Morgunblaðið - 27.04.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. apríl 1955 MORGVNBLA&E& 9 LelkféEag Reyk]avíkur s IVENNAMÁL KÖLSKA eftir Ole Barman og Asb'förn Toms Á myndinni sjást nokkrir þeirra, sem viðstaddir voru vígslu kirkj- unnar á Keflavíkurflugveili. Þeir eru talið frá vinstri: Sr. James Woodruff, Donald R. Hutchinsson hershöfðingi, Hr. Ásmundur Guðmundsson, Mr. John J. Muccio sendiherra, Hr. Vincent Brosn- an, Hr. Jóhannes Gunnarsson, sr. Charles I. Carpenter, sr. Paul C. Empio og sr. Martin C. Poch. — Fyrir framan þá er líkan af hinni nýju kirkju. UM þessar mundir eru leikhúsin hér ævintýraheimur, þar sem háð er þrotlaus barátta milli hinna góðu og illu afla í tilver- unni, og sem jafnan í ævintýr- unum, þá sigra hin góðu öfl að lokum. Birtist í því hin eilífa þrá mannsins eftir betra heimi, þar sem ríkir réttlæti 'og bróðurhug- ur. Margrét Guðmundsdóttir leik- ur hér í Þjóðleikhúsinu og i Hafnarfirði hina hjartaprúðu ungu stúlku, sem ber í brjósti kærleika til allra manna og fyrir- gefur allar mótgerðir og fær prinsinn að launum, og hjá Leik- félagi Reykjavíkur þjarmar Mar- grét Ólafsdóttir svo að sjálfum Kölska að minnstu munar að hún komi honum á kné fyrir fullt og allt. „Kvennamál Kölska", gaman- leikurinn eftir norsku rithöfund- ana og leikhúsmennina Ole Bar- man og Asbjörn Toms, sem Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi s.l. sunnudagskvöld, er að nokkru Hin nýja kirkja á Keflavíkurflugvelli er hið vistlegasta guðshús. Þar munu hin ýmsu trúarfélög á Keflavíkurflugvelli halda guðs- þjónustur. Kirkjan tekur um 400 manns í sæti. * • VIOS vígslu kirkju á Keflavilv. ASUNNUDAGINN var vígð á Keflavíkurflugvelli ný kirkja, sem trúarfélög meðal varnarliðsmanna og annarra starfsmanna fcafa komið upp af miklum dugnaði. Var kirkjan byggð s. 1. haust og eingöngu í sjálfboðaliðsstarfi. Er þetta járnbygging, gerð úr bogagrind og eins og tíðkast með stærri herskála. Mikill mannfjöldi var viðstaddur vígsluna. SAMEIGINLEG KIRKJA ALLRA KIRKJUFÉLAGA Hin nýja kirkja er um 20x30 m að gólfflatarmáli og getur tekið 10 vænSaníegir ríkisboroarar SKÝRT var frá því í þingfrétt- um Mbl. i gær, að skv. tillögum allsherjarnefndar Neðri deildar, hefði 10 'nönnum venð bætt inn á frumvarpið um veitingu ríkis- borgararéttar, en einn verið felld- ur niður. Þeir, sem bætt var inn, voru: Ingólfur Babel, námsmaður í Eeykjavík, þýzkur. Bjarni Erik Einarsson verzlun- arstjóri i Vestmannaeyjum, danskur. Ejvil Walin Christensen, bif- reiðarstjóri, Reykjavik, danskur. Heinz Karl Friedlander, járn- smiður, Reykjavík, þýzkur. Egil A. M. Holmboe, skrifstofu- maður, Keflavík, norskur. Kaja Kieldsen, húsmóðir, Rvík, dönsk. Maria Cornelia Kroon, nunna, Hafnarfirði, hollenzk. Knud Larsen, málari, Reykja- vik, dans'rur. Kristinn Ottóson Louis, vél- fræðlngur, Grimsby, enskur. Niels Er>k Mikkelsen, landbún- aðarverkatnaður, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, danskur. Niður var fellt nafn Marga- rethe Zee„w, sem var hollenzk, en hefur nú flutzt burt af land- inu, svo að hún fær ekki íslenzk- an ríkisboigararétt. um 400 manns í sæti. — Þarna munu hin ýmsu kirkjufélög hafa guðsþjónustur sínar, bæði mót- mælendatrúarmenn, svo sem lút- erstrúarmenn og meþódistar, ka- þólskir menn og gyðingatrúar. FJÖLMENNI VIÐ VÍGSLUNA Viðstaddir vígslu hins nýja guðshúss voru fjölmargir forustu menn bandarískra kirkjufélaga og þar voru herra Ásmundur Guðmundsson biskup íslands, og ! herra Jóhannes Gunnarsson, ka- þólskur biskup á íslandi. HÁTÍÐLEG ATHÖFN Yfirmaður varnarliðsins, Don- ald R. Hutcheson, afhenti kirkj- una formlega með stuttri ræðu, en sr. Carpenter, herprestur, veitti kirkjunni móttöku. Athöfnin var hátiðleg. Hljóm- sveit flughersins á Keflavíkur- flugvelli lék við messugjörð og sameinaður kór mótmælendatrú- armanna og kaþólskra söng sálma. Margrét Ólafsdóttir. byggður á norskri þjóðsögu. — Konunni er þar í raun og veru gefin öll dýrðin, því að ást henn- ar er síðasta vígið gegn algerum yfirráðum myrkrahöfðingjans á þessari syndum spilltu jörð. Og þetta ofurvald ástarinnar verður Kölski því að brjóta á bak aftur. Hann kallar æðstu púka sína til skrafs og ráðagerða, og er þar ákveðið að Kölski fari sjálfur á stúfana til þess að koma fram þessu áformi sínu. — Hann hefur augastað á ungri stúlku, Önnu Dumpen í Hlíð, sem er ófyrir- leitin og ofsafengin og höfuð- paurinn í öllum illdeilum og úlf- úð í sveitinni, og því líkleg til þess að verða Kölska að liði, enda er hún stórt nafn í við- skiptabók hans. — En margt fer öðruvísi en ætlað er. Anna fær ofurást á þessum ókunna manni, sem ber að garði hjá henni, en við blíðuatlot hennar dregur all- an mátt úr Kölska og hann kemst algjörlega á hennar vald. Horfir þannig til hinna mestu vandræða fyrir honum. — Heimurinn tekur stakkaskiptum, allt er friður og eining, — jafnvel tveir hatröm- ustu andstæðingar sveitarinnar Leiksfjóri Einar Pálsson Gísli Ilalldórsson og Margrét Ólafsdóttir. fallast í faðma og ekki er annað sýnna en að Víti hrynji til grunna. — þetta blómlega risa- fyrirtæki verði gjaldþrota. — En hvernig þetta mikla vandamál leysist að lokum, verður hér ekki greint frá. Hugmyndin er góð og ýmis at- riði leiksins og tilsvör býsna fyndin, en hÖfundarnir hafa ekki haldið nógu vel á efninu til þess að leikurinn í heild sé verulega skemmtilegur. Fyrsta atriðið, í fundarherbergi Kölska, er of langdregið og í viðskiptum hans og Önnu gætir fullmikilla endur- tekninga og tilbreytingaleysis. — Auk þess eru sumar persónurnar leiðinlegar og draga leikinn frem- ur niður, svo sem hjónadrislan, ráðgjafi Kölska í ástamálum, — hlutverk, sem virðist skotið inn í leikinn af lítilli þörf og erfitt er að gefa nokkra meiningu. Aðalhlutverkið, Kölska, leikur Brynjólfur Jóhannesson. Er leik- og Steingrímur Þórðarson og Karl Guðmundsson hinir virðu- legustu erkipúkar. Af öðrum leikendum beinist athyglin sérstaklega að þeim Þorsteini Ö. Stephensen, er leik- ur Óla bónda í Hlíð og Gunnati Bjarnasyni, er leikur Nilsen bónda. Er leikur þeirra beggja prýðisgóður. Einkum er athyglis- verður leikur Gunnars, sem er heilsteyptur og sannur út í æsar, jafnframt því sem gerfi hans er afbragðsgott. — Emilía Borg leikur Brillu, konu Öla í Hlíð, lítið hlutverk og fór laglega með það. — Og þá er það Árni Tryggvason, er leikur ungan og kvikan fjósamann. Hlutverkið er ekki viðamikið, en í höndura Árna varð fjósamaðurinn ein af skemmtilegustu persónum leiks- ins. — Er Árni nú tvímælalaust. bezti gamanleikarinn okkar og verðskuldar vissulega að fá mik- il og góð verkefni. — Þætti mcr ekki óeðlilegt að Þjóðleikhúsið liti til hans hýru auga. Leikstjórinn, Einar Pálsson, hefur leyst hlutverk sitt vel af hendi og fengið, að ég hygg, út úr leikritinu, það sem hægt er. Hraði leiksins er, þrátt fyrir mörg sviðskipti, sem henta betur hring- sviði, furðu góður, og staðsetn- ingar allar eðlilegar. — Nokkur mistök virtust vera á ljósunum einstöku sinnum, svo sem er tunglsljósið kom á undan tunglinu í 6. atriði, en það stend- ur að sjálfsögðu til bóta. Lothar Grund hefur málað tjöldin af sinni alkunnu smekk- vísi og hugkvæmni. Lárus Sigurbjörnsson hefur þýtt leikinn á allgott mál, en þó ekki hnökralaust. Áhorfendur tóku leiknum vel, Sigurður Grímssön. Prestur að Kolfreyjusfað í GÆRDAG voru kunn úrslitin í prestskosningunum í Kolfreyju- staðarprestakalli, en þar fór fram prestskosning á sunnudaginn var. Kosinn var lögmætri kosningu Þorleifur Kristmundsson, canct. theol., er hlaut 215 atkvæði. — Næstur að atkvæðamagni var cand. theol Sverrir Haraldsson, sem hlaut 83 atkvæði og séra Robert Jack í Árborg í byggðum Vestur-Islendinga í Kanada, hlaut 2 atkvæði. Einn seðill var . ógildur. Á kjörskrá voru 440. > Kölski (Brynjólfur Jóhannesson) I Kölski á glugganum hjá kærustu- parinu (Margrét Ólafsdóttir og Knútur Magnússon). ur hans að þessu sinni ekki eins þróttmikill og lifandi sem oftast endranær, — eins og áhuginn og innlifunin sé ekki fyllilega fyrir hendi. Annað aðalhlutverkið, Önnu Dumpen, leikur Margrét Ólafs- dóttir. Margrét er efnileg leik- kona og hefur unnið marga góða leiksigra á sviðinu í Iðnó. Hún fer einnig nú einkar vel með hlutverk sitt, sérstaklega í upp- hafi leiksins, er hún óstýrilát og ögrandi hvetur hina ungu menn til illinda. En nokkuð vantar á tilfinningahitann í ástaratlotura hennar. Gísli Halldórsson leikur skipu- lagspúkann með miklum mynd- ugleik og í hlutverki sýsluskrif- arans er hann afbragðsgóður og sýnir þar nýja hlið á leikgáfu sinni. Einar Ingi Sigurðsson er einn- ig allskemmtilegur sveitardrísill, Síldarverksmiðj- urnar greiði 100 þús. kr. árleg;a til Sij*luf jarðar NEÐRI DEILD Alþingis sam þykkti í fyrradag frumvaro Einars Ingimundarsonar um að Síldarverksmiðjur ríkisins skuli greiða ekki minna en 100 þús. kr. á ári til bæjat sjóðs Siglufjarðar. Eins og kunnugt er þurfa rík- isfyrirtæki, sem Síldarverksmiðj- urnar ekki að greiða útsvör til bæjarfélaga, þar sem þær eru staðsettar. Þar sem þær taka þó mikið rúm í atvinnulífi kaup- staðanna hefur annað ekki þótt fært en að þær greiddu svonefnd. umsetningargjöld til bæjarfélag- anna, sem hafa numið >/2% af brúttóandvirði seldra afurða. Nú hefur verið lítið um síld á Siglufirði og hafa greiðslur síldarverksmiðjanna til bæjar- félagsins því næstum fallið nið- ur. Þetta gerist á sama tíma og einmitt er mest þörf fyrir féð a þessum erfiðleikatímum. Til að ráða bót á þessu bar Einar Ingimundarson fram frum- varp um að lágmarksgjald síld- arverksmiðja ríkisins til bæjar- sjóðs skuli vera 100 þúsund kr. a ari. 1TEL AVIV, 20. apríl — Israel ' gagnrýndi öryggisráð SÞ harð- | lega í dag fyrir að hafa gert sig I sekt um „hlutdrægni" í umræð- I unum um átök þau, er hafa orðið á landamærum Egyptalands og ísraels undanfarið. Utanríkisráðu nevtið vítti ráðið fyrir að hafa ekki fordæmt Egypta fyrir áð hafa hvað eftir annað rofið vopna hlésskilmálana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.