Morgunblaðið - 27.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. apríl 1955
MORGUNBLAÐIB
7
Guðmundur G. Hagalín:
Ekki: Sæktu hunn Brún ■ heldur: Sjetíu og níu uf stöðinni
1.
ÉG varð l'css vís, að jmsir ergðu
sig yfir því, að sagan Blástör —
eftir Indriða Þorsteinsson, skyldi
hljóta fyrstu verðlaun í smá-
sagnakeppni Samvinnunnar það
herrans ár 1951. En þó að stíll
höfundarins væri hnökróttur og
sitthvað mætti finna að gerð
sögunnar, gat samt engum, sem
nokkurt skynbragð ber á bók-
menntir, dulizt, að þarna væri
á ferðinni maður, sem gæddur
væri safamikilli stílgáfu, mótaðri
af frumstæðri, en mjög næmri
skynjan og ærið óstýrilátum lífs-
þrótti, og væri litið á til saman-
burðar þær sögur, sem dómnefnd
in taldi næstbeztar, var auðsætt,
að nefndin hafði ekki átt annars
völ, ef hún átti að veita nokkur
verðlaun, en láta þau falla í hlut
höfundar lilástarar.
Haustið 1952 kom frá hendi
Indriða. smásagnasafnið Sælu-
vika. í sögunum, sem menn
höfðu ekki séð áður, komu yfir-
leitt frarr. hin sömu höfundar-
einkenni og í Blástör, hin sama
frumstæða skynjunargáfa og
hinn ótemjulegi þróttur, stíllinn
oft sérkennilegur, en nokkuð
jarðvöðulslegur á köflum, og
smekkvísi í efnismeðferð og vali
efnisatriða ekki sem markvísust.
Sumar sögurnar bentu til þess,
að höfundurinn hefði til að bera
mjög skaipa athyglisgáfu og
kæmi augr. á ýmis viðsjál atriði
í harmleik lífsins, en bókin gaf
næstum ónugnanlegan grun um,
að hugu- höfundaiins dveldi
meir en néttúrlegt mætti teljast
við kynóra, sem ekki eru óvenju-
legir hjá hraustum og kraftmikl-
um fimmtan til átján ára ungl-
ingum.
Nú er komin ný bók frá Indriða
Þorsteinssyni, skáldsaga, sem
hann nefnir Sjötíu og níu af stöð-
inni. Koma þessarar bókar var
svo glanr.alega boðuð, að það
vakti ekki aðeins almenna at-
hygli, heldur og furðu. Sumir
m^nu hafa hugsað allgott til
glóðarinnar, en hjá mörgum mun
boðunin hafa vakið andúð. Á
þessum tímum kynósa glæfra- og
glæparita töldu ýmsir víst, ekki
sízt vegna þess svips, sem var á
Sæluviku indriða Þorsteinssonar,
að þarna væri í vændum, ef til
vill vel rituð og spennandi, en
þó fyrst og fremst klæmin, glæfra
leg og svaðaleg saga um sam-
skipti melludólga og gleðikvenna
við ameríska hermenn, er dveija
á Keflavíkurflugvelli. En það er
fljótsagt, að sagan mun koma öll-
um þorra manna mjög á óvart,
og hiklaust tel ég útkomu henn-
ar merkan viðburð á vettvangi
isl'enzkra bókmennta.
2.
Sagan er ekki löng, aðeins 148
blaðsíður,. og frekar lítið lesmál
á hverri síðu.
Fyrsti kaflinn fjallar um
amerískan flugmann, sem í fylgd
með tveimur íslendingum hefur
farið á Hótel Borg, situr þar að
drykkju og drekkur sig fullan. í
þessum kafla segir höfundurinn
frá, en í næstu níu köflunum er
það Ragnar Sigurðsson, stöðvar-
bílstjóri, sem er sögumaðurinn.
í lokakaílanum er það aftur
höfundurinn sem söguna segir.
Ragnar Sigurðsson verður til
að aka flugmanninum suður á
Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni til
baka ekur hann fram á bilaðan
bíl. Við bíbnn er að fást ung frú
úr Reykjavík. Hún er ein síns
liðs. Ragnar hjálpar henni að
tjasla við bílinn, og síðan aka
þau til Roykjavíkiir. Upp úr
þessu verður kunningsskapúr.
Ragnar fær að vita, að frúin er
gift efnarnanni, sem er á geð-
veikrahæli í Danmörku. Félagar
hans komast að samskiptum hans
við frúna, en þeir erta hann ekki.
Einn bílstjórinn, Guðmundur að
nafni, sannur vinur og velunn-
ari Ragnar.i frá því að hann fyrst
kom á stöðina, spyr eftir kunn-
ingsskap hans við frúna, lætur að
því liggja. að frúin muni ekki
vera sérlega skírlíf, en slær und-
an, þegar Ragnar virðist ætla að
taka orð hans óstinnt upp. Sam-
band hans og frúarinnar verður
æ nánara. Hann dvelur hjá
henni um nætur, nema um
helgar. Þá kemur móðir hennar
til hennar — og þær heimsækja
kunningjana, segir frúin. Eitt
sinn hringlr hún til Ragnars, og
henni er scrlega mikið niðri fyr-
ir. Hann fer til hennar og fær
að vita, að maður hennar er dá-
inn. Hún er æst og ójafnvæg, en
eftir þessa samfundi er hann
tengdur henni traustari böndum
en áður. Tlminn líður, og allt er
í bezta gengi, en svo er það einn
daginn, að bílstjóri af annarri
stöð kemur til Ragnars og bið-
ur hann að útvega amerískum
manni viský. Ragnar á viský-
flösku og tekur að sér að fara
með hana til Bandaríkjamanns-
ins. Hann er pottþéttur, segii
bílstjórinn, heldur við ekkju eða
fráskilda frú, sem býr í svoköll-
uðu Faxenhúsí, er alltaf hjá
henni um helgar. í því húsi býr
einmitt frúin, sem er vinkona
Ragnars, og í húsinu er engin
önnur ibúð en hennar. Ragnar
sækir flöskuna, og að Fazenhús-
inu fer hann með hana. Út kem-
ur ameriskur maður, klæddur
borgaralegum fötum. Það liggur
við illinduir milli hans og Ragn-
ars út úr viðskiptunum, en ekki
verður þó úr því, að í hart fari.
Þegar Ragnar er koniinn á stöð-
ina, hringir frúin. Hún segist
hafa þekkt bílinn. Ragnar neitar,
að hann hafi komið að Faxenhús-
inu, harðneitar. Svo erum við
‘átin fylgjast með Ragnari, þar
sem hann er að fara norður í
land, heim í Skagafjörð. Hann
er skaddaður í andliti eftir
slagsmál. Guðmundur, vinur
hans, hefur farið að tala við
hann um frúna og út úr samtal-
inu orðið hörkuslagur. Ragnar
drekkur á leiðinni norður, og á
veginum neðan við Arnarstapa,
þegar Ragnar hefur séð Skaga-
fjarðarfjöilm blasa við sýn,
missir hann vald á bílnum. Hann
hugsar það einna seinast, þar
sem hann liggur undir bílnum
og blóðið rennur úr hálsæð und-
ir hnakkai.n, að „nú er sólskin
austan í Mælifellshnjúknum.
Þeir segja komi hvítur hestur í
hann, þegar fannir leysir á vor-
in“.
Svo er það þá lokakaflinn.
Hann geríst á stöðinni og heima
hjá frúnm. Hún hefur náð í Guð-
mund, bíistjóra. Honum finnst
hún þanmg, að hann skilur ekki,
hve Ragnar hefur reynzt sárt
um hana, skilur það þó bráðum,
því að húri vill, að Guðmundur
fari með hana norður — vill fara
til Ragnars. Ferð þeirra, Guð-
mundar og frúarinnar, er ákveð-
in næsta morgun. En í kvöld-
fréttunum er sagt frá slysinu og
láti Ragnars.
Þetta er svo sem ekki neitt
stórbrotin frásaga, og ekki er
hún sögð rérlega ýtarlega, ekki
látin gerast mörg og spennandi
eða hjartahrærandi atvik. Ekki
er heldur miklu rúmi eytt í
mannlýsingar, ekki penslað af
neinni raunsærri nákvæmni,
ekki farið mjög vandlega út í
eitt eða ncitt Þá mun og ýms-
um finnast sitthvað ergjandi við
mál og stí', einkum í upphafi
lestrar. En þrátt fyrir allt þetta
situr sagan fólkið, umhverfið,
ótrúlega fast í lesandanum strax
eftír fýrsi.u lestur. Svo les hann
bókina þá aftur, eins og til að
átta sig á, hver skrambinn komi
til, að sögukornið verði svona
eftirminnilegt. Og ef hann hefur
mikinn áhuga á íslenzkum bók-
menntum, vexti þeirra og við-
gangi, og þykir nokkurs um það
vert, s.8 í hópi íslenzkra rithöf-
und? birtist nýtt andlit, sem sé
verulega sérkennilegt og líklegt
til að verða minnisstætt, þá les
hann bókiiia í þriðja sinn — eftir
tvo, þrjá daga.
3.
Það er gerð bókarinnar, frá-
sagnar hátturinn og stíllinn, sem
setja á hana sérstæðan svip og
gæða hana óvenjulegu magni til
varanlegra áhrifa. Ýmsir munu
gretta sig yfir gerð hennar og
stíl og nefna James Joyce og
Indriði G. Þorsteinsson.
Ernest Hemingway — og þá
einkum Hemingway. Og víst er
um það, að hún hefði aldrei orð-
ið það, sem hún er, ef enginn
Joyce og enginn Hemingway
hefðu verið til og þar af leið-
andi ekki neinir þeir fjölmörgu
höfundar, sem af þeim hafa lært
og vaknað til meðvitundar um
nýjar aðfcrðir til að tjá skynjan-
ir sínar og tilfinningar og láta
tjáninguna túlka örlagþrungna
tíðni hljóðbylgja tímans í æðum
sinum og taugum. Það er um
gróðurinn á sviði bókmenntanna
eins og gróður jarðar. Nýtt vex
af gömlu, og jafnvel hin sérleg-
ustu hinna nýju afbrigða eru vax
in upp af ú'æjum eða græðling-
um hins eldri gróðrar.
Eitt af þvi, sem er áberandi og
óvenjulegt við gerð sögunnar, er
það tiltæki höfundar að segja
frá í þriðju persónu i fyrsta og
síðasta kaflanum. En lesandinn
ekki aðeins sættir sig við þetta,
heldur gerir hann sér það líka
ljóst, að með þessu móti nær
höfundurinn sérstökum áhrifum.
Fyrsti kaflinn sviðsetur söguna
i tima og "úmi og í iokakaflan-
um er af algeru látleysi varpað
því ljósi yíir Guðmund bílstjóra
og frúna, að harmleikurinn, sem
gerzt hefnr, verður mun eftir-
minnilegri en hann hefði ella orð-
ið. Þá er sn háttur höfundar að
segja sem allra minnst beinlínis,
en láta það, sem hann vill leiða
i ljós, birtost í skynjunum sögu-
mannsins og þeim hugsvifum,
sem þær vekja úr fortíð og nú-
tíð; tilfinmngabundnum og svo
tilviljanakerndum, að bar sýnir
höfundurir.n stundurn, hve mikið
hann og meira og rninna hlið-
stæð sagmskáld eiga Joyce' að
þakka, beint eða óbeint. Hels-
ingjaveiði Ragnars og Guðmund-
ar gæti <-ýnzt misráðinn sögu-
auki, en h'ifundurinn vinnur eitt
þeim félögum í veiðiförina. Þar
skýrast drættir i duldu og harm-
ræmu viðhorfi þeirra við sveit-
inni, átthcgunum — og um leið
tilverunni i heild. og höfundur-
inn fær tækifæri til að gera þetta
almennara, getur kynnt okkur
skylt viðhorf bóndans í Borgar-
nesi, mann.-ins, sem selt hefur
jörðina sínr- og lætui mýrarnar
sortna meir og meir af helsingj-
um, eftir því sem hann sýpur
oftar á flöskunni. Og ekki má
gleyma því tækifæri, sem höf-
undinum gefst til að kynna okk-
ur betur en hann gæti með bein-
um orðum tilfinningar Ragnars
gagnvart frúnni, þá er þeir félag-
ar eru á leið til borgarinnar frá
helsingjavei ðunum:
„Við ókum úr Hvalfirði og
yfir Laxá og inn Kjósina og upp
á hæðina og sáum borgarljósin
samfelld í kvöldloftini^ eins og
lægi hvítur hjúpur yfir nesinu.
Hún kom ásamt ljósunum og það
var mjög rterkt og hlýtt að finna
hana þannig án aðdraganda. Ég
skynjaði æðaslög hennar og and-
lit gegnum ljósin, af því að hún
mundi vera í þeim einhvers stað-
ar.
— Þetta er tilkomumikið, sagði
Guðmundur.
— Já, r.agði ég“.
Stíllinn < r mjög stuttaralegur,
hraður og stundum stökkkennd-.
ur, á köílum lögð svo mikil
áherzla á, að hjól hans snúist
sem örðulausast, að við liggur
misþyrmingu á venjuiegu máli,
sem er bó fyrst og fremst það'
mál, er höfundurinn leggur
áherzlu á. En hvað um þetta:
Stíllinn cr aldrei án tilgangs,
hefur síoa sérlegu hrynjandi,
fljótlegur, allt að því óðslegur
stundum, hrjúfur og viðkvæmur
til skiptis cða jafnvel í senn, ó-
rökrænn \ið og við, en eins þá
og máski ekki sízt þá fullur af
lífi, af skynjunum auga og eyra,
ilmanar cmekks og tilfinningar.
Hann leggst ekki djúpt og hugs-
ar yfirleitt iítið samfellt, Ragnar
Sigurðsson, — hann gerir sér lítt
grein fyrir náttúrunni og áhrif-
um hennar, hann kafar ekki í
sálardjúp t'élaga sinna eða frúar-
innar, vinkonu sinnar, en í skynj
unum hans og hugsvifum, svo
sem stíllin i birtir bau, kynnumst
við Ragnori mjög rækilega,
greinum l'ti og línur og áhrifa- '
vald náttú’-unnar, þai sem hann :
fer um, kynnumst stöðinni og
lífinu þar. finnst við hafa kynnzt
félögum hnns þó nokkuð — ekki
aðeins Guðmundi, Eika og Hæa, I
heldur líka þeim, sem ekki eru
nefndir. Og frúin verður okkur
sannarlega minnisstæð, — já, og
móðirin, :em skrifar drengnum
sínum bréf suður í spillingu her-
setu- og borgarlifs, verður okk-'
ur undar'ega náin.
4.
„Ong sótt er verii
hveim snotrum manni
en sér engu at una“.
Oft hvaríla þau að mér, þessi
vísuorð, þegar ég hiusta og horfi
á ysinn og þysinn og heyri sam-
töl manna á torgum og biðstæð-
um, í strætisvögnum og búðum.
Það virðist svo um margan, að
á honum sá eitthvert óðagot hug-
ar, handa cg fóta, — og að ýmsir
eigi sér fá og smá hugðarefni,
enda standi þeir st.utt við á
hverjum str.ð, þar sem hugurinn
sezt á fluginu. Og mitt í fjöl-
menninu gæt.ir ekki aðeins eirð-
arleysis í c vip og augum, lieldur
oft og tíðum einmanaieika.
Margt af því fólki, sem býr
hér í þéttbýlinu á nesjum og
gröndum milli fjallalausra
fjarða, sur.da og voga, er fætt
og uppalið í striálbýli víðátt-
anna austan við heiðar cða í
fjallkrýndum fiörðuoa og dölum.
Við naumao kost bjö bað. naargt-
hvað, og f,est við mikið :"ásinni.
En blívanlegan samastað h'ifði
það og mikið landrými auðna
og gróðurlendis. landrými, sem
það gat kailað sitt. og vogurinn
eða víkin, lækurinn og áin voru
þeirra, þessnra karla og kveona
— eða þau gátu sagt: Hann pabbi
á þetta. Og síielR voru störf fyr-
ir hendi, störf, sem fylgdi ábyrgð
á lífi fjölskylduririar og bústofns-
ins. Þau voru að tnestu hin sömu
ár eftir ár, og þó mjög breyti->
leg, tengd dýrum og gróðri,
veiðiskap í sjó og vötnum, bund-
in veðri dagsins í dag og dags-
ins á morgun, sem marka mátti
af skýi yfir fjallsbrún eða bakka
til hafsins, niði árinnar, dunum
fossins eða gjálfri bárunnar við
sand og sker. Og sitthvað var
það, sem gat orðið til upplífg-
unar, jafnvel á hinum mörgit
einverustundum. Undir niðri bjí>
það með ærið mörgum, að landið
væri gætt meira lífi en flesturrt
væri sjáonlegt, að þar byggjti:
vættir og huldur, er vissu síml' •
viti um m innlega hagi og sumt,
sem manneskjunni er dulið, og
þessi vitund ýmist yljaði eðá
hleypti hrolli í taugar. í hugan-
um léku rímnaerindi og aðrir
kviðlingar, og margir fleiri eii
þeir, sem töldu sig skáld eða
hagyrðinga, föndruðu við að
stuðla orð daglegs máls og forrcf
heiti og kenningar og fella fcr!
hendingar. Einnig lifðu í mönn— 4
um kempor og kvenskörungar
fornra sagna, og sumum var andif
þeirra svo hugstæður, að þeirH
fyrntu mái sitt og stældu í hátt-
um eftiriæti sín úr sögunum.ijí
Þá má ekki gleyma því, að fl(?sþ
af þessu , ólki hafði það á til-
finningunni í átthögunum, aif
það væri þar annað og meira ca
nafn á manntali, kjörskrá eða,
: vinnulista. ,n
Af margvíslegum ástæðum>;’
I fékk þetta fólk ekki staðizt þann
I straum, ,,sem stráin ber í fangi-
I út að sjó“. Sumt gat ekki feng-
! ið færi á a? ráða sér sjálft, aðra
I buguðu efnahagslegir örðugleik-i,
] ar, ýmsa hefur aukið strjálbýli
' og fásinni flæmt á brott, og hjá
| mjög mörgum hafa útþrá og von
; aukins frama og þægilegra og
skemmtilegra lifs ráðið ferðinni.
Og í þéttbviinu hér syðra hefur
reyndin orðið sú, einkum á allra
seinustu áratugum, að fólkið
hefur hlotið stóraukin þægindi
og yfirleitt rýmri og betri kost
en áður og getað verið rmiklum
mun áhyggjulausara um úrræði.
og afkornu. Og vist er um það,
að aldrei áður hefur það unnið
sér inn jafnmikið fé. Raunar
hefur féð -unnið fljótlega út úr
greipum margra, en bó finnst
þeim. að það sé allir' mimn ' ,T
fá mvndarlera unphæð ' 'óf -n
á hverjum föstudegi. Os* vinn n
og vinnutiminn — skyldi bað
vera annað en helvítis þrældóm-
urinn í «veit.inni. — Eða þá
kannski að siá þar ckki utan-
heimilismanneskju dögum og
jafnvel vih.um sarnan og fá ekki
í hendur grænan cvri — allt í
innskriftum og milliskriftum!
F.n hjá .agrið mörgu af þessu
fólki gerir vart við r,ig einmana-
leiki og eirðarlevsi, og það er
haldið tilfinningu eftirsjár og
jafnvel trega.
„Á miðium torgum nam ég
st.aðar stundum,
í sta''fsins gnv og röstum
borvarflaums.
Minn huvur varð sem eymsli
af gömhim undum
við endurskin mins fyrsta
bernskudraums“.
Og er betta svo mjög að undra?
Marcur er sá. sem ekki hefur í
borginni eignazt fastan s'anv'stað,
heldur-e” á s:f',1ldum hrakhólum,
— kvnniig öll er á tv;strium,
enga skennuna er um að svsla,
bar sem eVV.i er einu sinni h0imiR
að hafg sér til skemmtunar hund-
kviVj-tUt n^ huíIö^-efnin föm1tt
ia.fn ósamræm anda umhvei’fis-
ins op marka má af hinu miög
svo vinsæla hejti á rimnakveð-
skannum „vitlausi maðurinn í
útvarrtinii*1. en bað mun ve^a
menuinn'orieo'i innle?*' frá ensk-
um togaramönnum. Og hvar er
Framh. á bls. 11