Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. maí 1955 1 Frh. af bls. 17 Hann er eins og afsláttarhestur, sem er látinn ganga sér til húð- ar. — I>AR SEM IITí) DÝRMÆTASTA — MANNESKJAN SJÁLF — TAPAST Fyrir skömmu átti ég tal við kunningja minn, sem dvalið hef- ur austan járntjaids um nokkurra mánaða skeið, og spurði hann hvernig þar væri umhorfs. „Það er svo sem allt í þessu fína lagi“, svaraði hann. „Mað- ur hefur það gott. Það er nóg vinpa, nógur matur, mikið líf í tuskunum. Listamenn hafa það hvergi betra, það er allt fyrir þá gerf — ef þeir hlýða sínum yfir- boðurum, vel að merkja. — Já, J>etta er hreinasta gósenland; . . J>að er bara þetta, að þú ert ekki lengur manneskja, á þann hátt, sem við höfum vanizt. Þú ert hvorki frjáls að orðum né gerð- um og mátt helzt ekki hugsa öðru vísi en valdhafarnir ákveða. Þú verður að haga bæði starfi þínu og frítíma eins og fyrir þig er lagt, Það er fyrir fram ákveðið hverju þú mátt hrífast af, hvað J>ú átt að elska og hvað þú átt •að hata. Og þér er hollast að fara eftír settum reglum, því þú ert hvergi óhultur lengur; leynilög- reglan sér og heyrir allt, njósn- arar eru hvarvetna, einnig á heifhili þínu, jafnvel þín eigin börh. Þú mátt ekki hlusta á er- lenf útvarp, ekki lesa erlend blöð eðá bækur. Bréf þín eru lesin ©g hlustað á símtöl þín. Ferðir þínar innanlands eru takmarkað- ar og tilraun til að komast út úr landinu varðar lífláti. — Nú hvað verkamönnum viðvíkur, þá er kaup þeirra ákveðið af valdhöf- unum og þeir geta engin áhrif haft á það. Þeir geta líka sjaldn- ast ráðið því, hvað þeir taka sér fyrir hendur; stjórnendurnir geta sent þá fram og aftur milii vinnu- stöðva, eins og kvikfénað." Þannig fórust kunningja mín- um orð um sæluna í Austur- IÞýzkalandi. Og ég minntist orða, setn einn íslenzkur starfsbróðir mihn hefur látið sér um munn fara: Hann kvað það vandalaust að aðhyllast kenningar kommún- ista; maður yrði aðeins að vaspa frá , sér persónuleika sínum. — Sumum mun nú samt þykja það nokkur galli á gjöf Njarðar. í ríki kommúnismans er þá frelgið og lýðræðið þannig, að maðurinn hefur misst það, sem ©missanlegast er: réttinn til að xáða sínu eigin lífi. Ríkið ræður yfir honum frá vöggu til grafar. — Það er annars allt í lagi, nema hvað þú ert ekki lengur mann- eskja — þú ert ríkiseign. — SKIPULAGT SAMSÆRI JCOMMÚNISTA GEGN MENNINGU ÍSLENZKU 1»JÓÐARINNAR Hér, sem annarsstaðar, hafa kommúnistar lagt hið mesta of- ■urkapp á að ná sem viðtækust- um áhrifum í menningarlífi þjóð- arinnar. Einkum hafa þeir lagt stund á að ná á sitt band mennta- mönnum, fyrst og fremst kenn- urum, svo hægt væri að hafa á- hrif á skólaæskuna, og því næst skáldum og listamönnum. Um skólamálin munu áðrir ræða hér í kvöld. Enn ég ætla að minnast á samskipti rauðliða við skáld og listamenn, því þau eru gott dæmi um vinnubrögð kommúnista yfirleitt. Því miður gerðu hægri öflin í landinu lengi vel lítið eða ekki neitt til að greiða götu þeirra manna, er hér voru svo ólánsam- ir að fæðast með köllun til bók- mennta- og listastarfs. Skáld og listamenn áttu hér lengst af — og eiga mestmegnis enn — aðeins um tvo kosti að velja, og hvor- ugan góðan: að draga fram lífið é .betli eða svíkja köllun sína. l>riðji kosturinn, að flýja land ©g ryðja sér braut meðal fram- andi þjóða, er einnig heldur óað- gengilegur og í rauninni flestum ©fær leið. Þessir menn áttu illa *efi, og urðú alloft beiskir í lund. Sumir þeirra hötuðust við þjóð- félagið og urðu því auðtekið her- fang hinum rauðu öflum. Komm- únistar blésu að beizkju þeirra og hatri en lofuðu þeim hins vegar gulli og grænum skógum, þegar valdataka öreiganna væri um garð gengin. Skáld, sem gengu rauðliðum á hönd, voru hlaðin lofi í ritum þeirra og at- hygli vakin á þeim á allan hátt, — auðvitað æfinlega á kostnað hinna, sem ekki vildu krjúpa að hinum rauða krossi. Þessu næst var að ná valdi á félagssamtök- um listamanna og rithöfunda. Að- ferðin var hin sama og andskot- , inn er þekktur að: litla fingur- | inn fyrst, síðan alla lúkuna, og að því loknu enga miskunn hjá Magnúsi að finna. Ofbeldið og rangindin áttu sér engin takmörk. Lítilvægir skriffinnar og þriðja I flokks listamenn voru hafnir til skýjanna, en rógurinn og níðið I dundi á hinum, er á móti stóðu, bæði leynt og ljóst — einkum i leynt. Mörg af fremstu skáldum j þjóðarinnar hafa um áratugi leg- ! ið undir beinlínis vísindalega ' skipulagðri rógstarfssemi frá hendi kommúnista. Innan lands og utan hefur verið reynt að mannskemma þá svo sem framast var unnt, jafnvel grafa undan mannorði þeirra, með svívirði- legum gróusögum, sem enga*stoð áttu sér í veruleikanum. Saga þessarar rottustarfsemi er ljót og ótrúleg, og skal ekki rakin hér frekar. Sem betur fer hefur rauðliðum enn ekki tekizt að eyðileggja neinn þessara manna, en nokkuð hefur þeim þó orðið ágengt; — og oftast hafa skáld- in og listamennirnir orðið að standa einir og varnarlitlir í bar- áttunni gegn þessum ófélegu öfl- um. Þjóðin hefur ekki skilið hvað um var að vera, sem sé, að verið er að grafa grundvöllinn undan heilbrigðu menningarlífi í land- inu, eyðileggja þau andlegu verð- mæti, sem ekki er hægt að nota kommúnismanum til framdráttar. — Annar alvarlegur liður í því starfi rauðliða, er, að draga dár að íslendingasögum og gera lítið úr hinni fornu erfðamenningu okkar. TRÚARÞÖRF RÓTSLITINS FÓLKS Nútimamenning okkar íslend- inga er enn lítt mótuð og talsvert losaraleg. Þróun þjóðfélags okk- ar á þessari öld hefur verið of snögg og hraðfara til þess, að allt geti verið með felldu. í öll- um stéttum er rótslitið fólk, sem í rauninni á hvergi höfði sínu að að halla, menningarlega séð. Það hefur misst trú sína á Guð og til- gang lífsins, það skortir kjölfestu og veit ekki hverju treysta má. Alloft þjáist það af vanmeta- kennd og skapgerð þess er veil. Á þessum vegvilltu og reikulu sál um dynur áróður kommúnista sí og æ, með allri þeirri gengdar- lausu hugtakafölsun, sem honum fylgir. Og enda þótt þetta fólk skilji harla lítið í hinum raun- verulegu kennisetningum komm- únismans — eða kannski einmitt þess vegna — hneigist það að honum sökum þess, að því finnst, að þar sé þó eitthvað fast og ákveðið að halla sér að. Hinn sjúklegi ástríðuþungi áróðursins veitir trúarþörf þess einskonar gerfisvölun. Þetta er sálfræðilegt j atriði, sem kommúnistar kunna að nota sér út í yztu æsar. Ein mesta hættan, sem af kommún- ismanum stafar, er sú, að hann er ekki stjórnmálaleg stefna, held ur trúarbrögð, og verkar á hugi manna á mjög líkan hátt og þau. — En hamingjan sæl og góð, hvílík trúarbrögð! EINFELDNI, HÉGÓMAGIRND ■EÐA OFSATRÚ Eg hef kynnzt fjölda kommún- i ista, og mér hefur virzt að flokka mætti þá í þrjár manntegundir. j Fjölmennasti flokkurinn eru góð- ! gjarnir, oft dálítið einfaldir menn, 1 sem hafa látið ginnast gagnrýn- ; islítið af fagurgala og hugtaka- 1 íölsunum rauðliða. Þeir trúa, því, að þrátt fyrir alla annmarka sína á núverandi stígí málsins, muni kommúnisminn frelsa heiminn. Þetta er orðið þeim trúaratriði, j sem venjuleg rökfærsla bítur j ekki á. Þó myndi fjöldinn allur j af þessum mönnum falla frá kommúnismanum, ef þeim skild- | ist hið rétta eðli hans. Annar flokkurinn, og einnig j f jölmennur, er hégómaajarnt j fólk, sem dreymir nm völd og . frama; framkvæmdalitlir draum- 1 óramenn, sem langar þó til að ' þeirra sé að einhverju getið; 1 minniháttar listamenn, sem dreymir um auðfengna frægð; hálfmenntaðir kjaftaslcúmar, og allskonar letingjalýður. Þriðji flokkurinn er fámenn- astur, en í honum eru forystu- mennirnir. Hann er kynlega sam- an settur, því þar eru heittrúaðir o<* einlægir hu<?siónamenn, er sjá ekkert nema takmarkið, starfa af 1brennandi áhuga, án hugsunar um eigin hag og bregða sér j hvorki við sár né bana. — Þess- ir menn verða sjaldan langlífir, eftir að bylting hefur tekizt. i Valdataka „öreiganna“ hefur æf- inlega mjög slæm áhrif á heilsu , þeirra. — En í þessum flokki eru einnig sú kaldrifjaða og sam- vizkusnauða manntegund, sem skapað hefur kerfi nútímakomm- , únisma og stjórnar þvi. Það eru hvorki heimskir menn né einfald- ir, og þeir eru ekki haldnir neinni j ofsatrú, en ég efast um að til j séu nú á tímum hættulegri og skaðlegri menn. „KLÓKU“ KARLARNIR, SEM KOMMÚNISTAR NOTA EN FYRIRLÍTA ÞÓ MEST ALLRA Auk þessa eru svo áhangend- urnir og hinir hlutlausu, klókir i og séðir karlar, með kápuna á | báðum öxlum. Þeir eru ekki i kommúnistar, mikil ósköp, eng- I inn skyldi væna þá um það. Þeir j eru „frjálslyndir og lýðræðis- ' sinnaðir umbótamenn", og annað | þessháttar, — en kommúnistum alltaf tiltækir, þegar nota þarf óflokksbundið fólk í ginningar- skyni, til dæmis til undirskriíta gegn her í landi, eða annara skít- verka. Þessir menn eru leiðinda- lýður og hættulegri þjóðfélaginu en alíur obbinn af hinum flokks- bundnu kommúnistum. Áform þeirra er að lifa og blómstra, j hverju sem fram vindur, og þess . vegna styggja þeir ckki rauðliða meðan nokkur hætta er á að þeir geti komið til með að sigra. Sem betur fer hefur bylting ákaflega heilsuspillandi áhrif einnig á þessa menn. Forsprakkar komm- únista fyrirlíta þá meir en mót- stöðumenn sína og vita sem er, að slíkum ræflum getur enginn treyst. HUGTAKAFÖLSUN KOMMÚNISTA ALVARLEGT VANDAMÁL TUNGUNNAR Eg hef nefnt hugtakafölsun. Eitt ógeðfelldasta og jafnfarmt hættulegasta atriðið í komrnún- istiskum áróðri er einmitt hug- takafölsunin. Það er engu lík- ara en að þeir geti ekki nefnt nokkurn hlut sínu rétta nafni. Á vörum kommúnista hafa orð eins og lýðræði, frelsi og friður allt aðra merkingu en þá, sem við tengjum við þau orð. Þetta hefur mjög ruglandi áhrif á all- an almenning, einkum æskufólk, og er enda til þess gert. Það er einn liðurinn í því niðurrifi menningarinnar, sem kommún- istar ástunda, til þess að skapa þann glundroða, sem er nauð- synlegur til þess að ryðja kenn- ingum þeirra braut. — Það er dálítis broslegt, að um ýmis skammaryrði gildir í rauninni hið sama. Allir hafa veitt því eftir- tekt, að rauðliðar, sem hafa landráð beinlínis á stefnuskrá sinni, nota orðið landráðamaður svo freklega um skeleggustu mót- stöðumenn sína, að við sjálft ligg- ur að merking þess sé breytt í hrós. Sjálfa sig kalla þeir aftur á móti föðurlandsvini — pg ef slíkri þróun fer fram um skeíð, þá vérður það innan tíðar orðið leið fær til þess að gera komm- lastmáeli. j únista áhrifalausa, en hún er sú, j að efla af öllum mætti þjóðfé- lagslegan þrifnað. ÞJÓÐFÉLAGSLEGUR Þetta er svo sem engan veg- ÞRIFNAÐUP. I inn ný eða frumleg hugmynd. Hvernig eigum við að snúast En samt vil ég biðja alla ábyrga við þeirri hættu, sem menningu og heilbrigða menn að íhuga hana okkar stafar af áróðri kommún- og athuga hversu þeir megi, hver ista? I fyrir sig og í sameiningu, stuðla Eg held að okkur sé aðeins ein að framkvæmd hennar. LæknisráB vikunnar: OFDRYKKJAN AFENGI er nautnameðal, sem hægt er að misnota í óhófi. Langflestum er þannig íarið, að þeir nota aðeins áfengi sér til ánægju, og aðeins við sérstök og sjaldgæf tækifæri. En til eru óneitanlega þeir menn, er misnota það. Þeir verða ofdrykkjumenn. Þeir neyta meira og minna áfengis daglega og þeg- ar fram í sækir verða þeir kron- iskir ofdrykkjumenn. Þeir geta fengið áfengiskrampa, verða sturlaðir, fá drykkjuæði („deler- ium trem,ens“) og margt annað sorglegt getur komið fyrir þá. En áður en þeir verða svo illa farnir, hefur misnotkun áfengis- ins fært þeim margskonar ó- gæfu, sjálfum þeim og fjölskyld- um þeirra. Það er kostnaðarsamt að drekka áfengi. Ekki líður á löngu unz menn verða komnir í kröggur með að borga skatt og húsaleigu og verða skuldugir kaupmanni sínum og skuldugir um allar jarðir. Þegar menn leggjast í drykkju- skaparóreglu, verður erfitt fyrir þá að rækja störf sín. Menn verða ' sljóir og vanrækja sitthvað, sem þeir eiga að koma í verk. Ef til vill verða þeir reknir úr atvinn- . unni, og þá er hætt við að þeir lendi í vandræðum. Þeir hafa ekki efni á að fæða eða klæða * sig og sína, eða kosta almenni- , legt húsnæði. Það er ekki undar- legt, þó að samkomulagið við konu og börn fari út um þúfur. Hugsið ykkur, hvernig það er, þegar konan verður að bíða eftir manninum daginn sem hann fær útbcrguð launin til þess að fá peninga f.vrir fæði og húsaleigu o. s. frv. Bíða og biða. Ef til vil) kemur hann ekki fyrr en komið er langt fram á nótt, auralaus og dauðadrukkinn í tilbót og hefur í frammi frekju og dónaskap til að draga dul á vonda samvizku sína. Hvers vegna verður hann of- drykkj umaður? Við, sem höfum náin kynni af þessu fólki, getum ekki skýrt orsakirnar nákvæm- ; lega. Þær geta verið margar. —■ Sumir verða ofdrykkjumenn af vana, af því drykkjuskapur er í t'zku. Þarna er um að ræða heil- brigða menn, sem upprunalega eru ekki gefnir fyrir áfengi, en venjast því að drekka daglega af því að atvinnu þeirra er þannig háttað. Vissulega getur það verið erfiðleikum bundið fyrir ýmsa að vera frammistöðu- menn á drykkjustofum, vinna við brugghús, vera þjónar eða þess háttar, án þess að leiðast út í að drekka meira áfengi en holt er fyrir þá. j í öðru lagi má taka til greina siði og venjur. Enn eru staðir og siðir er menn eru ekki frjálsir I í þessum efnum. Þeir eru háðir I drykkj uvenj unum. Sitji menn saman fimm í hóp, þá gefa menn „umferð", sem kallað er. Það er i ekki kurteisi að neita veitingun- {um eða færast undan að „gefa umíerð“ þegar röðin er komin að manni. Svo kemur að því, að þó menn kysu helzt aðeins tvö eða þrjú glös, þá er það talin kurteisi að drekka fimm, eins og hinir. „Umferðar-aðferðin" hefur verið mikið meira útbreidd fyrr á dög- um en nú. En hún viðheízt því miður alltaf á veitingahúsum og á vinnustöðvum. Meðal þátttak- enda í „umferðar“-drykkjunni er kannske einmitt einn, sem er þannig skapi farinn, að þegar hann er byrjaður að drekka, þá getur hann ekki hætt, og þá fer hann frá vinnustaðnum á veit- ingahúsin, einkum á kaupgreiðslu dögum og hættir ekki fyrr en hann er orðinn „mígandi" fullur eða hverjum eyri hefur verið eytt. Til eru menn, sem eru þannig skapi farnir, að þegar þeir eru byrjaðir að drekka þá hætta þeir ekki. Stundum þarf ekki nema örlítið til að „kveikja í“ þeim. Menn lenda stundum „á túr" fyrir misskilið félagslyndi. Nú er kaupgreiðsludagur. Nú skulum við „fá okkur einn“. „Hvaða er- indi átt þú heim til konunnar, bleyðan þín? Þú ert ekki of góð- ur til þess að vera með góðum vinum stundarkorn“. Og þá er spilið komið af stað. Menn missa fótanna, og skamm ast sín fyrir að hafa drukkið mánaðar- eða vikukaupið upp. Konan er önug eðlilega, maður- inn ýtir samvizkubitinu frá sér, og drekkur nokkur glös til við- bótar. Þá birtir yfir skapinu og þegar fram í sækir fara menn ekki „á túra“ en drekka svo að segja daglega. Til eru menn, sem eru tauga- veiklaðir, órólegir, í sífelldri angist. Menn uppgötva þá að allt lagast með að drekka dálítið, þá hverfur ókyrrðin. Maður fær frið í sálu sinni og kemst í jafnvægi. Þetta verður vani að drekka á- fengi. Bakkus er strangur herra. Oft fer það þannig að maður þarf mcira og meira til að koma kyrrð á skap sitt, það sem ávannst með einu glasi eða tveim. Einn góðan veðurdag er drykkjuþörfin kom- in svo langt, að maður þarf eina flösku eða tvær, og þá er fjand- inn laus. Sama máli er að gegna þegar maður er svo langt leiddur í drykkjuskapnum, að þó að mað- ur hegði sér vel undir áhrifum áfengisins, þá gleymir maður ger samlega öllu því sem gerist með- an áfengisáhrifin héldust. Hvað þarf að gera til þess að komast úr klóm Bakkusar’ Það mun ég reyna að segja okkur næst. 1 milll. þýzkra hermanna BONN — Formaður þýzka Rauða krossins, dr. Weitz, hefir farið þess á leit við stjórnir Banda- manna, að þær veiti þýzka Rauða krossinum og alþjóða Rauða krossinum aðgang að öllum skjöl um frá stríðsárunum, ef mögu- legt væri að komast að einhverri niðurstöðu um, hvað hefði orðið af þýzkum hermönnum, sem saknað er, en ekki eru taldir fallnir. Alls er saknað rúmlega 1,3 millj. þýzkra hermanna. — Rúmlega 70% þeirra, sem sakn- að er, börðust á austurvígstöðv- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.