Morgunblaðið - 23.09.1955, Side 2

Morgunblaðið - 23.09.1955, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. sept 1955 ' I Friðfinnur Jónsson fyrrv. hreppsstjóri á Blönduósi Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem eftir, kannske í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld brynju slitna, sundrað verð og syndagjöld. Þannig kvað hið stórbrotna al- býðuskáld, Bólu-Hjálmar, er hon- um barst dánarfregn nokkurra vina hans í Húnaþingi. Mér komu í hug þessar ljóð- línur, er ég frétti að hinn aldri vinur minn, Friðfinnur Jónsson, væri farinn, horfinn, yfir á eilífð- arlandið, og að ég kæmi á eftir kannske í kvöld, eins og skáldið kvað. En um slíkt vitum við ekki og fer líklega bezt á því að svo sé. Hitt er víst að alltaf fyllist sál manns söknuði, þegar góðir vin- i'r kveðja, þó maður ætti að gleðj- ast y£ir því að aldraður vinur fær hvíld, eftir langan og erfiðan vinnudag. Friðfinnur Jónsson var fæddur að Móbevgi í Langadal í Húna- vatnssýslu, 28. marz 1873, son- ur Jóns Guðmundssonar, bónda þar og konu hans Önnu Péturs- dóttur. Friðfinnur var aðeins 15 ára er hann missti föður sinn, var þá fjölskyldan flutt að Hvammi í Laxárdal. Næstu 7 árin var Frið- finnur fyrirvinna móður sinnar, en fór þá burtu til trésmíðanáms, Og eftir það var trésmíði aðal- starf hans alla ævi. Árið 1903 flutti Friðfinnur til Blönduóss og giftist sama ár, Þór- unni Hannesdóttur, frá Fjósum. Hún hefur verið honum sann- kölluð heilladís, þeirra löngu samverutíð og verður það inní eilífðina, því hinn hreini sanni kærleikur er eilífur. Þegar þau hjón voru sest að á Blönduósi, varð Friðfinnur mjög eftirsóttur til smíðavinnu um allt Húnaþing. Hann var hörkuduglegur, hagsýnn og vinnuglaður svo af bar. Þá var véltæknin ekki komin til sög- unnar, eða þau þægindi er nú- tímafólk þykist þurfa að hafa og hefur, til þess að geta lifað. Aðal verkfæri til smíða voru: sög, hef- ill og hamar, en þessum verkfær- um beitti Friðfinnur með svo mikilli leikni að unun var á að horfa. Þar var hvert handtak hnitmiðað. Friðfinnur byggði mörg hús yfir menn og skepnur. Hann smíð aði verkfæri handa fólki til hey- vinnu, þóttu þau traust og hag- lega gerð. Og Friðfinnur smíðaði um tugi ára, síðasta hvílurúmið handa fjölda mörgum Húnvetn- íngum. Voru þessi hvílurúm sér- etaklega vönduð og smekklega gerð. Fljótlega hlóðust á Friðfinn margskonar aukastörf því menn fundu að þar fór maður sem óhætt var að treysta til trúnað- arstarfa. Hann var kosinn í hreppsnefnd árið 1904, og sat í henni óslitið til 1928. Var oddviti í 6 ár. Hreppstjóri varð hann 1928 og sat í þeirri stöðu þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1947. Auk þess starfaði hann í ýmsum nefnd um, svo sem skólanefnd, sóknar- rvefnd o. fl. Þegar svo þess er gætt að heim ili þeirra hjóna, Friðfinns og Þórunnar var jafnan eitt hið allra mesta gestrisnisheimili á Blönduósi, má öllum ljóst vera, að það þurfti meira en meðal- mann, til þess að geta sinnt öll- um þessum störfum svo vel væri. En Friðfinnur var lika langt haf- inn yfir alla meðalmennsku. Hann var andlega og líkamlega heilsteyptur maður, sem vann öll sín störf með trúmennsku. Er þau hjónin Friðfinnur og Þórunn hófu búskap sinn á Blönduósi, var það á þeim tím- vm sem menn urðú að ferðast á hestum eða fótgarígandi og þá varð ekki hjá því komist að gista Mtnnlngarorð eina eða fleiri nætur á Blöndu- ósi, sérstaklega að haust- og vetr- arlagi. Var þá oft mannmargt í Finnshúsi — eins og heimili þeirra hjóna var almennt kallað norður þar. Húsbóndinn var góð- látlega kíminn, glaðlyndur. söng- maður góður, og vildi hvers manns vandræði leysa. Og hús- móðirin, þessi híjóðláta, milda kærleiksdís, veitti gestunum j beina, með svo mikilli alúð að öllum fannst þeir vera heima. Lengra verður ekki komist í ís- lenzkri gestrisni, en að búa svo að fólki, að því finnist það vera heima. Því heima er alltaf bezt. Gestrisni þeirra hjóna náði lengra en til mannanna. Hinum mállausu vinum var ekki gleymt. Friðfinnur byggði myndarlegt hesthús og hlaut margur hestur- inn þar gott skjól og góða að- hlynningu. Þegar börn þeirra hjóna, þrjár dætur og einn sonur, voru komin af höndunum sem kallað er, hófst nýr þáttur á þessu kærleiksheim- ili, þá fóru að dveljast þar sjúkl- ingar um lengri eða skemmri tíma, var svo vel að þeim búið að til fyrirmyndar var. Það sýndi sig hér glögglega, að þar sem er hjartarúm, þar er líka nóg hús- rúm. Og þó að hin líknandi hönd húsmóðurinnar ætti þarna sterk- asta þáttinn, þá gefur að skilja að húsbóndinn varð líka að leggja hart að sér til að standa undir hinni fjárhagslegu hlið heimilis- ins. En það var sem Friðfinnur hefði nægan tíma til alls. Vinna sitt handverk, sinna mörgum aukastörfum fyrir hreppsfélagið og vera svo hinn glaðlyndi, gest- risni húsbóndi. Friðfinnur miðaði heldur ekki störf sín við átta stunda vinnu- dag, heldur miklu frekar við tvisvar sinnum átta stundir, eða allan sólarhringinn, ef mikið lá við. Er þau hjónin, Friðfinnur og Þórunn, hurfu að því ráði 1947, að flytja til Reykjavíkur, má segja að ríkti héraðssorg í Húna- þingi og sjálfum mun þeim hjón- um heldur ekki hafa verið sárs- aukalaust að yfirgefa heimilið, sem þau höfðu byggt upp. með svo mikilli prýði og átt þar með börnum sínum og vinum, ótelj- andi ánægjustundir. En þrekið var tekið að þverra og svo voru líka elskulegu börnin þeirra flutt suður og aðeins ein dóttir eftir, Hulda, sem alltaf hefur dvalið með foreldrum sínum og verið þeirra sterka stoð. Annars var og er svo mikil eining og ástríki innan þessarar ágætu fjölskyldu að fágætt má teljast. Ég sem skrifa þessa fátæklegu minningargrein hefi átt því láni að fagna að vera kunnugur þeim hjónum Friðfinni og Þórunni, í 50 ár og eignast óeigingjarna vin- áttu þeirra og barnanna og stend í mikilli þakkarskuld við allt þetta ágæta fólk. Frh. á bls. 12. Dr. Jóhannes Nordal hagfrædingur: Séu atvmnufyrirtækin fjúrhugs- legu vunmditug sýkju jni ullt fjdn idlukerfið Síðisn verltfaEiinu Sauk hefur verðhækiiuuaraSdasi breiðsf óðfEuga um hagkerflð Þörí rótíækra ráðstafana ti! þess að stöðva dýrtíðarflóðið og koma í veg fyrir áframhald- andi rýrnun á verðgildi peninganna Dr. jóhannes nordal ritar grein þá, sem hér fer á eftir í Fjármálatíðindi, sem komu út í gær. Eru vandamál íslenzks efnahags- lífs krufin þar til mergjar á mjög greinargóðan og hrein- skilinn hátt. Dregin er upp glögg mynd af afleiðingum verkfallanna á s. 1. vetri og bent á nauðsyn þess að gera róttækar ráðstafanir tii þess að snúast við þeim voða, sem nú steðjar að afkomuöryggi þjóðarinnar. Mbl. telur réít að allur al- menningur eigi þess k«st að kynnast þeim skoðunum, sem fram koma í grein hagfræð- ingsins. Fer grein hans því hér á eftir í heild, en undir- fyrirsagnir hafa verið settar og leturbreytingar gerðar af Morgunblaðinu. afleiðing verkfallsins „Horfurnar í efnahagsmálum íslendinga hafa stórversnað á undanförnum mánuðum. Síðan verkfallinu lauk í vor, hefur verðhækkunaraldan hreiðzt óð- fluga um hagkerfið, valdið hækk andi framleiðslukostnaði til lands og sjávar og versnandi af- komu útflutningsatvinnuveg- anna. Verðbólguhugsunarháttur- inn er nú aftur að ná heljartök- um á hugum manna, og hin sí- vaxandi þensla í efnahagslífinu hefur orðið til þess, að gjald- eyrisaðstaðan hðfur versnað stórkostlega, það sem af er þessu ári. Haldi þessi þróun áfram óhindruð, verður á skammri stundu rifið niður allt, sem áunnizt hefur á undanförnum árum í þá átt að endurreisa trú manna á verðgildi pening- anna og koma á frjálsara at- vinnulífi. Nú er því þörf rót- tækra ráðstafana, ekki til þess eins að tryggja afkomu eins eða tveggja atvinnuvega um nokkurra mánaða skeið, heldur til þess að stöðva dýr- tíðarflóðið og koma í veg fyr- ir áframhaldandi rýrnun á verðgildi peninganna. Frumskilyrðið er, að dregið sé úr hinni gífurlegu eftirspurn og fjárfestingu innan lands með samdrætti á útlánum bankanna og stórauknum tekjuafgangi rík- issjóðs. Slík stefna krefst harð- fylgis og áræðis, því að hún mun vafalaust koma víða hart niður. Hitt skiptir ekki minna máli, en það er, að þeir, sem að henni standa, hafi áður komið sér sam- an um þau markmið, sem stefna eigi að í efnahagsmálum þjóðar- innar. TOGSTREITA MILLI STÉTTA Hvað eftir annað á undanförn- um árum hafa tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að auka frelsi og heilbrigði í efna- hagsmálum þjóðarinnar, strand- að á sérhagsmunum og tog- treitu milli einstakra stétta um skiptingu þjóðarteknanna. — Frjálst verðmyndarkerfi er ekki lengur til á íslandi nema á örfá- um sviðum. Meginatvinnuvegir þjóðarinnar njóta margvíslegra styrkja og forréttinda, og eðli- legri áhættu atvinnurekstrarins er velt eftir föngum yfir á herð- ar ríkissjóðs. Til þess að endurreisa frjálst markaðslterfi að nýju á íslandi verður að brjóta þá hlekki, sem lagðir hafa verið á efnahagslífið. Það verður að afnema fram- leiðslustyrki, innflutningshöft og vísitölubindingu. En þetta verður aldrei gert án þess að margir þeir, sem hagnast á núverandi ástandi, verði fyrir nokkrum áföllum. Þess vegna er nauð- synlegt, þegar koma þarf fram róttækum aðgerðum, að menn hafi skýrt fyrir augum það loka- takmark, sem þeir vilja keppa að. Án þess öðlast þeir ekki það þrek og sannfæringarkraft, sem Dr. Jóhannes Nordal. þeir þurfa á að halda, þegar fórna verður stundarhagsmun- um fyrir framtíðarheill þjóðar- innar. NAUÐSYNLEGT AÐ GRÍPA í TAUMANA Ástandið á peningamarkaðin- um er gott dæmi um þau vanda- mál, sem við er að etja. Á fyrra helmingi þessa árs jukust útlán bankanna geigvænlega, og átti það drjúgan þátt í hinni sívax- andi þenslu innan lands. Nauð- synlegt er, að hér sé gripið í taumana hið allra skjótasta, ef forðast á algert öngþveiti í gjald- eyris- og efnahagsmálum. Fyrsta skrefið þyrfti að vera vaxta- hækkun, sem ætíð verður sterk- asta vopn bankanna gegn pen- ingaþenslu, en með því mætti koma á meira jafnvægi en nú er milli framboðs og eftirspurn- ar á lánsfé. En hér verða strax erfiðleikar á vegi, þar sem stefn- an í peningamálum er orðin sam- tvinnuð stjórnmálabaráttunni og nokkrum atvinnuvegum hafa verið veitt sérstök fríðindi í lán- veitingum fyrir atbeina löggjaf- arvaldsins. Útflutningsframleiðslan nýtur bæði lægri vaxta en aðrir at- vinnuvegir og auk þess eru lán veitt svo að segja sjálfkrafa út á afurðir hennar eftir föstum reglum. Að vísu hafa drjúgar ástæður verið til að veita henni slíka aðstoð á undanförnum ár- um. Hins vegar eru forréttindi í lántökum hjá bönkunum fjarri því að vera heppilegasta leiðin til þess að bæta hag framleiðenda. Hin sérstöku vaxtakjör hljóta að valda því, að þeir, sem rétt eiga á þeim, nota þau út í æsar og draga smám saman eigið fé sitt úr rekstrinum og fá bankalán í staðinn. Almenn vaxtahækkun og samdráttur útlána eða aðrar aðgerðir geta ekki náð fullkomn- um árangri, ef meginatvinnuveg- ir þjóðarinnar eru undanþegnir. TAPREKSTUR ATVINNUTÆKJANNA Tvennt stendur heilbrigðri lánastarfsemi á Islandi mjög fyr- ir þrifum. Annars vegar er það, að heilar atvinnugreinar hafa verið reknar með þrálátu tapi árum saman, en vegna mikil- vægis þeirra fyrir þjóðarbúið hafa bankarnir neyðst til að halda áfram lánaveitingum til þeirra, jafnvel þótt fyrirtækin væru komin á gjaldþrotsbarm. Hins vegar er sú staðreynd, að hér á landi er ekki til neinn va*ð- bréfa- eða hlutafjármarkaður, þar sem opinberir aðilar og einkafyrirtæki geta aflað sér lánsfjár til langs tíma. Af þess- um orsökum hafa hlaðizt á bank- ana mikil útlán, sem bundin eru leynt og ljóst til miklu lengri tíma en heilbrigt getur talizt. þar: sem innlánsfé bankanna er aftur á móti að langmestu leyti ó- bundið. Margsinnis hefur verið um það rætt í Fjármálatíðindum, að nauðsyn bæri til að efla verð- bréfamarkað hér á landi, og erU í athugun aðgerðir í því máli af hálfu Landsbankans. í þessu efni er þó varla skjóts árangurs að vænta, þar sem lítill jarðvegur er fyrir verðbréfasölu vegna rót- gróinnar vantrúar manna á fram- tíðarverðgildi peninganna. Fyrsfl um sinn verður að leggja höfuð- áherzlu á að endurvekja trausS manna í þessum efnum og kenna þeim að nýju að verzla með verðbréf. I Með hinni nýju húsnæðismála- löggjöf var það nýmæli upp tek- ið að gefa út bankavaxtabréf, bundin vísitölu framfærslu- kostnaðar. Á slíkum tímum sem þessum er það ef til vill eina ráðið til þess að gera verðbréf seljanleg. Það verður þó að líta á þetta aðeins sem bráðabirgða- úrræði og leggja megináherzlu á það að koma aftur á jafnvægi í peningamálum, svo að menH öðlist aftur trú á gildi venju- legra verðbréfa. Reynist vísi- tölubréfin hins vegar vel semi leið til að efla sparnað í land- inu, getur vel komið til mála a3 afla fjár á þennan hátt til fleirí hluta í framtíðinni. '1 EÐLILEG VAXTARSKILYRÐI HLUTAFÉLAGA Ein æskilegasta leiðin til þess að afla fjár til atvinnurekstrat er sú, að fyrirtækin selji al- menningi hlutabréf sín. Á þann hátt fá þau áhættufjármagn til óákveðins tíma. En fyrir þá, sem leggja vilja fé á vöxtu, eru hluta- bréf að ýmsu leyti svipaðs eðlis og vísitölubundin verðbréf, þap sem verðmæti þeirra hækkar a9 öllum jafnaði ásamt öðru verð- lagi í landinu og oft mun hraðar, þegar vel árar. Hér á landi hafa hlutafélög ekki þróazt eðlilega nú um langt skeið. Orsakanna er vafalaust fyrst og fremst að leita í skatta- löggjöfinni, sem veldur því, að nær ókleift er að reka stórt hlutafélag á íslandi á heiðarleg- an hátt. Hefur þetta orðið til þess, að stórum hlutafélögurri hefur verið skipt í mörg smg félög, og hefur þá ekki komið til mála, að hlutabréf þeirra yrðu seljanleg á markaði. Jafnframt er fjöldi fjölskyldu- og smáfyrir- tækja rekinn sem hlutafélög, þaf sem því fylgja ýmis hlunnindl. Yfirleitt er óhætt að segja, að flest hlutafélög hér á landi ráðl Framh. á bls. 4 J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.