Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurútlif i dag: Hæg vestan átt. Viðast léttskýjað. JNttgmiMfiMfe 134. tbl. — Föstudagur 17. júní 1955. Morgunblaðið kemur næst út á sunnudag. Almenna bókafélagið: Helztu skáld landsins og bókmenntamenn sameinast um stofnun nýs menningarfélags ÁVARP TIL ÍSLENDINGA ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ er til þess stofnað að efla menningu þjóðarinnar með út- gáfu úrvalsrita í fræðum og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist. Verður að því tilefni hafin söfnun áskrifenda um land allt og er til þess ætlazt, að fyrstu bækurnar geti borizt félagsmönnum í hendur á öndverðum næsta vetri. Hér verður því ekki við komið að ræða útgáfuáætlun félagsins í einstökum atriðum, en stjórn þess mun að sjálfsögðu gera nánari grein fyrir henni annars staðar. Að sinni skal aðeins sagt, að félagið mun telja sér skylt að velja til útgáfu þær bækur einar, sem að beztu manna yfirsýn eru til þess fallnar að veita lesendum sínum hlutlausa fræðslu eða listrænan unað. Væntir félagið sér að geta, er stundir Iíða, átt heillavænlegt frumkvæði að ritun ýmissa þeirra bóka, sem þjóðinni megi verða varanlegur fengur að, auk þess sem kostað verður kapps um að fá góð rit heimsbókmenntanna færð í íslenzkan búning. Það er öllum mönnum vitanlegt, að þjóð vorri er nú, að rofinni einangrun landsins og nýfengnu sjálfstæði, margur vandi á höndum í menningarefnum, og geta örlög hennar um langa framtíð oltið á því, hversu til tekst um stefnu hennar á næstu árum. Fyrir því er henni fátt mikilvægara en að gera sér sanna og rétta grein fyrir kjörum sínum og öllum aðstæðum. Auðsæ rök liggja að sama skapi til þess, að félag vort mun í bókavali sínu hafa umfram allt það tvennt í huga að kynna íslendingum andlegt líf og háttu samtíðar- innar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir menningarerfðum sínum, sögu, þjóðerni og bókmenntum. Vér, sem kjörnir höfum verið fyrstir stjórnendur og bókmenntaráðsmenn félagsins, höfum skiptar skoðanir á mörgum hlutum, og er raunar þarflaust að láta slíks getið um frjálsa menn. En um það erum vér allir sammála, að hamingja þjóðarinnar sé undir því komin, að jafnan megi takast að efla menningarþroska hennar og sjálfsvirðingu, og vænt- ir Almenna bókafélagið þess að geta átt þar hlut að máli. Treystum vér því, að samhugur alls þorra almennings með þessum megintilgangi endist félaginu til æskilegs brautar- gengis og giftusamlegra átaka. í stjórn Almenna bókafélagsins í bókmenntaráði formaður rf rr£ M '1 (\ frwu. N Áyyrr*+^ Slarf Almenna bóka- félagsins helqað íslenzkri menningu •j^ÝTT bókaútgáfufélag hef- - ur verið stofnað hér á landi, Almenna bókafélagið. Skýrðu þeir Bjarni Bene- jiiktsson menntamálaráðherra pg dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor blaðamönnum frá þessu í gær. Er mennta- málaráðherra gerði grein fyr- ir stofnun félagsins, komst hann m. a. svo að orði: Höfuðtilgangur Almenna bóka- félagsins er sá, að gefa út bækur, eins og kemur fram í ávarpi fé- lagsins, og eru m.a. bollalegg- ipgar um útgáfu tímarits, þó að það sé ekki fastákveðið enn. Þá ráðgera stofnendur að eftir því sem félaginu vex fiskur um lirygg verði starfsemi þess víð- tækari. Má sérstaklega geta þess, að menn hafa hug á að efna til upplestra og fræðslu um íslenzk- ar bókmenntir innaniands, fá merka erlenda rithöfunda til fyrirlestra og lesturs úr ritum sínum hér og kynna íslenzkar bókmenntir erlendis. Vel má og vera að félagið láti fleiri menn- ingarmál til sín taka, en að sjálf- sögðu fer það eftir mætti félags- ins, sem er alveg háður stuðn- ingi og velvild almennings. ★ LÁGT ÁSKRIFTAVERÐ — GÓÐAR BÆKUR Framkvæmdarstjóri félags- ins hefur verið ráðinn Eyjólfur Konráð Jónsson, lögfræðingur. Hann mun svo fljótt sem við verður komið afla félaginu um- þoðsmanna um land allt og verð- pr síðan bráðlega efnt til söfn- unar félagsmanna og er öllum þeim er greiða áskilið árgjald heimil þátttaka. Gjaldið hefur enn eigi verið ákveðið, en ætlun- jn er sú að hafa það eins lágt og pnnt er miðað við, að þó verði um verulega bókaútgáfu að yæða. Mikil þátttaka tryggir rneiri bókaútgáfu og lægra verð, því að félagið ætlar sér engan gróða af störfum sínum heldur verður allt það fé, sem fæst um- fcam beinan kostnað, látið koma íélagsmönnum sjálfum til góða með framangreindum hætti ★ ÍSLENZKRI MENNINGU TIL GÓÐS Það hefur lengi verið margra mál, að þörf væri hér á slíkum félagsskap. Reynsl- an ein fær úr því skorið, hvort félagið nær tilætluðum ár- angri en víst er það, að stofn- endur þess og við, sem valizt höfum til forystu í fyrstu höf- um eindreginn hug á, að starf félagslns verði til góðs fyrir , íslenzka menningu. Svo sem sjá má af undirskrift- um ávarpsins veita stjórn og bók- menntaráð félaginu forstöðu. Verkefni stjórnar er með svip- uðum hætti og í félögum tíðkast a. ö. 1. en því, að bókmenntaráð hefur frumkvæði um bókaval og verður engin bók gefin út af fé- laginu, án ákvörðunar þess. Stjórn Almenna bókafélagsins skipa eftirtaldir menn: Bjarni Benediktsson, mennta- málaráðherra, formaður. Alexander Jóhannesson, próf. Jóhann Hafstein, alþm. Karl Kristjánsson, alþm. Þórarinn Björnsson,skólameist- ari. Stjórnin hefur með höndum fjárreiðu félagsins og umsjón með rekstri þéss. Um val bóka, sem félagið gefur út, annast níu manna bókmenntaráð. — f bók- menntaráði eiga þessir menn sæti: Gunnar Gunnarsson, skáld, formaður. Birgir Kjaran, hagfræðingur. Davíð Stefánsson, skáld. Guðmundur G. Hagalín, skáld. Jóhannés Nordal, hagfr. Kristján Albertson. Kristmann Guðmundsson, skáld. Tómas Guðmundsson, skáld. Þorkell Jóhannesson, próf. . Fjölbreyl! bóka- úfgáfa félagsins FAR. PHIL. Þorkell Jóhann- esson, háskólarektor, skýrði í fjarveru Gunnarg Gunnarssonar, skálds for< manns bókmenntaráðs, frá væntanlegri bókaútgáfu Al- menna bókafélagsins. — Gat hann þess, að bókmenntaráð hefði rætt um útgáfu ýmissa bóka á fundum sínum, og væri nú ákveðið að gefa út þær 7 bækur, sem hér verða taldar á eftir. Er vonazt til, að bókaútgáfan geti hafizt með haustinu og koma bæk- urnar út eftir því sem tök verða á. ★ ★ ★ Þær 7 bækur, sem félagið hyggst fyrst gefa út, eru þessar: íslandssaga fram til 1550, fyrra bindi, eftir dr. Jón Jóhannesson, prófessor. — Nær þetta fyrra bindi til loka Þjóðveldisins og verður það stór bók, um 25 arkir að stærð. Ævisaga Ásgríms Jónssonar, listmálara, eftir Tómas Guð- mundsson, skáld. Bókmenntaráð- ið vill stuðla að því, að ævisögur merkra manna komist í hendur almennings, á meðan þoirra sjálfra nýtur við. Er vel farið, að fyrsta bindið fjalli um hinn merka og ótrauða brautryðj anda í íslenzkri málaralist. - .. n ★ SKALDSOGUR Meðal skáldsagna, sem fé- lagið hyggst gefa út á næstunni er Cry the Beloved Country eftir Paton, sem gerist í Suður- Afríku og fjallar um kynþátta- vandamálið þar. Sagan er ný- komin út á ensku og hefir hlotið miklar vinsældir, enda hin merk- asta. Andrés Björnsson, cand. mag., snarar henni á íslenzku. Þá hyggst félagið gefa út skáldsögu eftir sænska skáldið Verner v. Heidenstam, sem nefn- ist Folknngatrádet. Hún fj allafl aðallega um forna sögu Svíbjóð- ar. Friðrik Ásmundsson B ekk- an vinnur að þýðingu söguanar. ★ HARMSAGA — OG HAND- BÓK EPIKTETS Örlög Eystrasaltslanda-,na I heimsstyrjöldinni síðari runnu öllum góðum mönnum til rifja, Nú hefir Eistlendingurinn Oraz ritað bók um þenna þátt í harm- sögu síðari ára, og þykir hún af- bragðsgóð. Hún nefnist Slag- skugga över Balticum og verðuc ein af útgáfubókum félagsir.s. — Sr. Sigurður Einarsson skáld f Holti þýðir bókina á íslenzku. Loks má svo geta Handbókar Epiktets, sem er um heimspeki efni, og Myndabókar um ÚJand. — Dr. Broddi Jóhannesson þýðip handbókina fyrir félagið. en ljós- myndirnar í myndabókina tók Þjóðverji nokkur, sem hér vat á ferð fyrir ekki alllöngu. Þó er ekki fullráðið enn ura útgáfu myndabókarinnar. Eru þá taldar upp þær bækur, sem nú er ákveðin útgáfa á, en Háskólarektor gat þess að lok- um, að ekki væri enn ráðið, hvaða íslenzkar skáldsögur og ljóðabækur félagið gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.