Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. sept. 1955 Jakobína Sigurbjörnsdóttir Engin skip afgraidd ÞANN 28. júnímánaðar andaðist að Hóli í Kelduhverfi frú Jakob- ína Sigurbjörnsdóttir sem hafði búið þar í marga tugi ára. Hún var ekkja eftir Sigurgeir bónda ísaksson sem hafði búið á Hóli frá því nokkru fyrir aldamót og þar til fyrir nokkrum árum að þau lijónin fengu tveim sonum sínum jörð og bú í hendur, og dvöldu síðan hjá þeim það sem þau áttu ólifað. En Sigurgeir er látinn fyr- ir sex árum síðan. Nefnd hjón voru svo merk í hvívetna og ævi þeirra slík fyrir- mynd að hennar væri vert að minnast betur en hér er kostur á. Skal hér aðeins getið hins helzta. Jakobína sál. var fædd að Ey- vindarstöðum þann 20. nóv. 1873, og voru foreldrar hennar lijónin Sigurbjörn Ólafsson og Guðleif Jakobína Þorsteinsdóttir. Faðir hennar varð ekki gamall. En nokkrum árum eftir lát hans giftist móðir hennar Indriða ísakssyni sem var stórbóndi í Keldunesi. Fluttu börn Jakobínu með móður sinni að Keldunesi og ólust þar upp til fullorðinsára. Þar og á Hóli varð heimili Jakobínu til æviloka hennar. Indriði í Keldunesi var mikil- hæfur maður og héraðshöfðingi. Mjög traust ættingja sinna, og raunar allra sem til hans leituðu. Hann bjó stórbúi og talinn efn- aður. Meðal þeirra sem Jakobína kynntist þar var Sigurgeir, bróð- ir Indriða. Vel látinn maður, dug- legur og hafði í öllu reynst hið bezta. Um hann mátti segja líkt og Halldór Snorrason forðum að hann var „mjög fyrir þeim bræðrum". Þegar hér var komið sögu voru þau heitbundin Jakobína og Sig- urgeir. Það skeði haustið 1895 að Sig- urgeir og Hallgrímur bróðir hans voru við fjársmölun í heiðinni suður af Keldunesi að Sigurgeir varð fyrir því slysi að stórgrýti úr bjargi hrundi að honum, með þeim árangri að handleggur hans hinn hægri molaðist, og mátti hann eigi hræra sig undan bjarg- inu. En bróður hans tókst að velta steininum ofan af handleggnum. Hefir hér verið um örvæntingar átök að ræða, því Hallgrímur var tæpur meðalmaður á vöxt og enginn kraftamaður. Þessi raunasaga verður ekki nánar rakin hér. En hún er prent- uð í blöðum frá þeim tímum. Sigurgeir var fluttur til Húsa- víkur og komst þar í hendur góðs læknis, Ásgeirs Blöndals, sem fylgdi honum til Akureyrar þar var handleggurinn tekinn af Sigurgeir. Vakti það aðdáun hvað hann var fljótur að ná sér eftir þetta mikla áfall. Kom þar í ljós þrautseigjan sem mjög hefir auðkennt ætt hans. Ýmsum gætnum og ráðsettum mönnum mun hafa þótt það ísjár- vert að bindast hjúskaparbönd- um slíkum örkumMmanni sem Sigurgeir var orðinn. Ungur og glæsilegu heimasætunni í Keldu- nesi hæfði betra hlutskipti. En Jakobínu mun sízt hafa komið tryggðarof til hugar. Haustið 1897 héldu þau brúðkaup sitt. Brúðguminn var glaður og reifur sem ætið. Var auðséð að hann vissi hver það var sem „stóð með æru“ við hlið hans. Brúðurin róleg og vissi ekki hik eða efa. Raunar mátti segja, að lánið væri þeim hjónum hliðholt. Bæði tíðarfar og verzlunarárferði var hagstætt fyrir og um aldamótin. En drýgst mun það hafa orðið gengi þeirra að skömmu eftir að þau giftust fengu þau til ábúðar jörðina Hól í Kelduhverfi, Varð búskapur þeirra hinn bezti. Sig- urgeir var orðlagður fjármaður, hjúasæll, reglusemi og iðjusemi einkenndi heimilið. Gestrisni og hjálpsemi var sem bezt varð á kosið. Má sem dæmi þess nefna að árið 1910 var almennt heyleýsi í Kelduhverfi. Var þá einhenti bóndinn á tlóli fremsti bjargvætt urinn. Eins og við var að búast var framan af búskaparárum þeirra Jakobínu og Sigurgeirs lítið um stærri framkvæmdir í bygging- um og jarðrækt. En þar er nú orðið með mestu endurbótajörð- um héraðsins. Jakobína lifði það að litla býlið þar sem hún og maður hennar hófu búskap fyrir aldamótin er nú orðið jafnoki höfuðbólsins þar sem hún ólst upp og maður hennar starfaði sem vinnumaður sín beztu ár. Hér hefir ekki verið að því vikið sem var mesta gæfa þeirra Jakobínu og Sigurgeirs. Þau höfðu barnalán. Börn þeirra höfðu skapgerð og þrautseigju foreldranna en hendurnar heilar. Börn þeirra Jakobínu og Sigur- geirs, sem upp komust, eru þessi: Þuríður, fædd 1900, gift Jó- hannesi Jónssyni bónda, Keldu- nesi. Óli Þorsteinn, fæddur 1905, ókv. i Birna, fædd 1907, gift Vagn Sigtryggssyni bónda, Hriflu. Indriði fæddur 1909, ókv. ísak fæddur 1910 kvæntur Klöru Tryggvadóttur, bóndi Und- irvegg. Sigríður Jakobína, fædd 1913, gift Ólafi Tryggvasyni, bókbind- ara, Reykjavík. Þeir Óli og Indriði eru bændur á Hóli. Tvær systranna eru gift- ar utanhéraðsmönnum. Hin systk inin eiga heima í sveitinni þar sem þau fæddust. Einar Sigfússon. í New York Fyrsti þurrfcdagurinn á Skagaslrönd í langan tfma SKAGASTROND, 13. sept.: — Kartöfluuppskera er hér í meðal- lagi. Seinnisláttur, háin, liggur víða enn á túnum, en rigning hef- ur verið stöðugt hér í allt sum- ar. Mjög illa hefur gengið að þurrka heyið. í dag er hér þurrk- ur, og er það í fyrsta skipti í lang- an tíma. — Jón. — Starfsvalsráð Framhald af bls. 19 færast í það horf, að ríkið eitt eða ríki og bær í sameiningu ann- ast hana. Á íslandi vinnur einn maður að atvinnufræðslu, starfsvalsleið- beiningum og hæfniprófunum. Hið nýja samband vill auka samvinnu allra Norðurlandabúa, j sem við atvinnufræðslu og starfs- valsleiðbeiningar fást. Beita sér fyrir aukinni og samhæfari menntun norrænna starfsvalsleið beinenda. Vinna að auknum vís- indalegum rannsóknum á þessu sviði. Gefa út norrænt tímarit, sem um þessi mál fjallar. Skipu- leggja námskeið fyrir stari'svals- leiðbeiningar. Sjá um að Norður- landaþjóðir eigi fulltrúa á al- | þjóðamótum starfsvalsleiðbein- enda, en slík mót eru haldin ann- að hvert ár. Stjórn „Starfsvalsráðs Norður- landa“ skipa fimm menn, einn frá hverju landi. í fyrstu stjórn ráðsins voru kosnir þessir menn. Lektor Jens Ahm, Árósum, Dan mörku. Cand. psych. Ólafur Gunn arsson, íslandi. Starfsvalsleiðbein andi Gunnar Gylseh, Gjörvik, Noregi. Dr. Ejnar Neymark for- stjóri, Stokkhólmi, og Wolmar Mattlar deildarstjóri, Helsingfors. Sambandið gefur út tímaritið „Nordisk Erhvervsvejledning“ og sér forlagið Almqvist Wiksell/ Gebers Förlag AB, Box 159 Stock holm um útgáfuna. Tímaritið kostar átta sænskar krónur á ári. BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVISBLAÐIISV NEW YORK, 13. sept.: — Hafn- arverkamenn hafa stöðvað alger- lega afgreiðslu skipa í New York frá því fyrir helgi, og reyna nú að fá hafnarverkamenn í öðrum borgum á austurströnd Ameríku til þess að gera með sér samúðar- verkfall. í Kanada hefir þessum tilmælum verið tekið fálega og einnig í Mexico. Jafnvel hefir þess gætt að hafnarverkamenn í borgum á austurströnd Bandaríkj anna hafi litið hýru auga til hinn- ar auknu vinnu, sem skapast hef- ir í borgum þeirra vegna verk- fallsins í New York. Verkfallsmennirnir í New York sem eiga i erjum við hafnarsjórn- ina út af eftirliti, sem hafnar- stjórnin hefir sett með félagsskap þeirra, eru að reyna að fá stjórn- ina í Washington til þess að blanda sér í málið. Talsmaður stjórnarinnar sagði í dag, að beð- ið væri í Washington eftir skýrslu verkamálaráðherrans um málið. Ekkert liggur á, segir Eisenhower DENVER: — Leiðtogar félaga- sambanda republikanaflokksins í 48 ríkjum Bandaríkjanna hafa undanfarið verið í nokkurskonar „kosningaskóla" í Washington, en flugu hingað til Denver um helg- ina til þess að hitta Eisenhower forseta í „Litla Hvíta húsinu“. Talið hafði verið að forsetinn myndi nota tækifærið, er leiðtog- arnir voru allir samankomnir, til þess að skýra frá fyrirætlunum sínum í sambandi við framboð við forsetakiörið á næsta ári. En skömmu áður en leiðtogarnir komu hingað svaraði fulltrúi for- setans spurningu um hvort hér væri rétt til getið neitandi og sagði: „Hann mun ekki skýra frá fyrirætlunum sínum“. Úr þessu er ekki búizt við að forsetinn geri uppskátt um fyrir- ætlanir sínar fyrr en á næsta ári. Hófdrykkja er ekki dyggð HÓFDRYKKJUMENN halda sig dyggðuga, vilja fá lof en ekki last fyrir að drekka í hófi. Þeim finnst sér í lagi mesta fjarstæða, að kalla þá orsök í ofdrykkjunni. En halda þeir þá, að það séu ofdrykkjumennirnir, sem freista annarra til ofdrykkju? Halda þeir að óvanir leiðist til að drekka til að stæla eftir þeim, ofdrykkju- mönnunum? Halda þeir, að þeim eða öðrum þyki þeirra háttsemi og ástand svo glæsileg fyrirmynd að það sé þeirra dæmi, sem tælir þá? Nei. Vilji hófdrykkjumennirn- ir neyta þeirrar skynsemi, sem guð hefir gefið þeim, þá hljóta þeir að sjá, að það eru einmitt hófdrykkjusiðirnir og hóf- drykkjufyrirmyndin, sem leiðir óvana út í drykkjusiðina. En hver sem þá tekur upp, á eins víst að verða ofdrykkjumaður fyrr en varir, eins og hitt. Það er sök sér, ef hófdrykkjan væri nauðsynleg eða nytsamleg. Þá væri fjarstæða, að heimta hana gjörða útlæga. En hóf- drykkja er hvorki nauðsynleg né nytsamleg. Hún er ekki einu sinni hvorki ill né góð, ekki meinlaus og gagnslaus. Því, þó að t. d. margir menn komist hjá sýni- legum heilsuspilli af völdum hóf- drykkjunnar, þá hefir hún samt ærið illt í för með sér annað: eyðir fé til ónýtis fyrir þeim, sem neytir eða veitir, og leiðir náung- ann, t. d. óspillt ungmenni, til of- drykkju, með öllu því böli, er henni fylgir. Þarf þá meira til að gjöra hófdrykkju fullkomna ósvinnu í augum heilskyggnra sæmdarmanna? Eða hvað þarf mikið til þess? Með öðrum orðum: í hverju er dyggðin fólgin hjá hófdrykkju- mönnum? Viðurkenna kristnir menn nokkurn þann siðalærdóm, er gjörir það að dyggð, er aldrei getur neitt gott af sér leitt, hvorki fyrir sjálfan þann, er fremur, né aðra, heldur illt eitt, heimsku- lega fjársóun, þegar bezt lætur, Fullkomið færiband en annars ef til vill andlega og líkamlega tortíming og ófarsæld, bölvun lands og lýðs? Það væri bágur siðalærdómur, sem gjörði slíkt að dyggð. Væri það rétt, að kalla hóf- drykkju dyggð, en ofdrykkju löst, þá mætti kalla smástuld dyggð, en stórþjófnað löst Eins og smá- stuldurinn er undirbúningur stór- þjófnaðarins, lægra stig ófróm- leikans, eins er hófdrykkja und- irbúningur ofdrykkjunnar, aðeins lægra stig drykkjuskaparins. Smá-stnldir vinna þó raunar margfallt minna tjón í mannfélag inu en smá-drykkja (þ.e. hóf- drykkja), hvort heldur átt er við fjártjón eða aðra skaðsemi. Það er sá munurinn, að af því að mannfélagið er fyrir margt löngu komið í skilning um. að atvinnu- lífi manna sé háski búinn af smá- stuldum, og heíir því gjört ófróm leik, hvort sem hann er smár eða stór, að andstyggilegum og hegn- ingarverðum lesti, en er nú fyrst að komast til sannleiksviðurkenn ingar um skaðsemi drykkjurkap- arins fyrir velferð mannfélarsins, jafnvel hvað lítið sem að lionum kveður, þ. e. hve hóflega sem drukkið er, þá finnst enn öllum fjöldanum fjarstæða að nefna hófdrykkjrma löst og öfgar að hafa hana í röð með alþekktum ódyggðum. En fái skynsemin að njóta sín og líta á þetta mál laust við hleypidóma vanans, þá hlýtur hennar dómur að verða sá, að hófdrykkjan sé ekki dyggð, held- ur löstur. Þessu er enginn vegur til að hrinda með öðru móti en því, að telja áfenga drykki nauðsynlega og nytsamlega í hófi, og það gjöra líka hér um bil allir bindindis- óvinir, en af tómri heimsku og fáfræði, eða þá móti betri vit- und; því að móti þeim vitna mestu vísindamenn um allan heim, samvizkusamir efnafræð- ingar og heilsufræðingar, hver um annan þveran og afdráttar- laust. Að þjóna í hófi eðlilegum fýsn- um vorum, sem oss eru áskapað- ar, lífinu til viðhalds, það er dvggð eða má vel kalla dyggð. En að kveikja í sér óeðlilega fýsn, þá fýsn, sem eigi er manninum ásköpuð, heldur þarf jafnvel að þröngva eðli hans til að þýðast í fyrstu, og sem ekki leiðir til neins góðs, hversu hóflesa sem henni er þjónað, slíkt getur aldrei ver- ið rétt að kalla dvggð. Það er og verður ætíð löstur, en aldrei dyggð. ^ Hófdrvkkja er því löstur, era ekki dyggð. Björn Jónsson. (Grein þessa reit ritstjóri ,,fs- lenzka Good-Templars", blaðs Stórstúku fslands, í 8. blað VI. árgangs, en maðurinn var Björn Jónsson, ritstj. „ísafoldar", síðar ráðherra. Þó að greinin sé skrif- uð fyrir 63 árum, á hún ekki síð- ur erindi til þjóðar vorrar < dag en þegar hún var skrifuð. Eins og kunnugt er, var Björn Jónssora einn af helztu bindindis- og reglufrömuðurrí fslendinga, og bindindismaður var hann til ævi- loka. Br. T.). 1 ) 1 Nú er unniS að því að byggja algerlega nýja mjólkurstöðvar- byggingu hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Eru framkvæmdirnar gerð- ar í áföngum og aflað hinna fullkomnustu tækja í öllu sem við kemur mjólkurmóttöku og mjólkuriðnaði. Á mynd þessari sjást ný færibönd til mjólkurmóttöku, sem komið hefur verið upp í vor. Sést hvernig röð mjólkurbrúsa færist fyrir vélarafli inn í móttökusalinn. Var áður mikið verk að flytja brúsana til með handafli. Nasser A von á tignum gestum KAIRO, 12. sept.: — Tilkynnt var opinberlega í Kairo í dag, a?S Bulganin myndi koma í heimsókra til Egvntalands einhverntíma á næstu 3 mánuðum. Einnig eru væntanlegir til Kairo á næstunni. Nixon vara- forseti Bandaríkjanna, Tito marskálkur frá Júgóslafíu og Choq En Lai, utanríkisráðherra frá Kína. linninfyarApjöid s.Ms&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.