Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 25 Feneyjar — horg gangandi manna og gondóla Upp á klukkuturninum eru tveir risar úr bronzi og kallast þeir „Márarnir“. Á heilu tímunum slær klukkan, og risarnir slá stunda- slögin á eirbjölluna með hömrum sínum. Stytturnar snúast í mitt- inu. Klukkan sjálf er á annarri hæð turnsins, og sýnir ekki aðeins jgang tímans heldur einnig kvartilaskipti tunglsins og gang sóíar- innar á degi hverjum. Á næstu hæð er gyllt stytta af Maríu mey. Á föstunni á hverjum heilum tíma frá sólarupprás til sólarlags kemur engill með Iúður út um dyrnar vinstra megin við Maríu mey. Á eftir honum koma vitringarnir þrír og hneigja sig fyrir Maríu mey. ★ ★ ★ Feneyjar standa á 117 — sum- ir segja 118 — litlum eyjum eða öllu heldur sandhólmum. Borgin er sundurskorin af 160 síkjum, og yfir þau liggja um 400 brýr. Eyjaklasinn liggur um tvær og hálfa mílu frá meginlandinu og er tengdur við fast land með mjóu eiði, sem áður var hluti af virkisveggjum borgarinnar. Nú liggur breiður bílvegur eftir eið inu niður á Rómartorgið, en það- an verður að fara sjóleiðis um borgina. Þessi einangrun borgar- innar varð þess valdandi, að her- togadæmið í Feneyjum hélt sjálf st'eði sínu í þúsund ár — frá lok- um 7. aldar fram til ársins 1797, er borgin féll fyrir herjum Na- póleons mikla og var síðar sam- einuð Austurríki. Eftir miklar erjur og uppreisnir voru Feneyj- | I ar loks sameinaðar konungsrík- | inu á Ítalíu árið 1866. Andvarpabrúin — Ponte del Sospiri — sem liggur yfir síkið milli Hertogahallarinnar og fangelsisins. Eins og sjá má af myndinni, er þessi hlið hallarinnar (t. v.) gerð í Renaissance-stíl. SKYLDI nokkur stórborg á meginlandi Evrópu vera eins friðsæl og Feneyjar7 Vegfarend- ur rangla hinir rólegustu eftir götunum og ganga hiklaust yfir strætin án þess að líta til hægri eða vinstri. Engin umferðaljós, engar bifreiðir þeyta horn sín — 611 umferðin fer hljóðlega eftir grænleitum, gruggugum síkjun- um. Göturnar bergmála aðeins tilbreytingarlaust fótatak gang- andi manna og skvaldur vegfar- enda — í fjarska heyrast vélar- skellir hraðbátanna, er koma í Stað strætisvagna og sporvagna í öðrum stórborgum, og jöfn ára- tök ræðaranna á gondólunum. Þær bifreiðir, sem til eru í Feneyjum, mun vera allt að því hægt að telja á fingrum sér — borgarar Feneyja keppa að því að eignast litinn fjölskylduhrað- bát eins og við hér beima miðum að því að eignast Ford, Fiat eða Volkswagen. ÍOt — taka við sgötur fátækrahverfanna og og stærsta ★ HRESSANDI SJAVARLOFT Andrúmsloftið er laust við tyk og svælu og sjávarkeimur þess er hressandi og öldugangur á um á leiðinni til Lido, þeytist sjó löðrið yfir bátinn, og margur kemur úr þeirri ferð með salt- bragð í munnvikjunum. Lido heitir fullu nafni Lido di Malamocco. Nafnið er dregið af litlum sandhólmum, er liggja í Adríahafinu úti fyrir Feneyjum, og nefnast lidi. Lido er frægur baðstaður og ferðamannavin og stendur á Malamocco-eiðinu, er skilur Feneyjaflóann frá Adría- hafinu — um 15 mínútna ferð frá Markúsartorginu. Bærinn Lido var byggður beinlínis til að auka ferðamannastraumir.n, enda getur gesturinn fundið á Lido j hvað svo sem hjarta hans girnisi j — hann getur stundað heilbrigt útil'f, synt í grænbláu Adriahaf- i inu og flatmagað í gulum, brenn- heitum sandinum — spilað í spila , v'tinu, stundað k'Hkmyndahús — eða notið iðjuleysisins. En það eru ekki aðeins ferða- mannahóparnir, sem þyrpast út á Lido. Feneyjabúar sjálfir fara þangað í stórhópum um helgar. j ★ ★ ★ Feneyjar geta ekki boðið ferða- ! mönnum upp á tilkomumikið : landslag eða tignarleg fjöll — en j fallegt sólsetur í þessari ævin- j týraborg, er eitt hið fegursta, er j borið getur fyrir augu manns — j í gullroðnu mistri kvöldsins virð- i ist borgin raunverulega fljóta á — sé stormur yfiyborði flóans. En mörgum 1 Feneyjafloan- ferðamanninum verður á að ein- blína á óhrjálegt ruslið, er flýtur ofan á síkjunum, og gaflskökk, skellótt húsin, er víða sjást í Fen- evjum — þeir skynja ekki þá mörg hundruð ára sögu, er þessi hús bera á herðum sér. Hertogahöllin úr hvítum marmara er mjög sérkennileg — súlna- göng tveggja neðstu hæðanna undir gotneskum bogum, en heilir j veggir þar fyrir ofan. Höllin er framar öllu öðru tákn þess tíma, ! er veraldlegt veldi Feneyja stóð sem hæst. Efst á súlunni fyrir miðju á myndinni má sjá vængjað ljón úr bronzi. Er þetta tákn- mynd Heilags Markúsar. ★ BARATTAN VIÐ HAFIÐ Talsverður hluti Feneyjaborg- ar er í mikilli hættu vegna á- gangs sjávarins, er stöðugt herj- ar á bjálkaundirstöður húsanna. Undirstöðurnar síga æ dýpra í mjúka sandleðjuna, kjallarar húsanna fyllast af raka og gólf- Frá Markúsartorgi. — í baksýn sést Markúsarkirkjan og turninn fyrir miðju. Kirkjan var reist yfir líkama Heilags Markúsar, er ífluttur var til Feneyja frá Alexandríu á þriðja tug 9. aldar, og hefir æ síðan verið verndardýrlingur borgarinnar. Við hlið Markús- arkirkjunnar sést griíla í eitt horn Hertogahallarinnar. Vinstra megin kirkjunnar sést klukkuturninn, sem ber aðeins hærra en álma stjórnarbyggingarinnar. Dúfnasægurinn flögrar án afláts yfir torginu. in skekkjast. Miklar dældir eru í mósaík-gólfinu í Markúsar- kirkjunni í Feneyjum. Stórkostleg menningarverð- mæti, sem erfitt eða jafnvel óger- legt yrði að bæta fyrir, eru í hættu. En ítalir eru bláfátækir sem þjóðarheild. Á tímum Musso- linis var miklu fé varið til varð- veizlu fornra menningarverð- mæta, en heimsstyrjöldin síðari kollvarpaði efnahagslífi landsins, og engir fjármunir eru fyrir hendi, enda yrðu viðgerðirnar mjög umfangsmiklar og feikilega kostnaðarsamar. Loka yrði hverju síki fyrir sig og dæla burtu sjónum, svo að hægt yrði að komast að undirstöðunum ★ GONDÓLARNIR — RÓMAN TÍSK FARARTÆKI — EN EKKI TRAUSTIR Vélknúnir bátar hafa að vísu bætt samgöngurnar í borginni mjög mikið — gondólarnir, sem fyrr á öldum voru eingöngu not- aðir, eru hæggengir og koma litlu róti á sjóinn í síkjunum. — Hins vegar stafar undirstöðunum aukin hætta af þeirri hreyfingu, sem vélbátarnir setja á sjóinn — einkum þar, sem síkin eru 2—3 bátslengdir á breidd. Hér, sem annars staðar, er vélamenningin j tvíeggjað sverð. En ferðamaðurinn hrósar happi yfir vélbátunum — gondólarnir eru rómantísk farartæki, en ekki sérlega traust á að líta. Gondól- arnir eru allir svartir á lit — og sagan segir, að þessi hefðbundni litur hafi verið notaður allt frá síðari hluta 16. aldar — en þá geisaði mikil drepsótt í borginni, og allsherjar sorg ríkti. ★ RIALTO — MIÐDEPILL BORGARINNAR Miðdepill borgarinnar — verzl unarhverfið — liggur frá Mark- úsartorginu við Stórasíki yfir að Rialto-brúnni — og hverfið kringum þessa fornu marmara- brú var einnig á miðöldum mið- depill athafnalífsins, og þaðan rak hertogadæmið verzlun sína við Austurlönd, er aflaði borginni slíks auðs og forráða, að hún var um skeið allt að því höfuðborg heimsins. Stórasíki er aðalsamgöng,uæð borgarinnar — rúmlega tvær mílur á lengd og 15 feta djúp og liggur gegnum endilanga borg- ina eins og S í lögun allt upp að Rómartorginu. ★ MATVÖRUMARKAÐUR UNDIR BERUM HIMNI Á sjálfri brúnni eru búðir, er verzla einkum með skartgripi og ýmiss konar leirvörur og postu- lín, sem Feneyjar eru svo kunn- ar fyrir. Vestan megin brúarinn- ar er matvörumarkaðurinn. — Þarna er líf og fjör, ys og þvs og mikil þröng gangandi manna. Yf- ir gangstéttina eru strengd tjöld og þar fara kaup og sala fram undir berum himni. Loftið er mengað matarþef, enda eru alls konar matvörur til sýnis á búðarborðunum, gráð- ostur, pylsur, kjöt og ávextir, og finnst Vestur-Evrópumönnum ekki sérlega þrifalega með mat- inn farið. Hávaðinn og skvaldrið er mikið, og viðskiptavinirnir prútta við kaupmennina um verðið. | ★ ★ ★ ! Markúsartorgið er eitt fegursta og stærsta torg í heimi, enda full- sæmt af þeim byggingúm, er standa kringum það — Markús- arkirkjunni í ævintýralega skrautlegum byzantiskum st.íl, Hertogahöllinni með breiðum gotneskum bogum, Klukkuturn- inum og öðrum mikilfenglegum byggingum, sem áður voru aðset ursstaðir aðalsmanna og annarra áhrifamanna, en nú eru stjórnar- skrifstofur og söfn. ★ DÝRAR VEITINGAR Undir súlnagöngunum með- fram torginu eru dýrustu verzl- anir borgarinnar, og kaffið er ekki gefið á gangstéttarveitinga- húsunum á Markúsartorgi. Gjald eyrisfátækir ferðamenn ættu að athuga vandlega innihald pyngj- unnar, áður en þeir tylla sér á stólana. Flestir komast að þeirri niðurstöðu, er þeir hafa g'-eitt veitingarnar, að hollara hefði. ver ið að setjast við gosbrunninn og virða þaðan fyrir sér umhverfið, manngrúann og dúfurnar, sem fljúga í stórhópum vfir torgið og éta hinar spökustu úr lófa hvers og eins. Eins og í öðrum fjölsóttum ferðamannalöndum eru ítalirnir ætíð reiðubúnir að gera ferða- mönnum greiða — fyrir álitlegan skilding, og varla verður þver- fótað fyrir mönnum er bjóða varning eða þjónustu — og það ér oftast vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í viðskiptunum. ★ MINJAGRIPASALAR OG MARKVERÐUR BYGGINGASTÍLL Undir súlnagöngum Hertoga- hallarinnar úir og grúir af minja- gripasölum, er bjóða vöru sína fyrir helmingi hærra verð en sanngjarnt er. Á Markúsartorgi má virða fyr- ir sér í næði, hvernig hinn forni Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.