Morgunblaðið - 27.04.1955, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.04.1955, Qupperneq 14
_ 14 ■ "acz MORGUNBLAÐI9 Miðvikudagur 27. apríl 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR 3. B. PRIESTLEY & PramKaldssagan 21 ég að fá annað nafn og þá sá ég þok, sem hét Hin eyðslusama ungfrú Du Cane, og þá hugsaði ég: þetta er ég. Eg var þá aðeins þurn, seytján ára að aidri. Við áttum heima í luiham, Walham Gireen, til að vera alveg nákvæm, rétt við North End Road. Við ýorum sjö í fjölskj'ldunni, þrjár stúlkur og tveir drengir og ruamma og pabbi. Faðir minn var Jmsgagnasmiður, þegar hann liafði eitthvað að gera. Ég geri ráð fyrír að ekkert ykkar þekki I’u.iham eða þann hluta borgar- ijinar. Þið ættuð að fara þangað Ög líta á það einhvern tíma. Það gr ekki aumasta fátækrahverfið, óg ykkur mundi finnast það held- Ur glaðvær og skemmtilegur stað ur, það er að segja ef þið eruð inátulega kennd eða verðið ekki að búa þarna. Ég var vön að hlaupa fram og aftur North End götuna og sækja steiktan fisk og öl og reyna að vinna mér svo mikið inn að ég kæmist á efstu svalirnar í Granville, en það er lítið söngleikahús við endann á götunni. Við höfðum aðeins helming hússins, sem við bjugg- tim í öll sjö og húsið var sannar- íega ekki of stórt og við vorum því alltaf hvort fyrir öðru, og því voru allir að rífast og nöldra hver við annan. Við þrjár stúlk- urnar vorum í sama herbergi, og |)ið getið ímyndað ykkur hvernig það hefur verið, bar sem hver reyndi að nota það sem náunginn átti eða fá eitthvað lánað, þegar út þurfti að komast. Ég varð oft- ast fyrir barðinu, þar sem ég var yngst. Maggie, elzta systir min, fékk atvinnu sem þjónustustúlka á, veitingahúsi, hitti hermann, sem var í leyfi, sem henni geðj- aðist mjög vel að og sem sagði henni, að hann ætlaði að giftast henni, þegar styrjöldinni væri lokið. Hún eignaðist barn og liann kom aldrei aftur og þannig yar nú sú saga. Barnið er heima húna og Maggie er enn þjónustu- stúlka, en ekki á sama veitingar- húsinu. Ethel var næst mér, hún fór að vinna í þvottahúsi og því næst giítist hún manni, sem leit út eins og rotta og hagaði sér éinnig samkvæmt því. Því næst varð ég að fara út til að vinna, og ég fór nú úr einni vinnu í aðra, þrjá mánuði var ég í ómerkilegri sælgætisverzlun, en hana rak lítill, skítugur maður, sem alltaf |rar að taka utan um mig, aðra w r j á mánuði var ég í stórri vefn- ðarvöruverzlun og var alltaf á önum þar frá morgni til kvölds, >ar til ég var að því komin að níga niður, því næst var ég í nnarri búð, þar til ég hafnaði í jfcvikmyndahúsinu þar í hverfinu, íem aðstoðarstúlka, en kaupið t ýar ekki hátt og forstjórinn of ringjarnlegur og ég gat ekki þol- að að vera heima. Þegar ég hafði verið eina klukkustund í því húsi, langaði mig til að öskra og æpa. í hvert sinn, sem ég fór í j miðborgina — til að sjá sýningar hjá Daly eða Gaiety eða Palace eða Palladium — var ég vön að liggja vakandi hálfa nóttina. Þá skeði það eitt kvöld, að ég fór með nokkrum kunningjastúlkum mínum og mönnum, sem við þekktum, á Granville og þeir buðu okkur á barinn og gáfu okkur portvín, en þá kom fólk, sem tók þátt í sýningunni og við kynntumst þarna. Ein af stúlk- |mum hafði fallið burtu — það tvar söngleikurinn Ó, augað mitt! (þannarlega þriðja flokks — og ég komst í hennar stað. Þau höfðu leikið í smærri söngleik- húsum í London og voru nú að fara í sveitina, þið vitið hvernig það er, til dæmis „alla þessa viku á Pier Pavilion eða aðeins þrjár nætur á Corn Exthange“. Ég fór með þeim, ungfrfl Du Cane, sú þriðja frá hægri í dansflokknum. Þannig var það er Gladys fór að heiman“. „Hefurðu nokkurn tíma komið aftur?“ spurði sir William. „Auðvitað hef ég það. En ekki til að búa þar og ég býst ekki við því að gera það. Ég var vön að líta þangað inn í mesta flýti og færa mömmu eða barninu hennar Maggie eitthvað. Mér þykir vænt um þau öll og þeim þykir vænt um mig. Ef maður gæti tekið eitt og eitt þeirra að heiman og sezt niður í þægilegt horn ein- hvers staðar og drukkið með þeim eitt vínglas, þá mundi mað- ur geta kynnst þeim eins og þau eru í raun og veru, en þegar þau eru öll samankomin heima, þá fara þau í tauganrar á manni, að minnsta kosti fara þau þá í mínar taugar“. Hún leit upp og mætti augnaráði Margaretar. „En nú er komið nóg af þessu, ég ætla ekki að fara að segja ævisögu mína, jafnvel ekki í kvöld, þegar við erum öll villt og langt að heim- an og þegar Piccadilly Circus virðist vera einhvers staðar í Nýja Sjálandi". „Jæja, spurðu þá eirihverra spurninga“, sagði sir William. Honum fannst gaman af þessu og hann var að velta því fyrir sér, hvað Gladys mundi spyrja hinn föla en bjarteyga unga mann Penderel, sem hún virtist þegar hafa komist í kynni við. Gladvs hallaði sér fram og sneri höfðinu svo að hún gat horft beint framan í Penderel. Hann var að hugsa um, að augun í henni væru eins á litinn og miög gamalt brúnt sherry, þegar hún bar fram spurninguna. „Hvers vegna eruð þér svona bitur?“ „Ég!“ Hann greip andann á lofti. „Já, þér“. Hún kinkaði kolli til hans eins og viturt barn. „Hvers vegna ég er bitur?“ „Ég held, að þér séuð það“, sagði hún við hann. Hún leit til Wavertons-hjónanna. „Ég veit, hvað þér eigið við“, sagði Margaret. „Það er ekki • beinlínis rétta orðið, en það nær I því þó“. Því næst ávarpaði hún Penderel og sagði: , Já, þér eruð bitur, eins og þér vitið“. „Auðvitað ertu bað, Penderel", sagði Philip hjartanlega. „Þú ert eitt versta eftirstríðs tilfelli, sem ég þekki, helmingi verri en ég. Þú skalt bara viðurkenna það“. Hann glotti og beindi pípureykn- um yfir borðið. „Svaraðu nú spurningunni". Penderel gretti sig dálítið. — „Jæja, ég hélt ekki, að þetta væri svona áberandi. Ég geri ráð fyrir, að ég verði að segja dálítið frá sjálfum mér. Ég fór í stríðið, þegar ég var seytján ára gamall, ég strauk úr skólanum til þess að geta gert það og lét skrá mig sem Tommy og sagði, að ég væri nítján ára. Ég ætla ekki að fara að tala um stríðið. Þið vitið allt um það. Það drap föður minn, sem ekki þoldi hina miklu vinnu, sem lagt var á hann. Það drap 1 Jim, bróður minn, sem var skot- inn til bana við Passchendaele. Hann var sá bezti maður, sem til var og ég dýrkaði hann. Það eru menn eins og hann, sem eru salt jarðarinnar og það eru oftast þeir, sem deyja í stvrjöldunum, hvort sem þeir eru Bretar, Frakk ar, Þjóðverjar eða Ameríkanar. Og svo er fólkið að velta því fyrir sér, hvað sé að heiminum í dag, en það gleymir því, að beztu mennirnir, sem alltaf mundu vera leiðandi menn í þjóðfélag- inu og menn, sem mundu vera á bezta aldri, eru nú dánir. Ef hægt væri að vekja þá aftur til j lífsins, menn eins og Jim, sem eru látnir í hundraða og þúsunda i tali, þá mundi hægt að s.iá fljót- j lega muninn á heiminum. En þeir eru dánir, en hundruðir annarra Sumarkjólaefni — verðlœkkun — Sérstaklega góð strigaefni seljast fyrir aðeins kr, 29,00 meterinn. Mðríoinn ^ LAUMEG3, Einársson&Co HIJS - ÍBIJÐIR Hefi til sölu 4 herb. íbúðarhæð í Hlíðunum, fokhelt hús í Kópavogi og 2ja herb. kjallaraíbúð við Langholts- veg með 60 þús. kr. útborgun. — Ennfremur sumarbústað við Hólmsá. BALDVIN JÓNSSON hrl. Austurstræti 12 — Sími 5545 Ný sending Stultjakka Cju ttfo" Sumarbústaðalönd Ákveðið er að úthluta nokkrum sumarbústaðalöndum við Hamrahlíð sunnan Vesturlandsvegar. — Umsóknir skulu sendar til skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfs- stræti 5, fyrir 15. maí n. k. og verða þar gefnar allar nánari upplýsingar. — Þeim, sem áður hafa sótt um ræktunarlönd til bæjarins er bent á að nauðsynlegt er að þeir endurnýji umsóknir sínar. . Ræktunarráðunautur Reykjavíkur. E. B. Malmquist - AIRHIICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni — Njótið ferska loftsins innan húss allt ánð AIRWICK hefir staðist allar eftirlíkingar. AIRWICK er óskaðlegt. Aðalumboð: lílafur Gíslason & Co. h.f. Sími 8137«. TILKYNNING frá Héraðs!ækninum i Hafnarfjarðarhéraði Áformað er að bólusetja gegn mænuveiki í næstu viku börn þeirra, er þess óska. Bólusett verða börn á aldrin- um 5—12 ára. — Þeir, sem óska bólusetningar fyrir börn sín, komi að Sólvangi eftirtalda daga kl. 4—6 e h., og láti skrásetja börnin og fái skrásetningarnúmer. Miðvikudaginn 27. þ. m. komi til skráningar þeir, sem búa sunnan Reykjavíkurvegar. Fimmtudaginn 28. þ. m. komi þeir, sem búa vestan Reykjavíkurvegar. Föstudaginn 29. þ. m. komi þeir, sem búa í Garða- og Bessastaðahreppum. Þann dag verða einnig skrá- settir aðrir aldursflokkar, ef bóluefni verður fyrir hendi. Greiðsla fari fram við skrásetningu, kr. 30,00 fyrir 1. barn 511 skiptin og kr. 20 fyrir hvert, ef fleiri eru í fjölskyldu. HÉRAÐSLÆKNIRINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.