Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. júni 1955 Læknir er í læknavarðstofunni, aimi 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. — Næturvörður er í Reykjavík- tar-apóteki, sími 1760. Ennfremur eru Holts-apótek og Apótek Aust- orbæjar opin daglega til kl. 8, atema á laugardögum til kl. 4. — Holts-apótek er opið á sunnudög- tim kl. 1—4. Haf narf jarðar- og Keflavíkur epótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16 • Messur • Á SUNNUDAG: Dómkirkjan: — Messað á sunnu dag kl. 11 f.h. Séra Óskar J. Þor- láksson. Hallgrímskirkja: — Messað n. k. sunnudag 19. júní kl. 11 f.h. — Séra Rögnvaldur Jónsson í Ögur- 'þingum prédikar. Séra Jakob Jóns aon þjónar fyrir altari. Bústaðaprestakall: — Messa í Háagerðisskóla kl. 2 e.h. á sunnu- dag. Séra Gísli Brjmjólfsson, prófastur, messar. Sóknarprestur. Nesprestakall: — Messa kl. 11 f.h. á sunnudag, í kapellu Háskól- ans. I.augarneskirkja: — Messa kl. 11 f.h. — Séra Garðar Svavarsson Frtkirkjan: — Messa fellur nið ur á sunnudag sökum ferðalags safnaðarins. — Séra Þorsteinn ’JBjörnsson. Háteigssókn: — Messa á sunnu daginn í Hátíðasal Sjómannaskól- ans kl. 2. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikar. Að messu lokinni hefst kaffisala kvenfélags ins í borðsal skólans. — Séra Jón Þorvarðarson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 10,30 f.h. á sunnudag. (Athug- ið breyttan messutíma). — Séra Kristinn Stefánsson. Keflavíkurkirkja: — Á sunnu- daginn kl. 5 e.h. messar séra Ólaf- ur Skúlason, sem vígður hefur ver ið til prestsstarfa meðal Islend- inga í Vesturheimi. — Séra Ólaf- ur, sem er Keflvíkingur, mun við ■ |>etta tækifæri kveð.ia samborgara tína. Séra Björn Jónsson. Gullbrúðkaup eiga i dag Jónína Jónsdóttir og Kristmann Þorkels- son, Seljavegi 25, Reykjavík. Bjuggu þau í Vestmannaeyjum um langt árabil. Rak Kristmann þar umfangsmikla útgerð, jafnframt því sem hann gegndi fiskimatsstörfum. Tóku hjónin og mikinn þátt í félagsmálum bæjarbúa. Brúðkaup 17. júní verða gefin saman í lijónaband ungfrú Sæunn Jónsdótt ir, Krosseyrarvegi 14, Hafnarfirði og Daníel Stefánsson (Karls S. Daníelssonar prentara). Heimili þeirra er að Grænukinn 19, Hafn- arfirði. 17. júní verða gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni, ungfrú Guðríður Sjgurðar- dóttir frá Patreksfirði og Jónas ’Ásmundsson framkvæmdastjóri, frá Bíldudal. Heimili þeirra verð- ur á Bíldudal. — I dag verða brúð hjónin stödd að Hótel Skjaldbreið. ,17. júní verða gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni, ungfrú Vigdís Guðmundsdótt ir og Baldur Guðmundsson, sjómað ur. — Heimili þeirra er í Drápu- hlíð 30. i dag verða gefin saman af séra Bjdrna Sigurðssyni, Mosfelli, ung i\(i Margrét Gunnarsdóttir frá Akranesi og Sverrir Bragi Krist- íánsson, Mjóanesi, Þingvallasveit. Gefin verða saman í hjónaband dag af séra Jóni Auðuns, ungfrú Ebba Óskarsdóttir, Skólavörðustíg 7 og Gunnar Dyrset, stúdent. — Brúðhjónin fara utan með „Gull- fossi“ á morgun. 17. júní verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Árna Sig- urðssyni, Grindavík, ungfrú Erla Steingrímsdóttir, Grettisgötu 20C og Pétur Þorvaldsson, hljóðfæra- leikari, Leifsgötu 4. Heimili þeirra ve. ður að Leifsgötu 4. í dag verða gefin saman í hjóna band ungfrú María Gnðmundsdótt ir, Bragagötu 32 og Ólafur Jens- Son, Hjallavegi 26. Heimili þeirra mnn verða á Bragagötu 32. í dag vei ða gefin saman í hjóna band af sera Þorsteini Björnssyni ■angfrú Eyrún Snót Eggertsdótt- ilr, Mávahlíð 29 og Anton Arn- ijinnsson frá Norðfirði. — Heirp- ili brúðhjónanna verður að Máva- hlíð 29. I Á morgun (18. júní) verða gef- ip saman f hjónaband í Kapellu Háskólans af biskupi Ásmundi Guðmundssyni, ungfrú Ebba Sig- urðardóttir, Hraunteig 22, Rvík og séra Ólafur Skúlason, Vallar- götu 19, Keflavík. Brúðhjónin halda vestur um haf n. k. þriðju- dag. — Á morgun 18. júní, verða gefin saman í hjónaband í Kölvinge í Svíþjóð, ungfrú Gertrud Hemm- igsson og Ágúst Kristjánsson (Guðjónssonar prentara). Heim- ilisfang þeirra verður fyrst um sinn: Bruksgatan 21, Kölvinge, Svíþióð. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Biörns- syni, ungfrú Jóhanna Þóroddsdótt ir, Fáskrúðsfirði og Helgi Seljan, kennari, sama stað. Laugardaginn 4. júní s. ,k voru gefin saman í hjónaband á Akra- nesi af séra Jóni Guðiónssyni ung frú Ragnheiður Ólafsdóttir (Sig- urðssonar skrifstofustjóra) og Baldur Ólafsson iðnnemi, Hraun- gerði. — 6. júní s.l. voru gefin saman í hión-ilv. .,d í New York, ungfrú Valfríður Jensdóttir, Köldukinn 7, Hafnarfirði og Josep F. Ralac, Manhattan, New York. • Hjónaefni • Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Karl Sigurjónsson og.Katrín Guðlaugsdóttir, bæði til heimilis í Tripoli-camp 25. • Afmæli • Sextugur er á morgun (18. júní) Jón Á. Guðmundsson, bifreiðar- stjóri, Bergstaðastræti 25 hér í bæ. — • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór væntanlega frá Hamborg í gærdag til Reykjavík- ur. Dettifoss var væntanlegur til Rvíkur í gærkveldi. Fjallfoss er í Keykjavík. Goðafoss er í Reykja- vík. Gullfoss er í Reykjavík. Lag- arfoss átti að fara frá Bergen í gærkveldi til Siglufjarðar. Reykja foss fór frá Vestmannaeyjum í gærkveldi til Norðfjarðar og það- an til Hamborgar. Selfoss fór væntanlega frá Hamborg í gærdag til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7. þ. m. til New York. Tungufoss fór frá Akureyri 14. þ. m. til Húsavíkur, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Beyðarfjarðar, — Stöðvarf jarðar, Djúpavogs og það an til Svíþjóðar. SkipaútgerS ríkisins: Hekla fór frá Kaupmannahöfn í gæikveldi áleiðis til Gautaborg- ar. Esja fór frá Reykjavík í gær- kveldi austur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík á mánudaginn austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið fer frá Rvík kl. 13,00 á morgun, vestur um land til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Rotterdam til Ála- borgar. Eimskipafél. Rvíkur h.f.: Katla er í Reykjavik. • Flugíerðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fór til Oslóar og Stokkhólms kl. 08,30 í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 17,00 á morgun. Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08,30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: — í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, — Fagurhólsmýrar, Flateyrar, — Hólmavíkur, Hornaf jarðar, Isa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs, — Patreksfjarðar. Vestmannaeyjar (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Skógarsands og Vest- mannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Sauðárkróks og Siglufjarðar. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg til Rvíkur kl. 18,45 í dag frá Hamborg, Kaup mannahöfn og Gautaborg. Flugvél in fer áleiðis til New York kl. 20,30. — Pan American world Airways Hin vikulega áætlunarflugvél Pan American er væntanleg til Keflavíkurflugvallar í kvöld kl. 20,15 frá Oslo, Stockholm og Helsinki og heldur síðan áfram til New York eftir skamma viðdvöl. Félag ísl. bifreiðaeigenda býður gamla fólkinu á Elli- heimilinu í ferð til iÞngvalla n.k. laugardag. Þegar hafa alltof fáir félagsmenn gefið sig fram til þátt töku í þessari ferð, en tilkynning- ar þar um verða að berast Magn- úsi Valdimarssyni í dag eða á laugardagsmorgun (sími 8-28-18). Áætlunarferðir lii freiðaslöð íslands á morgun, laugardag: | Akureyri. — Biskupstungur. að Geysi. — Fljótshlíð. — Grindavík. i Hrunamannahreppur. — Hvera- | gerði. — Keflavík. — Kjalarnes— Kjós. — Kirkjubæjarklaustur. — Landsveit. — Laugarvatn. — Mos fellsdalur. — Reykholt. — Reykir. Skeggjastaðir. — Vatnsleysu- strönd—Vogar. — Vík í Mýrdal. Þingvellir. — Þykkvibær. Áætlunarferðir Bifreiðastöð íslands á sunnudag, 19. júní: — Akureyri. — Akranes. — Grinda vík. — Hveragerði. — Keflavík. Kjalarnes—Kjós. — Mosfellsdal- ur. — Reykir. — Þingvellir. — Auk þess verða farnar tvær skemmtiferðir, að Gullfossi og Geysi kl. 9,00 og hringferðin Krísu vík — Strandarkirkja — Hvera- gerði — Sogsfossar — Þingvöllur, kl. 13,30. — Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: Þ. 1. kr. 100,00. — Leiðrétting Drengurinn, sem á að leika á harmoniku á bamaskemmtuninni á Arnarhóli í dag kl. 4, heitir Emil Theodór Guðjónsson. — Leið réttist þetta hér með. 19. júní fagnaður Kvenréttindafélags íslands verð ur haldinn í Aðalstræti 12 n. k. sunnudag kl. 8,30. María Markan syngur einsöng. Vestur-íslenzkum konum er boðið. Félagskonur taki með sér gesti. Iþróttamaðurinn Afh. Mbl.: Birna kr. 100,00. — Áheit á Strandarkirkju Afh. MbL: G B kr. 100,00; S B 10,00; ónefnd 20,00; Rúna 50,00 í S g. áh. 20,00; ómerkt 10,00; N N; 120.00; A G 20,00; g. áh. E G! 100,00; S S 20,00; Elin 135,00; N N 2,00; T S 100,00; T S 100,00; K H 25,00; Svava 25,00; N N. 10,00; Rafn Sigurðsson 150,00; N N 2,00; S G 20,00; Kristjaná 50,00; Gísli Jónasson 100,00; Gísli í Eyjum 50,00; g. og nýtt áh. H L 500.00; B B 10,00; V G 200,00;' S J 20,00; Þ A 50,00; A G 10,00; M J 150,00; Klara 100,00; Á G 5,00; N N 20,00; Þ G 200,00; Þ G 100,00; R 50,00; M A nemandi 5,00; Þ S 30,00; M B 100,00; J I 25,00; S R 50,00; J A 10.00; ó< merkt: 60,00; H B g. áh. 25,00; I K J 50,00; kona í Vestm.eyjuni 100,00; R B 100,00; tvær systur 80,00; gömul áh. 160,00; S 20,00; J J 100,00; J M 10,00; Anná og Sigrún 40,00; J M 75,00; N N 10,00: G P 10.00; H Þ Vestm.eyj* um 100,00; ónefndur 110,00. ; HaHgrímskirkja í Saurbæ Afh. Mbl.: K. S. kr. 12,00. - ! r: Mynd þessi er frá Thames-á í Lundúnum séð af Waterloobrúnni. Lengst til vinstri sést Discovery, skip Scotts heimskautafara, en í baksýn St. Pauls-dómkirkjan. Síðar í sumar verða þátttakendur í ferðum ferðafélagsins Útsýnar staddir þarna, en vegna mikillar þátttöku hefur þriðju ferðinni verið bætt við. Ilefst hún 19. júlí. Farið vérður fiugieiðis til London, en síðan til Parísar. Dvalizt verður í viku í hvorri borg. Frá París verður farið með langferða- bílum um Belgíu, Holland og Norður-Þýzkaland til Danmerkur. Á ieiðinni verður gist í Brússel, Amsterdam og Hamborg. í Kaup- mannahöfn verður dvalizt 4 daga, en haldið heimleiðis með Gull- fossi 6. ágúst, eða 7. ágúst með fiugvél. — Enn eru nokkur sæti laus. Sími Útsýns er 2990. • Útvarp • Föítudagur 17. júní: (Þjóðhátíðardagur íslendinga): 9,30 Morgunútvarp: Fréttir og íslenzk sönglög. 10,10 Veðurfregn-. ir. 10,20 Morguntónleikar: Islenztí tónverk (plötur). 12,00—13,15 Há-. degisútvarp. 14,00 Útvarp frá þjóð hátíð i Reykjavík: a) Guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Séra Jakotí Jónsson messar. Dómkirkjukórinn og Kristinn Hallsson syngja: Páll ísólfsson leikur á orgelið. b) 14,30 Hátíðaathöfn við Austurvöll: — Forseti Islands, herra Ásgeir Ás-i geirsson, leggur blómsveig að minn isvarða Jóns Sigurðssonar. Ræðá forsætisráðherra, Ólafs Thors. —■ Ávarp Fjallkonunnar. — Lúðra- sveitir leika. 15,00 Miðdegistónleik ar: íslenzk tónlist (plötur). 16,00 Útvarp frá barnaskemmtun þjóð-i hátíðardagsins (á Arnarhóli) : —■ Lúðrasveitin Svanur leikur; Karl O. Runólfsson stjórnar. —- Sérá Árelíus Níelsson ávarpar börnin, Svipmyndir úr „Skuggasveini“d Niu ára drengur leikur á harmon- iku. — Baldur og Konni ræðast' við. — Ingólfur Guðbrandsson stjórnar almennum söng barna- Ólafur Magnússon frá Mosfelli stýrir samkomunni. 17,00 Veður- fregnir. Lýst íþróttakeppni 1 Reykjavík (Sigurður Sigurðsson). 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Islenzk lög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarp frá þjóðhátið í Reykjavík (hátíðar-i höld á Arnarhóli): Karlakór Reykjavíkur syngur; Sigurður Þórðarson stjórnar. — Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur; Paul Pampichler stjórnar. Karlakórinn Fóstbræður syngur; Ragnar Björnsson stjórnar. —■ Þuriður Pálsdóttir, Magnús Jóns- son og Guðmundur Jónsson syngja einsöng og tvísöng. — Gamanþætt ir. — Þjóðkórinn syngur; Páll Isólfsson stjórnar. 22,10 Fréttir og veðurfregnir. 22,15 Danslög o. fl. (útvarpað frá skemmtunum á Lækjartorgi, Lækjargötu og Aust urstræti). Hljómsveitir Aage Lorange, Baldurs ICristjánssonar, Bjaina Böðvarssonar og Björns R. Einarssonar leika. 02,00 Há- tíðarhöldum slitið frá Lækjartorgs (Þór Sandholt form. þjóðhátíðar- nefndai' Reykjavíkur. — Dagskrár lok. — Laugardagur 18. júní: 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisút- varp. 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingibjörg Þorbergs). 15,30 Mið- degisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,00 Tómstundaþáttur bama og unglinga (Jón Pálsson). 19,25 Veð urfregnir. 19,80 Samsöngur: —■ Comedian Harmonists syngia —• iplötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Tónleikar (plötur)'. 21,00 Kvenréttindafélag Islands minnist fjörutíu ára afmælis kosn ingaréttar islenzkra kvenna. — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. —■ 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.