Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 5
r Fimmtudagur 15. sept. 1955
MORGVKBLAÐIÐ
21
HÚNVETNINGALJÓÐ
Húnvetningaljóð eftir sex-
tíu og sex höfunda. Rós-
berg G. Snædal og Jón B.
Rögnvaldsson söfnuðu og
sáu um útgáfuna. Akur-
eyri, Prentverk Odds
Björnssonar h.f. MCMLV,
339 blaðsíður.
r
JÓN S. BERGMANN, Húnvetn-
ingurinn og hagyrðingui'inn
frægi, sagði:
Snjallir skáldasvanir syngi
sigurljóðin sterk og há
til að magna málsins kvngi,
1 meðan landið rís úr sjá.
í
Jón Bergmann er ekki meðal
Siöfunda þeirrar bókar, sem hér
Bkal minnzt, því að þeir eru enn-
Þá allir lífs, en einn höfunda
bókarinnar og sá, sem Jóni er
andlega skyldastur, Valdimar K.
Benónýsson, yrkir um þennan
látna skáldbróður sinn og segir
jneðal annars:
Beina kenndi listaleið,
lag til enda kunni.
Orðin brenndu og það sveið
undan hendingunni.
T
J
!Þó að ekki sé þörf að Ivsa höf-
Undum Húnvetningaljóða með
Bvo sterkum orðum sem þessum,
Þá er hitt víst, að þeir magna
málsins kyngi, ráða margir yfir
mikilli orðgnótt, flestallir rím-
leikni og nokkrir ekki lítilli
myndauðgi, enda eru hér í hópn-
Um þeir, sem ekki eru neinir við-
vaningar í ljóðagerð
Allólíkir eru höfundar þessir í
sjón og er fróðlegt að horfa á
andlitsmyndir þeirra, sem bók-
ína prýða. Misjafnir eru þeir að
aldri, frá tvítugu til níræðisald-
urs (ljóðin þó ekki fædd á svo
ólíkum aldri höfundanna) og
misjöfn lífskjör hafa þeir átt við
að búa. Skýrir höfundatal bók-
arinnar frá þessu, en fyllra hefði
það mátt vera, þvi að mikils virði
er til skilnings á Ijóðum höfund-
anna að kynnast kjörum þeirra
Og störfum. Hef ég lítillega reynt
að athuga þetta til fróðleiks.
Telst mér svo til, að rúmlega 20
höfundanna hafi farið til bók-
náms á unga aldri, 6 þeirra stund-
að háskólanám og viðlíka margir
lokið kennaraprófi, 7 iðnaðar-
menn hef ég fundið í hópnum,
18 bændur og húsfrevjur í hér-
aði, en 10 aðrir hafa búið þar um
6tund, en horfið svo til annarra
Starfa, enn aðrir begar í bvrjun
búið sig undir hin ólikustu lifs-
Störf. Vegna þessara óliku lífs-
Btarfa og fjölbrevtilegu starfsviða
Og búsetu, hefði mátt búast við
mjög ólíkum viðfangsefnum höf-
undanna. En fliótt á litið virðist
BVO ekki vera. Flestallir höfund-
anna eiga hér sönui vrkisefnin:
Vorið, æskuminningar, átthag-
arnir og þeir, sem fjarri dvelja,
lýsa heimþrá sinni:
í fjarlægð ég hlusta á það fagn-
aðarlag,
Um föðurlandið er mig að
dreyma.
þrái sólbjartan sumardag
Og söngva fuglanna í dalnum
heima.
(Ásta Jónsdóttir).
r
J
Eitt hugþekkasta átthagaljóðið
6r eftir aðra knnu Jndiönr.u Al-
bertsdóttur frá Neðstabæ.
Bjarni Jónsson frá Gröf Wsir
heimþrá sinni í failegu kvæði og
endar þannig:
■ Ykkar dýrð svo skýrt ég skil,
þið skópuð mínar hiartarætur.
■ Frá dauðum aftur vkkar til
' ætla ég að rísa á fætur.
J
' En, Bjarni, hversvegna ekki
ffara heim í átthagana, meðan þú
Crt lifandi í skrokknum? — Það
yantar úrsmið í Húnaþing. Þú
jgætir eins þar heima staðið við
þessa sjálfslýsingu:
Á víni hef ég löngum lyst,
leik mér oft að bögum.
Ég hef verið frá því fyrst
fullur á laugardögum.
Og hvar gætirðu fremur en
heima gengið „götulausa, græna
jörð?“
Þessum sameiginlegu yrkisefn-
um höfundanna eru yfirleitt gerð
góð skil, enda er hér um að ræða
yrkisefni, sem eru ákaflega munn
töm þjóðinni, svo sem eru og
almennar hugleiðingar urn dag-
inn og veginn og mannlífið. sem
allir ferskeytluhöfundar fást við
og bók þessi er auðug af, enda
koma einatt fram snilldai'vís'.ir
um þau efni.
Kvæðið Manstu eftir Þóru
Jónsdóttur frá Kirkjubæ er gull-
fallegt. Margar fallegar vorvísur
og vorkvæði eru í bókinni Bezt
þvkir mér kvæði Valdimars K.
Benónýssonar, sem auðugt er af
fögrum mvndum og samlikingum
og hefur mikinn persónulegan
blæ. Ég finn fögnuð hans, þegar
,,von og vor vögnum aka saman"
inn í sveitina og inn í hjarta hans.
Ásgrímur Kristinsson á hér
fallegt kvæði, sem heitir Vöku-
sveinn, þ.e. drengurinn, sem vak-
ir vfir vellinum. Kennir að visu
nokkuð áhrifa frá Erni Arnar-
syni um orðaval og blæ, en þó er
þetta persónulegt kvæði, mynd-
ríkt og ljúft, „eins og lítil lóa,
léttum skrefum stígur fram úr
hugarfvlgsnum fyrsta Ijóðið
hans“.
Ekki þori ég að draga fram
úrval þeirra vísna, sem tiilka
heimspeki daglegs lifs, en get þó
ekki stillt mig um að minnast
þess, að hér er vísan fræga eftir
Gísla Ólafsson, einn af höfuð-
snillingum ferskevtlunnar meðal
núlifandi íslendinga-
Lífið fátt mér ljær í hag,
lúinn þrátt ég glími.
Koma máttu um miðjan dag
mikli háttatími.
Þó að Húnvetningaljóð beri
þann blæ, sem ég þegar’ hef gert
grein fyrir, eru viðfangsefnin
mörg önnur vafin inn í þessa
uppistöðu bókarinnar. — Nægir
hverjum einum að líta yfir höf-
undatalið til þess að vita fyrir-
fram, að svo hljóti að vera og
sannfærast síðan um það við lest-
ur bókarinnar.
13 höfundanna hafa gefið út
bækur eftir sig, Ijóð og sögur.
Eftir marga aðra hafa birzt Ijóð
í blöðum og tímaritum.
Húnvetningaljóð eiga þeim
heiðri að fagna að geta birt kvæði
eftir Sigurð Nordal sjálfan, hinn
ókrýnda bókmenntakonung ís-
lands í samtíð vorri. Hann á hér
tvö gamalkunn kvæði og ljóð-
perlu þessa:
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lifsins streymir.
Sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
Hinn aðsópsmikli gáfumaður
Páll Kolka héraðlæknir á hér
nokkur kvæði, hljómmikil og
sterk. Þeir bræður Guðmundur
Frímann og Jóhann Frímann eiga
nokkur kvæði í bókinni. Þau eru
mjúk og falleg eins og æsku
bvggðin þeirra.
Ekki held ég, að önnur kvæði
séu gjörsneyddari fordild o,
íburði en kvæði síra Sigurðar
Norland. Hinsvegar hygg ég, að
enginn, sem skipar þetta skálda-
þing sé ljóðrænni en Þormóður
Pálsson, sem er orðfrjór og fagur-
máll, en um leið skyggn inn á
við. Björn Daníelsson á eitt. sér
kennilegasta kvæði bókarinnar,
Ferð um kvöld, frumiegt og
ferskt, að vísu með dálitlum
atomkeim. Undra fjölbreytt
mynd í fáum línum. Mér hefði
fundizt það ágætt, ef hann hefði
ekki hlaupið út undatt séí i lolíin.
Eða hver vaí að tala um þennan
angurgapa, sem kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum? —
Gísla Ólafsson hef ég minnzt á
áður. Orðleiknin bregst honum
aldrei, hvað sem hann vrkir og
ekki listatökin, þegar að fer-
skeytlunni kemur. Óskar Magn-
ússon frá Tungunesi velur sér
yrkisefni ólik öðrum. Falleg er
minning hans um reiðhestinn
góða. Hversvegna eru annars
ekki fleiri hestavísur í bókinni?
Ég skal játa það, að það voru
ekki Ijóð þessara kunnu höfunda,
sem ég hlakkaði mest til að lesa,
segar ég fékk Húnvetningaljóð í
hendur, heidur voru það Jjóð
ungu höfundanna, og hef ég nú
getið nokkurra þeirra. En sérstak
lega þráði ég að kynnast fram-
lögum þeirra gömlu og lífsreyndu
og þó einkum þeiri'a, sem alla
ævina hafa átt heima á æsku-
stöðvum sinum og háð þar lífs-
baráttu sína.
Eins þeirra hef ég getið áður,
Valdimars K. Benónýssonar. —
Hann er löngu víðkunnur fyrir
snilldarvísur sínar. Hrifandi er
þessi kveðja:
Andi þinn á annað land
er nú fluttur burt frá mér.
Bandað hef ég bleikan gand,
ber hann mig á eftir þér.
Og ekki hygg ég. að sláttumað-
ur, eínn á teigi, verði skýrar mót-
aður en þessi:
Drekkur smárinn dauðaveig
dagsins tára nýtur.
Einn ég skára engjateig,
ennþá ljárinn bítur.
Mér varð hugsað til Rakelar
Bessadóttur á Þverá, sem búið
hefur marga áratugi við veginn,
þar sem hann kemur niður af
fjallinu, og hjúkrað mörgum
þreyttum ferðamanni með móð-
urlegri ástúð. Hún hefur margt
reynt:
Áður þrátt ég yndis naut
— við illt ég mátti glíma.
Lifi ég sátt við liðna þraut,
líður að háttatima.
Gisli Jónsson frá Saiu-bæ
bregður upp skýrri mynd, sem
nú verður ekki séð nema í minn-
ingum:
Hesta rek ég hart af stað,
heim er frekust þráin.
Kvölda tekur, kólnar að
Kári hrekur stráin.
Hefur þessi vísa víða flogið.
Einnig visan Senn er klukkan
orðin átta, sem margir munu
ekki vita fyrr en nú, að er eftir
Gísla. Tveir aðrar Vatnsdælingar
eiga margar fleygar stökur og
hafa lengi glatt samferðamenn-
ina með smellnum vísum. Eru
það þeir Björn S. Blöndal og
Kristinn Bjarnason. Björn á t.d.
þessa vísu:
Vinið hreina hressir mann,
hryggð svo leynir andinn.
Það er eina ánsógjan,
en þó meinum blandin.
En þannig endar Kristinn vor-
vísur sínar:
Vægir rosa og veðraþyt,
vermist flos á steini.
Gegnum mosann gróðurlit
guð er að brosa í leyni.
Ég ætia nú ekki að telja upp
fleiri höfunda bókarinnar né
draga fram fleiri Ijóðlínur henn-
ar. Þetta yrði of langt mál, ef
telja ætti upp alla höfundana og
lýsa einkennum þeirra, enda
þyrfti til þess stærra úrval frá
hverjum einum og fjölbreyttari
viðfangsefni.
Ég sætti mig við að hugsa til
þess, að sem flestir hnjóði í mig
fyrir að geta ekki þessa eða hins,
því að hann hafi margfaldlega
átt það skilið. Sannleikurinn er
sá, að þeir eiga allir skilið lof,
Framhald á bls. 31
Skúli
Björnsson
Fæddur 10. júní 1936.
Báinn 30. júlí 1955.
Kve&ja frá
Sigmari, Guðrúnu
og börnum
Vér megnum ei að ráða rúnir duldar
er raunastundir marka sporin hörð.
Við berumst ört með sterkum lífsins straumi
og stöndumst eigi dauðans boðaföll.
Er klökkum hug þú kvaddir okkur öll
kveðjunni hinztu, var oss hulið sýn
á blóma-skeiði vors þú héðan hyrfir,
hugljúfi vinur, djúpt við söknum þín:
Nú haustar að og húmi klæðist foldin
í hugum vorum ríkir auðn og tóm.
Vor sorg er þung en þá mun bænin hjálpa
og þrautum létta af hverri mæddri sál,
svo mun hún leiða yfir dauðans ál.
Ástkæran vin er gistir hafsins djúp.
Útrænan leikur létt á unnar-strengi,
lognaldan hljóðlát býður værðarhjúp.
Ver þú guðs forsjón falinn, ungi vinur,
er frjáls og glaður lifir meðal vor.
Vermi þig eilíf árdags-friðar sólin,
eflist þín von þitt traust á drottins náð.
Við dapurt skin er hugarstríð vort háð,
en himnesk trúin lýsir þína braut.
Og sami ægis hörpusláttur hijómar
er hug þinn batt, og leysti hverja þraut.
K. Þ.
Isfsnd, varðveiftu ásiónu þína
~ bú ert siSasla vin Evrópu,
seglr þýzkur jgrðfræðingur — eg hnýlur um
gaddavírsgirðingamar! ’
• FYRIR skömmu var hér á ferð
hópur þýzkra ferðamanna, aðal-
lega jarðfræðinga og annarra
náttúruvísindamanna. Voru 32
Þjóðverjar í hópi þcssum, sem er
fjölmennasti ferðamannahópur,
sem hingað hefir komið frá Þýzka
landi frá stríðslokum.
® Fararstjóri Þjóðverjanna var
jarðfræðingurinn dr. Wenk, sem
er rektor við menntaskóla suður
Dr. Wenk.
í Wúrtemberg. — Blaðið átti
stutt rabb við hann um íerð Þjóð-
verjanna hér á Iandi og sagðist
honum svo frá.
Ár
VIÐ komum hingað vegna þess
að við höfðum áhuga á nátt-
úru landsins, einkum jöklunum,
eldfjöllunum og hverunum. Okk-
ur fannst aðeins tvö lönd koma
til greina, þar sem við bjuggumst
| ekki við að fá svör við spurning-
um okkar um jarðfræðilég efni
annars staðar. Lönd þessi voru
j ísland og Nýja Gínea. Og þar Sem
ísland var nær okkur, varð það
fyrir valinu.
FYRIR 20 ÞUS. ARUM
Mestan áhuga höfðum við á a<J
kynnast ísaldarleifum hér á
landi, því að hér er enn þá ísöld
að vissu leyti. Ég á vio það, að
ísaldarleifar sjást hvergi eina
greinilega og hér á landi — og
víða er eins umhorfs hér og 1
Þýzkalandi fyrir um 25 þúsund
árum. Á all stórura svæðum er
hér túndrugróður, eins og hann
gerðist í Þýzkalandi fyrir 25 þús.
árum og enn má finna leifar af.
FAGURT LAND
ísland er fagurt land og ykkur
hlýtur að vera í mun að varð-
veita náttúrufegurð þess. En mér
þótti samt á skorta alivíða, að svo
væri. Þið eigið mikið verk fyrir
höndum ef þið ætlið að varðveita
svip landsins. Breytingar eru
auðvitað óhjákvæmilegar, því að
enginn stöðvar hjól þróunarinnar.
En það verður að gera þær af
smekkvísi, svo að landið spillist
ekki að ósekju. T.d. finnst mér
símalínur oft illa lagðar, sömu-
leiðis háspennulínur, svo að ég
tali nú ekki um allar ggddavírs-
girðingarnar, sem víða eru til
mestu óprýði. T. d. á að koma há-
spennulinum þannig fyrir, að
sem minnst beri á þeim: ekki á að
ldggia bær yfir hæðir nema það
sé óhjákvæmilegt o. s. frv. Spenni
st.öð nýju Sogsvirkjunarinnar
stingur mjög i stúf við hið fagra
landslag, draslið þar og víðar ætti
að fjarlægja — og svo væri
kannski ekki vanþörf á að mála
hvimleið bárujárnsþökin á sum-
um sveitabæjunum. Að lokum
vildi ég segja þetta, sagði dr.
Wenk: — ísland, varðveittu
ásjónu þina, — þú ert síðasta vin
F.vrópu. _ J