Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. maí 1955
MORGUNBLAÐIÐ
19
Fáráislegasta fyrirbærið að nokkrir niitíma listamenn
skuli siyðja |6 sSefna, er |ein fjanðsamlegnst
Óhu.gnanlegtf hvernig kommúnistar hafa
hreidrad um sig í menningar
stofnunum okkar
Gu^mundur Hagalín UsregSiir úpp
skpdimynd í 13 panktum af inn-
leiðingn Sovél-vaMs á íslandi
Guðmundur Hagalín, ríthöfundur.
skT-ifað heila bók, sem veitir ó- hvernig ástatt mundi hér á fs-
yggjandi og óhrekjandi upplýs- landi eftir valdatöku hinna póli-
ingar um stefnu og starf komm- j tísku Brynjólfa og Einara og
únista, auk fjölda greina í blöð hinna menningarlegu Andrés-
og tímarit, og horfði upp á for- ! sona:
ystumenn tveggja lýðræðisflokka
SÁ andlegi heilsudrykkur, sem
endurnærði íslenzku þjóðina
á hennar þungu nauðöldum, var
safi sagnrænnar skáldskapar-
menningar, blandinn lífsveig hins
kristna dóms. Þessum heilsu-
drykk var ausið af tveimur brunn
um. Annar þeirra var Edda
Snorra Sturlusonar, hinn Heilög
ritning. Áður en ég vík að því
efni, sem hér liggur fyrir, vil ég
nú staldra nokkur augnablik við
þessa brunna.
JÖTNAR NÁÐU MJÖLNI
ER ÞÓR SVAF
Snorra-Edda fræðir okkur um
það, að goðheimar áttu sér ævin-
lega ills von úr Austurvegi. Þar
bjuggu jötnar, og þeir sátu um
líf og völd goðanna.Engoðinvoru
ekki varnarlaus. Þór var þeim
betri en enginn. Hann átti sér að
vopni hamarinn Mjölni. Þegar
taldir eru upp æsir þeir og ynjur,
sem fóru að sitja boð Ægis, segir
svo: „Þór var eigi þar. Hann var
farinn í Austurveg að drepa
tröll.“ Og mjög óttuðust jötnar
hamar Þórs. En eitt sinn sáu þeir
sér færi á að stela hamrinum frá
Þór. Þá voru goðin illa sett, og
urðu þau að leita Loka-ráða til!
þess að ná aftur Mjölni. En hvað
olli því, að jötnar náðu hamri :
Þórs? Hann sofnaði og hafði ekki
á sér andvara, því að hann treysti
mætti sínum og vanmat lævísi
jötnanna.
SVEFNINN OLLI EINNIG
FALLI SAMSONS
Heilög ritning segir oss frá
manni, sem Samson hét. Engill
drottins kom til óbyrjunnar, móð-
ur Samsonar, og mælti við hana:
„Vara þú þig vel, að þú drekk-
ir ekki vín, né annan áfengan
drykk, og að þú etir ekkert ó-
hreint. Því þú skalt ólétt verða
og son fæða, og skal rakhnífur
ekki koma í höfuð hans, því að
þessi sveinn skal verða Guði helg-
aður allt frá móðurlífi.“
Svo mikils varnaðar þótti
Drottni þörf, enda varð Samson
Þór sinnar þjóðar og sló Filiste-
ana, sem voru ógn hennar, eins
og jötnar voru skelfar ása. En
Filistearnir fengu rakað hár
Samsonar, og þeir náðu síðan að
binda hann og blinda. Raunar
fékk Samson síðan hefnt sín, en
hefndin kostaði ekki aðeins fénd-
ur hans lífið, heldur líka hann
sjálfan. Og hvað olli óförum
Samsonar? Að hann hlustaði um
of á fagurgala og freistaðist af
munaði og lét þá konu svæfa sig,
sem féndur þjóðar hans höfðu til
þess fengið. Á meðan hann svaf,
var hann sviptur þrótti sínum, og
síðan var auðgert að leggja á
hann viðjar og stinga augu úr
höfði honum.
VÖKUMENN LÝÐRÆÐIS-
INS EINNIG SVEFNÞUNGIR
Ég get ekki neitað því, að mér
hafá þótt þeir svefnþungir og
andvaralitlir, vökumenn lýð-
ræðisflokkanna og ábyrgir full-
trúar íslenzkra menningarerfða.
í aldarfjórðung hafa jötnarnir
setið um hamar Þórs og haft hníf-
inn á lofti, reiðubúnir til að
skera höfuðhár Samsonar, og ekki
hafa þeir, sem vaka skyldu,
rumskað, þó að þeir kunni hins
vegar að hafa haft erfiðar svefn-
farir annað veifið. Minnist ég
þess ekki, að fyrr en nú í kvöld
hafi verið kvaddur saman fund-
ur hér á landi, beinlínis til að
ræða urri lævíslega, markvissa og
óaflátanlega áróðursstarfsemi jöt-
unþýjanna austrænu á landi hér
gegn íslenzkum menningarerfð-
um, hinni forníslenzku mann-
dómshugsjón og hinni kristnu
mannhelgi. Lái mér hver sem vill
að stundum þótti mér allsúrt í
broti,' þá er ég til varnaðar hafði
stíga hringdans kringum blóð-
ugan gulikálf stríðsáranna —
hönd í hönd við hið gerzka mála-
lið, og sá þá menn, sem vegna
stéttar sinnar eða aðstöðu höfðu
ótvíræða skyldu til menningar-
legrar varðgæzlu og forystu. iög-
gilda hina fölsku austrænu mæli-
stiku og hina bognu reiziu og hin
löku lóð, þá er mæla skyldi eða
vega menningarleg og listræn
verðmæti.
13 PUNKTAR UM
INNLEIÐINGU SOVÉT-
VALDS Á ÍSLANDI
Áður en ég kem að því, hvern-
ig kommúnistar hér á landi hafa
hagað áróðri sínum og hvað þeim
hefur upnizt, vildi ég mega verja
nokkru af tíma mínum til að
gera yður ljósara en það kynni
að vera yður nú, mörgum hverj-
um, hvers konar fyrirkomulag
það raunverulega er, sem komm-
únistar prísa sem verðandi himna
ríki á jörðu. Og meður því, að mér
hefur virzt mönnum veitast frek-
ar örðugt að gera sér grein fvrir
þessu fyrirkomulagi með hið
fjarlæga, víðlenda og okkur mjög
óskylda Rússaveldi fyrir augum,
tek ég þann kost að setja oss
fyrir sjónir í fáum dráttum,
★
1. ísland verður að sjálfsögðu
leppríki Ráðstjórnarríkjanna.
Þau ráða ekki aðeins stefnunni í
i utanríkismálum, heldur og öllu
^ innanlands, sem nokkru máli
kynni að skipta. Þau ákveða, að
þeim skuli seldar þær íslenzkar
afurðir, sem þau kunna að girn-
ast og við því verði, sem þeim
hentar. Þau hafa hér eftir að vild
afnot af landi, höfnum og land-
helgi og hvers konar gæðum láðs
og lagar. Þau láta landsmer.n
stofna og kosta her, sem russ-
neskir foringjar þjálfa og stjórr.a,
og hafa hér fulltrúa, sem ákveða
völd og athafnir á sviði atvinnu-
og menningarlífs.
★
2. Hæstráðendur af íslenzkum
mönnum verða þeir, sem fremstir
hafa staðið í áróðurs- og skemmd
arstarfsemi á sviði félags-, at-
vinnu- og menningarmála, unz
þeir verða sviknir af félögum
sínum og keppinautum, dregnir
fyrir lög og dóm, sakfelldir og
síðan hengdir — eða látnir hverfa
á einn eða annan hátt, ef það
þykir henta betur. Aðeins einn
pólitískur flokkur verður leyfð-
ur í landinu, og í hann fá ekki
inngöngu aðrir en þeir, sem
hæstráðendur hans telja henta
með tilliti til aðstöðu sinnar til
valdasetu og valdbeitingar. Eng-
inn verður kjörgengur, nema
hann sé í þessum flokki, og að-
eins einn frambjóðandi verður í
hverju kjördæmi.
Þessu fylgir svo það, sem hér
segir:
a. Að við valdatöku kommúnista
verða forvígismenn andstöðu-
flokkanna dæmdir af lífi fyrir
landráð, en hinir smærri spá-
menn í ævilanga og seigdrep-
andi þrælkunarvinnu.
b. Að hver sá, sem dirfist að
eiga hlut að andstöðu gegn
hinum ráðandi mönnum í hin-
um allsvaldanda flokki, gera
ágreining um framkvæmdir,
vinnulag eða mótun stefnu á
einu eða öðru sviði, verði
dæmdur fyrir landráð og
skemmdarstarfsemi — til
dauða eða í þrælkunarvinnu.
c. Að hér verður afarströng rit-
skoðun, sem tryggi, að ekki
einu sinni nein fregn verður
birt, sem ekki hentar valdhöf-
unum, innlendum og erlendum.
d. Að rithöfundar og skáld standa
beinlínis í þjónustu stjórnar-
innar, frægja hana og hina
rússnesku yfirstjórn, lýsa ást
og aðdáun íslenzkra sjómanna
og verkamanna á rússneskum
togara- og síldveiðisjómönn-
um, sem stunda hér veiðar í
landhelgi og verka hér afla
sinn, svo sem þeirra húsbænd-
um þykir henta, og lýsa fjálg-
lega þeirri náð og blessun, sem
felist í samneyti kvenþjóðar-
innar við slíka menn og aðra
borgara Ráðstjórnarríkjanna.
Að myndlistarmenn, tónskáld,
hljómlistarmenn og leikarar
þjóna á sama hátt valdhöfun-
um. T. d. verður þeim komm-
únistum í hópi myndlistar-
manna, sem nú mála abstrakt-
myndir, engu síður en öðrum
skipað að teikna, mála eða
móta valdhafana, fyrirmynd-
ar afkastamenn við vinnu,
samyrkjubú, verksmiðjur,
kynbótanaut og verðlauna-
graðhesta.
íslenzkir málvísindamenn
sanna, að íslenzka sé að upp-
runa slafneskt mál og íslend-
ingasögurnar orðnar til í
Garðaríki. Um leið verður
Gerpla talin til skemmdar-
verka, stimpluð sem lúaleg
tilraun til að varpa skugga á
snilli gerzks anda, en höfund-
urinn sleppur góðu heilli, því
hann er staddur í Svíþjóð og
ákveður í skyndi að fara með
bandarískri flugvél til Kali-
forniu og dvelja þar að dæmi
ýmsra óamerískra stórskálda.
★
3. Hér verður stofnuð geipi-
fjölmenn vopnuð lögregla og enn-
þá fjölmennari leynilögregla, sem
gerzkir sendimenn þjálfa. Hún
hefur, þegar um er að ræða brot,
sem verða að einhverju leyti
talin líkleg til að veikja stjórn-
ina, ótakmarkaðan rétt til að
hefta frelsi þess, sem grunur
hefur fallið á, og fer svo um
hann, eftir því, sem heppilegast
þykir. Ef til vill verður hann
leiddur fyrir rétt og honum stillt
út í áróðursskyni eða til viðvör-
unar, en ef til vill verður hann
umsvifalaust skotinn eða sendur
í þrælabúðir.
★
4. ísland verði lokað land,
þannig, að
a. Erlendir menn fá ekki að fara >
hér ferða sinna, nema þeir séu
boðnir hi-ngað í áróðursskyni.
b. Engin fræðsla verður hér veitt
um erlendar þjóðir nema sö,-
er valdhafarnir telja sér hag-
stæða.
c. Erlendir sendimenn hafa hér
mjög takmarkað frelsi, og þó
að erlendum fréttariturunji
kunni að verða leyft að koma
hingað annað veifið, verður
frelsi þeirra til þekkingarauka
á landi og þjóð og til frétta-
sendinga, mjög svo bundið.
d. Islenzkir menn, aðrir en stjórn
arfulltrúar, útsendir keppni-
garpar eða listamenn, fá ekki
að ferðast til annarra landa og
ekki lesa aðrar erlendar bæk-
ur eða blöð en þau, sem stjórn-
arvöldunum hugnast.
★
5. Menn, sem eiga að nánú
skyldmenni lögreglumenn, opih-
bera fulltrúa á einhverjum vett-
vangi, ráðunaut eða liðsforingja,
sem flýr úr landi eða neitar ^ð
fara heim frá útlöndum, verðja,
dæmdir til þrælkunarvinnu
minnst í sex mánuði, þó að þeir
séu alls ekki í vitorði með fiótta-
manninum, en sannist á þá hlut-
deild, verða þeir að sæta fimm
til tíu ára þrælkun — og eignir
þeirra verða gerðar upptækar. i
★
6. Mynduð verður fjölmerih
yfirstétt stjórnarfulltrúa, lög-
reglumanna, liðsforingja, dómara,
verkfræðinga og áróðursmanna
— þar í hópi rithöfundar og lista-
menn, sem teljast stjórninni sér-
lega þénanlegir í bili -— og verð-
ur þessi yfirstétt hærra launuð
en dæmi eru til í auðvaldsríkjun-
um, verður og skrautbúin mjög
og á kost margvíslegs bílífis.
★
7. Réttindi og kjör alþýðu verða
í aðalatriðum eins og hér segir:
a. Stjórnarvöldunum verður
heimilt að flytja hvern verká-
mann til vinnu hvert á land
sem þeim þóknast og úr einni
starfsgrein í aðra.
b. Verkamenn hafa ekki verk-
fallsrétt.
c. Kaup faglærðra verkamanna
verður stórum hærra en hinna,
en allt kaup miðast við af-
köst, og þeir, sem lægst verða
launaðir, hafa engin tök á að
lifa mannsæmandi lífi, en öll
verða verkamannalaunin það
lág, að verkalýðurinn getur
ekki veitt sér fjölmörg þau
þægindi, sem sjálfsögð eru tal-
in í flestum lýðræðislöndum
heims, — nema hvað einstakir
afkastamenn, sem notaðir i
verða stjórnarvöldunum til <
viðmiðunar, þegar ákveðið er
ákvæðisvinnukaup, verða
launaðir líkt og yfirstéttin.
★
8. Atvinnuvegirnir verða f
kerfisbundnum ríkisfjötrum, en
styrkleikahlutföllum þeirra
breytt í hvert sinn, sem áróðurs-
kenndar áætlanir ríkisstjórnar-
innar bregðast, og þeir menn þá
ýmist látnir hverfa af vettvang-
inum eða dregnir fyrir dómstól-
ana sem meingerðamenn þjóðfé-
lagsins og jafnvel keyptir útsend-
arar vestrænna auðvaldsríkja,
sem heppilegt þykir að telja
ábyrga og láta rýma sæti fyrir
öðrum. Verzlunin verður felld f
fjötra að vild valdhafanna, og
verðlagi hagað þannig, að allr-a
frumstæðustu lífsþarfir verða
ekki dýrari en svo, að verkalýð-
urinn geti veitt sér þær, en á
öllu öðru og þar með fjölmörgu,
Frh. á bls. 20.