Morgunblaðið - 27.04.1955, Side 12

Morgunblaðið - 27.04.1955, Side 12
12 MOR(iVnBLA&t8 Miðvikudagur 27. apríl 1955 Siolin flugvéi hrapar iii jarSar f VALENCIENNES, 26. apríl: — Tveggja hreyfla vél, sem stolið var í gær af flugvelli í nágrenni við Portsmouth í Englandi, hrap- aði til jarðar rétt eftir miðnætti í nótt í litlu sveitaþorpi í Frakk- landi, Valenciennes. Fimm manns biðu bana í slysi þessu, og tveir særðust. Flugvélin hrapaði niður á íbúðarhús, sem gjöreyðilagðist og húsin sitt hvoru megin eyðilögðust einnig. Fiugmaðurinn, Agnani að nafni, var meðal þeirra, er fór- ust. Var hann 22 ára að aldri, tilheyrði starfsliðinu á flugvell- inum og hafði réttindi til að fljúga. Agnani sá sér færi á að stela flugvélinni síðdegis á mánu dag og tókst að sleppa yfir Erm- arsund, þó að reynt væri að fylgjast með ferðum hans í rat- sjá, og flugvélar væru sendar af stað til að veita honum eftir- för. Reuter—NTB - Hesiamaitnafé!. Framh. af bls. 2 ið og stjórnaði því af hinum mesta skörungsskap, en hann hef- ur verið formaður félagsins frá stofnum. Jón Eiríksson, bóndi í Djúpadal, rakti sögu félagsins og tildrög að stofnun þess. í þessum fagnaði voru margar ræður fluttar, sungið og hesta- vísur kveðnar og sannur gleði- blær ríkjandi, eins og jafnan þar sem hestamenn eru saman komn- ir. Meðal boðsgesta var stjórn Hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki. Á þessum 10 árum frá stofnun Stíganda hefur félagið starfað mikið og vel. Það hefur eignazt ágætan skeiðvöll á Vallabökk- um, komið sér þar upp stórum skála og haft kappreiðar á hverju sumri. Hefur þar jafnan verið geipifjölmenni bæði úr Skaga- firði og nágrannasýslum. Stíg- andi hefur og komið sér upp all- stórri afgirtri hestageymslu í landi Stóru-Seylu. Félagið hefur jafnan átt einn úrvals stóðhest og á nú tvo, enda hafa hrossa- kynbætur verið eitt af aðalvið- fangsefnum þess. Fullvíst má telja að með stofn- un og starfi hinna tveggja hesta- mannafélaga í Skagafirði, Stíg- anda og Léttfeta á Sauðárkróki, hafi orðið mikil breyting til auk- ins áhuga fyrir hrossarækt og víðtækra kynbóta, enda árangur þegar orðinn mikill. — jón. Skriðuhlaupið á Hjalla Valdastöðum, 19. apríl. EINS og áður hefir verið frá skýrt, búa á Hjalla, hjónin Hans Guðnason og Unnur Her- mannsdóttir, og eiga þau 9 böm, 4 stúlkur og 5 drengi. Hið yngsta þeirra er rúmlega þriggja ára, en elzta á að fermast í vor, og er það stúlka. Nýbýli þetta hefir verið byggt upp á 2—3 síðustu árum, og er í landi Eyja, en þar búa foreldrar Hans, þau Guðni Guðnason, og kona hans, Guðrún Hansdóttir, bæði komin mjög við aldur, og slitin af mikilli vinnu. Hefir þurft mikið áræði og dugnað til þess að koma upp þessu býli, þar sem þar er búið að gera, rækta land, og byggja yfir menn og búsmala, og um leið framfleyta stórum barnahóp. Áður bjuggu þau hjón heima í Eyjum. Að Hjalla er búið að byggja stóra heyhlöðu og fjós fyrir 16 stórgripi, íbúðarhús, sem er ein hæð með íbúð í risi, og það hitað upp frá miðstöð. Niðri í húsinu eru 4 herbergi, eldhús, þvottahús og bað. Ekki mun fullbúið að ganga frá ris- hæð, sem er allrúmgóð. Fyrir stuttu var nýbúið að mála hæð- ina og láta dúka á gólf. f fljótu bili virðast skemmdirnar af völd- um skriðuhlaupsins ekki eins miklar og vænta mætti, á húsinu sjálfu, en koma ef til vill í Ijós síðar meir. Afur á móti hafa orð- ið allmiklar skemmdir á innan- húsmunum. Það er fullvíst, að hjónin á Hjalla hafa orðið fyrir allmiklu eignatjóni. Þó hygg ég, að þau telji það smámuni eina móti missi litlu stúlkunnar, þó að hún væri ekki þeirra barn. Höfðu þau tekið hana um tíma, á meðan móðir hennar dvaldi á fæðingar- deildinni í Reykjavík, og var maður hennar að sækja hana einmitt þennan dag, er slysið vildi til. Litla stúlkan, sem fórst, hét Anna Pálína. Foreldrar hennar, eru Ingólfur Guðnason og kona hans, Helga, sem er þýzk að ætt. Eiga þau son tæpra 4 ára auk nýfædds barns, sem áður er frá sagt. Var fljótt símað út um sveit- ina og brugðust menn fljótt til hjálpar, tókst að miklu leyti að ryðja því mesta út þá um kveldið. Á sumum næstu bæjum voru vatnvextir svo miklir, að menn komust ekki til hjálpar fyr en daginn eftir. - Kvöldskóli Framh. af bls. 2 hygli og ástundun í kristnum fræðum hlutu verðlaun Lilja S. Jónsdóttir í byrjunardeild og Gunnlaugur Kristjánsson í fram- haldsdeild. Kvöldskólinn nýtur að mak- legheitum mikilli og almennra vinsælda fyrir langt og gagnlegt fræðslustarf í þágu þess fólks, sem kýs eða verður að stunda at- vinnu sína samhliða náminu. Nemendur skólans skipta þús- undum. M. - Bækiingur Framh. af bls. 6 Bæklingar Neytendasamtak- anna eru allir gefnir út 1 sama formi, og innan skamms mun Neytendablaðið koma út í því formi, en í blaðinu verður skýrt frá ýmsum öðrum þáttum í starf- semi samtakanna og þeim mál- um, sem þau hafa unnið að að undanförnu. (Fréttatilkynning frá Neytenda- samtökunum). ^ BEZT AÐ AVGLÝSA A W I MORGVNBLAÐim ▼ Prentvillupúki - Klakksvík OVENJU kátlegur prentvillu- púki var á ferðinni í blaðinu í gær, er hann hljóp í fréttaskeyti frá Húsavík. Þar hefur kór þeirra Húsvíkinga, Þrymir, tekið upp sýningar á hinum skemmtilega og fjöruga sjónleik: „Alt Heidel- berg“. En er prentvillupúkinn hafði snúið á blaðamennina við prófarkalesturinn, var sjónleik- urinn kallaður: „Allt heiðarlegt". Húsvíkingar, sem telja sig heið- arlegt fólk, eru samt þeirrar skoð unar, að það sé að bera í bakka- fullan lækinn þar með því að sýna sjónleik, sem héti slíku nafni! — VETRARGARÐUPJNN DANSLEIKUR í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Ieikur. Aðgöngumiðar eftir kl. 8. V. G. Framh. af bls. 1 sem Klakksvík stendur við) og einnig við sjálfa höfnina í Klakksvik. Hindrunum hefir verið komið fyrir á þeim fáu vegum, er liggja að fiskiþorp- inu á landi. Augljóst virðist því vera, að íbúar Klakksvíkur hyggjast ekki ætla að láta neinn bilbug á sér finna. Halvorsen nýtur eindreg- ins stuðnings meirihluta bæjar- stjórnarinnar og hylli allrar al- þýðu í Klakksvík. • • • • Er síðast fréttist lá „Parke- ston“, skipið er dönsku lögreglu- mennirnir eru um borð í, enn á Skálafirði. Danska varðskipið „Holger danski" hafði einnig komið á vettvang og varpað akkerisfestum þar. f nótt, er leið, var Halvorsen sýnt banatilræði. Skaut tilræðis- maðurinn tveim skotum en hæfði ekki og var handsamaður. Ekki hafa borizt nánari fregnir af at- viki þessu. • • • • Sendinefnd bæjarstjórnar Klakksvíkur kom til Þórshafnar skömmu fyrir hádegi í morgun og sat fyrst fund með leiðtogum verkalýðsfélaganna í Þórshöfn. Fór hún síðar um daginn fram á það við landsstjórnina að mega ræða málið við forsætisráðuneyt- ið í Kaupmannahöfn. — Danska stjórnin hefir beðið um álit landsstjórnarinnar á þessu. Því er fleygt, að Kampmann, danski fjármálaráðherrann, verði þegar sendur flugleiðis til Þórshafnar, ef landsstjórnin fellst á þetta. • • • • Er síðast fréttist frá Færeyj- um, höfðu Klakksvíkingar enn engu svarað úrslitakostum lands- stjórnarinnar. Þeir hafa sjálfir engar tillögur lagt fram í mál- inu, en halda því fast fram, að þeir hafi lögin sín megin í lækna- deilunni. Mrscafé ■m DANSLEIKUR m I að Þórscafé í kvöld klukkan 9. * m í K. K.-SEXTETTINN LEIKUR m ■» m • 5 Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. ■ ■ ■■■■■■■■jt : Sinfóníuhljómsveitin Ríkisútvarpið TÓNLEIKAR í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 29. apríl kl. 8 síðd. Stjórnandi: OLAV KIELLAND Einleikari: ÁRNI KRISTJÁNSSON Verkefni: Olav Kielland: Svíta fyrir hljómsveit, op. 5 Edvard Grieg: Píanókonsert í a-moll, op. 16 Edvard Grieg: Sinfónskir dansar. op. 64 Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu. Aðgöngumiðar að SAMSÆTi Jonasar Jonssonar frá Hrífki oy frú 1. maí n. k. að Hótel Borg, eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar ■im Fáksfélagar BERLÍN, 26. apríl. — Adenauer, for6ætisráðherra V.-Þýzkalands, er nú staddur í Vestur Berlín ásamt nokkrum starfsmönnum stjórnardeúdar efnahagsmála. í dag ræddu þeir við borgaryfir- völdin. Tngangur fararinnar er að auka efnahagsaðstoð Vestur Þýzkalands við V.-Berlín. : Þ Fræðslu- og skemmtifundur verður föstudaginn 29. m. kl. 8,30 í Tjarnarcafé, uppi. 1. Egill Bjarnason, héraðsráðunautur Skagfirðinga fytur erindi og sýnir skuggamyndir. 2. Félagsvist, ef tími vinnst til. 3. Félögum Sörla og Harðar er boðinn þátttaka. Stjórnin. MARKÚS Eftir Ed Dodd The RAIN CON* iTINUES rro pour, j. AND MARK'S PARTY WAITS HELP- LESSLY IN CAMa W GOOD MORN1N5, LA&IES...Í TO CELESPATE THIS BEALFTI- FUL QAY I'M GOING TO MAKE SOME CUT-OF-THIS-WORLD FLAPJACKSf - Afhyglisverð hugmynd Framh. af bls. 6 Skýrslan skýrir sig sjálf. Ið- gjald áætlað 15—20%. Þó skal á það bent, að tryggingarupphæðin verður mismunandi eftir því, hve mikið er áætlað að salta á hverri stöð, og breytast allar greiðslur samkvæmt því. H. Kristinsson. 1) Rigningin heldur áfram að LYKLAVESKI með 5 smekklás- streyma dag og nótt. Markús og lyklum hefur tapazt. Skilist gegn félagar hans sitja aðgerðalausir fundarlaunum á afgr. Mbl. á meðan. EARNEY l’M Á HEEL TO TELL YOU THIS, BUT YOU'RE A SR 2) — Góðan daginn. Til að halda upp á þennan yndislega dag, ætla ég að fara í skógar- höggsleik. 3) — Bíddu, Markús, ég ætla að koma og horfa á. 4) — Bjarni, komdu snöggvast 5) — Ég ætla e. t. v. ekki að segja þér þetta, en við erum góðir vinir .... ð;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.