Morgunblaðið - 23.03.1955, Síða 9

Morgunblaðið - 23.03.1955, Síða 9
Miðvikudagur 23. marz ’55 MORGUNBLAÐIÐ 9 Hafís á Bolíingarvílairhöfn SS manns farast í flug- slysi nálægt Honolulu HONOLULU, 22. inarz. EIN AF flutningaflugvélum bandaríska flotans fórst í dag yfir Hawai með 55 manns um borð. Allir um borð fórust. — Flugvélin rakst á fjallstind 5 km frá Honolulu, skömmu eft- irað hún hafði hafið sig til flugs af Hick-Ham vellinum. Flugvélin var á leið til Kali- forniu. Talið er líklegt, að slysið hafi orsakazt af vélar- bilun. Myndin hér að ofan var tekin á Bolungarvík í s.l. viku. — Á myndinni sést höfnin þar og brimbrjóturinn í baksýn. Xalsvert íshröng-1 er á höfninni. Bolungarvíkurbátar fóru allir til ísafjarðar af ótta við það að þeir myndu annars króast inni á höfninni á Bolungarvík. ísspöng, sem náði um 200 m út frá landi, var land- föst við Stigahlíðina. Drensiium boðið að skoða mannvirki og fltnrvélar Dreiíð ákvæði /ærð saman í eina heild Sigurður Óli Ólafsson gerir grein fyrir frumvarpi um skólakostnað FRUMVARP menntamálaráðherra um skólakostnað var sam- þykkt frá Efri deild í gær eftir þriðju umræðu og fer það nú til Neðri deildar iítið breytt. -^FRÆÐSLULÖGIN ERFIÐ í FRAMKVÆMD Kúameðal kallað inn KJ í stað þess að stelast inn á flugvöllinn SELFOSSI, 22. marz: — Apótek- inu hér hefur borizt kvörtun yfir lyfi gegn döða í kúm, Bórkasti, og hefur apótekið af þeim sökum kallað inn það sem það hefur selt af meðali þessu um nokkurt skeið. Hafði meðalið í för með sér að bólgur mynduðust. Ekki veit apótekið hvað veldur og taldi því rétt að innkalla allt Bórkast, sem það hefur selt bændum undanfarið og fá úr því skorið, hvort meðalinu sé í ein- hverju áfátt. — K K. ÞAÐ hefur verið ráðamönnum á Reykjavíkurflugvelli nokkurt áhyggjuefni hve strákar sækja þangað til þess að skoða flugvél- arnar og ílugskýlin. Hafa þeir oftlega farið hópum saman eftir að dimma tekur inn á flugvallar- svæðið, en slíkt er öllum óheim- ilt nema þeir eigi þangað erindi. Eru þess dæmi, að strákar hafi valdið tjóni á flugvélum, sem þeir hafa farið upp í til að skoða, en slíkt hefur ekki enn þá komið að sök, þar eða þeim bilunum þefur verið veitt eftirtekt i tæka tíð. En augljóst er hvílík hætta því er samfara, að strákar séu að leika sér í flugvélunum, því að þeir geta auðveldlega valdið skemmdum á flugvélunum, sem ekki koma í ljós fyrr en flugvél- in er komin á loft, og þá getur slíkt haft hinar alvarlegustu af- leiðingar í för með sér. TIL GAGNS OG ÁNÆGJU í gær ræddi flugmálastjóri, A.gnar Kofoed-Hansen, þetta mál við Morgunblaðið. — Það er í sjálfu sér skiljanlegt hjá strák- unum, að þá langi til að skoða flugvélarnai og flugskýlin, en þessar heimsóknir verða að bein- ast inn á aðrar barutii, svo hinir áhugasömu drengir um flugmál- ín, geti haft ánægju og gagn af því, sem þá langar svona mikið að sjá. FRÆÐ SLUFERÐIR UM VÖLLINN Ég hefi því hugsað mér að efna til hópferða með drengina um flugvöllinn og flugskýlin og sýna þeim flugvélarnar og útskýra það, sem fyrir augun ber. Væru slíkar fræðsluferðir farnar á sunnudögum, þá kæmi einn hóp- urinn kl. 10,30 árd. og annar kl. hálftvö. Ef þetta þykir gefa góða raun, þá er ekki útilokað, að hægt verði þegar verkfallinu er lokið, að gefa strákunum kost á að fara í stutta flugferð. ÓLEYFILEGAR HEIMSÓKNIR VERÐA EKKI LIÐNAR Vil ég biðja Mbl. að koma þessum skilaboðum á framfæri við drengina og aðstandendur þeirra, í þeirri von, að strákarnir hætti að stelast inn á flugvallar- svæðið, því að þær heimsóknir sem ég mmntist á hér að fram- an, verða okki liðnar. Flugmála- stjórnin er ábyrg gagnvart flug- félögunum um að flugvélarnar séu í öruggri vörzlu og það mun- um vér sjá um að verði í full- komnu lagi, að lokum. sagði flugmálastjóri Dregur að leikslok- um ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- leik hélt áfram á mánudagskvöld ið. Fóru þá leikar svo að í 2. fl. vann lið Gosa lið ÍR með 26:15. f sama flokki sigraði A lið Ár- manns B-Iiðið með 58:22. — f meistaraflokki kepptu ÍR og ÍKF og sigraði ÍR-liðið með 31 gegn 22. — Mótið heldur áfram á fimmtu- dagskvöldið og leika þá í meist- araflokki Gosi og íþróttafélag stúdenta. í 2. fi. keppa Ármann A og Gosi og Ármann B og ÍR. Tregar samgöngur Norðanlands AKUREYRI, 21. marz: — Sam- göngur eru nú tregar hér um Norðurland. Flugsamgöngur eru engar sökum verkfallsins. Nú um all-langt skeið hafa samgöngur milli héraða legið niðri sökum snjóa. f gær og fyrradag var Öxnadalsheiðin rudd og eins og sakir standa mun landleiðin til Reykjavíkur vera fær. Þæfingur mun þó hafa verið á Vatnsskarði í gær. Á Holtavörðuheiði mun enginn farartálmi vera. Hér er nú norð-austan átt og snjókoma og útlitið því ekki gott og má búast við að fljótt lokist leiðin. Áætlað mun að Norðurleið h.f. reyni að fara norður á morg- un og vöruflutningabifreiðir frá Pétri og Valdimar suður. Sæmilegt léttafæri hefur verið austur yfir Vaðlaheiði að undan- förnu, en haldist snjókoman, má búast við að allar samgöngur á landi stöðvist milli héraða. Tillaga um albjóða- ráðslefnu risinda- manna feíld í brezka þinginu ■Á LONDON, 22. marz: — í dag var rædd í neðri deild brezka þingsins tillaga stjórnarandstöð- uiinar um að stofnað yrði til ráð- stefnu vísindamanna vestrænna og kommúniskra ríkja, um þá hættu er stafaði af langvinnum áhrifum geislavirkunar frá kjarn orkusprengjutilraunum. Var til- laga stjórnarandstöðunnar feild með 290 atkv. gegn 250. ★ Var síðan samþykkt breyting artillaga stjórnarinnar um, að haldið væri áfram víðtækum rann sóknum á þeim áhrifum er geisla- virkun hefur á mannslíkamann. Þegar verði hafinn undirbúningur að stofn- un stúlknaheimilis Menntamálanefnd Neðri deildar Aljiingis ber fram leifarnar af frumvarpi Gísla Jónssonar. MENNTAMÁLANEFND Neðri deildar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögunum. — Frumvarp þetta er að mestu samhljóða frumvarpi Gísla Jónssonar í Efri deild eins og það var leikið eftir afgreiðslu í Efri deild. Breika sfjérnin éánægju sína yfir birtingu Yalfa-gagna LONDON, 22. marz. — Winston Churchill, forsætisráðh., ítrekaði í dag í neðri deild brezka þings- ins, að brezka stjórnin áliti, að ótímabært hefði verið að birta gögn Yalta-ráðstefnunnar. Eden, utanríkisráðherra, hefði því með heimild forsætisráðherrans ritað bandaríska utanríkisráðunevtinu til að láta í ljósi óánægju brezku stjórnarinnar yfir birtingu Yalta- skjalanna svo skömmu eftir að ráðstefnan hefði verið haldin. Forsætisráðherrann kvað þessa ráðstöfun Bandaríkjastjórnar hafa komið brezku stjórninni nokkuð á óvart, þar sem Banda- ríkjastjórn hefði hinn 11 marz tjáð brezku stjórninni, að hún hyggðist ekki birta skjölin, en hefði fjórum dögum síðar lýst yfir því, að ekki yrði komizt hjá að birta skjölin. — Reuter-NTB. Ráðslefna VISTHEIMILI OG ELLIHEIMILI I þingbyrjun s. I. haust lagði Gísli Jónsson fram frumvarp um vistheimili fyrir stúlkur. Þótti þetta frumvarp all-merkilegt og vakti þjóðarathygli. Var þar kom- ið fram með þá tillögu að reisa vistheimili fyrir stúlkur og elli- heimili í Reykjaskóla í Hrúta- firði. ÖLLIJM TIL HAGSBÖTA Með þessu vildi Gísli spara rík- issjóði mikil útgjöld í sarrlbandi við stofnsetninguna og jafnframt virtist honum að með þessu væri hægt að hafa góð not af hinum auða héraðsskóla þar, bæði hérað inu þar og þjóðinni allri til góðs. Því að hann hélt að það værl hér- aðinu í hag að fá þannig styrk til að koma upp elliheimili. Fyrir stúlkurnar væri það mikilvægt að fá þannig tækifæri til að hjúkra og vinna að ræktunarstörfum úti við o. s. frv. Þó tók Gísli fram að ekki þyrfti að binda sig við Reykjaskóla, heldur velja annan stað ef hentugri byðist. FRIJMVARP NEFNDAR Þrátt fyrir þetta var frumvarpi Gi'sla gerbreytt og það skorið nið- ur. Er nú svo komið að mennta- málanefnd Neðri deildar telur ekki þörf fyrir að þau ákvæði séu í sér stökum lögum heldur formar hún þau sem breytingu á barnavernd- arlögunum. 1 frumvarpinu segir að hefja skuli þegar undirbúning að stofn un og rekstri vistheimilis fyrir stúlkur, sé ríkisstjórninni heimilt að leita eftir hentugu húsnæði, sem til kann að vera og gera samn inga um afhendingu þess og af- not og ennfremur heimilt sé að taka til þessara nota húsnæði sem ríkið á eða hefur umráð yfir. LONDON, 22. marz. — Aðstoðar- utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands munu að öllum líkindum koma saman til fundar í næsta mán- uði til að ræða Indó-Kína málin. Ekki hefur verið ákveðið nánar um stað eða stund ráðstefnunn- ar, en það er álitið æskilegt, að ráðstefnu þessari verði lokið áð- ur en ráðherranefnd Atlantshafs bandalagsríkjanna kemur saman til fundar í París. — Reuter-NTB. Sigurður Óli Ólafsson, þing- maður Árnesinga, gerði ýtarlega grein fyrir , frumvarpinu við 2.. umræðu í fyrradag og var hann framsögumaður menntamála- nefndar. Hann rakti það að þeg- ar fræðslulögin voru sett 1946, hefðu þau haft miklar breyting- ar í för með sér. Lögin voru mikill bálkur og reyndust að ýmsu leyti erfið í framkvæmd. Ákvæði þeirra um kostnað ríkisins vegna stofn- kostnaðar skóla og reksturs eru á víð og dreif í þrennum lögum og mörg ekki nægilega skýr né á- kveðin. Hefur af þessum sökum reynzt óframkvæmanlegt að setja fullkomna reglugerð í sambandi við lögin. DRF.II D ÁKVÆÐI FELLD SAMAN Sigurður ÓIi skýrði frá því, að uieuutaniálaráðberra Rjarni Benediktsson hefði beitt sér fyrir því að settt yrði heildar- lögffjöf um þetta efni og því er þetta frumvarp fram kom- ið. I frumvarpinu eru felld saman í eina heild öll hin dreifðu ákvæði fræðslulag- anna frá 1946. sem fjalla um kostnað ríkissjóðs af skólum. EFFIDLEIKAR OG ÓVISSA Veerna bess hve ákvæðin hafa verið óskýr nema skuldir rikis- sióðs við bæiar- og sveitarfélög vegnn skólabvgginga nú rúmum 17 milli. kr. Fara þær vaxandi ár frá ári og veldur þetta ástand miklum- erfiðleikum og óvissu bæði fyrir sveitarfélögin og ríkis- sióð og er mikil nauðsyn að kippa þessu í lag á einhvern hátt. Síðan rakti framsögumaður frumvarnið ýtarlega fyrir þing- deildinni í einstökum greinum. ÁKVÖRDIJN ALÞINGTS ÞARF TIL Fyrsti kafli frv. fjallar um stofnkostnað skólanna. Er þar að finna það nýmæli, að AI- þingi ákveði til hverra skóhi- framkvæmda fé sé veitt hverju sinni og að ólieimilt sé að hef ja framkvæmdir fyrr en fjárveit- ing er fyrir hendi. Emifremur er kveðið skýrara að orði um greiðsluskyldu ríkissjóðs, að hann skuli greiða helming. Þá er í þessum kafla ákveðið að rikið greiða 94 hluta stofn- kostnaðar skólabíla þar sent þeir eru nauðsynlegir. RF.GTUR UM KENNARATÖEU Annar kafli frv. er um rekstr- arkostnað. Helztu nýmæli þar eru að ýtarlegar reglur eru settar um tölu fastra kennara í gagnfræða- stigsskólum. Þar er og tekið fram að húsmæðraskóla megt ekki starfrækia með færri en 15 nemendum. Þarna er einnig á- kvæði um að viðhaldskostnaður skuli greiðast i sömu hlutföllum og stofnkostnaður. Heildoraflinn um 14000 lestum meiri en í fyrra FISKIFÉLAG Islands tilkynnti í gær, að í lok febrúarmánaðar s. 1. hafi fiskaflinn á öllu land- inu verið orðinn 64.871 smálestir, en var á sama tíma í fyrra 50.721 smál. — Af heildaraflanum voru 36.644 smál. veiddar af bátum, en 28,227 smál. af togurum. Aflinn skiftist þannig: SÍLD: smál. Til frystingar 3 ANNAR FISKIJR: ísfiskur 445 Til frystingar ... ....... 28191 herzlu 15871 niðursuðu 64 — söltunar 19339 — fiskimjölsvinnslu ... 714 Annað 244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.