Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 12
28
MORGUNBLABIB
Fimmtudagur 15. sept. 1955
Kommúnisminii
Framhald af bls. 27
þessi 15% verðlækkun hafi ekki
verið blekking og að hinn rúss-
neski verkamaður fái nú laun,
sem hrökkva til kaupa á brýn-
ustu lífsnauðsynjum. En hræddur
er ég tiai, að íslenzkum verka-
mönnum jnundi þykja súrt að lifa
eingöngu á korn- og jurtafæði,
verða að neita sér um kjöt og
mjólk, af því að íslenzka auð-
valdið þyrfti að leggja svo hart
að sér til að efla friðinn í heim-
inum.
Um daginn leitaði ég frétta hjá
Kristni Andréssyni um kaupgjald
í Rússlandi, og sagði hann, að
því bæri ekki að neita, að laun
sumra verkamanna væru þar
ekki há; hins vegar væru laun
listamanna og námuverkafólks
mjög góð.
Hinn kommániski menning-
arfulltrúi gaf þá skýringu, a6
kaupgjald skipti sovétmenn
ekki máli, þeir væru að vinna
fyrir morgundaginn. Finnst
ykkur þetta ekki bærilegar
fréttir, islenzkir iðnnemar?
Hið lága kaup ykkar skiptir
ekki máli.
En Kristinn bætti við: Hinn
sóvézki verkamaður þarf ekki há
laun. Hann nýtur mikils öryggis
af hálfu hins opinbera. Af hverju
er þá andans mönnum úthlutað
svona háum fjárupphæðum?
epyr ég?
Njóta þeir ekki sama öryggis
og ívilnana?
Jú, jú, allt fyrir þá gert, segir
Kiljan.
Hvað hafa þeir þá við hið háa
kaup að gera, — kaup, sem er
feelmingi hærra en ránsfengur
Bumra íslenzkra auðmanna?
Þessir elskulegu andans menn
fcafa sennilega ekki tekið eftir
því, að allt þetta fé er tekið af
alþýðunni, fólkinu, sem í himna-
ríki verkalýðsins lifir við sultar-
kjör.
En í sambandi við þetta öryggi
cr rétt að ræða lítið eitt um
Etjómar- og réttarfarið í Rúss-
iandi: Sjálfu ríkinu er stjórnað
af stórglæpamönnum, sem berj-
ast innbyrðis um völdin. Búkha-
rín-réttarhöldin og Bería-hneyksl
ið færa okkur heim sanninn um
þá fullyrðingu. I>að er athyglis-
vert með tilliti til hins rússneska
réttarfars, að stjórnmálamenn
eru þar bornir hinum þyngstu
sökum, ákærðir um hina svívirði-
legustu glæpí. Þetta er gert vegna
almennings. Rússnesk alþýða er
allt of vön fréttum um fangels-
anir og dauðadóma stjórnarand-
Stæðínga, til þess að það veki
nokkra sérstaka eftirtekt eða
óbeit. Til þess að almenningur
ranki við sér, þarf að sverta hinn
sakborna, útvega honum smá-
glæpi, sem almenning hryllir við.
Síðan fara stjórnarvöldin á stúf-
ana og láta safna undirskriftum
í verksmiðjum og á vinnustöðum,
þar sem krafizt er, að sakborn-
ingarnir séu píndir og refsing
þeirra þyngd.. Góður vottur um
þroska verkalýðsins, sem slík
plögg sendir frá sér!
Undir þessu alræði helstefn-
unnar eru listir og vísindi.
Kunningi minn, sem hefur
samúð með sósíalistum og
mikla þekkingu í náttúrufræð
um, segir, að rit Lýsenkós séu
lítt iæsileg vegna skamma um
vestræna vísindamenn, —
kenningar þeirra taldar rang-
ar af því, að þeir hafi starfað
í auðvaldslöndum. Þeir góðu
menn, sem slíkum skoðunum
flíka, gæta ek.ki að því, að
Marx og Engels lifðu alla sína
tíð í auðvaldslöndum.
Hvers vegna rís hinn rúss-
neski almúgi ekki upp? spyrja
sumir.
Sú spurning opinberar fáfræði
þeirra í þjóðfélagsmálum. í Ráð-
fitjórnarríkjunum er ríkiskapital-
ismi: rikið á allt og stjórnar öllu.
Þar getur enginn borið fram rétt-
mæta gagnrýni á ríkjandi stefnu.
Um leið og einhver verður ó-
ánægður og vill gefa tilfinningum
sínum útrás, er á hann bent og
honum vikið burtu, þegjandi og
hljóðalaust. Fyrir þessum ófögn-
uði er enginn óhultur, því að
kommúnískt uppeldi er einmitt
fólgið í því að uppræta mannleg-
ar tilfinningar. í Ráðstjórnarríkj-
unum getur sonur eða dóttir kast
að foreldrum sínum út í yztu
myrkur með köldu blóði. En sé
breytt um stjórnarstefnu í Rúss-
landi eða fylgiríkjum þess, fer sú
athöfn oftast fram með aftöku.
Einhver valdamannanna ákærir
starfsbróður sinn fyrir auðvalds-
hugsunarhátt, mútustarfsemi eða
eitthvað því um líkt. Þær ollu
mörgum mætum manni heila-
brotum hinar frægu játningar hjá
Rússum, t. d. í Búkharín-réttar-
höldunum. Menn skildu ekki,
hvers vegna hinir ákærðu játuðu
sig seka um samsæri gegn ríkinu.
Þessum mönnum hefur ekki ver-
ið nógu kunn saga Rússlands.
Allt frá tímum keisaranna hef-
ur öll stjórnmálastarfsem', sem
gengur í berhögg við ríkisvaldið,
verið samsæri gegn ríkinu. Og
vitanlega tóku kommúnistar
þann sið upp sem annað illt i fari
fyrirrennara sinna. En keisararn-
ir eru nú flestir hafðir í hinum
mestu hávegum, t. d. var annar
hluti kvikmyndar Eisensteins um
ívan grimma bannaður, vegna
þess að hún þótti ekki gefa rétta
mynd af framfarasinnuðum stjórn
málamanni. En ívan þessi var
annálaður fyrir grimmd, sem
nálgaðist brjálsemi. Hins vegar
lagði hann mörg.lönd undir sig.
Kannski það sé að vera framfara-
sinnaður stjórnmálamaður á máli
kommúnista?
Nei; ástæðan fyrir því, að
Búkharín játaði var sú, að hann
var sekur, — því að eins og
kommúnisminn varð í Rússlandi,
getur enginn borið þann titil öðru
vísi en að vera glæpamaður.
Öðru máli er að gegna um smá-
glæpaákærurnar. Þær eru auð-
vitað haugalygi. Nú hafa þessar
játningar tapað gildi, þar sem
kommúnistar hafa sjálfir opin-
berað þær sem falskar. í lækna-
málinu höfðu margir vísinda-
menn játað á sig glæpi, sem þeir
síðan sögðust aldrei hafa komið
nálægt. Þessu virðast ráðamenn í
Moskvu hafa gert sér grein fyrir.
Þegar Malenkoff var vikið frá,
var hann ekki tekinn af lífi né
beygður til að játa sín mörgu ill-
virki. Það ætti því flestum að
vera ljóst, hvers vegna alþýða
undir slíku stjórnarfari sem í Ráð
stjórnarríkjunum, getur ekki ris-
ið upp. Auk þess sem það hefur
aldrei verið almúginn, er skapað
hefur réttlæti; sízt af öllu er hann
þess umkominn á vorum dögum,
þegar lýðskrumið og skrilþjón-
ustan er hið eina fagnaðarerindi
stjórnmálanna. Bvltingin í Rúss-
landi var afleiðing hinna miklu
þjóðfélagsumbóta, er þá voru
efstar á baugi í Evrópu. Hún var
afkvæmi mikilla anda, manna
eins og Púskíns, Tolstojs og
Gorkís, — manna, er grafið höfðu
undan einveldi keisaranna.
Nú er öðruvísi um að litast í
heiminum. Óskapnaður hins
bandaríska stjórnarfars, hervæð-
ing Vestur-Evrópu, hernaðar-
bandalög Vesturveldanna um
gervallan heim og hin mikla þögn
í heimi andans, í heimi, þar sem
jafnkonunglegur falsari og Hall-
dór Kiljan er talinn merkilegur
maður, — þetta ástand er áreið-
anlega ekki sem bezt fallið til að
kveikja frelsisþrá í brjóstum
kúgaðra, hvað þá brjót á bak
aftur jafnsamvalda misindis-
menn og valdamenn kommúnista
eru. Læt ég þetta duga sem rétt-
mæta lýsingu á baráttu kommún-
ista gegn auðvaldshugsunarhætti
og sný mér aftur að kenningum
þeirra Marx og Engels.
Að kommúnistar efli menn-
ingn.
Finnst ykkur þeir hafa eflt ís-
lenzka menningu? Lítið á ungu
kynslóðina á íslandi, atómskáld-
in. Þau hafa flest gengið í hinn
kommúniska menningarskóla. Nú
sjá rökvísir mannhatarar eins og
Brynjólfur Bjarnason, rómantísk-
ir áhugamenn eins og Einar Ol-
geirsson, rótlausir sveitamenn
eins og Þórberður Þórðarson og
fjölmenntaðir ofstækismenn eins
og Halldór Kiljan, hvað þeir hafa
uppskorið. Útför þeirra mun gerð
af Neanderdalsmönnum. En eng-
inn skyldi þar fara með háði og
spotti, því að hér er til moldar
borin kommúnisk menningarbar-
átta.
Að kommúnistar fordæmi ný-
Iendupólitík.
Hvað er hinn rússneski komm-
únismi annað en nýlendupólitik?
— og hin ógnþrungnasta nýlendu
pólitík, sem sagan greinir. Eða
hversu mörg lönd hafa Rússar
lagt undir sig síðan 1917? Eystra-
saltslöndin, Pólland, Ungverja-
land, Tékkóslóvakiu, Búlgaríu,
Rúmeníu og fleiri. Að Rússar
hafa lagt þessi lönd undir sig og
ráði þar lögum og lofum, það
sjáum við á þvi, að þegar Ráð-
stjórnarríkin breyttu afstöðu
sinni gagnvart Tító einræðisherra
Júgóslafíu þá gerðu fylgiríkin
það einnig.
Að verkalýðurinn eigi að taka
framleiðslutækin í sínar hendur,
— þessi verkalýður, sem komm-
únistar manna mest, hafa gert að
hreinræktuðum skríl og skoðana
lausum aumingjum. Hvernig ætti
hann að reka framleiðslutæki?
Nei, slíku fólki mundi fara það
verr úr hendi en núverandi vald-
höfum.
Kommúnisminn sem alþjóða-
pólitík.
Hversu fljótt varð það stefnu-
skráratriði Marx úr sögunni?
Lenin miðaði t. d. atla sína póli-
tík við Rússland og hélt, að sam-
tímis byltingunni þar yrðu bylt-
ingar í flestum Evrópulöndum.
Hann skildi ekki eða vildi ekki
skilja, að þau lönd bjuggu við allt
annað stjórnarfar en það, sem þá
var í Rússlandi, og blóðug bylt-
ing í Vestur-Evrópu hefði aðeins
eyðileggingar hlutverki að gegna.
En það er ekki alþjóðapólitík að
taka ekki tillit nema til eins hlut-
ar í áætlunum sínum.
Að öreigabyltingar yrðu fvrst
í iðnaðarlöndnm.
Þar brást þeim Marx og Engels
bogalistin eins og raunar alltaf,
þegar þeir ætluðu að vera spá-
menn. Öreigabyltingar hafa ein-
ungis orðið í lítt þróuðum bænda
löndum eins og Rússlandi og
Kína. Og þær litlu umbætur, sem
kommúnistar hafa komið þar á,
svo sem að kenna fólki að lesa
og skrifa eða setja á fót stóriðju,
— þetta hefur allt verið gert fyr-
ir löngu í Vestur-Evrópu.
Ég hef hér að framan rakið
nokkuð skoðanir þeirra Marx
og Engels og hygg, að flestum
ætti að vera ljóst, að svo fram-
arlega sem sumar kenningar
þeirra varða réttlæti, þá eiga
þær ekkert skylt við þá hug-
takafalsara og mannhatar,
sem nú fylkja sér undir þeirra
merki. Það er eins og að snúa
faðirvorinu upp á andskotann.
Hilmar Jónsson.
Nehru fær fylgisvein
PNOM PENH, Kambodia, 13.
sept.: — Noroddin, fyrrverandi
konungur vann öll þingsætin, 91
að tölu, í kosningunum í
Kambodia. Noroddin hefir nú lýst
yfir því, að Kambodia muni ekki
taka þátt í neinum varnarsátt-
mála og muni ekki taka neinu
tilboði um vernd frá Suð-austur-
Asíu stofnuninni (SEATO). Kam
bodia muni taka upp hlutleysis-
stefnuna.
Leiðtogar hins nýkjörna þings
munu senn koma saman til þess
að ráðgast um hvort Kambodia
skuli halda áfram að taka á móti
fjárhagsiegri aðstoð frá Banda-
ríkjunum. — NTB.
6 óra drengur fékk
Happdrættisbíl DAS
Á föstudag í fyrri viku var dregið í bílahappdrætti D.A.S.
Vinninginn hlaut 6 ára snáði, Friðrik Jóhann Guðmundsson
á Norðfirði. Móðir hans og bróðir sjást hér taka við bílnum.
Miðsumarskvöld að
Hallormsslað
FLJÓTIÐ er ljóst og lygnt.
Dökkir skýjabakkar liggja
yfir brúnum fjallanna og vefja
sig niður eftir hlíðunum. Skóg-
urinn er regnþungur og þögull.
— Léttar straumöldur falla að
ströndum Atlavíkur. Regndöggin
drýpur af blöðum trjánna, sem
teygja limið fram yfir fljóts-
bakkann. Kvöldið er kyrrt og
milt, aðeins dapurt kvak eða létt-
ur laufþytur þegar byggjendur
skógarins verða fyrir truflun af
ferðamönnunum. Blástur vélar-
innar og snúningsdynur hjól-
anna, sem nú er löngu orðið sam-
hæft eyra ferðamannsins, vekur
skóginn af kvöldblundi, og mjúk-
ir armar bjarkarinnar strjúka
blíðlega vanga jeppans, sem vagg
ar áfram eftir bugðóttum vegin-
um. Hér er Hallormsstaðaskógur,
og innan stundar erum við kom-
in að skólasetrinu að Hallorms-
stað, þar sem nú er unnið að
því að endurbæta húsakynni
húsmæðraskóla Austurlands.
Það er sem rökkrið færist fjær,
þegar við komum út úr skógin-
um og hinar reisulegu bygging-
ar mæta sjón okkar.
Hér sjáum við ljósklædda konu
sem rakar nýslegið hey af gróð-
urbekkjunum umhverfis skólann.
Þetta er ungfrú Ásdís Sveins-
dóttir forstöðukona Húsmæðra-
skólans. Vinnudagur hennar er
sjáanlega ekki á enda, þótt áliðið
sé kvöld. Er ekki ólíkleg að í
uppvextinum hafi hún einhvern
tíma seint að setzt. Því sé
litið til þeirra framkvæmda, sem
gerðar hafa verið að Egilsstöð-
um kemur vegfarandanum í hug
að þar muni ekki alltaf hver
vinnudagur hafa verið naumt
mældur.
Þegar ungfrú Ásdís hefur
fregnir af því að við erum lang-
ferðafólk að kanna áður ókunnar
slóðir, bíður hún okkur að líta á
húsakynni húsmæðraskólans, en
nú er vinna við lagfæring þeirra
í fullum gangi. Hér eru ekki há-
reistir eða víðfeðmir salir, en
eftirtektarvert er það hve öllu
er hér fyrirkomið af hagsýni og
smekkvísi, eftir því sem frekast
verður við komið, og mundi ég
vilja trúa því að mörg ung kona
sem hér stundar nám í framtíð-
inni muni finna hér heimilishlýju
og una vel hag sínum.
Það er jafnan vandi nokkur
þegar reisa skal menntasetur, að
velja því stað og gera allt því
viðkomandi svo vel úr garði að
það fólk, sem þangað sækir, hafi
betur, farið en heima setið.
Talið er, að húsakostur og að-
búð öll verki það djúpt á vit-
undarlíf hins vaxandi manns að
brýn nauðsyn sé á því að vanda
vel til á hverjum þeim stað, sem
æskunni er ætlaður til dvalar.
Án efa er þetta rétt, en mun
þá ekki ástæða til að ætla að
umhverfið sjálft í náttúrunnar
ríki hafi sín djúptæku áhrif.
Þó að skógurinn umhverfis
Hallormsstað sé í kvöld regn-
þungur, og trén drjúpi höfði und-
ir dökkum skýjahimni, þá verk-
ar hið mikla magn gróandans
djúpt á þann er í návist hans
dvelur. Þó hinn jökulliti svipur
fljótsins sé í kvöld kaldur og
rór, þá skynjar sá er á bakk-
anum stendur, að í ljósi rísandi
sólar muni fegurð þess mikil.
Það er oft um það rætt og ritað
að fólksfæð í hinum dreifðu
byggðum landsins sé aðsteðjandi
vandamál. Þar sem vaxtarbrodd-
ur hvers héraðs, æskan, leiti burt.
Teljist það rétt vera að skapa
þurfi af þjóðhagslegum ástæðum
mótvægi gegn þessum straumi,
er þá ekki líklegt að góður skóíi
í laðandi umhverfi sé þar stórt
atriði.
Á Hallormsstað mun að finna
flest þau tilbrigði, sem prýtt geta
íslenzka fjallabyggð. Þannig hef-
ur móðir náttúra búið að þess-
um stað. Það sem af manna
höndum er gert, sýnist vera af
fullri alúð unnið.
Björkin í Hallormsstaðaskógi
er sterk og beinvaxin og brotnar
ekki þótt stormurinn þjóti. Hún
veitir hlíf þeim nýgræðingi, sem
vex upp í skjóli hennar og sem
von er til að í framtíðinni klæði
hin beru brjóst móðurjarðarinn-
ar.
Ung kona, sem dvelur við nám
og starf í góðum skóla, sér á
löngum vetrarkvöldum stjörnu-
blik af bláum himni stafa geisl-
um mjallhvítar hæðir og ísi-
lagðra álá, heyrir hljóminn frá
klakabjöllum bjarkarinnar þegar
vindurinn þýtur um laufvana
skóginn. Kona, sem gengur út í
lundinn þegar vor andar í lofti
og fyrsta bjarkarlaufið springur
út eða situr undir allaufga limi
trjánna og lætur sig drevma
óráðna framtíðardrauma, vex
hún ekki að manngildi og þegn-
skap og verður börnum sínum
góð móðir, sem á í minningasjóði
fögur ævintýr og yndislegar
myndir, er gera æsku barna
hennar auðuga og bjarta.
Á herðum íslenzkra kvenna
hvílir í dag, sem áður gegnum
aldir, sú skylda að veita nýgræð-
ingi þjóðlífsins, æskunni, frjó-
magn og fyrsta þroska.
Þeirri æsku sem nú er að kom-
ast til fullorðins ára er mikill
vandi á höndum. Hún á um að
velja fleiri ruddar leiðir til
manndóms og mikilla verka, en
nokkur kynslóð sem áður hefur
lifað. Ef til vill bíða hennar líka
vandameiri viðhorf.
Þorst. Matthíasson.