Morgunblaðið - 03.11.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.11.1955, Qupperneq 1
Fimmtudagur 3. nóvember 1955 Þegar tUfinningarnar einar rába og EF spurt er, hvað sé efst á baugi í Vestur-Þýzkalandi nú, er svarið alveg ótvírætt: End- urheimt stríðsfanganna, sem hald ið hefur verið í fangelsum og þrælabúðum Rússaveldis í áratug og jafnvel lengur. Ég hygg, að ekki hafi verið fylgzt af jafn- miklum áhuga með nokkurri ráð- stefnu eflirgtríðsáranna og þeirri, sem haldin var í Moskvu í síðast- liðnum mánuði, er Adenauer kanzlari fór þangað með fylgdar- liði sínu til þess að ræða við .æðstu ménn Sovétríkjanna. Og það er ekki ofmælt, að förin var, talin hin bezta, er þær fregnir bárust, að Rússar lofuðu að skila aftur 962^ Þjóðverjum úr haldi, og gleymðkk jafnvel oft að geta þess, að um fleiri vandamál var rætt á func’unum í Moskvu en stríðsfangr.tr álið. Og síðan hópar hinna lar.gh jáðu manna kcmu hver á fætur öðrum, hefur alit annað horfið í skuggann af þeim tíðindum, jc.fnvel kosningarnar í Saar-hérrðinu. Eitt hefur samt skyggt á gleðina yfir heimkomu hinna 98? 3, en það er spurningin um það, hvað orðið hafi af öllum hinum, sem menn annað tveggja vissu um. eða bjuggust við í höndum Rúrsa. Þýzki Rauði kross inn og saml andsstjórnin- í Bonn hafa nefnilega undir höndum bréf frá yfir eict hundrað þús- undum Þjóðverja í Sovétríkjun- um. Hefur þeim verið safnað á síðastliðnum tveimur árum, og er vitað um dvalarstaði allra þess- ara manna. Þessar upplýsingar gaf Adenauer á blaðamannafundi um miðjan september s.l. — Á Moskvafundinum kváðust ráða- menn Rússa ekki vita um neina aðra Þjóðverja í Sovétríkjunum en þessa 9323, sem dæmdir liöfðu verið til langra refsinga. Hins vegar vita menn í Bonn, að Rúss- ar hafa í höndum skrár yfir 750.000 Þjóðverja, sem „hurfu“ í stríðinu, en þær voru afhentar stríðsfanganaí'nd Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. Alls mun enn vera saknað um það bil 1.240.000 manna og kvenna, sem tilheyrðu þýzka hernum, og auk þess eru skráðir með nöfn- um 96.000 ,,horfnir“ stríðsfangar. orðin megna einskis höfum ekki grátið í tíu ár, en; dag fyrirverðum við okkur ekki tyrir Jhað" Ennfremur hefur Rauði krossinn í fó’-um s'nura nöfn um það bil 17 000 barna, sem enn leita for- eldra sinna, og álíka mörg nöfn fore’dra, sem leita barna sinna. Nákvæmar tölur eru ekki til um óbreyttá borgara, sem fluttir hafa verið á brott nauðugir, án þess að vitað væri, hvað um þá varð. Adenauer og fylgdarliði hans hciur verið legið á hálsi fyrir að hapa ekki meðferðis nákvæmar skrár yfir alla Þjóðverja, sem évu að vera i Rússlandi, til þess að leggja fram til stuðnings sínu má.li og þurfa. ekki að segjast ætla að senda þær þegar, er heim kæmi. Ástæðan til þess, að það hefur ekki verið g'ert enn, er sú, að Bonnstjórnin og Rauði kross- inn munu ætla að bíða þess, að lokið sé heimsendingu hinna 9626 til þess að sjá, hversu hún fer fram og einnig til þess að bíða eftir þeim upplýsingum, sem þeir geta gefið og nota mætti í plöggum þeim. sem Rússastjórn verða send eins fljótt og auðið verður. FRJÁLSIR BORGARAR Hinn 6. október, seint um kvöldið, kom svo fyrsti hópur- inn, sem í voru 24 fyrrverandi hershöfðingjar, til flóttamanna- búðanna í Friedland hjá Gött- ingen. Fyrsta verk þeirra var að senda Adenauer kanzlara skeyti til þess að þakka honum fyrir að fá þá lausa. Skýrðu þeir svo frá, að hálfum mánuði áður hefði þeim verið sagt, að nú ætti að senda þá heim, og töldu Rússarn- ir það Adenauer einum að þakka, að þeir yrðu látnir lausir. Eftir þetta var farið hið bezta með þá og þeir kvaddir að lokum með Baldur Ingólfsson segir frá heimkomu þýzkra striðsfanga úr hrælahúðum / Rússlandi 1943 í leyfi — dóttirin 5 ára — Heimkoman 1955 — dóttir 17 ára. Aftur heima eftir tíu ár. hornablæstri. Á leiðinni vestur á bóginn var rússneskur herforingi í fylgd með þeim og sá um að þá skorti ekkert. í Moskvu höfðu þeir 4 klukkutíma viðdvöl og máttu nota tímann til þess að skoða borgina, enda var þeim sagt, að nú væru þeir frjálsir borgarar. Allmikið umtal vakti einn hinna fyrrverandi hershöfðingja, von Seydlitz, er hann notaði fyrsta tækifæri, sem gafst, til þess að gefa pólitískar yfirlýsing- ar. Sagði hann, að Adenauer hefði ekki gert annað í Moskvu, en hann sjálfur vildi gera þegar 1943, þ. e. koma því til leiðar, að Þjóðverjar og Rússar settust við samningaborð. „Þó að Rússar hafi dæmt mig til dauða að styrj- aldarlokum og lokað mig inni í fangelsi í fimm ár, oft undir ill- um skilyrðum, er ég jafn sann- færður og áður, að aðeins vin- átta milli Rússlands og Þýzka- lands getur bjargað heimsfriðin- um. Fyrir þessar skoðanir mínar lét Hitler dæma mig til dauða fjarstaddan og varpa fjölskyldu minni í dýfiissu. En ég mun ekki breyta skoðun minni, og fáni Þýzkalands á eftir að verða svartur, rauður og hvítur, eins og sá, sem ég barðist undir í Rússlandi." Seydlitz ásakaði og Vesturveldin fyrir að hafa orðið fyrri til að stofna her í V-Þýzka- landi og þannig neytt rússneska hernámssvæðið til þess að gera hið sama og þannig gert skipt- ingu landsins endanlega. SENDI RÚSSUM ÞAKKARBRÉF Þrátt fyrir meðferðina, sem Seydlitz hafði orðið að þola, lét hann ekki undir höfuð leggjast að skrifa Woroshilov þakkarbréf fyrir allt gott, sem hann hefði notið í Sovétríkjunum. Allir félagar Seydlitz forðuð- ust hann, og alla leið frá Moskvu talaði enginn maður við hann. í Friedland ásökuðu sumir félagar hans hann um landráð og kváðu hann bera ábyrgð á því, að hafa lokkað þýzka hermenn í rúss- neska herfangavist með því að telja þá á að gerast liðhlaupar. Sem búast mátti við gerðu blöðin sér mat úr yfirlýsingum Seydlitz, enda ræddi hann við þá til klukkan 3.15 um nóttina, er hjúkrunarkona ein kom og sagðist verða að loka salnum. Mörgum fannst Seydlitz hefði átt að bíða dálítið og átta sig á hlutunum, og auðsjáanlega hef- ur hann komizt á sömu skoðun, því að nokkrum dögum síðar tók hann orð sín aftur og baðst af- sökunar á frumhiaupi sínu. HVER ÞEKKIR. . . . ? HVEIR VEiT UM AFDRIF. . . .? SUNNUDAGINN hinn 9. október kom fyrsti stóri hópurinn yfir markalínuna hjá Herleshausen, rúmlega 600 manns. Var þar sam- an kominn mikill mannfjöldi til þess að fagna þeim, og alla leið til Friedlands stóð fólk við veg- inn í hverju þorpi og kastaði blómum og sælgæti og ýmis kon- ar gjöfum inn í bílana, er þeir óku fram hjá. Þegar bílarnir staðnæmdust í Friedland, þustu komumenn út úr þeim og föðm- uðu að sér þá, sem næstir stóðu. Lögreglan reyndi ekki að halda uppi röð og reglu, enda átti smá- munasemi ekki við á þessari stundu, þegar rr.erm, sem haldið hafði verið í fangabúðum í ára- tug eða meira, stigu aftur fótum á frjáisa jörð og skyggndust um eftir konum sínurn, foreldrum, börnum eða systkinum. Sá fyrsti, sem fann konu sína þarna í mann j um síðan stríðinu lauk. Spjaldið, | sem hún heldur á, hafði hún gert j til þess að auðvelda leitina eins : og f jölda margir aðrir, því að einmitt heilar þyrpingar af spjöldum með nöfnum og mynd- um settu svip sinn á torgið í . Friedland. Á spjöldunum stóð ýmist aðeins nafn þess, sem leit- j að var að eða spurningar eins og: j Hver þekkir....? Hver veit um afdrif....? Og flestir spjaldber- ; arnir voru konur, sem leituðu : manna sinna eða sona. — Gömul hvíthærð kona hélt einu slíku spjaldi fyrir framan sig, til þess j að meira bæri á því. Einn hinna nýkomnu ýtti því til hliðar — og tók móður sína í faðminn. Sumar kvennanna sáust taka spjöldin ofan, því að einhver hafði fært þeim fullvissu um, að sá sem leitað var að myndi aldrei koma aftur. En konurnar eru óþreyt- andi, og í hvert sinn, sem von er á nýjum hóp að austan raða þær sér upp með spjöldin. STUND, ÞEGAR TILFINNINGARNAR EINAR RÁÐA Fréttaritári einn, sem þarna var staddur, sagði svo frá: „Á mínum langa starfsferli hef ég skrifað niður eftir beztu sam- vizku ræður óg yfirlýsingar og hátíðleg loforð stjórnmálamanna, ég hef skýrt frá sorgum og gleði og ætíð ráðið við tilfinningar mínar. En í morgun, þegar lestin kom utan úr þokunni og ég sá I karlmennina standa grátandi í dyrum vöruflutningavagnanna, gat eg ekkert sagt. Hvernig ætti ég að lýsa stund, þegar tilfinn- ingarnar einar ráða og orðin megna einskis. Ég get aðeins lýst því, sem ég sá, þegar þjóð fagnar i nær glötuðum sonum sínum, sem ; deilt hafa með henni frægð og j niðurlægi'ngu, og reyndi nú að j sýna þeim þakklæti sitt fyrir að i bera fyrir þjóðina alla sinn of- I mælda skerf.“ í Þegar lokið var tveimur stutt- ; um ávörpum, tók til máls Herzog ofursti af hálfu hinna heim komnu: „Við erum hrærðir af þeim móttökum, sem okkur hafa j verið búnar hér heima. í dag vit- um við, að það var þess vert að j lifa til þess að vera hér á þessari 1 stundu, þó að ævi okkar hafi oft j verið bitur. Við höfum ekki grát- ið í t'u ár, en í dag fyrirverðum við okkur ekki fyrir það. í tíu ár vorum við vesælustu synir I þessarar þjóðar, í framtiðinni munum við, eins og hingað til, j vera trúustu synir hennar.“ ★ ★ ★ þrönginni, var Harnborgarbúinn Max Brinckmann, sem sést hér á mvndinni ásamt konu sinni. Hún hafði farið til Friedlands upp á von og óvon, því að maður henn- ar var einn í töiu hinna „horfnu“, þ. e. ekkert hafði frétzt af hon- ÞAÐ var ekki látið við það sitja að fagna hinum heim komnu fyrrverandi stríðsföngum með blómum og ræðuhöldum. Mót- taka þeirra var löngum vandlega undirbúin, og ríkið hafði veitt allmikið fé þeim til styrktar. Þannig fékk hver maður þegar í stað rúm 300 mork og svo fatn- að og aðrar nauðsynjar, en seinna fær hver þeirra 6000 mörk til þess að koma íyrir sig fótun- um fjárhagslega. Auk þess er allt gert til þess að útvega þeim atvinnu þegar i stað, og ýmis félög hafa séð þeim fyrir ókeyp- is dvöl með fjölskyldurn sínum á hressingarhælum. Áður en þeir fara frá Friedland, er hver mað- ur spurður vandlega um aðra stríðsfanga, sem enn kunna að vera eftir í Sovétríkjunum, og eru þær upplýsingar skráðar gaumgæfilega, enda geta þær verið ómetanlegar við að endur- heimta þá, sem eftir eru. MARGT KH BHETTTT En það er ekki nema fyrsta skrefið í hinum nýja kafla æf- innar, sem nú er stígið, því að á þessum 10 eða 12 árum, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.