímans“ 23. f. m. birtist pistill nokkur um niðurskurð sauðfjár í Hjalta- dal, sem fram fór í okt. og 7. f. m. vegna mæðiveiki, er uppvís varð í sauðfé bóndans í Hlíð. Pistill þessi er hugleiðing Kol- bíts nokkurs og punktað niður ekki sízt vegna misþyrmingar dagblaðanria á landfræðilegri þekkingu á nágrenni Hlíðar, sem virðist hafa raskað svo hugarró Kolbíts þessa, að hann gat ekki lengur orða bundizt. Það var nú reyndar gott og blessað að fá þessa leiðréttingu, að Kálfsstaðir og Kjarvaldsstaðir væru næstu bæir við Hlíð að norðan, en ekki bara næsta ná- grenni, eins og blöðin sögðu. En Hrafnhóll, Hof og Hólar næstu bæir að framan og austan. Út frá þessum landfræðilegu upplýsingum virðist Kolbítur komast svo að þeirri niðurstöðu að hér hafi verið öfugt farið að, að ekki skildi byrjað á að lóga fénu á Hrafnhól, Hofi og Hólum, vegna þess að þaðan sé stytzt bæjarleið til Hlíðar, en frá Kálfsstöðum og Kjarvaldsstöð- um. Ég ætla mér nú ekki að fara að deila við Kolbít um það, hvað rétt var að gera og hvað ekki í þessum málum. Enda á ég ekki sæti í sauðfjársjúkdómanefnd né var leiðbeinandi eða upplýsinga- gjafi þeirrar háttv. nefndar. En hins vegar finnst mér fráleit sú kenning Kolbíts að fyrst og fremst eigi að fara þar eftir land- fræðilegum staðháttum. Því svo margt annað getur þar komið til greina og sem ég skal nú upplýsa Kolbít um. Öneitanlega gekk féð frá Hlíð, Kálfsstöðum og Kjarvaldsstöðum saman í haga, sem ein hjörð væri, meirihlutann úr árinu og einnig af þeim ástæðum kom það oft saman í réttir og nú síðustu vorin sameiginleg smalamennska á því til rúnings í eina rétt. Og hvenær skyldu mæðiveikikindur geta smitað, ef ekki móðar í rétt- um? Hins vegar komu kindur frá hinum bæjunum í framdalnum (þ. e. Hrafnhóll, Hvammur, Reykir, Hof og Hólar) mjög lítið þar til rétta og mun ókunnugt fé hafa verið þar í réttum frem- ur norðan fyrir. T. d. kom engin kind frá Hrafnhóli þar fyrir við almenna vorsmölun í vor (eða hvorki fyrr né síðar á síðastliðnu vori), enda allt runnið þá til botna fram á sínar sumarstöðvar. í haust komu tvær kindur til réttar að Hlíð og voru þær dæmd ar til dauða sf sauðfjársiúk- dómanefnd. Engin kind frá Hlíð kom til réttar að Hrafnhóli, hvorki i haust né í vor. Um Hof er það að segja, að samgangur við Hlíðarféð er það- an enginn. Hóla- og Hvamms- kindur gengu að vísu eitthvað lítillega saman við Hliðarjéð að sumrinu, en lítið kom það í réttir saman. Þá er Kolbítur að gefa í skyn að einhver smithætta geti leynzt í jarðvegi og þá sennilega í hús- um líka. Reynslan virðist tala þar öðru máli, t. d. í Suður-Þing- eyjarsýslu og víðar. Og ef hann er að gefa það í skyn, að af þeim ástæðum sé varhugavert að byrja ekki niðurskurðinn á Hrafnhóla- fénu af þeim ástæðum, þá skal það upplýst fyrir Kolbít, að fjár- laust var á Hrafnhóli í tvö ár, • ’ þar sem þar var skorið niður ári fyrr en á öðrum bæjum hér i sveit og þar voru byggð ný fjár- hús fyrir nýja stofninn, en hann ekki settur inn í gömlu húsin, eins og víða var gert. Kolbítur getur því leitað eitthvert annað frekar, að smithættu, ef hann skyldi dreyma um að finna hana í jarðvegi. Og svo að lokum þetta: Eitt get ég verið Kolbít hjartanlega sammála um og það er það, að mesta óráð var að fyrirskipa niðurskurð á kindum þeirra Kálfsstaða- og Kjarvaldsstaða- bænda, því svo sáralítið öryggi er fengið með því fyrir sauðfjár- eigendur í þessu fjárskiptahólfi, til þess þurfti svo margfalt sinn- um róttækari aðgerðir og þetta því gagnslaust fálm. Það verða ekki þræddir krókavegir mæði- veikinnar, og því getur hún alveg eins komið upp næst (vegna smit- unar frá Hlíð) eins vel fram á Blönduhlíð eða niður í Viðvíkur- sveit, því nóg var af flækings- kindunum til að sækja hana. En þú, Kolbítur minn, sem ætlaðir að hafa það sem sannara reyndist, þú ættir að kynna þcr málin betur hér, áður en þú ritar næst, ef þú vilt þræða gÖtur sannleikans, ekki sízt ef þú skyld ir nú búa í einni af þessum fínni stofum í höfuðborginni, er þú minnist á, því fáir munu trúa, að þú snerir svo staðreyndunum gjörsamlega við, ef þú værir málum þessum hér kunnugur. Hjaltdælingur. Rakarameisfarafélcg Reykjavikur tilkynnir eð rakarastofur í Reykjavík hafa óbreyttann lokunartíma ■ ■ á föstudögum og laugardögum frá 1. jan.—1. maí. Föstudaga kl. 6 e. h. — Laugardaga kl. 4 e. h. ■ R. M. F. R. : Óskum eftir fólki við áhnýtingu j í j 9 á Netaverkstæði Jóns Gíslasonar « Beitingnmenn vantar á línubáta frá Hafnarfirði Uppl. í síma 9165. * i»*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.