Morgunblaðið - 23.03.1955, Qupperneq 7
Miðvikudagur 23. marz ’55
MORGVNBLAÐIÐ
Danslagakeppni SKT
DANSLAGAKEPPNI S. K. T. 1955
1 s 1. verðlaun ..
cS xn s 2. verðlaun ..
3 a :© 3. verðlaun ..
o Nafn ...
Heimili .........................
ðlofnr Jónsson tilraunastjóri
sextugur
8
s-
ts
tn
8
8
■8
■>>
z,
DANSLAGAKEPPNI S. K. T. 1955
1. verðlaun .....................
2. verðlaun .....................
3. verðlaun .....................
Nafn .......................
Heimili ....................
ÞAU sextán lög, átta í hvorum
flokki, sem flest atkvæði hlutu í
undankeppni í danslagakeppni
SKT, verða kynnt í útvarpinu í
kvöld. Birtir blaðið hér atkvæða-
seðla í keppninni, þannig að
hlustendur geti greitt atkvæði
þeim þremur lögum í hvorum
flokki, sem þeir álíta bezt. Tillit
verður tekið til þeirrar atkvæða-
greiðslu við heildarúrslitin. At-
kvæðaseðlarnir verða að hafa
borizt fyrir laugardaginn 2. apríl.
Ein verðlaun verða veitt í hvor
um flokki — kr. 400,00 — þeim
þátttakendum, sem greiða atkv.
eins og hin endanlegu úrslit
verða. Dregið verður um verð-
Iaunin, ef fleiri en einn í hvorum
flokki, greiða atkvæði eins.
Lögin, sem kynnt verða, eru:
GÖIVILU DANSARNIR
Við mættumst til að kveðjast,
eftir Gleym mér ei (tangó),
Óráð, eftir Max (polki), Berg-
mál, eftir Tótu (vals), Vorkvöld,
eftir Iiafþór (vals), Einu sinni
var, eftir Tópas (polki), Heim-
þrá, eftir Norðanfara (tangó),
Við Iaufaþyt í lundi, eftir Hug-
fró (vals) og Við mættumst til
að kveðjast, eftir Ómar (tangó).
NYJU DANSARNIR
Útþrá, eftir Náttfara (fox-
trot), Elfa ástarinnar, eftir Elfar
(hægur foxtrot), Njóttu vorsins,
C-dúr (foxtrot), Eyjan hvíta,
eftir Oliver Tvist (vals), HeiII-
andi vor, eftir Skrúðsbóndann
(foxtrot), Dögun, eftir Krumma
á skjánum (foxtrot), Það er sól-
skin í dag, eftir D-19 (tangó) og
Upp til heiða, eftir Eyvind (fox-
trot).
I iýr Chevrolet, model 55
ókeyrður til sölu.
: ;
j Hifírei&a óalan 'Vjjáfócj.ötbt 40 \
Sími 5852.
STÚLKA
óskast í eldhús Landsspítalans um naestkomandi mánaða-
mót Uppl. h.já ráðskonunni, sími 1769.
Skrifstofa rikisspitalanna
mmrnmmmmwrmm (■mmmmmmmmmmmm
íslendingar
Harðfiskur var aðalfæða þjóðarinnar um aldaraðir,
og átti hann ríkan þátt í að setja hreysti og feg-
urðarsvip á landsfólkið.
Fáið yður harðfisk í næstu matvörubúð
.Harðfisksalan s.f
2ja til 3ja herbergja
IBIiO
óskast nú þegar eða 14. maí. Tvennt fullorðið i heimili.
Tilboð merkt: „íbúð — 742“ sendist afgr. Mbl. fyrir
29. þ. m.
ÞANN 1. maí 1924 tók kandidat,
nýútskrifaður úr Búnaðar-
háskólanum í Kaupmannahöfn,
við framkvæmdastjóra og til-
raunastjórastarfinu hjá hinu tví-
tuga Ræktunarfélagi Norður-
lands. Maðurinn, Ólafur B. Jóns-
son, hafði verið ráðinn til starfs-
ins nær ári áður, áður en hann
lauk námi, svo örugg var stjórn
félagsins um mannvalið. Slíkt
getur þó oft brugðizt til beggja
vona. í dag þegar Ólafur er 60
ára munu velflestir sanna að
stjórn R. N. var heppinn í val-
inu og missást ekki.
Árin 1924—49 vann Ólafur ó-
slitið að tilraunamálúm hjá R. N.-
félaginu er Norðlendingar stofn-
uðu með svo mikiHi bjartsýni
1903 — og enn um skeið 1950—
’54 sem héraðsráðunautur í
Eyjafirði. en ritstjóri ársrits R. N.
er hann enn og framkvæmda-
stjóri þess félags í því formi er
það starfar nú.
Á þeim 30 árum, sem starfs-
tími Ólafs Jónssonar, í Eyja-
firði, fellur á, hafa skeð ærnar
breytingar í búskap Norðlend-
inga, en til þeirra áttu störf R. N.
fyrst og fremst að ná. í reynd-
inni hefir starfið náð til bænda
um land allt. Gróðrarstöðin á
; Akureyri, eins og hún er venju-
lega nefnd, hófst til þess að
| verða aðal tilraunabú í jarðrækt
á landi hér, er gamla tilrauna-
stöðin í Reykjavík hvarf í mold-
rok og malbik og tilraunabúið á
Sámsstöðum sleit barnsskónum.
Það var ekki skortur á verkefn-
um. Tilraunirnar á Akureyri
þurftu að vera og voru virkur
þáttur í framvindu ræktunar-
málanna. Um það er auðvelt að
sannfærast, betur en sumir
bændur vilja trúa, með því einu
að blaða í ársriti R. N. þessi 30
ár og líta í tilraunaskýrslurnar.
Það nægir að nefna tilraunarit-
gerðirnar: Um sáðsléttur 1930,
Kal 1937, Belgjurtir 1938 og Sam-
anburður ræktunaraðferða 1940,
En því nefni ég þessar ritgerðir
sérstaklega, að í raun og veru er
meginverk Ólafs í tilraunamálum
að leiða sáðslétturnar til sigurs í
túnræktinni, svo sem orðið er.
Mætti um það skrifa langt mál,
því að enn eru þar steinar í
götu, þó að Ólafur hafi mikið
rutt með tilraunastarfi sínu.
Ritgerðirnar Sáðsléttur og Belg-
jurtir gaf Áburðarsala ríkisins
' út á sinni tíð, sem sjálfstæð rit,
og dreifði um land allt, langt
fram yfir það sem Ársrit R. N.
nær til.
i Árið 1950 gaf Ólafur út 45 ára
yfirlit um Árangur gróðurtil-
rauna hjá R. N. og ári síðar ritið
Gróðurtilraunir, sem er fræðslu-
rit um tilraunastarfsemi og hinn
, eini leiðarvísir um þá hluti, sem
til er á íslenzku, jöfnum hönd-
um til afnota fyrir tilraunamenn
og til skilningsauka á þeim mál-
um fyir þá sem tilraunanna njóta
og þurfa að skilja þær og meta.
i Árið 1947 kom einnig út eftir
Ólaf ritið Nýræktv sem er bindi
í ritflokknum Búfraeðirit Bún-
aðarfélagsins.
Þannig hefir Ólafur haldið sér
við efnið — jarðræktina.
Margir vilja gera hlut til-
raunabúanna og bændaskólanna
í framsókn búnaðar fremur lít-
inn. Ég held þessum mönnum
missýnist nokkuð, þó hitt sé víst,
að enn er víða pottur brotinn
hjá þessum stofnunum. Þegar
mikið miðar áfram, er vandi að
dilkdraga hvaðan kemur móður-
inn og getan og vitið til vel að
gera.
Sem dæmi um framvinduna í
Eyjafirði þau ár er Ólafur var
tilraunastjóri, má nefna tölur er
tala sínu máli.
Árið 1923 var töðufall i Eyja-
firði 76.647 hestar, en 195.280 ár-
ið 1950.
Árið 1923 var útheyskapur
111.096 hestar en 67.724 1950.
Kartöfluuppskei-an var 1.631
tunna 1923, en 18.219 tunnur
1950.
Nautgripaeignin var 2.281 naut-
gripir 1923 en 4.887 1950.
Hross voru 2,384 1923 en 2.127
1950.
Sauðfé var 39.090 1923, en
18.045 1950. — Þessar tölur
þarfnast ekki skýringa. Um hitt
er erfiðara að dæma hver er
þáttur tilraunabúsins á Akureyri
og Ólafs tilraunastjóra í þeim, en
ég vil telja að hann sé mikill,
bæði beint og óbeint.
Tilraunastjóraár Olafs voru
líka tímabil mikilla breytinga að
því er nær til Ræktunarfélags
Norðurlands. Búnaðarsamböndin
komu til,. R. N. leystist að nokkru
upp í slík sambönd, 1 í hverri
sýslu norðanlands. Ræktunar-
samböndin komu iíka til. R. N.
er „ekki lengur búnaðarsamband
fyrir Norðlendingafjórðung, held
ur aðeins stofnun, sem hefir
fyrst og fremst það markmið að
vinna að ýmsum tilraunum og
rannsóknum á sviði landbúnaðar-
ins, innleiða ýmsar nýjungar í
búnaðarháttum og útbreiða hag-
nýta þekkingu í landbúnaði" —
eins og Ólafur komst að órði
1933.
Raunar er enn meira um
breytt, því að 1947 hættir R. N.
að starfrækja tilraunabúið, er
landbúnaðarráðuneytið tekur það
á leigu og Tilraunaráð landbún-
aðarins tekur að öllu við yfir-
stjórn þeirra mála.
Enn á þó R. N. hina glæsilegu
eign Gróðrarstöðina og Galtalæk
og enn gefur félagið út Arsrit
R. N. og nýtur verka Ólafs sem
ritstjóra og formanns félagsins
til framdráttar þeim málum er
að ofan getur.
Það var okkur mörgum nokk-
ur vonbrigði er Ótafur Jónsson
lét af starfinu sem tilraunastjóri
1949, sömuleiðis er hann í fyrra
hætti sem héraðsraðunautur og
jafnframt baðst undan endur-
kosningu á Búnaðarþing, þar
sem hann hafði átt sæti síðan
1929, og endurkosningu sem for-
maður Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar, en hann hafði verið for-
maður þess frá stofnun 1932.
í raun og veru fannst okkur
þá vera kominn fyililega tími til
að Ólafur breytti um starfshætti
alveg í öfuga átt, gengi fram til
stærri starfa í búnaðarmálum
með landsþörf bænda og búnað-
arfræða fyrir augum.
Svo varð eigi, en við sem höf-
um svo að segja- snúizt í kring
um sama tjóðurhælinn í búnaðar-
málum í áratugi, og séð þess litla
von að fram megi ganga margt
það er við bárum mest fyrir
brjósti, getum mætavel unnt
Ólafi þess að rjúfa tjóðurband
fagmennskunnar og atvinnu-
nauðsynjarinnar, að nokkru, svo
að þau endaskipti verði á, að
hugðarmálin, sem áður varð að
skammta stopular stundir mega
nú njóta mannsins, og maðurinn
þeirra. — Því að Ólafur hefur ■
löngum átt sín tómstundamál og
það í svo ríkum mæli að vel s^r
eftir. Árið 1945 kom út eftir hann
hið mikla verk Ódáðahraun, í
þremur bindum, söguleg og jarð-
fræðileg lýsing á þessum mikla
æfintýraheimi, árangur áf
margra ára heimildarkönnun,
ferðalögum og athugunum, allt
unnið án þess að vanrækja aðal-
störfin. Borið uppi af mikilli
önn og elju áhugamannsins, sem
ekki reiknar eða telur stundirn-
ar. 1
Árið 1947 sendi Ólafur einnlg
frá sér tvær bækur — skáldsög- 1
una Öræfaglettur og ljóðabók-
ina Fjöllin blá, sem bæði í gamni"?
og alvöru má telja að séu eins-t
konar fylgirit hins mikla verks%
um Ódáðahraun. Skáldsagan ger-f
ist þar að mestu, og þangað eml
kvæðaefnin sótt oftar en. hitt.i
Vitað er að hin síðustu áct
vinnur Ólafur Jónsson að sögu- j
legri og náttúrufræðilegri könn-
un á skriðuföllum og snjóflóðum
á landi hér. Er þar um að ræða
mikið verk og athugun, með ölju ■
óunnið áður. Ekki er það fræða-
grúsk eitt, því að þekking á þess- :
um hlutum getur leitt til hag-
nýtra aðgerða við að forðast sly&
af völdum slíkra náttúrufyrir-,
bæra.
Um leið og störf Ólafs hafa
þannig fallið æ meira í farveg
náttúrufræðanna, á búfræðin þó
enn sín góðu ítök í störfum hans.
Hann gefur sér enn tíma til uð
annast ristjórn Ársrits R. N., nú
í tímaritsformi, og Vasahandbók-
ar bænda, en til þess þarf mikla
árvekni, svo að eigi hentar öðr- "
( um en þeim, sem er vel vakandi '
á verðinum, um allt það er til
bata bendir í búskapnum, en á
' því sviði er Ólafur Jónsson enn :
á bezta aldri, og telúr ekkert
eftir sér hvorki ferðalög né fyrir-
I lestra bændum og búnaði til
framdráttar. Þar á hið sama víð
eins og að skreppa upp á Herðu-
breið eða Kverkfjöll til að hnýs-
; ast í leyndardóma íslenzkrar
náttúru og öræfaundra. .
Ólafur Jónsson er A.ustfirðing-
ur, fæddur að Freyshólum á Völl-
um, sonur Jóns Ólafssonar bónda
þar og konu hans Hólmfeiður
Jónsdóttur. Hann ólst upp au.
ur þar, í foreldrahúsurn og Ipa
öðrum ættmennum.
Að loknu námi á Hvanneyri
1917, vann hann hiá Búnaðarfé-
lagi Borgarfjarðar og á Hvann-
eyri áður en hann fór utan til
búnaðarnáms og háskólanáms í
Danmörku 1921.
Hann var sæmdur riddara-
krossi Fálkaorðunnar 1942.
Kvænutr er Ólafur Guðrúnu
Halidórsdóttur úr Reykjavík ætt-
aðri úr Árnessýslu.
Gamlir „ferðafélagar“ Ólafs í
[ útilegum, fyrirlestraferðum og
I búnaðarmálum margs konar,
munu í dag senda þeim hjónurp
og hinu góða heimili þeirra hug-
i heilar þakkir fyrir liðin ár og
áfanga, og óskir um starfsglcði
og velgengni við margt óunnið á
áratugum er í hönd íara.
Fjöldi bænda um land allt taka
undir þær kveðjur og óskir.
Árni G. Eylands.
SKRIFSTOFUSTDLIÍA
óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki hér í bænum. Vél-
ritunar- og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Upplýsingar
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslii Morg-
unblaðsins fyrir 28. þ. m., merkt: „Skxif.úofu.stúlka—736“
■«■■■•■■•■•■•
_ Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu