Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. júní 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Fyrsta frásögn af náftúru frœðingaleiðangrinum til Meistaravík við Óskarsfjörð 12. júní 1955. ÞAÐ, sem af er leiðangri okkar, hefur allt gengið að óskum og ekkert óhapp komið fyrir. Að vísu er færð mjög erfið á þessum tíma árs og öll ferðalög eru því þreytandi og slarksöm, en maður yenst þessu furðanlega. Og þrátt fyrir kulda og vosbúð fá menn hér mjög sjaldan kvef, nema inenn smitist af aðkomumönn- um. Þessu veldur hið tæra og þakteríusnauða loft. Við höfum þegar safnað á annað hundrað fuglum og auk þess nokkrum spendýrum og ennfremur talsverðu af skordýr- um og plöntum. Síðan við kom- um hingað, hafa starfsmenn námufélagsins verið boðnir og búnir til að greiða götu okkar á alla lund. Eigum við það fyrst og fremst þeim að þakka, hve góður árangur hefur þegar orð- ið af starfi okkar. ÁKJÓSANLEG BÆKISXÖÐ Strax og við komum hingað, var okkur fenginn til ‘umráða skáli einn, sem Lauge Koch lét byggja hér árið 1949. Skáli þessi stendur við hina eiginlegu Meist- aravík innanverða, en það nafn hefur síðan færzt yfir á allt at- hafnasvæði námufélagsins hér við Óskarsfjörð. Skáli þessi er mjög rúmgóður og hin ákjósan- legasta bækistöð fyrir rannsókn- ir okkar. Næstu nágrannar okk- ar eru starfsmenn flugvallarins, en þangað eru um 20 km. Meist- aravík er um 7 km. langur fjörð- ur eða vogur, sem gengur suður úr Óskársfirði. Að víkinni báðum megin liggja brattar og hjöllóttar fjallshlíð- ar, og eru fjöllin um 1000 m há. Inn frá víkinni gengur dálítið dalverpi, sem árnar úr fjöllun- um í kring falla um út í víkina. Dalur þessi er nú allur einn krapavaðall. VORAR SEINT Síðan við komum hingað má heita, að veðrið hafi alltaf verið eins: Skafheiðríkt, glampandi sólskin og blæjalogn. Að vísu hafa komið nokkrir þokudagar, en þeir eru teljandi. Núna síð- ustu daga hefur bó verið þoka alltaf öðru hvoru, en lognið er alltaf hið sama. Fyrstu vikurnar, eftir að við komum hmgað, var nokkuð kalt, venjulega um 15° frost á nóttunni, en minna á dag- inn. Þá var snjór enn svo mikill, að ekkert varð farið nema á skíðum. Var ekki um annað að ræða en spenna á sig skíðin, strax og kom út úr skáladyrunum, því að annars sökk maður strax upp í mitti í þurran lausasnjó. Eftir 20 maí fór að hlýna, og snjórinn tók þá strax að sjatna af sólbráð. Reglulegt hlákuveð- ur hefur þó ekki komið enn, og Snjóinn leysir því mjög hægt. Landið er enn að miklu leyti snævi þakið, enda þótt auðir rindar séu smám saman að koma upp úr snjónum, einkum í brött- um fjallahlíðum. Vakir eru enn hvergi komnar á ísinn á firð- inum, og verður þess líklega langt að bíða enn. Nú eru flestar ár búnar að ryðja sig og snjór- inn orðinn mjög blautur, og auk þess eru krapaflár komnar á ís- ínn. Færð er því mjög slæm, enda er ekki lengur hægt að not- ast við skíði. Eins og sakir standa er því ekki um annað að ræða en fara allt gangandi, og til þess að losna við bleytu og vosbúð verða menn helzt að vera í búss- um. KRÍAN KOM 11. JÚNÍ Flestir farfuglanna komu síð- ustu dagana í maí eða fyrstu dag- ana í júní. Þá komu heiðagæsir, helsingjar, sandlóur, lóuþrælar, tildrur, rauðbrystingar, sanderl- ur, fjallkjóar og steindeplar. A-Grœnlands eftir dr. rer. nat. Finn Guðmundsson Leiðangursmenn komu af Vafnajökii í gær Þeir fengu afbragðs veður á jöklinum, Eogn cg heiðríkju dag hvern í VATNAJÖKULSLEIÐANGUR- INN, sem lagði af stað héðan um hvítasunnuna, kom aftur til Reykjavíkur laust fyrir hádegi í , gær. I Ferðin gekk í alla staði prýði- ' lega, ekkert óhapp, hvorki á mönn um né tækjum, sagði Jón Eyþórs- son, form. Jöklarannsóknarfélags- ins, er blaðið náði tali af honum í gærkveldi. Veður var hið ákjós- anlegasta, logn og heiðríkja dag eftir dag á jöklinum. TJAI.DAÐ VIÐ TUNGU I — Við lögðum upp laugardag- j inn fyrir hvítasunnu og fórum þá | að Tungná, sagði Jón, en þar var j þá komin suðaustan rigning og j rok. Tungná var í hvítalöðri á vaðinu og var tjaldað við ána. Veðrið lægði um miðaftan á hvíta- sunnudag og héldu þá engin bönd Guðm. Jónassyni. Hann lagði út í ána og óð yfir hana. Undir kvöld ið þótti svo fært að fara yfir með ; bílana, sem voru sex stórir og ! fuilhlaðnir. Gekk allt vel og slysa- 1 laust. Þó var það á takmörkunum vegna þess hve áin var djúp ,en það gekk þó. j Ekið var beint í Tungnárbotna, og þar sneru bílstjórarnir við | nema Guðmundur Jónasson, sem Fuglar þessir halda sig einkumjenn. Þeir eru styggir og varir yarð eftir með snjóbíl sinn og einn á auðum hjöllum eða rindum í Þessi mynd var tekin er dr. Finnur Guðmundsson og félagar hans lögðu af stað til Grænlands. Er Finnur lengst t. h., við hlið hans Kristján Geirmundsson frá Akureyri og þá Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. fjallahlíðunum, því að niður við sjó er enn lítið um auða bletti. Krían kom þó ekki fyrr en í gær (11. júní). Er einkenniiegt að sjá kriurnar á sveimi yfir ísbreið- unni á firðinum, bar sem hvergi sézt í auðan sjó. Æðarfuglar, hávellur og lómar eru einnig nýkomnir. Þessar síðasttöldu tegundir halda sig á auðri vök, sem mynd- azt hefur á útfalli allstórs lóns INoret), sem er hér í grennd við flugvöllinn. SNJÓTITTLINGURINN ER FARFUGL Varptíminn fer nú í hönd, og höfum við þegar fundið heiða- gæsahreiður og steindepilshreið- ur. Helsinginn mun einnig vera orpinn, og munum við kanna varpstöðvar hans næstu daga, en hann verpur hér í hömrum á nokkrum stöðum. Staðíuglar hér eru sæuglur, hvítfálkar, rjúpur og hrímtittlingar (auðnutittlings- tegund). Alla þessa fugla höfum við séð, en ekki eru þessar teg- undir algengar. Fremur lítið er um læmingja í ár, og mun það ; valda mestu um það, hve lítið er af snæuglum og hvítfálkum. Snjótittlingarurinn er langalgeng asta fuglategundin hér. Hann er farfugl, en var þegar kominn, er j við komum hingað 8. maí. Af öðrum fuglum, sem við höfum séð, má nefna hvitmáfa og hrafna, en þeir eru að nokkru leyti staðfuglar hér. Hvítmáfur- inn mun þó halda sig úti í rek- ísnum yfir háveturinn. SAUÐNAUTAHÓPUR OG SNÆHÉRAR Síðan við komum hingað, hef- ur sauðnautahópur haldið sig i hliðinni fyrir ofan skála okkar í Meistaravík. í hópnum voru 9 dýr, en nú eru tvær af kúnum bornar, svo að dýrin eru alls 11. Sauðnaut þessi eru mjög gæf og skipta sér lítið af okkur, þótt við komum allnærri þeim. Þau virð- ast vera með allan hugann við að kroppa hinn kyrkingslega bróður á hjöllunum í fjallshlið- inni. Tvö snæhérapör hafa einnig haldið sig í hlíðinni ofan við skál- ann, og eitt tófugreni höfum við fundið þar. Hreysiketti höfum við ekki séð ennþá, en vitað er, að þeir halda sig á þessu svæði. Talsvert er af selum við andop á ísnum. Við höfum reynt að skjóta þá, en ekki tekizt það um sig, og því ekki viðlit að fhitningabíL Þá var og vísill, sem skjóta þá nema með stórum riffl- Jöklarannsóknarfélagið á, með í um. En gallinn er bara sá, að ferðinni. þeim tekst nær ávallt að komast niður í gegnum andopin, nema þeir séu skotnir í gegnum haus- inn. Við höfum reynt að dorga niður um andop á ísnum, en ekki i orðið varir. Þó höfum við náð í eins konar marflær, sem hafa j setzt á beituna. REYKJAVlK B C D E F G ABCDEFGH STOKKHÓLMUR 11. ieikur Reykjavíkiir: a7—a5 MÆLINGAR Á GRÍMSVÖTNUri > — SKÁLAB YGGING I TUNGNÁRBOTNUM Daginn eftir var iiðinu skipt. Sjö tóku til við skálabyggingu, en. sjö lögðu á jökulinn á tveimur * bílum og einum yfirbyggðum skíðasleða. Héldu þeir til Gríms- vatna og voru þar við mælingar 1 viku. Dr. Sigurður Þórarinsson ákvað, hvar mælingar skyldu gerð ar, en verkið framkvæmdi fransk- ur sérfræðingur, ,Tean Martin. —- Starfar hann bjá EPF, frönsku heimskautastofnuninni, en hún. lagði fram mælitæki í leiðangur þennan, auk sérfræðingsins. » TIL KVFRKFJALLA OG Á HÁUBUNGU Hópur sá, er vann að skála- byggingunni, var síðar sóttur á snjóbílnum og var farið norður £ Kverkfiöll í góðu færi og veðri. 11 .júní lagði svo allur hónurinn af stað frá Grímsvötnum. Var ek- ið yfir Háubungu (1700 m.) og gerðar mælingar á þykkt iökuls- ins. Síðan var ekið að PálsfjalR og gist þar. IÖKULIIFIMAR Daginn eftir skiptust leiðir aft- ur. Fiögurra manna bópur fór með vísilinn til mælinga vfir á Tungnáriökul. Hinir fóru í Tuno-nárbotna t.il að liúka skála- bvggingunni. Á mánudagskvöld- ið kom svo mælingabónurinn af iöklinum, og tvo siðnstu dagana unnu aliir að bví að fuligera skál- ann, sem p+endur á. hraunbrún um 2 km frá iökulsnorðinnm. Skálinn hefir f°ngið nafníð .löku’lieimar og er hinn vandaðasti og vistleg- asti. H + T.DTD TIT I'T Undir kvöld á rniðvikudag va.r svo baldið he;mleiðie Ekið var v?ð a+öðnlaust a.Ra nðt.tina og komið að Selfossi um fótaferðat,íma. Gátu menn hresst sig bav é morv-un- kaffi. en síðan var haldið áfram hing°ð t’’] bg'mrinc;. T eiðanvu- þnc,ci’ van á vegnm ■Tökl ar an n sókn a v'éi r. o-s!ri r. en a.ð bví ev snerti- h’d-ktarmælingar í samviunu við F'DTi', og mun sá hlut.i hans senni'ovq ganga undir nafninu Fransk-íslenTki Vatna- iökulsleiðangurinn 1955. Nýr vélbátur MIKIÐ AF HUNANGSFLUGUM Skordýr eru nú óðum að koma á kreik. Eru það einkum flugur (tvivængjur), en einnig höfum við fundið nokkrar tegundir af; vespum og fiðrildum, þar á I meðal allstór og litfögur dag- fiðrildi. Einnig er hér mikið af j stórum hunangsflugum. Bjöllur höfum við hins vegar engar fund ið enn, sem komið er. Hálfdan Björnsson vinnur mjög ötullega að skordýrasöfn- un, en Kristján Geirmundsson hefur nóg að gera við að taka hami af fuglum og öðrum dýr- um, sem við söfnum. Gróðurinn er ótrúlega fljótur að þjóta upp, eftir að snjóinn leysir. Nú þegar eru allmargar tegundir farnar að blómgast. Þar á meðal er vetrarblómið, sem er hér mjög algengt, og svo nokkrar tegundir, sem ekki eru til heima. Það, sem einna mest einkennir gróðurinn hér, er mosalyngstegund sú, sem er einkennandi fyrir flest heim- skautalönd. Hún vex hér allt upp í 1000 m hæð, ef ekki hærra. Væri gaman að vita, hvort hún myndi ekki þrífast í miðhálendi íslancjs. Pólarvíðirinn (Salix arctica) setur líka sinn svip á gróðurlendið hér. HEIM 12. JÚLÍ Við munum væntanlega koma! heim 12. júlí. Þann tíma, sem HAFNARFIRÐI — Siðastliðinn með að knýja hann 7—8 sjóm. — við eigum eftir að dveljast hér, laugardag var á sjó settur hér Litla vinnustofan, sem er að munum við einkum nota til að nýr vélbátur, Freyr GK 144. •— Brekkugötu 11, sá um járnsmíði safna skordýrum og piöntum og Er hann smíðaður af tveimur ( Bátarnir, sem þeir félagar hafa ennfremur til að fylgjast með ungum skipasmiðum í bænum, smíðað eru hinir vönduðustu að varpi fuglanna og safna eggjum. þeim Jóni Gesti Jónssyni o| allri gerð og ágætir sjóbátar. Dvöl okkar hér hefur verið Eyjólfi Einarssyni. Er þetta fjórði Verður hverjum manni starsýnt mjög skemmtileg og lærdóms- báturinn, sem þeir félagar smíða á hinar hreinu og mjúku línur, rík, enda þótt hún hafi verið og þeirra stærstur. Hann er 32 sem þeir ná í byggingarlagi bát- nokkuð erfið stundum. Náttúru- fet á lengd, 9 á breidd og burð-1 anna. — Bátasmíðistöðin er við fegurð er hér óvenju mikil. Land armagnið er um 7. smálestir. í. íshús Reykdals í Hafnarfirði. ið er í senn bæði hrikalegt og honum er lúkar með tveimur fallegt og dvralíf og gróður til- hvílum og borði, sem dregið er tölulega fjölbreytt. Og ninir sér- undan annarri þeirra. Vélarrúm kennilegu töfrar heimskaupta- og stýrishús er mjog rúmgott og landanna munu seint gleymast öllu þar mjög haganlega fyrir- þeim, sem einu sinni hafa kynnzt komið. 20 hestafla BUKH-diesel- þeim. ______1 vél er í bátnum, og á hún auðvelt Eigendur vélbátsins Freys eru tveir ungir menn, þeir Geir Stefánsson og Jörundur Guðlaugs son. Hyggjast þeir gera bátinn út héðan. — Myndira tók Ásgeir Long. — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.