Morgunblaðið - 03.06.1955, Qupperneq 9
Föstudagur 3. júní 1955
MGRGUNBLABIB
9
íslendingar œttu a&
koma upp sjálfs-
afgreiðslubúðum
2. MAÍ s. 1. kom hingað á veg-
um Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands frá Framleiðniráði Evrópu
(E. P. A.) bandarískur maður,
hr. August W. Swentor, sérfræð-
ingur í dreifingu matvæla og
Bkipulagningu sjálfsafgreiðslu-
verzlana. Hann hefur starfað
hátt á þriðja áratug við mat-
vöruverzlanir vestan hafs, eink-
um í Kanada. Er hann mikill
kunnáttumaður að því er lýtur
að skipulagningu sjálfsafgreiðslu-
verzlana, svo og auglýsingastarf-
semi, kynningu nýrra afurða,
markaðsrannsókn og fleiri þátt-
um, er snerta sölu matvæla.
í tvö og hálft ár starfaði hann
sem stjórnandi sérfræðingahóps
Framleiðniráðs Evrópu í smá-
söluverzlun og dreifingu mat-
væla. Starfaði hópurinn í 11 Ev-
rópulöndum og hafði mikil áhrif
til betra skipulags á dreifingu
matvæla í þessum löndum.
Til þess að undirbúa og skipu-
leggja starf hr. Swentors hér á
landi, hefur Iðnaðarmálastofnun
Islands haft nána samvinnu við
Félag íslenzkra iðnrekenda,
Samband ísl. samvinnufélaga,
Samband smásöluverzlana og
Verzlunarráð íslands. Þessir að-
ilar hafa haft alla forgöngu um
að hagnýta reynslu og þekkingu
hr. Swentors, svo að hún kæmi
sem flestum kaupsýslumönnum
og iðnrekendum að gagni. ,
Hr. Swentor er búinn að dvelj-
ast hér á landi í tæpar fjórar'
vikur. Starf hans hefur verið
fólgið í að kynna sér íslenzka
verzlunarhætti og tilhögun mat-
væladreifingar og gera síðan til-
lögur til breytinga um hagkvæm-
ara skipulag. Hefur hann lagt
sérstaka áherzlu á að hvetja ís-
lenzku verzlunarstéttina til að
koma upp sjálfsafgreiðsluverzl-
unum og hefur hann í því sam-
bandi gert tillöguuppdrætti fyrir!
þá kaupmenn og kaupfélög, sem 1
þess hafa óskað. Þá hefur hann j
haldið fundi með verzlunarfólki
og flutt fyrirlestra um nútíma
verzlunarhætti og þróun sjálfs- j
afgreiðsluverzlana erlendis, sýnt
skuggamyndir og kvikmyndir.
Hr. Swentor hefur aðallega
starfað með verzlunarmönnum í
Reykjavík og á Akureyrí, en þar
dvaldist hann um vikutima. Einn-
ig hefur hann heimsótt verzl- j
unarstaði í nánd við Reykjavík. i
í för með hr. Swentor til ís- j
lands var eiginkona hans, frú
Edna M. Swentor.
B—O—O—EJ
Er blaðamenn áttu viðtal við
Mr. Swentor fyrir skömniu var
hann m. a. spurður að því, hvern-
ig honum hefði litizt á íslenzkar
verzlanir. — Svaraði hann því
til, að þær stæðu í flestu hvergi
að baki samskonar verzlunum í
nágrannalöndunum. Hann kvað
verzlunarmenn hérlenda áhuga-
sama um starf sitt og hreinlæti
væri hér í verzlunum. *
Hinsvegar væri hér nokkur
hængur á, að íslenzkir verzl-
unarmenn virtust seinir til að
tileinka sér nýjar aðferðir í
starfi sínu og heldur fáar vöru
tegundir væru hér á boðstól-
um í matvöruverzlunum. —
Taldi hann þetta hvort tveggja
geta stafað af því að sam-
keppnin á þessu sviði væri
minni en góðu hófu gegndi.
— Geta litlar verzlanir komið
íyrir sjálfsafgreiðsluskipulagi í
húsnæði sínu jafnt sem hinar
stærri?
— Já, segja má að ekkert sé
því til fyrirstöðu. Kostir við
sjálfsafgreiðslu í matvörubúðum
eru ótvíræðir. Því skipulagi
fylgir aukinn sparnaður í rekstri
verzlunarinnar, þar sem miklu
færra afgreiðslufólk þarf en áð-
ur fyrr, betri þjónusta verður
þar sem viðskiptavinirnir velja
sér vörurnar sjálfir og unnt er
að hagnýta húsnæði verzlunar-
innar betur. Þróunin í flestum
löndum Evrópu og í Bandaríkj-
unum stefnir nú sem óðast í
sjálfsafgreiðsluátt, um 82% af
matvöruverzlunum Bandaríkj-
anna eru sjálfsafgreiðsluverzl-
anir, og 400 slíkar verzlanir hafa
verið byggðar í Noregi á s. 1.
tveimur árum, 400 í Danmörku
og 200 í Holandi. Myndi ég vilja
segja, að þetta skipulag ætti sér
mikla framtíð fyrir höndum hér
á landi, einkum þar sem koma
má upp einnig hálfgerðum
sjálfsafgreiðslubúðum.
Mr. August W. Swentor.
Komið hefir í 1 jós í Banda-
ríkjunum, að óður fyrr þurftu
verzlunareigendur almennt að
leggja 20% á vöruna, en eftir
breytinguna græða þeir jafnmik-
ið þótt þeir leggi nú aðeins 15%
á vöruna.
-— Hvaða leiðbeiningar hafið
þér íslenzkum matvöruverzlun-
areigendum til handa?
— Ég hefi tekið eftir því, að
umbúðir eru hér mjög gamal-
dags utan um margar vöruteg-
undir, jafnvel eins og þær tíðk-
uðust fyrir 30 árum í öðrum
löndum. Jafnframt er ávallt mik-
ill aukakostnaður af sendingum
til heimilanna. Þegar sjálfsaf-
greiðslukerfi hefir verið komið
á fót, hætta sendingarnar af
sjálfu sér því þá kemur húsmóð-
irin sjálf í búðirnar, velur vör-
una og tekur með sér heim.
Á vegum Iðnaðarmálastofnun-
arinnar eru allmargir fleiri sér-
fræðingar væntanlegir á næst-
unni frá Framleiðniráði Evrópu.
í október koma fimm sérfræð-
ingar er fjalla um sölu og dreif-
ingu annarra vörutegunda en
matvöru. Ferðast þeir víða út
um land og verða hér í hálfan
mánuð. Síðar koma sérfræðingar
í heildsölu og rekstri vöru-
geymsluhúsa.
Þá fara 7 íslendingar til Banda
ríkjanna í sumar á vegum þess-
ara stofnana til þess að kynna
sér rekstur og skipulagningu
sjálfsafgreiðsluverzlana þar.
Sérfræðingaheimsóknir þessar
eru íslenzkum iðnaðar- og verzl-
unarmönnum mjög hagstæðar,
sagði Bragi Ölafsson framkv,-
stjóri á blaðamannafundinum og
okkur íslendingum nær að kostn-
aðarlausu. Við greiðum aðeins
hverjum sérfræðing lítilfjörlega
dagpeninga en Framleiðniráðið
greiðir allan annan kostnað.
Spilia söiiriumar fyr-
ir, að verflanir rísi
í úfhverfum*
LAGT var fram á bæjarstjórn-
arfundi í gær bréf frá Sambandi
smásöluverzlana, þar sem það
telur, að ekki eigi að leyfa
byggingu nýrra söluturna, nema
leitað sé samráðs við sambandið.
Guðríður Gísladóttir (Þ) taldi
að bygging söluturna kæmi
kaupmönnum ekkert við, því þar
væri aðeins verzlað með ýmsar
smávörur og blöð, sem væri til
þæginda fyrir almenning, og þá
sérlega í úthverfunum, en heim-
ilin keyptu þar ekki matvöru.
Þorbjörn Jóhannesson (S.)
taldi, að söluturnar verzluðu
með vörur, sem væru með hárri
álagningu, svo sem sælgæti og
ýms drykkjarföng.
Þessar vörur bæru mjög uppi
kostnað smásala af dreyfingu
nauðsynjavara, sem eru með
mjög lágri álagningu. Ef slíkir
söluturnar kæmu víða upp, í út-
hverfum, yrði það til að tefja
fyrir því, að þar risu upp venju-
legar verzlanir til hagsmuna fyr-
ir heimilin.
Þ. J. taldi líka, að hollusta
væri vafasöm af rekstri sölu-
turna og sala þeirra á glæpa-
blöðum væri ekki til andlegrar
uppbyggingar. Kvað Þ. J. ekki
til mikils mælzt, þó haft væri
samráð við smásala um stað-
setningu slíkra turna.
/y «x*,s
Pýzka úrvalsliðið
ieikur gegn Vai í kvöld
Þlóðverjcrnir brifnir af íslandi
við fyrstu sýn
IKVÖLD er fyrsti leikur ísl. knattspyrnumannanna við erlent
líð á þessu ári. En hingað er komið, sem kunnugt er i boði
Vals, úrvalslið þýzkra knattspyrnumanna frá Neðra-Saxlandi. —•
Leikurinn er milli þýzku gestanna og Vals og leikur nú með Val
Albert Guðmundsson.
Börn fala !i! feðra
sinna á sjénum
SJÓMANNABÖRN, sem vilja
ávarpa feður sína á sjónum, í
barnatíma Sjómannadagsins næst
komandi sunnudag, eru beðin að
mæta í úi varpssalnum kl. 4 á
morgun. — Öllum börnum
yngri en 16 ára, sem eiga feður
sína á sjó jænnan dag, er heimilt
að flytja ávörpin.
Æfingar verða hafðar með
börnunum á áðurnefndum stað
og stund.
Sýning Sovélrftj-
anna og Tékka í
Miöbæjarskélanum
Skólahúsið verður
málað að utan
og innan
ÞORBJÖRN J ÓH ANNESSON
(S) gerði fyrir spurn á bæjar-
stjórnarfundi í gær um það,
hverju sættu þau mannvirki,
sem nú væru að rísa við Mið-
bæjarskólann, og hver kostaði
þau.
Borgarstjóri skýrði frá því,
að skv. samþykkt fvrir all-
löngu, hefði skólahúsið vcrið
látið félaginu „Kaupstefna“ í
té, til að halda þar sýningu,
sem Sovét-Rússland og Tékkó
slóvakía standa að. Þessi
vörusvning ætti að vera í
húsinu og portinu, og voru
mannvirkin í sambandi við
hana. SvninHn stæði í fvrri
hluta júh'mánaðar. og væri
hað skilvrði, að öllu væri
komið í samt lag fyrir 1.
ágúst n.k.
,.Kaunstpfna“ kostar allar
f-ornlrvaerndir oo' til endnr-
gialds verður skólahúsið mál-
að °ð utan ng innan.
Þorgarstjó»-i gat h»ss að
t i^io>vianriacVá1inn vrði einn-
i<r ti' n-nráða við svnine-nna
nv að 1rínrrerrlr svnÍHg >rrðÍ í
iiiír-i CóðtrTvinlpra.
Ragnav T.á-’ncsen c+alri-
ijnn á. að vrrðj iáfið
i-„r„ n —ción iroíi li + nrrqli p
-lrnl'lctrlnr! pn njnc r*cr Irijnnimt
•""'i •■’-i-+5 —ív’ij rnáli. hverniv
bær v!»hi litar.
^jn nOTrj li'p/wTApíVcAn (Q j
ht»«íc pUV vWnalf
von~ti ri»i ívwný n*n h,,o-,Tí(i
Vrttr'no-U grrflíno,'l ölj í
eóníniro p jmtl onrTn »r\ p rr
pnlonr’tms vernm p«r P?*jní <v í
s|^vtií á annnn
há*t..
★ FAGNAÐ
Þýzku gestirnir komu með
Gullfossi í gærmorgun. Létu
þeir vel yfir ferðinni og dáðust
mjög að veðurblíðunni hér, hit- I
anum og sóða veðrinu, enda mun |
vorið hafa verið heldur kalt ytra. i
Stjórn Yals bauð Þjóðverjun-
um til árdegisverðar í Tjarnar-1
kaffi og töiuðu þar Gísii Sigur-
björnsson forstjóri, sem hefur
haft milligöngu um þessa heim-
sókn, Björgvin Schram form.
KSÍ og Gvnnar Vagnsson form.
Vals svo og þýzki íararstjórinn
Karl Lauc sem er víðkunnur
knattspyrr.uleiðtogi í Þýzka-
landi.
í gær skoðuðu Þjóðverjarnir
völlinn — og síðar bæinn. Á
laugardaginn fara þeir til Akra-
ness í boði íþróttabandalagsins
þar og á sunnudag að Gullfossi
og Geysi.
★ LIÐ VALS
Lið Vals vérður þannig
skipað í leiknum i kvöld, talið
frá markvrrði: Helgi Daníelsson,
Magnús Snæbjörnsson, Árni
Njálsson, Sigurhans Hjartarson,
Einar Halldórsson, Halldór
Halldórsson, S’gurður Sigurðs-
son, Hörður Felixson, Hilmar
Magnússon, Albert Guðmunds-
son og Gunnar Gunnarsson.
Þýzka liðið er þar.nig skipað:-
Bolchert (1), Thielemann (2),
Schröeter (3), Henne (4), Hoff-
mann (51, Grundmann (6),
Fesser (7), Ziebs (8), Scheumann
(9), Gorges (10), Kahermann
(11). — Varamenn: Schulz og
Wertmuller.
Alþjóðadómararnir nýskipuðu Hannes og Frímann.
Tveir ungir Islendingor
alþjóðodómarar í handknattleik
TVEIR ungir Reykvíkingar hafa fengið réttindi sem alþjóða-
dómarar í handknattleik. Eru það Hannes Sigurðsson og
Frímann Gunnlaugsson, en þeir hafa árum saman verið ötulir
leiðtogar á sviði handknattleiksins hér.
NEW YORK — Yfirstjórn ka-
þólsku kirkjunnar í Bandaríkj-
unum hefir tilkynnt, að tæpl. 1
millj. míinna hafi bætzt við
félagatölu kaþólskra í Banda-
ríkjunum, Havai og Alaska á s. 1.
ári. Nú eru tæpar 33 milljónir
kaþólskra manna í löndum þess-
um. —NTB.
★ STAÐFESTINGIN
Það var ÍSÍ sem hafði milli-
göngu um staðfestingu á hinum
auknu dómararéttindum Hann-
esar og Frímanns, en ÍSÍ annast
um málefni handknattleiksins,
þar sem sérsamband hanknatt-
leikshreyfingarinnar hefur enn
ekki verið stofnað. Bækistöðvar
alþjóðasambandsins í hand-
knattleik eru í Sviss og hefur
þaðan nýlega borizt bréf um að
þeir félagar, Hannes og Frimanu,
hafi verið skráðir sem alþjóða-
dómarar — en það þýðir að þeir
hafa réttindi til að dæma hvaða
leik sem er, millirikjaleiki sem
aðra.
★ IÆNGI STARFAÐ
Eins og áður segir hafa þeir
lengi starfað hér að málefnum
handknattleiksins. Hannes, sem
er 25 ára gamah, hóf þátttöku
í handknattleiknum 1945, varð
dómari 1948 og hefur síðan að
meira eða minna leyti séð um
þjálfun handknattleiksflokka
Fram. Hefur Hannes, sem og
Frímann, áunnið sér óskipt
traust fyrir starf sitt sem dóm-
ari.
Frímann er þremur árum
yngri, aðeins' 22 ára, og hóf þátt-
töku í handknattleik 1947. —
Tveimur árum síðar tók hann
dómarapróf og frá 1949 hefur
hann haft með höndum þjálfun
handknattleiksflokka KR.
★ DÓMARAFÉLAGIÐ
Þeir Hannes og Frímann
voru ásamt Valgeir Ársælssyni
einu íslendingarnir sem höfðu
réttindi sem landsdómarar, en
slik réttindi þarf til þess að
dæma leiki. t.d. í íslandsmóti.
Hefur þetta „dómaraleysi“
valdið margs konar erfiðleikum.
Því var það að þeir félagar,
Hannes og Frimann, meðal ann-
Framh. af bls. 9