Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. maí 1955 1 Ólafur Hansson: i ÁGRIP AF TRÚAR- i BRAGÐASÖGU. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja h.f. SÍÐAN um aldamót hafa miklar breytingar orðiS á trúar- bragðanámi og trúarbragða- kennslu í Menntaskólanum. Um aldamótin voru kennd kristin fræði í öllum bekkjum skólans, 1—2 stundir á viku. 1909 var kennd kristinfræði í öllum bekkj- um nema 6. bekk, en 1921 í gagn- fræðadeild og öllum bekkjum máladeildar nema 6. bekk en engin í stærðfræðideild 14.. 5. og 6. bekk). Árið 1937 hafði verið afnumin öll trúarbragðakennsla í skólanum nema í 3. bekk, en jafnframt voru trúarbrögð gerð að nróf,Trein. í 3. bekk var trú- fræði kennd 1—2 stundir á viku fram til skólaársins 1950—51. Þá var hætt að kenna trúfræði sem sérstaka námsgrein í skólanum, en „lesið fyrir á?rir> af trúar- bragðasögu" í sögutímum 6. bekkjar, og er svo enn. Því ber ekki að gleyma, að fornnorræn goðafræði er kennd með íslenzku í 6. bekkium skólans og goða- fræði Grikkja og Rómverja með sögu í öðrum bekkjum. Á undanförnum árum hafa ýmsar kennslubækur verið not- aðar við trúarbragðakennslu í Menntaskó'anum, en lengst af hafa þó biblíusögur Tangs verið notaðar og þá kennd einungis kristin trúfræði eða þá dönsk eða norsk ágrio af trúarbragðasögu. Það var viturlegt að fivtja trúar- bragðakennsluna unn í 0. bekk, þar eð því fer fiarri, að þriðju- bekkinc'ar hafi haU full not af trúfræðikennsluoni þar. TJm nám í trúarbragðasöeu er það að segja, að saga trúarbragðanna er svo nátengd og samtvinnuð ver- aldarsögunni. að envin von var til þess. að þríðjubekkingar hefðu aflað sór svo v'ðtækrar þekkinga'- í söeu, að beir gætu tengt saman trú sögu, þannig að hvort sk;>rði hitt. ■VfÚ hefur Ólafur Hansson vfir- i 1 kennari tekið sér fyrir hend- ur að rita ávrin af trúarbragða- sögu, sem ætluð er tíl kennslu í 6. bekkjum menntaskólanna. og er ágrioið fyrir nokkru komið út. Er þetta áttunda bók Ólafs, og má segja, að hann hafi látið hendur standa fram úr ermum undanfarin ár, þar sem nærri lætur. að bann hrÞ eefið út bók annað hvort ár síðan 1939 jafn- framt því, sem hann hefur sinnt umfangsmikilli kenns1u bæði í MenntaskóUnum og Háskólanum. Bókin er 149 sfður á len<?d og skiptist í 13 kafla. Tiltölulega langmestu rúmi bókarinnar ver höfundur til fræðslu um kristin- dóminn eða einum þriðja hluta, en tveim briðiu hlutum til fræðslu nm önnu.r trúarbrögð. Á fvrstu s’ðum bókarinnar ræðír höfundur uppruna trúarbragða og frumstæð trúarbrögð: Trúar- þörfin er einhver frumstæðasta hvöt mannsins, og segja su.mir. að trúarbrögð eigi rætur sínar að rekja til guðlegrar opinberunar, aðrir, að óttinn muni hafa átt gildan bátt í upnruna trúar- bragða. Enn aðrir telia, að trúin á framhaldslíf sé að mestu sprott- in af óskhvggju, og ýmsir sál- fræðingar 20. aldar rekja rætur liennar til kvnlífsins. Án r.okkurs vafa munu mörg öfl vera hér að verki. Drjúgur þáttur í trúhneigðinni mun vera sú staðrevnd, ,.að maðurinn er alltaf einn“ og frá upphafi hefur hann leitað sér athv’arfs. hngg- únar og samfélags hjá duldum öflum, og er það sameiginlegt með öllum trúarbrögðum, — iægri iafnt sem æðri. Munvrinn á æðri trú og hjátrú er aðall°ga sá, að í trúnni er maðurinn undir- gefinn guði sínum og þiggur úr hendi hans jafnt gott ^em illt (Verði þinn vilji, en ekki minn), en í hiátrúnni og ýmsum lægri trúarbrögðum er trúarathöfnin fólgin í því að bjíðka, goðjn / GARÐI GUDANNA („blídkaz vid Ása“) og fá þau til persónulegs fylgis við sig. 17INHVER skemmtilegasti hluti bókarinnar eru einmitt kafl- arnir um frumstæð trúarbrögð. Bendir höfundur þar m. a. á, hvernig gyðjur eigi uppruna sinn meðal goða og hvernig trúar- brögðin og guðshugmyndirnar endurspegli mannlegt þjóðfélag. Segir hann, að er frumstæðar þjóðir hafi verið komnar á hálf- akuryrkjustigið, hafi kvenþjóðin tekið nær öll völd í þjóðfélaginu í sínar hendur, en „karlmenn ver- ið utan garðs og áhrifalitlir". Þá verða fiestir aðalguðirnir kven- kyns, frjósemisgyðjur og móður- gyðjur. En þegar akurvrkja er orðin mikilvægasti atvinnuveg- urinn, rekur að því, að karlmenn fari að stunda hana, og verða þá flestir aðalguðirnir karlkyns á ný. Kaflarnir eru stuttir, og rekur höfundur helztu hugtök frum- stæðra trúarbragða með áherzlu lagða á aðalatriði, lærdómsatriði: mana, fetisj, tabú, töfra, galdra, tungldýrkun, mannát og höfða- veiðar. Höfundur hefur opin aug- un fyrir hinu margþætta í trúar- brögðunum og trúariðkuninni. Einkum verður ekki í frumstæð- um trúarbrögðum greint milli trúar, lista og vísinda, og óafvit- andi hefur trúin, — að vísu með mörgum undantekningum, — greitt götu þessara mennta. Töfra menn frumstæðra þjóða lögðu fyrstir grundvöll að eins konar náttúruvísindum. Dansinn er að uppruna trúarlegs eðlis. Indversk ur listdans er ekkert annað en trúardans, og telja Indverjar hann íegurstu trúarjátninguna, enda skóp Brahma heiminn í þremur dansskrefum. Sama er að segja um japanska Shinto-dans- inn og dansa margra annarra þjóða. Prestar Babýlóníumanna lögðu grundvöllinn að stærð- fræði og stjörnufræði, —• vissu- lega í trúarlegum tilgangi, — og margt bendir til þess, að ritlistin sé frá andlegrar stéttar mönnum runnin. Þótt trú og v'sindi hafi nú lenei gengið sína götuna hvort oe vísindin höggvið mnrot. úr trúnni, er það nú svo, að vísindin hafa einungis skvrt ómælisbrot af tilverunni, og þar sem v!sind- unum sleDpir, tekur trúin við hjá mörgum. sem vilja hafa einhvern „punctum fixum" í tilverunni. \JEL og greinilega gerir höfund- ur grein fvrir hinum miklu trúarbragðakerfum Austur-Asíu. Á rúmum 20 síðum bevsist höf- undur með okkur landanna á milii og kynnir okkur fyrir hundruðum goða. Við fáum að kvnnast Ósíris hinum egynzka og meðdómendum hans (42 að tölu). Og við erum leidd fram fyrir Zarabústra og öfl hans, sem tog- ast á um heiminn, — hið góða, Abúaramazda ng bið illa, Ahri- man. ..Nvtjaplöntur og húsdýr eru í bjónustu Ahúramazdas, en illgresi bjóna Ahriman. Allir fram1!ðnir verða að ganga vfir bru. Hinum góðu er hún breið og greíðfær, og komast beir rak- ieiðia 1 pqrqrb's < -'arðinn). Hin- um iHu er brúin örmjó eins og hnífseóg. svo að bá svimar, og þ°ir falla niðu.r til vítis“. Tnd- versk trúarbrögð eru miög flók- in. og verður eðH1e°a ekki gerð grein fyrir beim á fáum biaðsíð- um, svo að monn verði miklu nær effir en áður, en gerð er glneg vroin fyrir helztu hu"tök- um bessara ægivoldugu trúar- bravða. sem 900 milliónir manna ját.a. TTm trúarbrögð Hellena segir höfundur. að marvt bendi til bess. að tr'in á bin klassísku Ólympsgoð hafi ekki nema að til- tölulega litlu levti verið trú er!skrar albýðu í fornöld. Al- þýðan hafi búið við miklu frum- stæðari trúarbröeð: andadýrkun, hlut'adýrkun pg tþíra. Sa.mg verð- ur uppi á teningnum meðal ása- trúarmanna, og segir höíundur, að alþýða á Norðurlöndum hafi sennilega aldrei tileinkað sér hina tiltölulega flóknu goðafræði Orðið páfi er dregið af latneska orðinu „papa“ sem þýðir „pabbi“. — „Pius“ þýðir aftur á móti „hinn guðhræddi". ásatrúarinnar til hlítar, en lifað að verulegu leyti í heimi eldri og frumstæðari trúarbragða. IKÖFLUNUM um kristindóm- inn rekur höfundur sögu þess- arar trúar frá fæðingu Krists til sértrúarflokka síðustu ára. Eink- anlega finnst mér höfundur gera skemmtilega, heilsteypta og fræð I andi grein fyrir írumkristninni j og sigri kristninnar í Rómaveldi: . hvernig hið nýja guð fátæklinga og útlendinga bar sigurorð af öllum goðum drottnenda heims- ins. Það er spennandi saga. — Annar kafli, sem ekki er síður athyglisverður, er kaflinn um siðskiptin. Siðskiptin (sem mót- mælendur kalla oft siðbótina) eru einn þeirra kafla kirkjusög- unnar, sem oft hefur gefið hlut- drægni og fölskum áróðri óþarf- legan góðan byr undir vængi. Höfundur ræðir siðskiptin af sér- stakri nærfærni og óhlutdrægni og augljósri þekkingu. Hann dregur vissulega enga dul á það, að hin almenna rómverska kirkja (kaþólskan) hafi oft verið ágjörn í til fjár og valda og hafi því verið ýmissa breytinga þörf á henni. En ummæli mótmælenda um af- (látssoluna. segir hann, hafa ekki ! alltaf verið sanngiörn né rétt- mæt. Kaþólska kirkjan hefur aldrei haldið því fram, að hún j geti fyrirgefið syndirnar af guðs hálfu, og ekki er sanngjarnt að gera kaþólsku kirkjunni sem | heiid ábyrga fyrir gjörðum i sumra þeirra ævintýramanna, sem flökkuðu um Evrópu á mið- j öldum og buðu mönnum fyrir- j gefningu syndanna fvrir fé. Um kabólsku kirkjuna segir bókar- j höfundur enn fremur: „Kún hef- i ur verið fastur punkt.ur í umróti aldanna, og enn á hún geysimikil ítök í hugum fólks viða um heim. Kabólska kirkjan er oft um- burðarlvnd gagnvart mannleeum breyskleika, en hún er hörð og ósvejgjanleg, þegar um megin- atriði trúarinnar er að ræða. Hún lítur á atburðarrásina ,.sub specie aeternitatis", xmdir sjónarhorni eilífðarinnar. Pólit!skar stefnur, valdabrölt ríkja og einstaklinga, allt eru þetta aðeins stundarfyr- irbæri, goluþvtur. sem kemur og fer“. Minna verður höfundi tíð- rætt um lútherstrú, sem hann af- greiðir á tænum 4 síðum. og er mér ekki grunlaust um. að sum- um íslenzkum kennimönnum þyki ríkistrú okkar fslendinga bera hér skarðan hlut frá borði. OLAFUR Hansson á þakkir skildar fyrir bók þessa, því að hún er í senn geysifróðleg og skemmtileg aflestrar, og verður það ekki sagt um margar kennslu bækur. Vissulega ér það ætíð álitamál, hvað beri að taka og j hverju að sleppa í bók sem þess- j ari, en ekki verður bæði sleppt og haldið. Persónulega hefði ég kosið, að höfundur skrifaði meir um frumtrúarbrögð og trúar- heimsspeki. — Þótt hann geri sér far um að benda á aðalstrauma trúarbragðanna, skýrir hann frá kynstrum af aukaatriðum, — oft skemmtilegum og spaugilegum, sem hann að minnsta kosti stund- um hefði getað sparað sér að segja þangað til í kennslustund- unum. Fáum við m a. að vita, að sá maður meðal höfðaveiðara sé talinn ófrjór, sem ekki hafi drepið einn eða fleiri menn, og að öll umferð stöðvist á götum stórborga Indlands, þar sem hin- ar heilögu kýr fara um. Þá er skýrt frá því, að meðal Búddha- trúarmanna hafi snemma á öld- um verið stofnaðir dýraspítalar og meðal Jaínatrúarmanna sé það stórglæpur að drepa „flugu eða- maðk“. Og um munkareglu Múhammeðstrúar-manna segir höf., að sumir munkanna dansi „æðisgengna trúdanra og veita þá sjálfum sér hættuleg sár í æð- inu“. Ekki er heldur dregin dul á það, „að grísk-kaþólskur sér- trúarflokkur (dúkóbrodsjar eða dúkóbertsar) hafi stundum í trú- aræði valdið óspektum, kveikt í húsum, gengið um allsnaktir o. s. frv.“ AÐALKOSTIR bókarinnar fel- ast hins vegar í hinum já- kvæða anda hennar og hispurs- lausri, en látlausri framsetningu, þar sem hvergi bregður fyrir leiðinlegum prédikunartón, en oft skrifað „sub specie humoris“, undir sjónarhorni gamanseminn- ar. Gerir höf. sér sérstakt far um að útskýra hin trúarlegu hugtök með nákvæmni, og alla trúar- bragðasöguna skýrir hann í ljósi sögu og þjóðfélagsfræði, og veit- ir það bókinni miklu meira menningarsögulegt gildi en ef um hreina trúfræði hefði verið að ræða. Hitt er svo annað mál, að trú- arbragðasaga hvorki má né get- ur komið í staðinn fyrir sjálfar trúarheimildirnar frekar en bók- menntasaga í stað bókmennta. Væri því æskilegt, að Ólafur Hansson yki enn „karma“ sitt og tæki saman aðra bók, þar sem væri að finna valda kafla úr helztu trúarritum heimsins: Biblíunni, Kóraninum, Rig-Veda, Upanishada, Surangama Sutra, Tao-te-king og ritum Konfrsíus- ar. — Um sjálfa útgáfu búkar- innar er skemmst að segja, að hún er hvorki góð né vond. Ég vona, að ég hafi fengið sérstak- lega lélegt eintak af henni, en spjöldin féllu frá kili eftir fvrstu lesningu. Er það enn grátlegra, þar sem um bók er að ræða, sem verðskuldar að vera lesin oftar en einu sinni. Jón Júlíusson. H. BENEÐiKTSSON & CO. H.F. Hafnarhvoli — Reykjavík - Morgunblaðið með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.