Morgunblaðið - 03.11.1955, Síða 14

Morgunblaðið - 03.11.1955, Síða 14
f 30 MORGV NBLAÐIB Fimmtudagur 3. nóv. 1955 Verndun menningar- verðmœta á stríðstímum Fimmtlu þjóðir staðfesta alþjóða- samfpykkt á vegum UNESCO I I' LOK 1954 höfðu 50 þjóðir stað- fest alþjóðasamþykkt, er sam- in var á vegum Fræðslu-, v'sinda- og menningarstofnunar S:imein- uðu þjóðanna (UNESCO), um vernd menningarverðmæta á ófriðartímum. Alþjóðasamþj7kkt þessi var samþykkt þann 14. maí 1954 á alþjóðaráðstefnu, er hald- in var í Haag og sem lá 'rammi til undirskriftar þar til °1. des. s. á. Samþykktin gengur í/ gildi endanlega er þrír máni '’r eru liðnir frá því að fimm þjó' ir hafa staðfest hana. Lengi hefir verið talir nauð- syn á alþjóðasamvinnu í bessum efnum og eyðilegging li;r' rverka og annarra menningarve’ ðmæta í sprengiárásum og öðrur.i hern- aðaraðgerðum í síðustu heims- styrjöld færðu mönnurr heim sanninn um hve nau.ðsyn’' gt það væri að gera ráðstafanir til að bjarga roenningarverðma 'um frá glötun, eða skemmdum é tímum vopnaviðskipta. Þessu til rrekari sönnunar er bent á, að í E /rópu- löndum einum voru 5000 ' irkjur og sögufrægar byggingar annað- hvort lagðar í rúst eða stór- skemmdar í síðustu styrjcid. Auk þé’ss var fjölda listaverka stolið í styrjöldinni, eða þau voru tekin herhámi. í vopnahléssam’'.ingun- um við Þjóðverja var svc kveðið •áþSð listaverkum pg mer -mgar- vííðmætum skyldi skilað aftur, eða endurnýjuð og bætt ef tök Væru á, en síðan hefir Immið á daginn, að fjöldi listaverka, er nazistar fjarlægðu, stórsk/'mmd- 'usi’ í meðförum, eða listmundir hafa glatast með öllu. Talsmenn UNESCO benrla á, að þótt erfitt verði að koma í veg fyrir skemmdir á listaverkum á styrjaldartímum, megi gera margskonar ráðstafanir til að dr’aga úr eyðileggingu þeirra, ef ráfí eru í tíma tekin. Aðilar að álþjóðasambykktinni haf t t. d. sliöldbundio sig til að ger a eftir- faóándi ráðstafanir, sen. ekki hafa þekkst áður á friðar ímum: NOKKRAR VARÚÐAR- RÁBSTAFANIR 1) Sprengjuheldar gcvmslur sknlu byggðar þegar í stað til varðveislu listmuna, er færa má úr-stað, svo sem handrii. safn- gripi, verðmætar bækur o. s. frv. 2j Samþykktaraðilum skal skylt að setja úpp innan herja sinna sérstakar deildir er fjalla um lístaverk, meðferð þeirra og menningarlega þýðingu. Deildir þessar skulu skipaðar hinum fær- ustu mönnum, sem völ er á og skulu þeir æfðir og kennt með- ferð listaverka. 3) Reglur skulu brýnd r fyrir öllum hermönnum, er au' i skiln ing þeirra, áhuga og virðingu fyrir listmunum og mer.ningar- verðmætum. BLÁI SKJÖLDURINN — HLUTLEYSISTÁKfí f alþjóðasamþykktinni er svo fyrir mælt, að gera skuii nýtt alþjóðatákn. Er það fáni með blá- um skildi á hvítum grunni eins- kpnari listaverka „rauði kross“. Sögufrægar byggingar, söfn og minnismerki skulu me> :t með þéssum fána, ef til ófrið: r dreg- ur, líkt og rauða kross merkið hefir verið notað á sji-.krahús, sjúkravagna og hjúkruoarfólk. Setja skal upp alþióðaskrásetn- ingarskrifstofu, þar sem menn- ingarverðmæti, er óskað er eftir vernd fyrir á styrjaldartímum, eru skráð. Komi til borgarastvrj- skipta, skal þegar draga UNESCO merka þær með bláa skildinum, fánan að hún við byggingar, þar aldar, eða annarra vopnavið- sem listaverk eru geymd, eða þannig að merkið sjáist vel úr flugvélum. Ríkisstjórnir lofa að nota ekki slíkar byggingar í hernaðarlegum tilgangi, nema undir alveg sér- stökum kringumstæðum og eru strangar reglur fyrirskipaðar um hugsanlegar undanþágur. Ekki skal undir neinum kringumstæð- um fremja hefndarráðstafanir á menningarverðmætum, eða bygg ingum er hafa að geyma lista- verk. STRÖNG ÁKVÆPI GEGN SKEMMÐARVERKUM Farartæki, sem notuð eru til að flytja listaverk til öruggari geymslu skulu einnig merkt bláa skildinum og skal þeim leyft að fara hindrunarlaust ferða sinna og er ekki leyfilegt að gera slík farartæki upptæk. Skemmdarverk, hverskonar herfang, eða þjófnaður á lista- verkum skulu samningsaðilar koma í veg fyrir og hegna strang- lega, ef uppvís verða. Komi það samt fyrir, að listaverk séu fjar- lægð skal skila þeim aftur til eigenda. Þá eru ákvæði er banna flutn- inga listaverka land'a á milli á ófriðartímum og 'bannað er að taka listaverk upp í hernaðar- skaðabótagreiðslur. Sarnningaaðilar hafa skuld- bundið sig til að sækja hvern þann mann, er brýtur ákvæði samþykktarinnar, til ábvrgðar, hverrar þjóðar sem hann kann að vera. Skal farið méð slík mál, sem glæpamál. BÓKMENNTIR GUNNAR S. HAFDAL: Stundir skins og skýja. — Ljóðmæli. — Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavík 1955. SVO VILDI til, þegar mér barst bók Gunnars Hafdals í hendur, að ég var að enda við að lesa 100 kvæði eftir Stein Steinarr, Böðvar Steinþórsson: Vanræktur atviunuvegur — New York Frh. af bls. 19 Það er fólk frá öllum þjóð- löndum, sem á síðustu ára- tugum hefur flúið bág lífskjör heima fyrir, eða farið í ævintýra- leit til þessa auðuga lands. Eftir að hafa ferðast um landið, kemst útlendingurinn að raun um það, að kjarni bandarísku þjóðarinn- ar er fólkið úti á landsbyggðinni, afkomendur landnemanna, sem með atorku og óbugandi þraut- seigju námu og ræktuðu þetta auðuga og víðlenda land í krafti frelsis og réttlætis. H. J. H. — Blái krossinrs Frh. af bls. 23 dýrustu víntegundir eru seldar í Frakklandi. Ólögleg meðferð áfengis á sér og stað um allt suður þar. HEITA Á KRISTNA MENN TIL HJÁLPAR Presturinn frá Kameroun spurði á Bláa krossþinginu í Khöfn: „Er það æt.lun Evrópumanna að eyði- leggja kynþátt Vorn með áfeng- inu? Vér heitum á kristna menn oss til hjálpar“. Það var eins og neyðaróp. Hvað gera kirkjufé- lögin og franska ríkið, sem ber ábyrgð á slíku athæfi? Þingið í Kaupmannahöfn fól stjórn alþjóða-Bláa krossins að gera allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að hjálpa Afríku. Gert er ráð fyrir að 25. alþjóða- þingið gegn áfengisbölinu, er hald ið verður í Istanbul í septem- bermánuði 1956, muni leita allra bragða með heiðarlegu móti til að klekkja á öllum þeim ófögn- uði og þeirri makt myrkranna, sem fyigir hvarvetna sölu og veitingum áfengra drykkja. Krossinn er eina ráðið gegn áfengisdjöflinum. Fyrir honum einum missir hann mátt. , B. T. eitt hundrað stunur þjáðs og þreytts manns, sem ráfar um götur borgarinnar, slitinn úr tengslum við moldina og gró- andann. Þetta er lífvana maður án trúar og tilgangs, enda hefur ekkert tilgang. Ekkert er í raun og veru til, og sá, sem er svo ömurlega staddur, biður fyrir- gefningar á sjálfum sér, að hann skuli þó látast vera til. í ömur- leik tómleikans kennir hann í brjósti um sjáiían sig og grætur, að vísu í listilegum ljóðum. Eitt hundrað tár skuggaveru, sem hefur ekki andlit. Ég var farinn að gráta með þessum glúpa steini, sem minnti helzt á stein Steins sáluga Bollasonar. Þá kom Gunnar til sögunnar. Um hann verður naumast sagt með sanni, að hann sé klökkur né biðji fyrirgefningar á sér. Hann tekur ekki einu sinni ofan hattinn, má ekki vera að því, svo mikill er þróttur hans og ákafi til lífs og sálar. Hann trúir á lífið og lifir lífinu af öllum kröftum, sístarfandi, er á fótum fyrir allar aldir og gáir til veðurs, sinnir skepnum sínum á vetrum og heyjum á sumrum, vekur börn sín, svo að þau geti komizt út í góðviðrið til leiks eða starfs, ræktar jörðina, bygg- ir upp fallin hús og má þó vera að því að dást að fegurð fjall- anna og dýrð himinsins, og yrkja um allt, sem fyrir augu ber eða brýzt um í sálu hans, heimilið, búsmalann, veðrið, landið, þjóð- ina, mannlífið. Hann bregður á! gamanmál í góðra vina hópi, skammar óvini sína, sendir kunn- t ingjunum ljóðkveðjur á merkis- dögum og yrkir saknaðarstaf eft- , ir látna vini. Hann hefur mörgum kynnzt og margt reynt, verið inn- heimtumaður á Akureyri og gild- ] ur bóndi uppi í Hörgárdal og fengizt þó við sitt hvað fleira og yrkir um þetta allt saman. Hann leitar ekki langt yfir skammt að yrkisefnum né heldur bragarhátt um eða bragreglum. Hann er einn þeirra ágætu manna, sem auðga líf sitt með iðkun ljóða- gerðar og lætur aðra njóta þess með sér við ýmis góð tækifæri í samfylgd og á mannamótum. — Slíkt er ágætt, enda eru íþrótta- menn Ijóðlistarinnar vel þegnir í vinahópi. Tækifæriskvæði og stökur eru yndisauki í mann- fagnaði og smellnar vísur fljúga um byggðina og krydda hvers- dagslífið. Hitt er víst, að ljóða- bók verður að hafa talsvert sér til ágætis til að vekja þjóðar- 1 athygli og skipa höfundinum á skáldabekk hinna útvöldu. Þar sitja aðeins fáir. Hinir eru fleiri sem eru kallaðir, yrkja og gleðj- ast yfir gjöfum ljóðdísarinnar, krydda líf sitt og annarra með fallegum Ijóðum. Gunnar S. Haf- dal yrkir vel. Hann er orðfrjór og bregður oft upp skýrum mynd um, og hann hefur óbrigðult brageyra. Hann yrkir aldrei til- efnislaust, eða til þess eins að Frh. á bls. 31 GREIN með þessu heiti „Van- ræktur atvinnuvegur“ ritaði ég í eitt af dagblöðum Reykjavíkur fyrir tæpum þremur árum. Höfuð tilgangur þeirrar blaða- greinar þá var tillaga er ég ásamt Ingixnundi Gestssyni fulltrúa Hreyfils og Guðrúnu Hjartar- dóttur fulltrúa Félags starfsfólks í veitingahúsum, bárum fram og fengum samþykkta á 23. þingi Alþýðusambands íslands 1952 um ferðamannamál. í þessari tillögu okkar þrí- menninganna var ' bent á með rökum, nauðsyn þess að hafist verði handa um nauðsynlegar at- huganir og undirbúning til að gera ísland að ferðamannalandi, og þá um leið að gera þann at- vinnuveg, sem koma erlendra ferðamnnna til landsins skapar, á skömmum tíma að þriðja stærsta gjaldeyrisatvinnuvegi þjóðarinn- ar, sjávarútvegur og landþúnað- ur yrðu stærri. í fyrrgreindri blaðagrein minni og öðrum er síðar birtust um þetta sama mál, hefur verið bent á margt sem til greina kemur og athuga verður og síðar að fram- kvæma. Þar er bent á nauðsyn þess að stofna ferðamálaráð er ákveði hvar byggja skuli veitingastað og hvar gististað um gjörvallt land- ið með það fyrir augum að slíkir staðir verði sem bezt fyrir kom- ið, ekki of þéttstaðsettir sumstað- ar og aftur of dreyfðir annars- staðar. Einnig var gert ráð fyrir að þetta sama ráð ætti að samþykkja teikningar þegar byggðir væru heimavistaskólar í sveitum, með það fyrir augum að hægt sé með litlum tilkostnaði að breyta þeim húsakynnum í gististað á sumrin. Ætti í þessu tilfelli að hafa fyrirkomulagið í Noregi til fyr- irmyndar. Ástæðan til þess að ég fer nú að rita um þessar fyrri blaða- greinar mínar um ferðamanna- mál, er fyrst og fremst vegna þess að Gunnar Thoroddsen, Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason og Jóhann Hafstein hafa flutt á Alþingi frv. til laga um landkynningu og ferðamanna mál, og gefur þetta frv. kærkom- ið tilefni til að rita að nýju um þetta mikla mál. Frv. þetta gerir ráð fyrir að stofnað verði ferðamálaráð, og ræði ég 1. og 2. gr. frv. síðar í þessari blaðagrein. Frv. gerir ráð fyrir að hlut- verk ferðamálaráðs sé að hafa umsjón og eftirlit með öllu því er lýtur að ferðamálum í land- inu og skal það vera hlutverk þess að bæta ástand þessara mála í hvívetna. Skal ferðamálaráð gera áætl- anir og tillögur um skipun gisti- húsmála í landinu og hafa eftir- lit með hverskonar starfsemi í landinu varðandi móttöku er- lendra ferðamanna, eftirlit með hreinlæti og þessháttar í gisti og veitingastöðum. Einnig hefur ferðamálaráð eftii'lit með bif- reiðakosti og bifreiðaakstri sem ætlaður er til aksturs erlendu ferðafólki. Ferðamálaráð tekur við rekstri Ferðaskrifstofu ríkisins samkv. frv., og ræður sér framkvæmda- stjóra með samþykki ráðherra, og skal vera frjálst að uppfylltum vissum skilyrðum að stofna ferða skrifstofur. Einnig er gert ráð fyrir í frv. að stofnaður verði ferðamála- sjóður sem veitir lán til bygginga og endurbóta á gisti og veitinga- stöðum, greiða kostnað við land- kynningu o. fl. og skal ríkissjóð- ur leggja fram 500 þúsund kr. árlega. Frv. þetta er spor í rétta átt, og ber að fagna því, en þó verð- ur aá gera ýmsar breytingar á því, svo það komi að fullu gagni fyrir þjóðfélagið. í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir að ferðamálaráð sé skipað 7 mönnum og skal Alþingi kjósa 2 menn, en Samband veitinga og gistihúseigenda, Eimskipafélag íslands h. f. og Félag sérleyfis- hafa skipa hvert 1 mann í ráðið, og auk þess Fiugfélag íslands og Loftleiðir sameiginlega 1 mann, og einnig skuli Ferðamálafélag Reykjavíkur og Ferðafélag ís- lands tilnefna sameiginlega 1 mann í ráðið, og í 2 gr. frv. er gert ráð fyrir að komi þessir síðastnefndu aðilar sér ekki sam- an um tilneíningu, skulu þau gera tillögu til ráðherra, en ráð- herra síðan velji annan hvorn er hlotið hefur tilnefningu. Þessi háttur með skipun ferða- mannaráðs gefur ekki bjartar vonir um heppilega lausn þess- ara mála. Verður að telja að ráðherra sé settur í flestum tilfellum í vanda með að þurfa að velja milli þess- ara ágætu íéiagsaðila. Ég tel alia þessa aðila, 7 tals- ins það jafn réttháa í þessu efni að ekki megi þar gera upp á milli og að einnig ætti að bæta þar við tveimur aðilum ef ekki þremur, sem einnig eiga hér hagsmuna að gæta í þessu máli, og hafa sumir þeirra lagt fram gagnlegar til- lögur til uppbyggingar þessum málum, og á ég þar við Sikpa- útgerð ríkisins og Samband mat- reiðslu- og framreiðslumanna. Skipaútgerð ríkisins hefur á hendi strandíerðir kringum land- ið, og innan Sambands matreiðslu og framreiðslumanna eru allar launastéttir veitinga- og gistihúsa og hefur Samband matreiðslu- og framreiðslumanna látið þessi mál mikið til sín taka, og sent yfir- völdum landsins ályktanir þar um, m. a. gerði aðalfundur Sam- bands matreiðslu- og framreiðslu manna 1954 svipaða ályktun um ferðamannamál og 23. þing Al- þýðusambandsins gerði 1952. Einnig væri athugandi að sam- tök sérleyfisatvinnubifreiðastj óra ætti fulltrúa í ferðamálaráði. Þessi hugmynd mín um skipun ferðamálaráðs hefur þann ókost að ferðamálaráð verður of fjöl- mennt. Væri því athugandi að hafa annan hátt á um skipun ferðamálaráðs og kemur mér þá til hugar fyrirkomulag sem ekki er óþekkt með öllu hér á lands, og það er að Alþingi kjósi 3 menn i ferðamálanefnd, og hver hinna 10 fyrgreindra aðila skipi 1 mann í nefndina hvert. Skal Alþingi kjósa einn sinna manna sem formann ferðamálanefndar. Skal ferðamálanefnd halda aðal- fund árlega eða annað hvert ár, cg þar kosið 5 manna ferðamála- ráð og skal formaður ferðamála- neíndar vera sjálfkjörinn formað ur ferðamálaráðs, en hinir 4 vera úr hópi nefndarmanna. Skal þetta 5 manna ráð hafa á hendi allar skyldur samkv. frv. Með þessu fyrirkomulagi vinnst það tvennt að við val manna I ferðamannaráð fjalla fulltrúar allra þeirra aðila er beinan og óbeinan hátt hafa hagsmuna að gæta við uppbyggingu og síðar framkvæmd þessara mála, og rá$ herra verður leystur úr þeirm vanda að þurfa að velja á milli manna í vissu ágreiningsatriði ef skapast myndi. Vil ég leyfa mér að vænta þesæ að háttvirt Alþingi athugi þessar tillögur mínar. Menn verða að gera sér þa® ljóst að til þess að mál þessi fᣠþá lausn sem það verðskuldar og verði þjóðinni happadrjúgt, verða allir aðilar sem hagsmuna hafa þar að gæta að hafa jafnais rétt við framkvæmd þeirra mála, og allir sérhagsmunir einstakra aðila verða að víkja fyrir hag og velferð alþjóðar. Læt ég svo staðar numið um ferðamannamál að sinni. Böðvar Steinþórsson,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.