Morgunblaðið - 23.03.1955, Side 10

Morgunblaðið - 23.03.1955, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz ’55 Hekja lllupdóffir - minuing Fædd 23. marz 1865 Dáin 12. nóv. 1954 Grafin 19. nóv. í Gamla kirkju- garðinum í Reykjavík. HÉR er löng leið að baki. Það skorti aðeins 4V2 mánuð á að hún yrði níræð. Enda margt á daga hehnar drifið. — Átján ára gömul kóm hún sem vinnukona til préstshjónanna frú Þorbjargar HaÖdórsdóttur og séra Stefáns M. Jónssonar, sem þá var prest- ur’a Bergsstöðum í Svartárdal í Húnaþingi. Síðan hafa náin kynni milli hennar og fjölskyldu þeirra hjóna aldrei rofnað, þótt hun væri eigi með öllu óslitið á vegum þeirra þenna langa tírrja, rúmlega sjötíu ár. Hún var trygglynd og vinföst svq-, að af bar og trú og dygg í aUpi þjónustu sinni við aðra, hújsbændur sína og annað sam- ferðafólk sitt um æfinnar veg. — Hpn var heilsuhraust lengst af æfinnar, enda harðdugleg og ósérhiífin við hvert verk. — Á yngri árum og langt fram á æfina var hún talin karlmennis ígildi við flest útiverk og eigi síður bar hún af öðrum við innanbæj- arverk, hvort heldur var mat- reiðslu, saumur eða tóvinna. — Aldrei var hún við karlmann kennd. — Þá var hún og nærfar- in. .við alla sjúka, var oft fengin tifuað hjúkra ef veikindi báru aðn: höndum í nágrenninu og stupdum sótt til að sitja yfir kopum í barnsnauð, þótt hún væri ekki !ærð Ijósmóðir, og um skeið var hún hjúkrunarkona á Vífilsstöðum. Þó tel ég hennar aðalsmerki hafa verið, hvað hún var göfug og góðviljuð öllum, sem voru minnimáttar eða stóðu höílum fæti í lífsbaráttunni. Aumt mátt' hún ekki sjá án þess að reyna að bæta úr því. Kaup- ið, sem húr vann sér inn hverju sinni, myodi ekki nú á tímum þykja hátt né til margskifta, þó ga|‘ hún morgan glatt og jafnvel gefið istórgjafir á mælikvarða þeirra tíma. Þetta var þeim ein- um, kunnugt um, sem allra bezt þekktu hana. Hjartað var alla tíma hlýtt og drenglundað, þótt hún á stundum fyndist vera köld á ^firborðinu. Auðlegð hennar lá í öðru en krónum um dagana, erícfa staðnæmdust þær aldrei leflgi í vörzlum hennar. En góð héiísa, dugnaður, ósérplægni og fjöihæfni til allra vérka gerðu það að verkum að hún gat með- arí rsjónin ekki þraut, lengst af vérið fremur veitandi en þiggj- an'di. En oft hefði hún kosið að hafá meira á milli handa en hún haíði, meira að miðla þeim, sem húrt fann að höfðu þörf fyrir hjáip. Ef til vill var mér þetta kuhnugra en flestum öðrum, erída kynning okkar orðin fast að»^jö áratugum. Efst er mér þó í 'huga minningin frá því, er móðir okkar systkina lá sína löngu og ströngu banalegu. Þá hjúkraðí hún henni að mestu bæsði daga og nætur ásamt þó að gegna öðrum heimilisverkum. Þar var ekki verið að telja eftir eitt né neitt, ekkert fengist um þótt svefntíminn fari í annað en hvíld eða í dag væri lagt á sig meira erfiði en í gær! Æðsta boð- orðið var aðeins að verða móður okkar, sem nú var að skilja að fullu og öllu við elskandi eigin- mann sinn og okkur „öil fimm“ og margt og margt hugstætt og hjartfólgið. — að sem beztu og mestu liði. — Slíkan hugsunar- hátt og ósérplægni er ekki að finna á hverju strái. Og ég veit, að móðir okkar systkina, svo fastlynd og trygglunduð sem hún var, með sína „heitu, blíðu, hraustu, djupu sál“ — eins og stóð grafið á silfurskjöldinn á kistunni hennar, — að hún sem svó ung varð að kveðja og hverfa á braut, hefur séð og metið þessa órofa tryggð og trúmennsku. Éins og ég hefi nú lítilsháttar minnzt á, safnaði hún, þessi há- Bjarni Bragi Jónssan, viðskiptafræðingur: KAUPGJALDSVANDAMÁLIN grunnvandamál þjóðfélagsins aldraða vinkona okkar, aldrei j neinum fjármunum, en eigi að síður átti hún auð mannkosta og drenglundar í ríkum mæii. Þeg- ar kraftar hennar voru þrotnir og hún o”ðin blind og þar af leiðandi ailri önn og umstangi iokið, átti hún gnótt góðra minn- inga, er urðu henni sem hlýtt aftanskin síðustu árin. | Árin líða óðfluga og leiðalok- in nálgast æ meir. Hvert okkar fer þá með til hinna óþekktu ■ landa það eitt, er mölur og ryð 1 ekki megnar að granda, það eitt, I sem varanlegt gildi hefur. Þinn | eða þínir sjóðir verða vissulega ekki verðm. nni né léttari en okk- ar hinna, sem um svo langt ára- bil vorum undir sama þaki norð- ur þar, sem fegurðin og víðsýnið skein í öllum skilningi og beztu minningamar eiga enn heima. Guð launi þér um eilíf ár alla þína ágætu mannkosti. Einn hinna fimm. Baniavenidar- nefiid fékk mál gsins til atlmgimar LÖGREGLAN lét, klukkan rúm- lega átta á sunnudagskvöldið, lýsa eftir s.jö ára dreng, í útvarp- ið. — Hafði lögreglunni skömmu áður borizt tilkynning frá móður drengsins um hvarf hans. Hafði hann farið að heiman frá sér á sunnudagsmorguninn um klukkan 9 og kvaðst ætla niður í bæ. Síð- an hafði drengurinn ekki komið heim. Skömmu eftir að lögreglan hafði látið birta tilkynninguna, fóru henni að berast upplýsingar um ferðir drengsins. 1 því sérlega harða veðri, hafði drengurinn sézt niðri í Miðbæ, blár og kald- ur að selja blöð, og hann hafði gert skilagrein fyrir þeim um kl. 7. — Leið svo fram til klukkan rúmlega 10, að lögreglunni var tilkynnt frá heimili drengsins, að hann væri kominn heim. — Lög- reglan lét gera fulltrúa Barna- verndarnefndar viðvart um mál þetta. Virðist þurfa að vera sléttnr sjór VESTMANNAEYJUM, 21. marz: Á föstudaginn fékkst mun minni afli í þorskanótina, sem „Vonin II“, er að gera tilraunir með, — Telja skipverjar, að norðankul, er var þennan dag, hafi verið or- sökin, og virðist mönnum sem sléttur sjór þurfi'að vera, ef tak ast á að veiða í nótina. Aðeins fáir bátar eru enn með línu og er netaveiðir. því almenn hjá bátunum. Hér var norðan stormur um helgina, en bátar fóru samt í róður og var aflinn ekki mikill. Tilraunirnar, sem gerðar voru með síldarnót til þorskveiða, mis- tókust alVeg. Var nótinni kastað einu sinni, og kom í hana 250 fiskar. — Bj. Guðm. GRUNNVANDAMALIÐ ÞJÓÐFÉLAG vort er sem allir vita tröllriðið af vandamál- um. Nokkur orð tekin af handa- hófi úr orðasafni vandamálanna: dýrtíð, verðbólga, kaupskrúfa, taprekstur, verzlunarhalli, láns- fjárkreppa, húsnæðisskortur, at- vinnuleysi, skattabyrði o s. frv. Fólki er gjarnt á að líta á hin ýmsu vandamál sem aðskilin og lítt skyld fyrirbæri og eigi ákveð- in bjargráð við hvern kvilla. Það sé hlutverk hagfræðinga og stjórnmálamanna að finna hin réttu meðul við hverjum kvilla og skylda þeirra að ráða niður- lögum hans. Sú er þó reyndin, að vandamálin hanga saman í óslít- andi keðju efnahagslegra lög- mála og eru flest runnin af sömu rót. Að vísu er ekkert lát á við- fangsefnum og vandamálum í þeim skilningi, að þegar eitt er leyst þá eygjum við önnur, sem annað hvort hafa beðið úrlausn- ar að baki hinum stærri eða hafa skapazt við nýjar aðstæður. En eins og meginvandamálum okkar er nú háttar, verða þau ekki leyst með öðru móti en því að finna hina sameiginlegu rót vandamál , anna — grunnvandamálið, og 1 leysa það. Þegar rótin er orðin heilbrigð þá fyrst er hægt að snúa sér að greinunum. Vandamálin verða ekki leyst nema í réttri röð eftir því hvaða efnahagslög- mál eru grundvallarlögmál, er verka á fleiri þætti í senn. PENIN G AKERFIÐ En hvert er þá grunnvandamál- ið? Engum, sem hefur inngrip í hagfræðilega rökleiðslu, getur blandazt hugur um, að grunn- vandamálið er hin stöðuga breyt- ing og rýrnun peningagildisins. Peningar eru tölulegur mæli- kvarði á verðmæti. Þessi mæli- kvarði gengur inn á öll svið við- skipta-, fjárhags- og atvinnulífs. í þeirri mælieiningu er mönnum ákvarðað verð fyrir vörur sínar, þjónustu og vinnu, úthlutað kaupgetu, gróða eða tapi. Á þá mælisnúru er mælt sparnaðar- framlag manna, umfang fjárfest- ingar, útflutnings og innflutnings og ríkisframkvæmda. Eftir þeim mælikvarða eru gerð lánsvið- skipti ár og áratugi fram í tim- ann, og þannig mætti lengi telja. Peningar eru engan veginn tak- mark eða sjónarmið í sjálfu sér, heldur tæki, grundvallartæki hinna frjálsu viðskipta og frjálsa neysluvals og þarfafullnægingar. Hér mundu einhverjir vilja skjóta því inn í, að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af peninga- gildinu, ef menn fengjust til að breyta þjóðskipulaginu í ákveðna átt. En það er fjarstæða. Tæplega gæti nokkur bylting farið út í slíkar öfgar, að peningakerfinu væri með öllu kippt úr notkun. Neyzluvörumarkaður. kerfi ríkis- rekstrar, reikningshald, reksturs- eftirlit og áætlanagerð, banka- starfsemi og jafnvel sparifjár- mvndun — allt yrði þetta að slyðjast við verðmælikvarða. Stjómarvöldin mundu sjá sér mikið hagræði í því að hafa þenn- an mælikvarða stöðugan. Fer það þá eftir stjórnarfyrirkomulaginu, hve öflug ráð þau hafa til þess. Með nægilega víðtæku valdi gætu íslenzk stjórnarvöld og skipað málum þessum að geðþótta sín- um án þess að breyta grundvall- arskipun hagkerfisins. En þetta mikla vald vill þjóðin ekki veita valdhöfum sínum og mun svo um ófvrirsjáanlega framtíð Slík stjórnarháttabreyting er því alls ekki á dagskrá til lausnar vanda- málum þjóðarinnar í dag. heldur einungis þær úrlausnir, er geta samrýmst megindráttum stjórn- laga okkar varðandi valdsvið ríkis, félagssamtaka og einstakl- inga. PENINGAGILDI OG VERÐLAGSMYNDUN Peningakerfið er vettvangur efnahagslifsins og mælikvarði efnislegra verðmæta. Þessi mæli- kvarði þarf eigi síður en aðrir að vera stöðugur, þ. e. a. s. raun- gildi hverrar einingar þarf að haldast því sem næst óbreytt. Gildi hverrar krónu geta menn ýmist metið eftir kaupgetu henn- ar gagnvart vörum og þjónustu eða gagnvart vinnustundum í -□ Fyrri hluti □- -□ víðtækasta skilningi. Viðmiðun við vöruverðið er tamari almenn- ingi, enda gildir hún um kaup- mátt launa og hin raunverulegu lífskjör. En verðlagið er slungið saman af fleiri þáttum. Höfuð þættir verðlagsins eru vinnu launin eða kaupgjaldið í víðustu merkingu og afköstin, en í því orði felast vinnuafköst, tækni, aflabrögð, verzlunarárferði og önnur þau náttúrlegu, ytri skil- yrði, er hafa áhrif á efnislegan af- rekstur vinnustundarinnar. Þriðji þáttur verðlagsins og við eðlileg skilyrði sá lítilvægasti er einka- söluaðstaða fyrirtækjanna á markaðnum, er skapar þeim um- framhagnað miðað við hið fræði- lega fullkomna stig frjálsrar sam- keppni. Verðlagið er margfeldi þessara þriggja þátta. Aðeins kaupgjald- ið er hreinn peningalegur þáttur. Afköstin eru tæknilegur og nátt- úrlegur þáttur, sprottinn af sjálf- um náttúrulögmálunum og hæfni mannanna til að beizla þau. Einka söluaðstaðan er þáttur markaðs- skilyrðanna eða verzlunarskipu- lagsins. Kaupgjaldið er grunn- þáttur framleiðslukostnaðarins og það er einnig grunnþáttur kaupgetunnar, sem skapar eftir- spurn eftir vörum og þjónustu. Kaupgjaldið gengur þannig inn í báðar hliðar verðlagsmyndun- arinnar og er því sjálf grunnstærð peningakerfisins. Reyndar er krónan sjálf hin formlega mæli- ‘eining kerfisins, en kaupgjaldið er hin raxmverulega mælieining. Notkun krónunnar sem mæliein- ingar getur þá því aðeins talizt raunrétt að kaupgjaldið sé stöð- ugt, þ. e. a. s. standi í nokkurn veginn föstu hlutfalli við krón- una. Réttur skilningur á þessu hefur meginþýðingu við allar írökræður um efnahagsmál. Ekki er þó svo að skilja, að hver ein- stakur kauptaxti þurfi að hald- ast óbreyttur, heldur heildarkaup f'ialdið, vegið meðaltal allra kauptaxta, meðaltímakaupið eða hvað sem menn vilja nefna þetta heildarhugtak. LÍFSKJÖRIN Hlutfall verðlags og kaupgjalds skapar hin raunverulegu lífskjör. Þættir verðlagsins hafa því þýð- ingu fyrir lífskjörin í þeim mæli, sem þeir verka á myndun þess. Raunhæfa þýðingu fyrir lífskjör- in hafa þeir þó öllú heldur í þeim mæli, sem breytingar á þeim geta orðið til að brevta hlutfalli kaup- gjalds og verðlags. Það er auð- sætt að þessu hlutfalli verður ekki breytt með breytingum á kaupgjaldinu, sem er grunnþátt- ur verðlagsins. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir hefur sú trú verið landlæg, að hægt sé að bæta lífs- kjörin með almennum launahækk unum og að þækkun verðlagsins sé hægt að vega upp með kaup- uppbótum eftir verðlagsvísitölu. Það hefur styrkt mjög þessa sjálfsblekkingu, að setuliðsvinna stríðsáranna gerði verulegan hluta kauphækkananna að raun- verulegri tekjuaukningu þjóðar- heildarinnar. Fyrst eftir stríðið varð þjóðin að taka á sig allveru- lega kjaraskerðingu vegna versn- andi markaðsskilyrða, aflabrests~ og annarra ytri aðstaeðna. Á ýms- an hátt var þessari kjararýrnun jafnað niður á þjóðina, með tollahækkun, skömmtun, vöru- skorti, svörtum markaði, gengis- lækkun og bátagjaldeyrisálagi. En þjóðin var orðin vön vísitölu- hugsunarhættinum. Alþýðustétt- unum þótti þessu beint gegn sér og hugðust þær vega upp þessar ráðstafanir með kauphækkunum. Þær kauphækkanir hafa svo aft- ur gert ýmsar hinna síðari jafn- vægisráðstafána að nauðsyn, sem annars hefði ekki verið fyrir hendi. Hér verður ekki lagður dómur á það, hvaða ráðstafanir hafi verið æskilegastar á þeim tíma, sem liðinn er, en það skal þó rækilega undirstrikað, að einhverjar slíkar ráðstafanir varð að gera, og fullyrt, að ráðstafan- irnar eru því æskilegri, sem þær verka beinna á undirrót vanda- málanna. ÁHRIF BREYTTS PENINGAGILDIS En á hvern hátt er stöðugt rýrn andi peningagildi undirrót ann- arra vandamála? Breytingar ' peningagildisins hafa enga raunþýðingu fyrir þau viðskipti, sem gerð eru upp á líðandi stund á innlendum vett- vangi. En tveir af mikilvægustu þáttum efnahagslífsins ná út fyrir það svið. Utanríkisviðskipti byggjast á hinu erlenda verð- lagi, sem myadast án tillits til verðlagsþróunarinnar innanlands, og öll lánsfjárviðskipti tengja saman peningagildi fortíðar, nú- tíðar og framtíðar, þannig að. breytingar á því breyta raun- verulegu innihaldi allra láns- samninga, hvort sem þeir nefn- ast innlán, útlán eða hvað annað^ UTANRÍKISVIÐSKIPTIN Utanríkisviðskiptin eru um- reiknuð eftir genginu í innlent verðlag. Gengið er sem allir vita háð ákvörðun ríkisvaldsins, og byggist á skoðun þess á því, við hvaða kjör utanríkisviðskiptin, og þá einkum útflutningsfram- leiðslan, eigi að búa. Samkvæmt því ættu öll breytt afkomuskil- yrði útflUtningsframleiðslunnar að leiða af sér breytingar á geng- inu. Undir breytt afkomuskilyrði heyrir að sjálfsögðu breytt kaup- giald að óbrevttum framleiðslu- afköstum. En í gengismálunum hefur ríkisvaldið í fleiri horn að Óvmsældir gengisbreytinga og þar af leiðandi pólitískir fram- kvæmdaörðugleikar og hið geysilega viðskiptaóhagræði af gengisbreytingum skipta þar máli, en þó fyrst og fremst til- litið til peningagildisins m. ö. o. ótti stjórnarvaldanna við að gengislækkun hafi í för með sér nýja kauphækkunaröldu. Það væri æskilegast, að nauð- synlegar gengisleiðréttingar kæmu sem fyrst í stað þess að dragast og safnast saman í stærri og stærri skekkju. En af framan- greindum ástæðum hefur það viljað dragast á langinn. Afleið- ingin hefur orðið taprekstur og Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.