Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. júní 1955 Vesífirzkir bændur heimsækja höfuðborglna I Síðasta prestverkið eftir 49 ára starf — fjórföid hjónavígsla f fyrradag komu rúmlega 70 vestfirzkir bændur ásamt konum margra þeirra í heimsókn til Reykja- víkur. Hefur þessi myndarlegi bændahópur verið á ferðalagi undanfarið um Vestur- og Suðurland og farið allt austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bændasamtökin í hinum einstöku héruðum hafa tekið prýðilega á móti hinum vestfirzku bændum. — í gær sátu þeir síðdegisboð hjá forsetahjónunum að Bessastöðum og i gærkvöldi skoðuðu þeir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. — Fararstjóri er Ragnar Ásgeirsson. — Myndin hér að ofan var tekin í gær, er bændurnir og konur þeirra skoð- liðu Þjóðminjasafnið. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Bylting hersins gegn Perdn Baiinfæring orsök hennar, skothi íð o«; loftárásir afleiðing Buenos Aires, 16. júní. Frá Reuter-NTB. Deildir úr flota og flugher Argentínu gerðu í dag byltingu gegn Perón, forseta Argentínu og stjórn hans, strax og páfinn í Róm hafði bannfært Perón og stjórnina. Flugvél úr flugliði flot ans gerði sprengjuárás á stjórn- arráðið og í sama mund og 300 menn úr Iandhernum hófu bar- daga á götunum. Brutust þá þeg- ar út ofsafengnir bardagar milli uppreisnarmanna og liðsafla, sem fylgisspakur var stjórninni. kunngerði, að herlög gengju í gildi í öllu Argentínulandi frá náttmálum í kvöld. Ríkisstjórnin skýrir hins vegar svo frá, að allt sé með ró og spekt í landinu og hún hafi stjórnina ein í sínum höndum. Fregnir herma, að tuttugu lafi þegar verið drepnir í átök- im þessum, en margir særðust íúð loftárásina. Perón forseti Fréttir frá Buenos Aires herma hinsvegar hið andstæða, að skothríð glymji og hvelli um allan bæinn og að flugvélar hafi á nýjan leik gert árás á stjórn- arráðið. — Símasamband milli Buenos Aires og Montevido í Uruguay hefir rofnað að fullu. Ástæðan til uppreisnarinnar virð ist eingöngu vera bannfæring Páfa á Perón og stjórn hans. — Perón hefir verið forseti Argen- tínu frá því 1945. Bao Dai settur af Svðllar í frakkneskum lyslihúsum Viet Nam, 16. júní. Frá Reuter-NTB. FJÖLSKYLDURÁÐ Bao Dai keisara í Suður Viet Nam ákvað í dag að setja hann af sem keisara landsins. Jafnframt lagði ráðið til að forsætisráðherra Iandsins Ngo Dinh Diem yrði gerður að forseta landsins. MIKIÐ VALD Fjölskylduráð keisarans hefur stjórnarfarslegan rétt til þess að ákveða um valdatöku eða valda- afsetningu æðsta manns ríkisins að vild sinni, er þörf krefúr. — Jafnframt hefur það vald til þess að skera úr öllum ágreinings- efnum innan fjölskyldunnar. Greinilega var tekið fram að það hefði verið fjölskylduráðið, en ekki ríkisstjórn landsins sem setti Baoi Dai af, en hann hefur dvalizt í fleiri ár á frakkneskum lystihúsum og gamnað sér við tíðleikakonur og trúða. Nýja stjórnin átti eftir því sem fregnir herma að semja nýja stjórnarskrá. Frakkar hafa tekið þessum breytingum með kátínu og gleði. 1960 verSa í Rómaborg PARÍS, 16. júní: — Alþjóða- Ólympíunefndin ákváð á fundi sínum í dag, að Ólympíuleik- arnir 1960 verði í Rómaborg. Kærar kveðjur og heillaóskir með þjóðhátíðardaginn. - Bennó. Fi efnir fi! þrfggja ferða um helgina UM helgina efnir Ferðafélag ís- lands til þriggja ferða. Tvær þeirra eru eins og hálfs dags ferðir. Önnur er gönguferð á Ei- ríkisjökul og verður ekið um Uxahryggi, upp Borgarfjörð. — Staðnæmzt verður við Hraun- fossa við Hvítá og síðan ekið inn fyrir Strút, en gengið þaðan um Torfabæli á jökulinn, sem er 1675 metrar. — Hin ferðin er Þórs- merkurför. Verður gist í hinu nýja sæluhúsi félagsins aðfara- nótt sunnudags, en á sunnudag verður gengið um Mörkina og hún skoðuð. Er þar þegar orðinn mikill gróður. í báðar þessar ferðir verður lagt af stað kl. 2 e. h. á laugardag frá Austurvelli. | Þriðja ferðin er gönguför á | Esju, og verður lagt af stað í hana kl. 9 á sunnudagsmorgun. FORSETI ÍSLANDS heimsótti sýninguna á skólatækjum og bókum, sem staðið hefur yfir í Melaskólanum að undanförnu. — Sýningunni lauk i gærkvöldi. r Afengísvarna- nefnd kvenna opnar skrifstofu ÁFENGISVARNANEFND kvenna hér í Reykjavík og Hafn- arfirði, sem 28 kvenfélög standa að, hefur nú opnað skrifstofu á ný, eftir rúmlega eins árs hlé. Er skrifstofan í Veltusundi 3 og verður hún opin tvo daga vik- unnar milli kl. 3—5, á miðviku- dögum og laugardögum. Konur þær er sæti eiga i nefndinni ræddu við blaðamenn í gær. Nú eru liðin 9 ár frá því að nefndin tók til starfa. Störf hennar hafa einkum verið í þvi fólgin að veita þeim hjálp, sem haldnir eru meiri eða minni drykkjusýki. Hafa margir slíkir sjúklingar leitað til stöðvarinn- ar eða aðstandendur drykkju- sjúkra. Hefur nefndin eftir beztu föngum reynt að leysa vanda þessa fólks, sem eru bæði ungir og gamlir. Þá hefur nefndin und- anfarna fjóra vetur haft tóm- stundakvöld fyrir ungar stúlk- ur. Eru þau vinsæl orðin og vel sótt. Áfengisvarnanefndin hefur haft nána samvinnu við þá aðila, sem um áfengisvarnir fjalla, haft samstarf við áfengisvarnanefnd- ir utan Reykjavíkur og yfirleitt með öllum þeim, sem vinna að aðstoð og hjálp drykkjusjúkum til handa og vinna að áfengis- vörnum. f stjórn áfengisvarnanefndar kvenna eru: Viktoría Bjarna- dóttir, Guðlaug Narfadóttir, Sig- ríður Björnsdóttir, en hún veitir skrifstofunni forstöðu, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Jakobína Matt- híassen, Fríður Guðmundsdóttir og Þóranna Snorradóttir. — Sími skrifstofunnar er 82282. Á M O R G TJ N, laugardag, fer fram í kirkjunni að Torfastöðum í Biskupstungum sérstæð kirkju- athöfn. Fjórir bræður kvænast, þrír þeirra systrum. Þessa fjór- földu hjónavígslu, sem mun vera einsdæmi hér á landi, framkvæm- ir séra Eiríkur Stefánsson pró- fastur. Verður þetta síðasta prest- verk hans í Torfastaðakirkju, en hann lætur þar af störfum um helgina. Þetta veglega kirkjubrúðkaup á að hefjast kl. 5 síðd. Það eru syn- ir bóndans á Hvítárbakka í Bisk- upstungum, Ingvars Jónassonar og konu hans, Jónínu Kristjáns- dóttur, sem kvænast. Þrír þeirra ganga að eiga sveitunga sína, dætur hjónanna að Austurhlíð, Guðmundar Magnússonar og Elínar Ólafsdóttur. Brúðhjónin eru þessi: Sigríður og Kristinn, Guðrún og Hárlaugur. Þau hefja tvíbýlisbúskap á nýbýli í landi Hvítárbakka. Þá eru Eygló og Sumarliði, en þau setjast að á Hvítárbakka. Fjórði sonurinn frá Hvítárbakkaheimilinu, Kor- mákur, gengur að eiga stúlku í Hrunamannahreppi, Erlu Sól- veigu frá Sólheimum og flytzt hann með brúði sína á jörð tengdaforeldra sinna. SKÍRT, FERMT OG GIFT Séra Eiríkur á Torfastöðum, sem þjónað hefur Torfastaða- prestakalli í 49 ár, sagði í við- tali við Mbl. í gær: — Þessa ungu sveitunga mína og sóknarbörn frá Hvítárbakka og Austurhlið ,hefi ég skírt og fermt öll og nú þegar ég er að ljúka starfi mínu, þá gifti ég þau. — Að hjónvígslunni í kirkjunni lokinni verður haldið að Geysi, en þar verður veizlufagn- aður um kvöldið. Séra Eiríkur prófastur lét þess að lokum getið ,að hann myndi kveðja söfnuð sinn á sunnudag- inn og setja hinn nýja prest inn í embættið við guðsþjónustu, en það er séra Guðmundur Óli Ólafs- son. — Séra Eiríkur fer að Laugar- vatni er hann lætur nú af störf- um og verður á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Ásgríms Jónssonar. Kínversk sýning haldin hér í nœsta mánuði Þar verðo samtals yfir 300 synishorn KÍNVERSK sýning verður haldin hér í Reykjavík dagana 5.—17. júlí n.k. að tilhlutan kínverskrar nefndar, er vinnur að fyrir- greiðslu alþjóðaviðskipta. Er þetta í fyrsta sinn, sem vörur eru sendar alla hina löngu leið frá Peking til íslands til sýningar á kaupstefnu hér. Vegna fjarlægðar og þó frekar^ takmarkaðs sýningarrúms hefur aðeins verið hægt að senda sýn- ishorn af hluta af landbúnaðar- afurðum Kína og sérstæðum kínverskum framleiðsluvörum, vefnaðarvörum, handiðnaðarvör- um o. s. frv., samtals um 300 sýnishorn. Sýningin verður í GT-húsinu. Þarna verða m. a. sýndar ýms- ár korntegundir, svo sem hrís- grjón, kao-liang, hveiti, maís o. s. frv., eggjaafurðir, tóbak, bakað og sólþurrkað, margar te- tegundir, grávörur og suðrænir ' ávextir. Þá verður þarna úrval marglits kínversks silkis, alls um 50 tegundir og nokkur sýnishorn kínversks listiðnaðar. — Einnig sýnishorn af postulíni, leirvöru, munum ígreiptum silfurþræði o. m. fl. Sömu aðilar og sjá um rúss- nesk-tékknesku vörusýninguna, annast fyrirgreiðslu kínversku sýningarinnar hér. Edwin C. Bolt flytur (yrlrlesfur HINN KUNNI fyrirlesari, Edwin C. Bolt, er nýkominn hingað til lands frá Englandi. Mun hann halda hér sumarskóla guðspeki- nema í Hlíðardal í Ölfusi. Er skólinn þegar fullskipaður. N.k. laugardag og sunnudag mun Mr. Bolt flytja erindi í Guðspekifélagshúsinu. — Hefjast þau kl. 8,30 síðd. Erindin heita: Fornar launhelgar og andleg menning, hið fyrra, og Hvað eig- um vér að kenna börnum vor- um? — hið síðara. Frú Guðrún Indriðadóttir verð- Ur túlkur. 100 éra afmæli ís- lendingabyggðar ÞESSA dagana er íslendinga- félagið í Utah að halda minn- ingarhátíð í tilefni af hundrað ára afmæli fyrsta íslenzka land- námsins í Vesturheimi. Það var á árunum 1855—56—57, sem 16 íslendingar námu land í Spanish Fork, Utah. Hátíðahöldin eru afar fjöl- breytt, en þau hófust í fyrradag með guðsþjónustu, og lýkur þeim í dag. — Eftir fregnum að vestan munu íslendingar úr öðrum byggðum vestra hafa fjölmennt til Spanish Fork. Fyrir hönd íslendinga er mætt- ur til hátíðahaldanna Pétur Egg- erz, sendiráðunautur í Washing- ton og flytur hann þar ávarp frá rikisstjórn íslands. Forseti hátíðarnefndar er mað- ur af ísl. ættum, John Y. Bearn- son, kaupmaður í Springville, Utah. Sérlega slæmt heilsofar 1 Þing- eyjarsýsíu Húsavík, 16. júnf. FARSÓTTIR í Húsavíkur og Breiðumýrarlæknishéruðum eru nú óvenju miklar og mislingar mjög útbreiddir í Bárðardal, Að- aldal og hér í Húsavík. í sveit- unum eru víða heimili, sem flest fólkið hefur eltki áður fengið mislinga, því þau hafa verið var- in í fyrri mislingafaröldrum. — Veikin leggst ekki sérlega þungt á fólk, en þó fá sjúklingarnir háan hita, en alvarlegir auka- kvillar hafa enn ekki komið. Veikin barst óvenju hratt út meðal fólks, með börnum, sem smituðust á sundnámskeiði á Laugum. Þegar vitað er að menn hafa tekið veikina og hægt hefur verið að gefa þeim mislingaser- um sem rannsóknarstofa Há- skólans framleiðir, hefur veikin ekki lagzt. bungt á hina sjúku. En því miður eru erfiðleikar á útvegun þessa bóluefnis. Þá hefur gengið hér í hérað- inu, einkum þó í Húsavík, hettu- sótt, sem er frekar slæm. Ber mikið á því að hettusóttin tínl upp gamalt fólk, sem áður hefur ekki tekið veikina, þó það hafi verið á sjúkum heimilum. — NÁ fær það veikina frekar slæma. í sveitunum er inflúenza einnig og hefur á einstaka bæ lagt allt heimilisfólkið, en hér í Húsavík verður hennar lítið vart a. m. k. enn sem komið er. — Þessar upp- lýsingar eru samkv. samtali, er ég hefi átt við héraðslækninn. Þorgeir Gestsson. — SPB. Þýzkaland höndlar vel BONN — Vestur-Þýzkaland er nú þriðja mesta verzlunarþjóð I heimi, á eftir Bandaríkjunum og; Bretlandi. Númer fjögur og fimm eru Kanada og Frakkland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.