Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 17. júní 1955 HfgJIIEÍíliMll Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigux. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. 18 stúdenfar braistskráðir ?ir Veralunarskolanum Ábyrgðartiifinning fólksins — hyrningasteinn íslenzks sjálfstæðis ÞEGAR við íslendingar höld- um þjóðhátíð fer okkur jafn- an svo, að við minnumst baráttu liðins tíma og þeirra leiðtoga, sem þar fóru í fylkingarbrjósti. Við höfum þakkað Jóni Sigurðs- syni forseta hans glæsilega þátt í íslenzkri sjálfstæðisbaráttu með því að gera fæðingardag hans að þjóðhátíðardegi okkar. Yfir þess- um degi er bjartara en nokkrum öðrum degi í vitund íslendinga. Hinn 17. júní árið 1811 fæddist sá maður, sem á öllum öldum mun eiga stærst rúm í hjört- um íslenzkra manna. Þann mán- aðardag árið 1944 varð draumur margra kynslóða íslendinga að veruleika: ísland varð alfrjálst. Að Lögbergi við Öxará var fáni hins islenzka lýðveldis dreginn við hún í fyrsta skipti á meðan klukkur Þingvallakirkju hringdu frelsið yfir gervallt landið. i íslendingar blessa þessa stund, um leið og þeir þakka hana, þakka baráttuna, s em færði þeim sjálfstæðið og hið fórnfúsa starf ágætra og óeig- ingjarnra leiðtoga. Hinn 17. júní er þannig dag- ur mikilla og fagurra minn- inga um atburði liðins tíma. Hann hvetur þjóðina til rækt- arsemi og trúnaðar við for- tíð sina og minningu beztu sona sinna og dætra. Skyldan við framtíðina. En á slíkum dögum er það þó ekki afstaðan til fortíðarinnar, sem skiptir mestu máli. Hitt er miklum mun þýðingarmeira, að þjóðin noti bjarma þeirra til þess að gera sér Ijósar skyldur sínar við framtíðina. Á engan hátt verður minningu forfeðr- anna haldið betur á lofti eða hún höfð betur í heiðri en með því, að afkomendur þeirra vinni verk sín vel, ávaxti þann arf, sem íortíðin fékk þeim í hendur. En hvernig getum við, sem í dag lifum og störfum, bezt treyst íslenzkt sjálfstæði? Við gerum það með því, að hver einstaklingur og þjóðin í heild láti störf sín og fram- komu í hvívetna mótast af ábyrgðartilfinningu og glögg- um skilningi á því, að fjör- egg frelsisins er í hendi hvers íslenzkt manns. Á sama hátt og fátæk bænda- alþýða íslands knúði fram sig- urinn í sjálfstæðisbaráttunni Undir forystu glæsilegra leið- toga sinna verða allar stéttir hins íslenzka þjóðfélags í dag, að gera sér ljóst, að þjóðfrelsið, póiitískt og efnahagslegt, verður ekki varðveitt nema því aðeins, að þær standi saman um varð- veizlu þess. Framtíð íslands og þjóðar þess veltur á því, að vak- andi skilningur ríki meðal al- mennings á þessari höfuðnauð- syn. Þegnlegur lýðræðis- þroski. Lýðræðisskipulagið byggir alla framtíð sína á þroska og ábyrgð- artilfinningu þeirra einstaklinga, sem byggja hvert þjóðfélag. Vitrir, góðviljaðir, frjálslyndir og dugmiklir einstaklingar, skapa heilbrigt og velmegandi samfé- lag, sem tekur stöðugum fram- förum og þroska. Þröngsýnir, ill- viljaðir, framtakslitlir og deilu- gjarnir menn geta hinsvegar ekki skapað velmegun og framfarir í þjóðfélagi sínu. Kyrrstaða og hrörnun hlýtur þvert á móti að verða hlutskipti samfélags þeirra. Það skiptir þessvegna megin- máli fyrir framtiðarheill hins ís- lenzka lýðræðisþjóðfélags, að þegnar þess, hver einstaklingur, séu þroskað fólk, sem gerir sér ljóst, að starf hvers einasta borg- ara er þýðingarmikill þáttur í þjóðarstarfinu. Ef einhver ein- staklingur, stétt eða starfsgrein, lætur hjá líða að gera skyldu sína, skapast veila, sem leitt get- ur mikla hættu yfir heildina. Enda þótt íslendingar séu í eðli sínu miklir einstaklings- hyggjumenn, eru þeir þó yfirleitt lýðræðissinnar. Við mundum aldrei geta aðhyllst foringja- dýrkun einræðisins og þær frels- isskerðingar, sem það hefur í för með sér. En við verðum að gera okk- ur ljóst, að lýðræðið felur ekki í sér ótakmarkað frelsi. — í menningarþjóðfélagi verða einstaklingarnir alltaf að leggja á sig nokkrar hömlur. Hið algera frelsi hefur í för með sér agaleysi, sem aftur leiðir af sér stjórnleysi. I Sjálfsagi er þjóðar- nauðsyn. Hið íslenzka þjóðveldi land- námsaldarinnara liðaðist sundur og leið undir lok vegna þess, að það skorti framkvæmdarvald. — Hina fámennu en þróttmiklu nor- rænu bændaþjóð skorti sjálfsaga. Ekkert vald var til í landinu, sem sett gat niður deilur hinna ráðríku höfðingjaætta. Þannig skapaðist hinu erlenda konungs- valdi aðstaða til þess að ná hér völdum. Þjóðveldið gliðnaði með öðrum orðum sundur innan frá. Slík mega aldrei verða örlög hins íslenzka lýðveldis. Fyrr en slík átök hefðu hafizt yrði ís- lenzk þjóð að hafa séð fótum sínum forráð. i En hvers þörfnumst við þá | fyrst og fremst til þess að treysta grundvöll frelsis okkar og sjálf- stæðis? . Aukins sjálfsaga, vakandi ábyrgðartilfinningar hvers ein- staklings, starfshóps og stéttar, styrkara framkvæmdarvalds, sem tryggir réttlæti og reglu í þjóð- félaginu. ' Þessi ábending má gjarnan vera aðal íhugunarefni okkar í dag, þegar þjóðhátíð er haldin. Við eigum einmitt að nota 17. júní til þess að skyggnast um og í eigin barm, athuga hvar skórinn kreppir að og hvaða kröfur land okkar gerir til okkar. Þjóðhátíðardagurinn á ekki aðeins að vera dagur skemmt- ana og hvíldar frá dagsins önn. Hann á að hvetja til ger- hygli og ábyrgrar íhugunar um þjóðarhag. Á þeim grund- velli einum verður sjálfstæði íslands og frelsi fólks þess byggt á komandi tímum. LÆRDÓMSDEILD Verzlunarskól ans var slitið með hátíðlegri at- höfn í skólanum 16. þ. m. Við- staddir voru form. skólanefndar, kennarar, nemendur og margir g.estir. Sérstaklega kvað skóla- stjóri ánægjulegt að sjá viðstadda allmarga þeirra stúdenta, er brautskráðust fyrir 10 árum og fyrir 5 árum. j í upphafi skýrði skólastjórinn, dr. Jón Gíslason, frá starfinu á s. 1. vetri. Drap hann m. a. á þær breytingar og endurbætur, sem gerðar hefðu verið á skólahúsinu. Lærdómsdeildarbekkirnir báðir, V. og VI. bekkkur, eru nú í ris- hæð hússins, sem áður var íbúðar- húsnæði. 1 lærdómsdeild voru að þessu ' sinni 42 nemendur, 24 í V. bekk, en 18 í VI. bekk. Á kennaraliði og kennslu urðu eigi aðrar breyting- ar en þær, að Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpstjóri lét af ís- lenzkukennslu í VI. bekk, en við tók Andrés Björnsson. Kvaðst skólastjóri vilja nota þetta tæki- færi til að þakka Vilhjálmi Þ. Gislasyni fyrir vakandi og vekj- andi fræðslustarf á þesu sviði i skólanum. PRÓFIiV Á ársprófi V. bekkjar var efst- ur Helgi Gunnar Þorkelsson, hlaut I., 7.49. (Notaður er eink- unnastigi örsteds). Stúdentspróf þreyttu 18 nem- endur að þessu sinni og stóðust all uu andi óhrijar: 17. júní YFIR þessum degi hvílir birta og gleði í hugum allra ís- lendinga. Síðan árið 1944, er ís- lenzka lýðveldið var endurreist, hefur hann verið hinn viður- kenndi þjóðhátíðardagur okkar og löngu áður en hann kom til sem slíkur, hafa allir íslendingar, sem eru einlægir vinir sögu ís- lands og frelsis unnað þessum degi og minnzt hans með þakk- læti og virðingu fyrir minningu þess manns, sem hann er fyrst og fremst tengdur við í hug okk- ar — frelsishetjunnar og sæmdar- mannsins, Jóns Sigurðssonar for- seta, mannsins, sem af sínu ó- venjulega þreki, raunsæi, greind og fórnfýsi, helgaði málstað ís- lands — sjálfstæðis- og frelsis- hugsjón íslenzku þjóðarinnar — hug sinn allan og starfskrafta. Hann reisti merkið VIÐ fslendingar erum yfirleitt lítið gefnir fyrir manna- | dýrkun í einni eða annarri mynd — og er það vel. Við viljum helzt að enginn sé of hátt yfir annan hafinn, að hver einstaklingur njóti þess álits og virðingar með- | al samborgara sinna, sem hann hefur unnið til með breytni sinni og framgöngu í hvívetna. — Þar með er ekki sagt, að við viljum [ ekki viðurkenna afburðamenn, sem risið hafa á meðal okkar. i Af slíkum mönnum, sem hafa hafið sig upp yfir meðalmennsk- una, reist merkið og rutt braut- . ina, stafar ljómi, sem lýst hefur ' þjóðinni er dimmt var í lofti og dökkar framtíðarhorfur. — Einn , þessara manna er Jón Sigurðs- son. Hvernig sem viðrar á af- mælisdegi hans, 17. júní, hvort sem Austurvöllur með styttu for- setans hlær mót ylríkri júnísól, eða náttúran drúpir höfði undir drungalegum regnhimni, þá er þessi dagur samt helgur og bjartur hátíðisdagur í hugskoti íslenzku þjóðarinnar, svo lengi, sem hún man fortíð sína og ann fögrum hugsjónum. Má ekki fara svo ÞAÐ er þess vegna óskandi, að 17. júní og þær minningar, sem við hann eru tengdar megi á hverju ári vekja sem flesta ís- lendinga til umhugsunar um sjálft afmælisbarnið, Jón for- seta, og hvetja þá til starfa í þágu þjóðar sinnar í sama anda drenglyndis þess, manndóms og stórhugar, sem einkenndi jafnan orð og gerðir þessa óskabarns ís- lenzku þjóðarinnar í lengd og bráð. — Hátíðagleðin og glaum- urinn, allur hinn ytri viðbúnað- ur, skraut og skemmtanir, má ekki verða til þess að svæfa vit- und okkar og skilning á hinum eiginlega kjarna málsins. óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar íslendingar á flugi og ferð FERÐAMAÐUR skrifar: „Mikið er nú um ferðir okkar íslendinga til framandi landa, virðast stöðugt fara í vöxt. Nýjar ferðaskrifstofur og ferða- félög, sem skipuleggja hópferðir íslendinga til útlanda, eru stofn- uð og fá4>Vart annað eftirspurn- inni. — Ég ætla ekki að fara að setja hér hornin í þessa starf- semi. Það er dásamlegt að ferð- ast um ókunn lönd og fræðast um ótal margt, sem áður var manni sem lokuð bók. — Hitt teldi ég miður farið, ef löngunin til að komast út fyrir landstein- ana, hvað sem það kostar, yrði til þess, að draga úr áhuga ís- lendinga til að kynnast sínu eigin landi — það ætti þó að koma fyrst og mér finnst að íslending- ur, sem getur setið sig úr færi ár eftir ár til að fara inn á Þórs- mörk, þyrfti ekki að bíða tjón á sálu sinni, þótt nokkur frestur yrði á för hans til Parísar eða Rómar. HvaS veldur? EG hripa nú þessar línur mest vegna þess, að ég frétti af tilviljun að^ í einni ferð, sem Ferðafélag íslands hafði auglýst fyrir skömmu á einn fagran stað ekki langt frá Reykjavík, hefði að eins einn þátttakandi gefið sig fram. — ÞettéPVar um helgi í góðu veðri nú fyrir skömmu. — Ferðin var auðvitað látin niður falla, það þarf ekki að taka það fram. En mér verður á að spyrja: hvað veldur? Það er ástæða til að benda fólki á hin mörgu góðu tækifæri, sem Ferðafélagið gefur því kost á með hinum ýmsu og fjölbreyti- legu ferðalögum sínum á fagra og sérkennilega staði. — Væri leitt til þess að vita, ef sú starf- semi fengi ekki þann byr almenn ings, sem hún verðskuldar. Ferðamaður". ir prófið. Hlutu 14 I. einkunn, 3 II, einkunn og 1 III. einkunn. Efstur á stúdentsprófi áð þessu sini var Eyjólfur Björgvinsson, Hafnarfirði, hlaut I., 7,28. Önn- ur varð Dóra Hafstéinsdóttir, hlaut I., 7.24. Þriðji varð Gunnar Dyrset, hlaut I., 6.94. Hér fara á eftir nöfn hinna nýju stúdenta: 1. Anna Margrét Thoroddsen 2. Anna Tryggvadóttir 3. Árni H. Bjarnason 4. Árni G. Finnsson 5. Dóra Hafsteinsdóttir 6. Eyjólfur Björgvinson 7. Grétar Haraldsson 8. Guðmundur Þ. Pálsson 9. Gunnar Dyrset 10. Helgi V. Jónsson 11. Jóhann J. Ragnarsson 12. Kristinn Hallgrímsson 13. Sigríður M. Guðjónsdóttir 14. Sigrún Tryggvadóttir 15. Steinunn H. Yngvadóttir 16. Svavar Ármann 17. Þorsteinn Magnússon 18. Örn Erlendsson. Er hinir nýju stúdentar höfðu veitt viðtöku prófskírteinum sín- um, voru þeir sæmdir verðlaun- um ,er fram úr höfðu skarað. Eyjólfur Björgvinsson, sem efst ur varð á stúdentsprófi, hlaut bókaverðlaun frá skólanum fyrir ágæta frammistöðu. Fyrir góða dönskukunnáttu hlaut hann bók að verðlaunum frá Dansk-íslenzka félaginu og frá fél. Germaníu bókaverðlaun fyrir góða þýzku- kunnáttu. Dóra Hafsteinsdóttir, sem varð önnur á stúdentsprófi, hlaut bókaverðlaun frá skólanum og einnig frá fél. Germaníu fyrir góða þýzkukunnáttu. Gunnar Dyrset blaut bókarverð laun frá Dansk-íslenka félaginu fyrir ágæta dönskukunnáttu. Árni H. Bjarnason hlaut bók að verðlaunum frá skólanum fyrir ágætlega unnin umsjónarstörf. Þær Anna Tryggvadóttir og Sigrún Tryggvadóttir hlutu tvær bækur hvor fyrir prýðilega frammistöðu í ensku. Voru önnur verðlaunin frá fél. Anglia, en hin frá Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co. h.f. Er þetta í fyrsta skipti, sem fyrirtæki þetta veitir slík verðlaun hérna við skól ann. Öllum þessum verðlaunagef- endum vottaði skólastjóri beztu þakkir fyrir vinsemd og rausn við skólann. Helgi Gunnar Þorkelsson, sem efstur varð á ársprófi V. bekkjar, hlaut bókarverðlaun frá skólanum fyrir prýðilega frammistöðu. Að lokum ávarpaði skólastjóri hina nýju stúdenta og árnaði þeim allra heilla. Brýndi hann fyrir þeim sannleiksást og holl- ustu við þjóð sína og upphaf. Vitnaði han í orð hins forngríska skálds, sem sagði: „Hamra tungu þína á steðja sannleikans, og þó að það sé aðeins gneisti, sem sindrar, skal hann magni þrung- inn.“ Að lokinni ræðu skólastjóra, tók til máls Valgarð Briem lögfræð- ingur. Mælti bann fyrir hönd 10 ára stúdenta, fyrstu stúdentanna, sem brautskráðust frá Verzlun- arskólanum. Lvsti hann á f.iörleg- an og skemmtilegan hátt viðhorfi þessara frumherja í lærdómsdeild Verzlunarskólans. Voru þeir fé- lagar 7 að tölu. Fór ræðumaður fögrum orðum velvildar og þakk- lætis um starf kennaranna. Loks þakkaði skólast.jóri ræðu- manni og þeim félögum öllum fyr- ir hollustu og tryggð við skólann og lagði áherzlu á, bve ræktar- semi gamalla nemenda væri skól- anum mikils virði. Athöfninni lauk með því, að hinir nýju stúdentar sungu skóla- söng Verzlunarskólans. Ávarp Fíallkommnar KVÆÐI það, sem birtist á for- síðu Mbl. í dag, Ávarp Fjall- konunnar, er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er ort í tilefni af tíu ára af- mæli lýðveldisins, 1954. Ríkis- stjórn íslands hefur látið gefa kvæðið út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.