Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. júní 1955 -2 Reiknsngcr Reykjavíkurbœjar 1954 ítur FJA UNDIR STJÓRN SJÁLFST ÐISMANNA Rekstiirsafgangi varið til verk- legra frcunkvæmda og afkorgana Skuldlaus eign bæ jjarins hækkar uns röskar 25 tnilljónir CUNNAK THORODDSEN borgarstjóri lagði fram á bæj- arstjórnarfundi í gær reikning Reykjavíkurkaupstaðar fyrir árið 1954. Sá reikningur ber með sér, að fjárhagur bæjarins stendur traustum fótum. enda er það eitt meginatriði í stefnu Sjálf- stæðismanna að efla góðan fjárhag bæjarfélagsins svo það Éfeti staðið undir sem mestum framkvæmdum og umbótum í þágu heildarinnar. Borgarstjóri flutti ræðu um reikninginn bg eru aðaldrættir hennar raktir hér, svo og birt yfirlit um tekstrarreikning bæjarsjóðs. RÆÐA BORGARSTJÓRA Fyrst er yfirlit um rekstrar- jreikning bæjarsjóðs, samanborið við fjárhagsáætlun. Ber þess þó «ð geta, að með sérstökum á- kvörðunum bæjarráðs og bæjar- stjórnar voru á árinu gerðar nokkrar breytingar til hækkun- ar á áætluninni. Tekjurnar voru upphaflega áætlaðar kr. 105.178.000 00. Með bæjarstjórnarsamþykkt 24. júlí 1954 var áætlun um álögð út- 6vör hækkuð um 4 millj. kr. til þess að vega á móti lækkun Stríðsgróðaskattsins vegna breyt- inga á skattalögunum, og var sú fjárhæð látin renna til Fram- kvæmdasjóðs. Með lögum 66/ 1954 var ákveðið, að fasteigna- skattur til ríkissjóðs skyldi af- hentur bæjar- og sveitarfélögum, og féllu í hlut bæjarsjóðs af þess- um ástæðum rúml. 316 þús. kr. JL>oks er stríðsgróðaskattur að upphæð 1 millj. kr. talinn með rekstrartekjum bæjarsjóðsins, en ekki hafði verið áætlað fyrir honum. Þannig breytt nam tekju- áætlunin um 110.5 millj. kr., en samkvæmt reikningi námu tekjurnar um 118.2 millj. kr. eða 7.7 millj. kr. meira en áætlað var. Ber þess þó að gæta, að útsvör eiga vafalaust eftir að lækka frá því, sem þau eru færð til reikn- ings, bæði vegna vanhalda í inn- heimtu og eins vegna lækkana ríkisskattanefndar, en sú nefnd hafði svo til engar útsvarskærur afgreitt, er reikninginum var lok- að um miðjan marz s.l. í raun- inni verða tekjurnar því ekki eins mikið umfram áætlun og hér er gert ráð fyrir. Rekstrargjöldin voru upphaf- lega áætluð kr. 97.354.000.00, með viðbótum 99.4 millj. kr., en urðu í reikningi 100.8 millj. kr., eða 1.42% hærri en áætlanir sögðu til um. REKSTRARAFGANGUR NOTAÐUR TIL VERKLEGRA FRAMKVÆMDA Rekstrarafgangur til yfir- Gunnar Thoroddsen. færslu á eignabreytingareikning varð nú 15.4 millj. kr. Til sam- anburðar má geta þess, að árið 1953 varð hann 21.4 millj. kr., árið 1952 15.8 millj. kr. og árið 1951 13.7 millj. kr. Þessi rekstrarafgangur er nú sem endranær notaður, ásamt öðrum tekjum bæjar- sjóðs, sem ekki teljast rekstr- artekjur, til verklegra fram- kvæmda og afborgana. Þegar eignarbreytingareikningur- inn er gerður upp, verður greiðslujöfnuður bæjarsjóðs hagstæður um 1.1 millj. kr. SKULDLAUS EIGN HÆKKAR Skuldlaus eign kaupstaðar- ins hækkaði um 25.7 millj. kr. á árinu og er nú orðin um 268 millj, kr. Þó var fyigt sömu reglu um fvrningar og af- skrifíir og áður og samtals af- Yfirlil um reksfrarreikning bæjarsjóSs 1954 Upphafleg áætlun Viðbætur Áætlun Reikningur Tekjur: þús. kr. kr. kr. kr. Tekjuskattur 1. a. Útsvör 3. Stríðsgróðaskattur 92.150 4.000.000.00 1.000.000.00 97.150.000.00 103.977.951.01 Fasteignagjöld 3. Fasteignaskattur 7.000 316.173.47 7.316.173.47 7.103.983.30 Ýmsir skattar 610 610.000.00 884.395.15 Arður af eignum 2.773 2.773.000.00 3.061:139.56 Arður af fyrirtækjum 2.260 2.260.000.00 2.260.000.00 Ýmsar tekjur 385 385.000.00 908.440.06 Kr. 105.178 5.316.173.47 110.494.173.47 118.195.909.08 Gjöld: Stjórn kaupstaðarins 7.730 7.730.000.00 7.946.558.18 Löggæzla 5.620 5.620.000.00 5.459.791.47 Brunamál 2.775 2.775.000.00 2.487.119.88 Fræðslumál 10.555 Tónlistarkennsla 13.887.00 10.568.887.00 11.050.635.57 Listir, íþróttir og útivera 4.515 2. d. íþróttasvæði 121.678.90 3. a. 20. Fríkirkjuvegsgarðar .... 527.112.66 3. a. 25. Iðnólóðin 132.425.36 5.296.216.92 5.837.577.83 Hreinlætis- og heilbrigðismál .... 9.965 9.965.000.00 10.821.820.10 Félagsmál 32.677 3.d. Vetrarhjálpin 75.415.72 3. i. Hjálparstúlkur sængurkvenna 118.224.06 8. o. Framfærslulán o. f 1. ........ 1.094.397.01 33.965.036.79 34.823.278.71 Gatnagerð og umferð 19.540 19.540.000.00 18.017.869.60 Fasteignir 2.477 2.477.000.00 3.307.319.24 Vextir og kostnaður við lán 800 800.000.00 216.777.34 Óviss útgjöld 700 700.000.00 876.464.58 97.354 2.083.140.71 99.437.140.71 100.845.212.50 Afskrifaðar og eftirgefnar' skurdír 1.947.923.08 Yfirftert á elgnabreytingu 7824 11.057.032.76 15.402.773.50 ‘ ' ’•• Kr. 105.178 2.083:140.71 110.494.173.47 118íÍÍ)&Jok()8 — skrifaðar um 3 millj. kr. Útgjöld vegna nýbygginga gatna og holræsa voru að fullu færð með rekstrargjöldum eins og undanfarin ár, en ekki færð til eigna. Þessi útgjöld námu þó tæpum 10 millj. kr. á árinu. Skuldlaus eign síðustu ára hefur verið sem hér segir: í árslok 1950 150 millj. kr. - — 1951 168 — — - — 1952 204 — — - — 1953 242 — — - — 1954 268 — — og hefur því hækkað um 118 millj. á s.l. 4 árum. Skuldir bæjarsjóðs hækkuðu á árinu um tæpar 6 millj. kr., þar af afborgunarlán í ísl. krónum um tæp 400 þús. kr., lausaskuldir um 700 þús. kr., skuldir við sjóði bæjarins um 2.4 millj. kr. og skuldir við ýmsa lánardrottna um 1.9 millj. kr. og skuldabréfa- lán um 600 þús. kr. í INNHEIMTA í ÚTSVARANNA Útsvarsinnheimtan var hlut- fallslega lakari á árinu en næsta ár á undan. Samkv. reikningnum var óinnheimt af álögðum út- svörumum 13.3 millj. kr. eða um 13.6% af útsvarsupphæðinni. Til samanburðar má geta þess, að árið 1953 námu óinnheimt útsvör 10.6% af útsvarsupphæðinni, 1952 12.2% og 1951 14.1%. Að lokinni ræðu borgarstjóra var reikningnum vísað umræðu- laust til 2. umræðu. Láíitaka til kanpa á strætisvögnum BORGARSTJÓRI flutti á bæj- arstjórnarfundi í gær eftir- farandi tillögu: „Þar eð reksturskostnaður á benzínvögnum þeim, sem enn eru í notkun hja Strætis- vögnum Reykjavíkur, er orð- inn óhóflega mikill, auk þess sem margir þessara vagna mega nú teljast lítt hæfir til fólksflutninga, samþykkir bæj arstjórn Reykjavíkur að fela forstjóra S.V.R. í samráði við borgarstjóra að vinna að öfl- un lánsfjár innanlands eða utan til kaupa á dieselvögn- um í stað umræddra benzín- vagna. Jafnframt er þeim tilmæi- um beint til innflutningsyfir- vaidanna, að þau veiti eftir þörfum gjaldeyris- og inn- flutningsieyfi fyrir strætis- vögnum. Borgarstjóri gat þess aS bráð nauðsyn væri að endur- nýja sem bráðast vagnakost S.V.R. og væri sjálfsagt að dieselvagnar yrðu keyptir | enda hefði reynslan sýnt, að beinn reksturssparnaður næmi um 50—60 þús. kr. á hvern dieselvagn miðað víð benzín- vagn. Brynleifur Tobiasson koslnn slérlcmplar STÓRSTÚKUÞINGINU, sem háð var í Reykjavík, lauk s. 1. þriðjudag og hafði staðið í fjóra daga, Þingið sátu 70 fulltrúar víðsvegar að af landinu, frá 3 um dæmisstúkum, 4 þingstúkum, 24 undirstúkum og 12 barnastúkum. í framkvæmdanefnd stórstúkunn- ar voru kosnir: Stórtemnlar: Brvnleifur Tobías son, áfengisvarnaráðunautur. Stórkanzlari: Sverrir Jónsson, fulltrúi. Stórvaratemnlar: Sigþrúður Pétursdóttir, frú. Stórritari: Jens E. Níelsson, kennari. Stórgjaldkeri: Jón Hafliðason, fulltrúi. Stórgæzlum. unglingastarfs: Gissur Pálsson, rafvirkjameistari. Stórgæzlumaður löggjafarstarfs: Haraldur S. Norðdahl, tolivörður. Stórfræðslustjóri: Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur. Stórkanellán: Kristinn Stefáns- son, fríkirkjuprestur. Stórfregnritari: Gísli Sigur- geirsson, verkstjóri. Fyrrv. stórtemplar: Björn Magúnsson, próf. theol.' Þingið gerði ymsar * sa'mþýkkt- ir um bindindismál. Nýjar tillögur urn stækkun Hitaveit- I unar í vændum í FYRRA var skipuð nefní sérfræðinga til að rannsakðí möguleika á stækkun hitaveif unnar og gera íillögur un| framkvæmdir í þvi efni, Höfðu Sjálfsiæðismenn for* göngu um þetta mái. Borgarstjóri skýrði frá þvl í gær, að formaður hitaveitu-* rnfndar og einn af sérfræð* iagum hennar hefðu fyrií stuttu skýrt sér frá, að nefnéU in mundi bráðlega leggja fram nýjar tillögur um útvíkls un hitaveitunnar. Yrðu þæU tillögur síðan lagðar fyrilj bæjarráð og mundi það verðaí innan skamms tíma. / Hugmynd Tímarit- 1 stjórans, sem vakti 1 fögiiiið kommvmista 1 ÞÓRARINN Tímaritstjóri. safl bæjarstjórnarfund í gær og flutti þar tillögu sem fól ’ sér, að Reykjavíkurbær stofnsetti verzN un með olíu og kol og seldi þesSs ar vörur til húseigenda, seitfl ekki njóta hitaveitu. Þ. Þ. gerðl þá grein fyrir tillögunni, að verð^ lag þessara vara væri nú hækKn andi og ætti kola- og olíuverzt* un bæjarins að lækka það. Ekkl gerði Þ. Þ nokkra tilraun til aU rökstyðja, að slík kola. og olíU« verzlun bæjarins mundi lækka verðlagið, en það er eins og kunnugt er undir eftirliti hini opinbera. Ekki minntist Þ. P, neitt á hvaða kostnað það hefðl í för með sér fvrir bæinn að reisa olíustöð og koma fyriJJ kolabirgðum ásamt öðru, sem til þess þarf að reka slíka verz.l uií, , Einn af bæjarfulltrúum komxfl únista reis upp og taldi málið, eins og vænta mátti, mjög merki* legt og Alíreð Gíslason (A) tóM í sama streng. < Borgarsíjóri svaraði Þ. P, stuttlega og lagði til að tillögU hans yrði vísað til hitaveitu* nefndar og var bað samþykkt. { ÞjóBháfíðin VARÐANDI dagskrá hátíðd* haldnnna hcr í Reykjavík, skal lesendum bent á, að á bls. Ifl er greint nákvæmléga frá Ul*’ högun þeirra, :YSÍÍjHfll&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.