Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 1
3ft*t$mtM»ðtft Fimmtudagur 19. uiaí 1955 Sérhver úorgari geti stuðl arf oð íhuga, hvernig hann jóofélagslegum þrifna&i ÞAÐ ER furðulegt fyrirbæri, en eigi að síður alvarleg stað- reynd, að hér á íslandi á komm- únisminn meira fylgi að fagna en annarstaðar meðal frjálsra þjóða. Orsakirnar til, þessa ó1- fremdarástands liggja ekki bein- línis í augum uppi, en margar þeirra munu þó vera sæmilega ljósar, ef vel er að gáð. Saga kommúnismans er efnis- mikill og mjög lærdómsríkur, en jafnframt óhugnanlegur kapi- tuji í sögu mannkynsins. Heiti þessarar stefnu kommunisme, er tekið úr latínu communis= sameiginlegt, communitas=sam- félag, sameign. Bæði heitið og sú hugsjón, sem upprunalega var við það bundin, eru gömul fyrir- bæri meðal manna. Platon tekur þau til meðferðar, meðal annara. En mótun nútíma-kommúnisma er í fyrstu verk Karl Marx, en síðar Lenins og Stalins, svo sem kunnugt er. Rússneska byltingin var fram- kvæmd árið 1917. Það er aug- ljóst að hún var fyrst og fremst ávöxtur ranglætis, ójafnaðar og dugnaðarleysis hinna ráðandi stétta í landinu, ¦— og einmitt þær orsakir ættu ábyrgir menn allra þjóða að hugleiða vel og leggja sér á hjarta. SKIPULAGSHUGMYNDIR MARX HAFA REYNZT ÓFRAMKVÆMANLEGAR Það er enginn vafi á því, að upprunalega hafa ýmsir forustu- menn byltingarinnar, t. d. Lenin, ætlað sér að móta stefnuna nokk- uð á annan hátt en síðar varð raun á, undir stjórn Stalins. En þegar í byrjun varð ljóst, að ómögulegt var að koma í fram- kvæmd skipulagshugmyndum Karls Marx, meðal lifandi og starfandi manna, enda þótt þær virtust auðveldar og álitlegar á pappírnum. Ráðendurnir urðu feð endurskoða, skera sundur og skeyta saman, og renna blint í sjóinn með flest meðan engin reynsla var fengin. Reynslan kom svo smám saman, en hún mun ekki hafa verið uppörfandi, því brátt tóku st.iórnendurnir að herða tökin. Hin illræmda leyni- lögregla var stofnuð, fangabúðir reistar, dularfullar yfirheyrsluað- ferðir fundnar upp. „Alræði ör- eiganna" varð flokkseinveldi, síð- ar einveldi einræðisherra, og loks nú, á síðari árum, einveldi fárra manna, er virðast þó togast á um völdin. Því skal engan veginn neitað, að í Rússlandi hafa kommúnist- ar verið stórvirkir í verklegum framkvæmdum og sýnt dugnað á mörgum sviðum, sem til þarfa mega teljast. En þess ber að gæta, að löndin í vestri hafa heldur ekki staðið í stað. Á þriðja og fjórða tug tuttugustu aldarinnar hafa tæknilegar framfarir verið meiri og stórkostlegri, um heim allan en nokkru sinni áður í sögu mannkynsins. En vesturlanda- þjóðirnar hafa gumað allmiklu minna af sínum átökum en Rúss- ar. — MARKMEÐIÐ ER HEIMSBYLTING Eftir byltinguna í Rússlandi tóku að myndast kommúnista- flokkar í hverju landinu á fæt- ur óðru. Þeim var öllum stjórn- að frá Moskvu og höfðu heims- byltingu að markmiði. En í þá daga höfðu kommúnistar enn ekki lært að villa á sér heim- ildir. Þeir fordæmdu opinberlega allar fornar dyggðir, svo sem guðstrú, föðurlandsást og dreng- skap. . , Síðar breyttist þetta. eins Kommúnisíar hafa efnt til skipulegs samsæris gegn íslenzkri menningu <LStmunn Gulmunðsson rít- ylir Krsllns AiirássBiior og alkunnugí er. Nú látast þeir hvarvetna vera hinir mestu föð- urlandsvinir og þjóðernissinnar, og tala ekki illa um trúmál í eyru almennings. — Samtímis styrkja þeir þó samtök guðleys- ingja um heim allan, með ráð- um og dáð, og frá þeim rauðu er runnið grátbroslegt kjaftæði, er nefnist „Díalektist efnis- hyggja". — Með þessum nýju að- ferðum hefur þeim te'.<izt að ginna marga og slá ryki í augu þeirra, svo að þeir sjá ekki úlfs- haminn undir sauðargærunni. Þegar fyrir síðari heimsstyrj- öldina hafði kommúnistum orð- ið mikið ágengt í flestum vest- rænum löndum. Samtök þeirra voru hvarvetna sterk og þeir áttu fjölda óflokksbundinna á- hangenda í öllum þjóðfélagsstétt- um. í Noregi, t. d., voru áhrif þeirra í ýmsum greinum menn- ingarlífsins mjög sterk, þótt dult færi og fáum væri þau raunveru- lega ljós. BANÐAMENN VESTURVELDANNA Svo skall styrjöldin á og ýms viðhorf breyttust. — Eftir að Rússar voru orðnir bandamenn Vesturveldanna og börðust við hlið þeirra gegn naz- istum, tóku ýmsir ágætir menn, vestan járntjalds, að trúa þvi, að takast mættu friðsamieg sam- skipti við þessa þjóð, er hafði svo lengi einangrað sig frá umheim- inum. J argir gerðu sér vonir um, að þau kynni er hófust á vigvöllum Evrópu, milli stjórn- enda og hermanna vesturs og austurs, myndu leiða til gagn- kværns s'.ilnings og fullra sátta, að stríðinu loknu. Við vitum öll hvernig þær von- ir rættust. — Hermenn vestur- veldanna voru vel flestir látnir hverfa heim, að ófriðarlokum, og taka upp hagnýt störf í þjóð- félögum s num. En Rússar, hvað gerðu þeir? Þeir afvopnuðu ekki her sinn, eins og bandamenn þeirra, heldur juku hann ár frá ári. Og þeir slepptu ekki tökum á þeim þjóðum, sem þeir höfðu leyst undan oki nazista, heldur hnepptu þær í enn harðari fjötra. Aðferðin var allstaðar sú sama: í skjóli hins rússneska hernáms- liðs voru kommúnistaflokkar landanna efldir og síðan komið upp leppstjórnum, með aðstoð annara vinstri afla. Svonefnd „alþýðulögregla", það er dulbú- inn kommúnistaher, var settur á stofn og vopnaður rússneskum vopnum. Því næst voru allir hættuiegir andstæðingar fangels- aðir, eða látnir „fremja sjálfs- morð", hin hægfara vinstri öfl voru ofurliði borin og „hreins- uð". Og í næstu kosningum „fagnaði" þjóðin frelsurum sín- um, kommúnistum, með því að greiða þeim minnzt 99% af at- kvæðamagni sínu! Já, þannig fór í hverju land- inu af öðru. Nöfn þeirra, eru okk- ur minnisstæð: Lettland, Lit- haugaland, Estland, Pólland, Rúmeníá, Búlgaría, Albanía, Ungverjaland, Tjekkóslóvakía, Austur-Þýzkaland. Og þegar þessi hræðilegi leikur hafði farið fram um skeið fyrir undrandi augum vesturlandaþjóða, sáu þær loks sitt óvænna og tóku að her- væðast á ný, — gegn fyrverandi bandamönnum sínum, er þær höfðu stutt drengilega til sigurs á nazistum fyrir nokkrum ár- um. — RÁÐIZT aftan að VARNARSAPÍTÖKUM MEÐ „FRH)ARSÓKN". En þegar svo var komið, brá svo við að kommúnistar um heim allan hófu mikla „friðarsókn." Samtímis sem þeir efldu og studdu allskonar uppreisnaröfl í fjölda landa og blésu í hvers- kyns ófriðarglæður, hófu þeir æðisgenginn áróður fyrir friði á jörðinni. Tákn þessarar baráttu var hinn grátbroslegi fiðurpen- ingur: „Friðardúfan", teiknuð af sjálfum konungi allra klessumál- ara, Píkassó! Já, Friðardúfan flaug. Hún flaug alla leið hing- að til íslands. Með henni flugu meira og minna fjaðralausir ís- lenzkir hræfuglar og upphófu ¦ garg mikið. I Hér á íslandi hafa kommún- istar ekki legið á liði sínu frekar en annarsstaðar. Og löngu fyrir síðustu heimsstyrjöldina hafði þeim tekizt það hér, sem þeim hafði óvíða lánazt annarsstaðar, nefnilega að gera kommúnism- ann að fínni tízkustefnu. Það MI&V-'KUTSAGINN 11. þ. m. var haldinn fjölmennur um- ræðu'imiur i Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Umræðuefni var „Áróður og skemmdarstarf kcmmú:>ista í islenzku menningarlifi". Þorvaldur Garðar XristjátWOM, formaður félagsins, setti fundinn og síðan töiuðu þr:r framsiigumenn, ailir kunnir rithöfundar eða ræðumenn. Ræðiir þeirra hafa vakið athygli út fyrir fund þennan, þvi r>ð ÍJöUi fóiks hefur spurzt fyrir um það hjá Mbl. hvort þær myndu ekki birtast. Hér koma baer fyrir almenningssjónir. Það eru framsögu- ræður Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar, Guðm. G. Hagal'n rithöfunclar og sr. Sigurðar Pálssonar, prests i Hrauugetði. hefur líklega hvergi verið snobb- að jafnmikið fyrir kommúnist- um og hér, og fljótt á litíð virð- ist þetta fyrirbæri talsvert tor- skilið. Að vísu hafa þeir átt hér mjög duglega og skarpgreinda forystumenn, og Rússar eru okk- ur svo fjarlægir, að hér hefur lítil sem engin andúð skapazt gegn þeim. Við þekkjum^ bók- menntir þeirra og hljómlist, einkum þó frá eldri tímum, og auðvitað dáðumst við sem aðrir, að hinni hetjulegu baráttu þeirra í heimsstyrjöldinni. En allt þetta skýrir ekki viðhorf íslenzku þjóð- arinnar til kommúnismans, og við verðum því að athuga það dálítið nánar: GINNINGARLOFORÐ UM FAGRA FRAMTÍÐ íslendingar hafa yfirleitt þrosk- aða réttlætistilfinningu, en marg- ir þeirra eru einnig haldnir aí mjög sterkri vanmáttarkennd. — Þetta hvorttveggja skýrir málið að nokkru leyti, ef vel er að góð. — Eins og allir vita kalla komm- únistar sig mörgum fögrum nöfn- um, þar á meðal lýðræðissinna og frelsisunnendur, og þeir hampa því ákaflega, að markmið þeirra sé fyrst og fremst, að frelsa hina kúguðu, einkum verkalýðinn. —• Þeir gefa ástríðuþrungin loforð um að í þeirra fagra framtíðar- ríki skuli allir menn hafa jafnan rétt til gæða lífsins. Menninguna bera þeir einnig mjög fyrir brjósti. — Allt þetta hljómar fjarska álitlega í eyrum manna, I því auðvitað kemst enginn hjá ! því að sjá, að veröldin í kring- um okkur er ekki eins góð og hún ætti að vera. — En við skul- urh nú snöggvast athuga hvernig þessi loforð hafa verið fram- kvæmd í þeim löndum, þar sem kommúnistar fara með völd: Við- ast hvar hafa þeir hrifsað þau til sín með aðstoð alþýðunnar, að meira eða minna leyti. Þeir hafa oftast byrjað á því, að ná yfirtökum í verkalýðsfélögunum, — og við höfum einnig hér á ís- I landi séð dálítið sýnishorn af því, hvernig þeir nota þau tök. SOVÉZKT „JAFNRÉTTI" í VERKI — SUMIR „JAFNARf" EN AÐRIR En eftir að „frelsunin" hefur, verið framkvæmd, bregður alls- staðar svo einkennilega við, að „hinir „kúguðu" missa þau mann- réttindi, sem þeir höfðu þó áður, t. d. réttinn til að gera verkfall. Kommúnistar skýra þetta á þann veg, að þar sem „alræði öreig- anna" sé komið á, og allt er sam- eign allra, þar séu verkföll öld- ungis óþörf og óhugsanleg. Þar eru allir jafnir að réttindum og skyldum. Við skulum rýna svolítið nánar í þennan jöfnuð: Svo virðist nefnilega, sem að í hinu „stétt- lausa" rússneska þjóðfélagi séu sumir menn talsvert „jafnari" en aðrir. Samkvæmt nýlegum upp- lýsingum eru laun manna þar sem hér segir: — Æðstu valdhaf- ar hafa um 85,000 rúblur á mán- uði; hinir æðri embættismena stjórnarinnar, flokksins, lögregl- unnar og hersins — og auðsveipir listamenn — hafa 8,500 rúblur á mánuði; borgarastéttin, minni- háttar embættismenn og aðrir slík'ir, hafa 1,700 rúblur á mán- uði. En alþýðan, sjálfir verkamenn- irnir, sem öllu ráða og allt þetta er gert fyrir, hvað fá þeir nú í kaup? — Sex hundruð og fimm- tíu rúblur á mánuði. Og þrælastéttin, fangabúðalýð- urinn, hvað fær hann? Ekkert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.