Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. jím' 1955 HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MORAVÍA Framh’aldssagan 8 því að álíta mig nægilega sterkan til að fullnægja bæði ást okkar og athafnaþrá minni En næsta dag, vaknaði þessi uggur minn aftur og næstu nótt fullnægði ég svo ástaþrá minni scm ávallt fyrr, bæði til þess að hugga mig eftir iðjulausan dag og til þess einnig að endursjá hina hv |rfulu tálmynd óhóflegs krafts. ts, eftir nokkurn tíma hinnar áljandi óvissu og efasemi, ákvað ég kvöld eitt, að íeysa frá skjóðunni. Ég gleymdi því ekki, að raunverulega hafði það verið hún, sem hvatti mig til ritstarf- anna og ég þóttist vita, að hún Inundi skilja og taka til greina rök mín, svo framarlega sem rit- störf mín væru henni nokkurs virði. Þegar við lágum, hlið við hlið, i í rúminu, hóf ég mál mitt þótt hikandi væri: „Heyrðu, ég verð að segja þér dálítið, sem ég hefi aldrei sagt þér áður.“ j Það var heitt inni í herberg- i inú og við lágum bæði allsnakin ofan á sænginni, hún á bakinu, með hendurnar spenntar aftan við hnakkann og höfuðið á kodd- anum og ég við hlið hennar. Hún leit á mig, á sinn venju- lega óræða hátt og svaraði, án þess naumast að bæra varirnar: „Hvað er það, sem þú ætlar að tala um?“ 1 „Það er þetta“, hélt ég áfram. ; „Viltu að ég haldi áfram að skrifa þessa sögu mína?“ „Já, auðvitað vil ég það.“ „Þessa sögu, sem er um þig og mig?“ „Já.“ „Eins og allt er í pottinn búið, þá mun mér aldrei -takast að skrifa hana.“ i „Hvað áttu við með því að segja: eins og allt er í pottinn búið.“ Ég hikaði, en svaraði svo: „IHustaðu nú á mig. Við fuli- nægjum ástarþrá okkar hverja nótt og nú finn ég, að allur sá þróttur, sem ég þarfnast til þess að skrifa þessa sögu, er tekinn frá riiér þegar ég er hjá þér. Ef þetta heldur áfram að ganga svo til, þá riiun ég aldrei verða fær um að skrifa þessa sögu.“ Hún leit á mig stóru, bláu aug- unum, sem þöndust bókstaflega út af áreynslunni við að reyna að skilja mig: „En hvernig tekst öðrum rithöfundum þetta?“ spurði hún. ) „Ég veit ekki, hvernig þeim , tpkst það, en ég býst við, að þeir • lifi rólegu lífi, meðan þeir eru að starfa." „En D’Ammunzio“, sagði hún. „ég hefi heyrt að hann hafi átt s# margar ástmeyjar .. hvernig t^íst honum það?“ ,,Ég veit það ekki“, svaraði ég. ,;Ég veit ekki, hvort hann hafði inargar ástm“yjar. Það sem hann hafði voru fáar, víðfrægar ást- jjfteyjar, sem allir töluðu um og hann þó mest sjálfur .... en að ínínu áliti, þá hagaði hann lífi sínu mjög vel .... nú, skírlífi Baudelaires er alþekkt.“ Hún svaraði engu. Ég fann að Öll mín rök nálguðust það, að Vera átakanlega hlægileg, en nú liafði ég byrjað og varð því að halda áfram. Ég sagði því, lágri, Viðkvæmri röddu: „Ég er hvorki fær um að skrifa þessa sögu nú eða verða rithöfundur. Mér mun veitast mjög auðvelt að losa mig við þessar skáldskapargrillur ! mínar .... það sem mestu varð- ar er ást okkar.“ ! Hún svaraði þegar í stað og gremjusvip brá fyrir á andliti hepnar: „En ég vil að þú skrifir hana. Ég vil að þú verðir rithöf- undur.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess að þú ert orðinn ' það nú þegar“, svarði hún frem- ur rugluð á svip og næstum æst. J „Ég veit, að það er svo margt, sem þú hefur til að skrifa um.. Auk þess áttu að vinna eins og allir aðrir. Þú getur ekki verið ánægður með það að lifa iðju- j leysislífi og gera ekki neitt, nema að elska mig. Þú verður að keppa | að einhverju takmarki." I Hún hnaut á orðunum og stam aði og augljóst var, að hún vissi ekki gerla, hvernig hún skyldi | koma orðum að því, er hún vildi segja. „Það er ekki nauðsynlegt fyrir mig, að verða rithöfundur" svar- aði ég, en fann þó, að eiginlega var ég að segja ósatt og þvert gegn minni eigin skoðun. „Ég þarf alls ekki að hafast neitt að — eða réttara sagt, ég get haldið áfram að gera það, sem ég hefi hingað til, lesa, meta, skilja og dáðst að ritverkum annarra .. og elska þig. Svo gæti ég auðvit- að, til þess að lifa ekki iðjulevsis- lífi eins og þú orðar það, stundað einhverja aðra atvinnu, annað starf.....“ „Nei, nei, nei!“ sagði hún fljót mælt og hristi, ekki aðeins höfuð ið, heldur og líka allan líkam- ann, eins og hún vildi leggja sem þyngsta áherzlu á neitun sína: „Þú verður að skrifa, — þú átt að verða rithöfundur!" Við þögðum nokkra stund, en því næst sagði hún: „Ef það er satt, sem þú segir, þá verðum við að breyta um lifnaðarhætti?“ „Hvað áttu við með því?“ „Við verðum að neita okkur um öll líkamleg mök, á meðan þú ert að Ijúka sögunni þinni .. Svo þegar verki þínu er lokið, getum við byrjað aftur. ...“ Ég verð að játa, að mig langaði samstundis til að samþykkja þessa kynlegu og næstum hlægi- legu uppástungu, en ég bældi nið ur þessa fyrstu tilhneigingu, faðmaði konu mína að mér og sagði: „Þú elskar mig og þessi uppástunga þín er mér hin ó- tvíræðasta sönnun á þeirri ást þinni, sterkasta sönnunin sem þú gast gefið mér .... En sú stað- reynd, að þú hefir gefið mér hana er mér nægileg. Við skulum því halda áfram að elska hvort ann- að og ekki hugsa um neitt ann- að.“ „Nei, nei!“ svaraði hún áveð- I in á svip. „Nú þegar þú hefur sagt mér allt, þá sé ég, að þetta er það eina, sem við getum gert og eig- um að gera“. Og til aukinnar áherzlu á orðum sínum, þá ýtti hún mér frá sér, með myndug- leika. „Ertu kannske reið við mig?“ „Reið, Silvio? Hversvegna skyldi ég vera reið við þig? Ég vil aðeins að þú skrifir þessa sögu, það er allt ... Láttu nú ekki bjánalega". Og hún lagði hendurnar um háls mér, eins og til þess að leggja áherzlu á þá ást hennar til mín, sem orsakaði þetta þrálæti. Þannig héldum við áfram í nokkurn tíma, ég að verja sjálf- an mig og hún að krefjast ráð- ríkislega og ósveigjanlega. Að lokum sagði ég: „Jæja, gott og vel. Ég skal reyna .... það getur vel verið, að þetta sé allt vit- leysa og að ég sé aðeins lítilfjör- | legur maður, án allra bókmennta j* legra hæfileika.“ f „Þetta er ekki satt, Silyio og t- þú veist það vel sjálfur.“ „Jæja, þá segjum við það“, svaraði ég með nokkurri áreynslu .. „en mundu það, að það varst þú, sem vildir þetta “ „Auðvitað, Silvio!“ Aftur þögðum við nokkra stund, en svo gerði ég mig líkleg- an til að taka hana í faðm minn. Hún ýtti mér frá sér: „Nei“, sagði i hún „frá þessu kvöldi verðum við að hætta öllu slíku“. Hún hló lágt og tók, eins og til þess að draga sárasta broddinn úr neitun sinni, andlit mitt á milli langra, fagur- skapaðra handa sinna, mjúklega Duglegan skrifstofumann vantar oss nú þegar, eða í haust. — Framtíðaratvinna. Verzlun O. Ellingsen h.f. 60—70 og 70—80 í 12J/a kg. kössum. Heildsölubirgðir: H. Ólalsson & Bernhöit Sími 82790 — þrjár línur Nú er rétti tíminn til að kaupa SUMABFÖTIM Við höfum nú fyrirliggjandi Sólíd sumarföt, staka jakka og stakar buxur. j ■ m |a Sólíd fötin eru framleidd úr Grilonbland- j aðri ull og eru hálffóðruð. Þau eru því mjög létt og svöl. Athugið hið hagstæða verð. GEFJUIM-IÐUIMN KIRKJUSTRÆTI 8 — REYKJAVÍK Snyrtimenni vilja helst BRYLCREEM HvUíkur munur á hárl sem er liflegt, með íallegum gljáa, og bvi hári, sem er klesst níður með mikilli feiti eða olíu. Gætið þess að hár yðar sé snyrtilegt og vel greitt með Brylcreem hinu fullkomna hárkreml. Með Brylcreem greiðist hárið vel, án of mlkillar feltl, vegna þess að i Brylcreem er fitu-efnlð i uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár- Ið vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem vel inn í hársvörðinn, það styrkir hann. minnkar flösu og gerir þurt hár Uflegt og mjúkt. Notið ávallt Bryicreem og hár yðar verður gljáandi. mjúkt og fallegt. Hið iullkomna hárkrem Komið þér til Kaupmannahafnar Utvega ég- allar danskar vörur á hentugasta verði, hús- gögr. o. fl. fyrir ferðafólk. — Þrír sölumenn aðstoða við innkaup. ARINBJÖRN JÓNSSON Import — Export Skrifstofa á STRAUINU Frederiksberggade 23 (2. hæð). (90 metra frá Ráðhústorginu) Síldarútvegsmenn Getum bætt við pöntun á snurpunót, ef pantað er strax. Björn Benediktsson h.f. Netjaverksmiðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.