Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. maí 1955 MORGVNBLAÐIÐ 27 Yaiín-ráðstefíiaii Prófessor Me Akerman tdtinn Framh. af bls. 26. barizt fyrir sjálfstæfi sínu, en engin landamörk frá náttúrunn- ar hendi skipta þar ríkjum, og Póllandi hefir fjórum sinnum verið skipt mílli voldugra ná- grannaríkja. Pólverjar höfðu enn meiri andúð á Rússum eftir fjórðu skiptinguna — með þýzk- rússneska samningnum — árið 1939. Þar að auki er þjóðin -að tnestu rómversk-kaþólsk og flest- ir Pólverjar mjög andvígir kommúnisma. * LUBLIN-STJÓRNfN OG ÚTLAGAST J ÓRNIN Bretar höfðu sagt Þjóðverjum etríð á hendur til að frelsa Pól- verja unrlan áþján nazista. Fr herir Stalíns hröktu Þjóðverja af pólskri grund, var Lublin- stjórninni komið á fót og skap- aðist þegar togstreita milli henn- ar og pólsku útlagastjórnarinnar í London. Útlagastjórnin var fuiltrúi þess Póllands, er endur- reist var eftir fyrri heimsstyrj- öldina af föðurlandsvinum eins og Paderewski og Pilsudski. Lublin-stjórnin var hinsvegar al- gjörlega á vegum kommúnista- flokksins, rússncsku leynilög- reglunnar og Rauða hersins. í Yalta þurfti aðallega að útkljá tvö meginatriði: 1. Landamæri PóIIands. 2. Hvort Pólland ætti að fá sína eigin stjórn eða verða rússneskt leppríki. Stalín krafðist þess að fá að innlima hluta af A-Póllandi i Ráðstjórnarríkin og áður en Yalta-ráðstefnan var haldin hafði það orðið að samkomulagi, að Pólverjum yrði bætt þetta upp með nokkrum héruðum A- Þýzkalands. Bandaríska utanrík- isráðuneytið vildi þó beita sér fyrir því, að hlutur Stalíns yrði sem minnstur til að fólksflutn- ingar á milli yrðu sem umfangs- minnstir. KOMA VARÐ ÚTLAGA- STJÓRNINNI FYRIR KATTARNEF Bandarikin vildu að Pólland yrði fullkomlega sjálfstætt — stjórn þéss átti helzt að geta haft vinsamleg samskipti við Ráð- stjórnarríkin og Vesturveldin. Ætlunin var að koma á laggirnar bráðabirgðastjórn á vegum út- lagastjórnarinnar og jafnframt fengju sæti í þeirri stjórn ýmsir forustumenn þjóðarinnar, er bar- izt höfðu gegn nazistum á heima- vígstöðvunum. Síðan yrði stofnað til frjálsra kosninga, og pólska þjóðin veldi sína eigin leiðtoga. Er Yalta-ráðstefnan hófst lá í augum uppi að Rauði herinn mundi leggja undir sig Pólland innan fárra vikna. Stalín þurfti því ekki að ganga að því grufl- andi, að landfræðilega hafði hann Pólland á valdi sínu, hinsvegar olli stjórnmálaleg hlið málsins honum nokkrum áhyggj- um. Og honum var líka ljóst, að Pólverjar yrðu ekki auðveld- lega undirokaðir. Þýzkaland og Frakkland gátu tæplega talizt til stórvelda á þeim tíma (enda höfðu Roosevelt og Stalín þegar komið sér saman um það). Pólska útlagastjórnin gat því aðeins búizt við stuðningi fri Bretum og ef til vill Bandarikj- unum. Fyrsta verk Stalíns hlaut því að vera að eyðileggja alla von Pólverja um stuðning frá þeim, og það varð bezt gert með því að láta líta svo út, að Bretar og Bandaríkjamenn gætu ekki eða vildu ekki veita útlagastjórninni fulltingi. Mikill hluti umræðnanna á Yalta-ráðstefnunni snerist um Póllandsmálin. Endanlega sam- þykktin um skiptingu þess var táknræn fyrir það hlutskipti er öllum Austur-Evrópu ríkjunurn var síðar skammtað af Ráðstjórn- arríkjunum. 'it TILLAGA CHURCHILLS UM SAMSTEYPUSTJÓRN Winston Churchill og Joseph Stalín háðu einvígi í orðum um, hvert skyldi verða hlutskipti Pól- lands. Roosevelt forseti, illa hald- inn af þeim veikindum, er leiddu hann til dauða tveim mánuðum síðar, lét ekki sérstaklega að sér kveða í þessum þreytandi um- ræðum „hinna þriggja stóru“ um framtíð Póllands. Hann staglað- ist nokkrum sinnum á því, að þær 6 milljónir Pólverja, er byggju í Bandaríkjunum yrðu að fá fuilvissu fyrir, að kosningar í Póllandi væru fyllilega lýð- ræðislegar. | Á Yalta-ráðstefnunni lagði 1 Churchill fast að Stalín og Roosevelt um að mynda pólska samsteypustjórn úr útlagastjórn- inni í London og Lubiin-stjórn- inni. Hann skýrði frá því, að Bretar væru ekki í nánu sam- bandi við útlagastjórnina, þó að þeir viðurkenndu hana sem lög- lega stjórn Póllands. Hann lagði fram nöfn þriggja meðlima út- lagastjórnarinnar, er höfðu sagt af sér þrem mánuðum áður en Yalta-ráðstefnan var kölluð sam- an „eins og heiðarlegum mönn- um sæmdi“ og ættu þeir því að eiga sæti í samsteypustjórninni, er mynduð yrði. Þessir menn voru Stanislaw Mikolajczyk, fyrrum forsætisráð- herra, Tadeusz Romer, fyrrver- . andi utanríkisráðherra, og Stan- ! islaw Gradski, fyrrverandi for- seti pólska þingsins í London. Ýmis önnur nöfn voru nefnd í sambandi við stjórnarmyndunina, svo sem Wincenty Witos, leiðtogi pólska bændaflokksins, er verið hafði um kyrrt í Póllandi öll stríðsárin og Adam Stefan Sapi- eha, rómversk-kaþólskur erki- biskup í Cracow. ! * STALIN SAT FAST VIÐ SINN KEIP Stalin þverskallaðist stöðugt við að verða við tilmælum Churchills. Hann neitaði ekki beinlínis að bjóða forráða- _ mönnum útlagastjórnarinnar' til ráðstefnunnar, en kvaðst ekki hafa hugmynd um, hvar væri hægt að komast í sam- band við þá. T. d. hefði hann ekki heimilisfang Witos. Hann hefði reynt að ná sambandi við meðlimi Lublinstjórnar- innar, er hann hafði haldið verndarvæng sínum yfir öll stríðsárin, en það hefði ekki tekizt. Sannleikurinn er sá, að Lubl- in-stjórnin hafði þegar tekið völdin í sínar hendur í Varsjá ' eins og síðar kom í ljós. Og Stalín i sat fast við sinn keip. Það væri ó- mögulegt að mynda pólska stjórn í Yalta, sagði hann. „Ég er kall- aður einræðisherra og ekki lýð- ræðissinni, en ég er nógu mikill lýðræðissinni til að neita að mjmda pólska stjóm án þess að Pólverjar verði hafðir með í ráð- um.“ + STALIN: — LUBLIN- STJÓRNIN STÓÐ BETUR í STÖÐU SINNI Hann benti einnig á það, að miklir örðugleikar yrðu á því i að fá ráðherra útlagastjórnarinn- j ar og Lublin-stjórnarinnar til að j ræðast við. Skoðanamismunur j markaði hyldýpi milli þessara tveggja stjórna. Hann bætti við, að hann sjálfur væri fyllilega i ánægður með Lublin-stjórnina, þar sem hún væri alveg jafn lýðræðislega til orðin og stjórn de Gaulle i Frakklandi. i Kommúniska Lublin-stjórnin hefði staðið miklu betur í stöðu sinni öll stríðsárin heldur en út- lagastjórnin, sem hefði ekki gert | annað en gangast fyrir leynileg- um útvarpssendingum og látið drepa marga rússneska hermenn, sagði Stalín. i ' * CHURCHILL: — LUBLIN- i STJÓRNIN GETUR EKKI VERIÐ LÝHRÆÐISLEG Churchill kvaðst eftir sem áð- ur ekki geta trúað því, að Lubl- in-stjórnin hefði fylgi rúmlega þriðja hluta allra Pólverja Hann spáði því, að Lublin-stjórninni yrði velt úr sessi, ef frjálsar kosn- ingar færu fram í landinu. Og hann hvatti Stalín því næst til að láta eftirlitsmenn frá öllum bandamönnúm vera viðstadda kosningar í Póllandi. Roosevelt lagði fram þá tillögu, sem hann kvaðst þó ekki vilja knýja fram, að Curzon-línan meðfram vestari bakka Bug-ár- innar yrðu landamæri Póllands í austri, og hann hvatti Ráð- stjórnarríkin til að láta Pólverj- um eftir borgina Lwow og olíu- lindirnar í Lwow-héraðinu. Churchill studdi eindregið þessa tillögu. ★ VILDI EKKI VERA „MINNI RÚSST“ EN CURZON OG CLEMENCEAU Stalin var heldur tregur til og lét svo ummælt, að hann vildi minna á, að Curzon og Clemen- ceau hefðu gert þessi landamæri en ekki Rússar. Kvaðst hann ekki geta verið „minni Rússi“ heldur en Curzon og Clementceau og gæti ekki snúið aítur heim til Moskvu og horft í augu landa sinna, ef hann féllist á þetta. Markgreifinn af Curzon, brezki utanríkisráðherrann á tímum Versailles-samninganna, átti til- löguna að þessum landamærum er bera nafn hans. George Clemenceau var forsætisráðherra Frakklands á þessum tíma. í lok ráðstefnunnar sagði Churchill það fyrir, að harð- lega myndi ráðizt á Yalta- samþykktina um Pólland í heima fyrir í Bretlandi. Churchill sagði, að hann yrði sakaður um að hafa látið al- gjörlega í minni pokann fyrir Ráðstjórnarríkjunum. ★ „TÁKN ÞESS MÁLSTAÐAR ER BRETLAND BARÐIST FYRIR-------“ „Er yður alvara?“ spurði Stal- ín. „Ég dreg það í efa.“ „Ég fulvissa yður um það“, sagði Churchill. „Pclverjar í London munu gera mikinn upp- steit. .... Það skiptir ekki svo miklu máli, þó að þeir séu ekki margir, en þeir eru tákn þess málstaðar, er Bretland barðist fyrir. Þeir munu segja, að þér hafið kippt fótunum undan þeirri einu pólsku stjórn er var fyllilega lýðræðislega til orðin.“ •—©—• Að tveim árum liðnum féllst bráðabirgðastjórn kommúnista í Póllandi á, að haldnar yrðu kosn- ingar, en þeir höfðu þá þegar töglin og hagldirnar í Póllandi. Stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna mótmæltu kosningunum sem ólöglegum og sendiherra Bandarikjanna í Póllandi, Arthur Bliss Lane, sagði af sér í mót- mælaskyni. Mikolajczyk, er horf- ið hafði heim til Póllands, þó að hann fengi engu að ráða í bráða- birgðastjórninni eða kosningun- um, varð að flýja land. Pólverjum varð nú ljóst, að þeir gátu ekki vænzt full- tingis frá vestrænum þjóð- um. Æðsti maður Póllands er nú Rokossovsky, marskálkur í Rauða hernum. •—•—• Margir halda því fram, að birt- ing Yalta-skjalanna myndi ekk- ert gott af sér leiða, en gæti orsakað enn meiri sundrung og deilur með vestrænum þjóðum og breikkað bilið milli kommún- iskra og lýðræðisríkja. Gagnrýni á Yalta-samþykktina stafi ein- göngu af því, hve auðvelt er að vera vitur eftir á. En með því að láta skissur þær, er gerðar voru á Yalta-ráðstefnunni, koma fram fyrir almenningssjónir, mætti ef til vill áorka einhverju um, að stjórnmálamenn beittu meiri framsýni á þeim stórvelda- fundum, er kann að verða stofn- að til í framtíðinni. (Þýtt og endursagt úr New York Times og Time). fEÐ póstinum í dag barst mér sú óvænta fregn að vinur minn próf. Áke Ákerman er ný- lega dáinn 67 ára að aldri. Það er gangur lífsins að menn á þessum aldri falli frá Vina er Ijúft að minnast og Ijúfast í kyrr- þey, en hér ber meira til. Er próf Ákerman er af sviði horf- ihn, er orðinn að brestur og sjón- arsviftir, er nær til Norðurland- anna allra, og einnig til vor hér úti á íslandi, sem við búnaðar- málin erum að fást, einnig til þeirra er aldrei hafa Ákerman augum litið né hlustað á hann reifa mál búskapar og búvísinda. Allir sem eitthvað vita um bú- vísindi kannast við Svalöf á Skáni, hið heimsfræga tilrauna- bú í jurtarækt. Hin miklu og margvíslegu störf sem þar hafa verið unnin, á sviði jurtakyn- bóta, hafa bókstaflega lagt gull í lófa og veitt starfsgleði í geð velflestra bænda á Norðurlönd- um. Og vel má stærra um mæla, því að fá orð í sænsku máli eru kunnari víðsvegar um heim en j nafnið Svalöf, svo mikið orð fer ■ af því sem þar hefur verið gert síðan 1886, er Sænska sáðvöru- i félagfð — Sveriges utsádesför- ening — var stofnað og hóf starf- semi sína. I Við þessa stofnun vann próf. Ákerman lífsstarf sitt. Það eru 50 ár síðan hann hóf starf sitt þar sem unglingur. Árið 1915 lauk Ákerman skólanámi, varði doktorsritgerð um grasafræðilcg efni, og sama ár gerðist hann forstöðumaður deildar þeirrar í Svalöf er fæst við kynbætur hafra og hveitis. Þegar hinn heimskunni vísindamaður Nilson Ehle — sem var aðalforstjóri í Svalöv — féll fx’á tók próf. Áker- man við starfi hans 1939, og var aðalforstjóri stofnunarinar til dauðadags 13. apríl síðastliðinn. Á stjórnarárum Ákermans færðist starfsemin í Svalöf mjög í aukana, nýjar byggingar og rannsóknarstofur af mörgu tagi risu upp með þaríir nýrra starfs- greina fyrir augum. Auk vísinda- mennskunnar var Ákerman hinn mikli skipulagsmaður og stjó'rn- andi, og við slíkar stofnanir sem vísindastofnunin í Svalöf er, og þó minni séu, er hjá vel mönn- uðum þjóðum eigi síður litið á dugnað og skipulagsgáfu, er ráða skal menn til æðstu forstöðu, heldur en fræðilega vísinda- mennsku, á svo miklu veltur um forstöðuna ,en hjá Ákerman fór þetta allt saman. Þó að ég væri áður búinn að heimsækja Svalöf og hitta Áker- man kynntist ég honum ekki að ráði fyr en í sambandi við Nordiske Jordbruksforskeres for- ening, en hann var lengi formað- ur sænsku deildarinnar. Þau I kynni urðu mér mæt og fróðleg I og því betri sem fundum okkar ] bar oftar saman. Við hjónin eig- um að minnast margra góðra stunda með Ákermanshjónunum , bæði á hinu glæsilega heimilx þeirra í Svalöf og annars staðar. Þá var hlutur frú Ákerman ekki minni, er hinn lærði maður, sem hafði hina beztu vísindamenn á hverjum fingri sér til aðstoðar og var borinn á höndum hvar sem leið hans lá á stórheimilum búvísindanna, hann gat ávallt lotið að því að fræða og gleðja okkur frá fjarlæga norðurland- inu, lengst úti í höfum, án þess að í neinu gætti mannamunai*. Áki var alltaf hinn sami, aldrci of stór og alltaf nógu stór, til að ræða við þann er fræðast vildi. Fyrir það þakka ég honum liðn- um, því að það er mikið að þakka, og gæfa að njóta vinsemdar mik- | illa manna og menntun að neyta af ríkidæmi þeirra sem vina og félaga. 9. marz 1955. Árni G. Eylands. Höröur Qlafsson MálflutningMkrifstofa. iAncavegi 10. - Símar 80332, 7C7i Fyrirliggjandi í Vz lbs. og 1 lbs. dósum H. Benediktsson & Co. h.f Hafnarhvoll — Simi: 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.