Morgunblaðið - 09.11.1955, Side 2

Morgunblaðið - 09.11.1955, Side 2
 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. nóv. 1955 ^ Afamiönc^ Framh. aí bíe. 1 ij ^jpgum mur;u skipta þúsund- tim. Yrði mjög erfitt, eða ófram- kvæmanlegt, að útrýma þessum ættarnöfnum með málshöfðunum og beitingu refsiákvæða giegn öllum beim fjölda, sem hér á hlut að máli. En á hinn bóginn verður að telja mjög óheppilegt að hafa lagaákvæði í gildi, að íormi til, sem mönnum helzt uppi að virða að vettugi. TALDI ÆTTARNÖFN MIKIL- VÆ(i TIL AUDKENNINGAR Nokkur ágreiningur varð í nefndiiini um hvaða stefnu bæri að taka varðandi ættarnöfnin. £>érstaða Þorsteins Þorsteins- nonar var sú, að hann var per- fióhulega hlynntari aettarnöfnum. Taldi hann þau mjög mikilvæg íil að auðkenna menn umfram jþað, sem hægt er með eigin- nöfnum einum og kenningu til íöður. Vegna þess, hve algengt í?é, að menn heiti sömu nöfnum, <ér nauðsynlegt að auðkenna þá xiáijar og er það venjulega gert hér á 'andi með því, að kenna l>á til föður, en þá vill svo til að föðurnöfnin eru einnig mörg lík. Bendir Þorsteinn á það, að áuðkenning með ættarnafni verði ^löggari, sérstaklega þar sem jþað tíðkast að menn með ætt- árnafni auðkenni sig einnig til föður t. d. með skammstöfun. TELUR ÆTTARNÖFNIN MÁLSPJÖLL Sérstaða Alexanders Jóhann- ássonar er, að hann telur flest Íí lenzk ættarnöfn málspjöll og áð þau muni er tímar líða, valda Ékemmdum á tungu vorri. Þau munu slæva tilfinningu vandaðs Xnáls og flýta fyrir margs konar xnállýtum. Vildi hann að vísu ékki láta hrófla við þeim, sem nú þegar bera ættarnöfn. En að hinu skyldi stefna eftir vissum reglum, að niðjar þeirra kenndu *ig við föður. FRJÁLS ÁKVÖRÐUNAR- RÉTTUR Meirihluti nefndarinnar, þeir Jiæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfs- oon létu frá sér eftirfarandi meiri hlutaálit: — Við álítum það í sjálfu sér góðan sið og æskilegan, að menn kenni sig til feðra sinna, að forn- um hætti í stað þess að taka upp <eða bera ættarnöfn. En um þetta ei#a menn að hafa frjálsan ékvörðunarrétt, ÆTTARNÖFN í SAMRÆMI VIÐ LÖGMÁL TUNGUNNAR Við fáum ekki sé, að íslenzku þjóðerni eða íslenzku máli sé neinn háski búinn af ættar- nöfnum, sem gerð eru í sam- ræmi við lögmál íslenzkrar ■ tungu. Þau geta engu síður staðizt í íslenzku máli en við- urnefni þau eða kenningar- nöfn, sem bæði karlar og kon- ur báru til forna. Enn segja þeir: — Við teljum einnig mjög óviðfelldið, að sum- um þegnum þjóðfélagsins sé leyft «ð bera ættarnöfn, en að öðrum sé það bannað, eins og nú er í lög- um. Brýtur það í bága við jafn- 5’étti þegnanna. En útrýmingu allra ættarnafna, sem nú eru borin hér á landi og mörg hafa gengið í ættum mann fram af xnanni í allt að þrjár aldir, telj- um við ekki koma til álita. í samræmi við þessa skoðun dómaranna, er sú regla tekin upp í frumvarpið, að heimilt sé að taka upp ættarnöfn, en þó því aðeins, að þau séu ís- lenzk og rétt að iögum ís- lenzkrar tungu. Það skilyrði er sett, að Dómsmálaráðuneyt- ið hafi veitt leyfi fyrir hinu nýja ættamafni, enda hafi mannanafnartefnd samþykkt það. PRESTI SKAL SAGT FYRIR- FRAM NAFN TIL SKÍRNAR Nokkur ný ákvæði eru varð- effavfkurbáíar andi eiginnöfn, sem ætlað er að stuðla að því, að börn séu ekki skírð ónefnum. Þar er t. d. ákvæði, sem fyrirskipar að presti skuli greint frá fyrirhuguðu nafni barns, með nægum fyrir- vara, eða strax og hann er beð- inn skírnar. Eiginnafnið skaí vera íslenzkt og rétt að lögum íslenzkrar tungu. Það má hvorki vera hnevkslanlegt né klaufalegt :aé með öðrum hætti, þannig að gerð eða merkingu, að til ama >crði þeim, sem ber það. BANNAD AD SKÍRA KENN INGARNAFNI EÐA ÆTTAR- NAFNI Þá er það nýmæli að eignar- nafn má ekki vera þannig lagað, að kennt sé til nafns annars manns, hvort heldur er haft í eignarfalli eingöngu eða í eign- arfalli að viðbættum orðunum son eða dóttir. Ekki má heldur gera löglegt ættarnafn að eigin- nafni. Þetta er til að hindra bað, sem tíðkast hefur, að börn séu t. d. skírð Kristjánsson, eða að þau séu skírð Briem o. s. frv. SKRÁ UM EIGINNÖFN Mannanafnanefnd skal skip- uð og eiga í henni sæti tveir kennarar heimspekideildar og einn kennari í lögfræði við Háskóla íslands. Hún kveður upp fullnaðarúrskurð um hvort nafngjöf skuli leyfð eða synjað og ætlazt er til þess, að hún semji skrá um þau eiginnöfn, sem við þykir eiga, að borin séu hér á landi. Dómsmálaráðherra gefur skrána út og sendir hana öil- um prestum landsins. Skráin skal einnig endursamin ekki sjaldnar en á 10 ára fresti. Heimilt er að gefa barni nafn þótt það sé ekki á skránni, sé það rétt að lögum íslenzkr- ar tungu. KEFLAVÍK, 7. nóv.: — Fjórir bát ar stunda ennþá reknetaveiðar hér. Hafa þeir aflað allvel und- anfarið. Aflahæstur í dag var Báran með 170 tunnur, Björgvin var með 160 tunnur og Guðmund- ur Þórðarson með 120. Geir goði landaði í Sandgerði. Bátarnir urðu fyrir roiklu veið arfæratjóni. Misstu þeir um 20 net hver. Eru sjómenn mjög sárir yfir þessu mikla tjóni og er illa farið ef þeir þurfa að hætta veið- um nú þegar nóg er u.m síld. Er það von þeirra að þegar verði send út flugvél, hlaðin sprengj- um, líkt og gert var fyrir nokkru. Sögðu þeir að siðast þegar flug- vélin hefði ráðist gegn háhyrn- ingunum hefðu þeir ekki sézt í lengri tíma á eftir. — Ingvar. - Kossimpr p ramb at bl« 1 Fyrir nokkrum dögum felldi Neðri deildin hinsvegar með mikl- um atkvæðamun tvær tillögur sem beindust í þá átt að taka upp ein- menningskjördæmi. Var það vilji hennar að áfram yrði viðhaldið hlutfallskosningum og kosninga- , bandalögum flokka. Eftir ákvörðim Efri deildar- innar er sýnt að frumvarpinu cr vísað sjálfkrafa aftur til Neðri deildar, sem lítil von virðist fyrir að fái*t til að breyta ákvörðun sinni og getur málið þá staðið i þrjá mánuði og því litlar vonir til að ákvörð- un Faures um kosningar í des- ember nái fram að ganga. — Þetta er mikið áfall fyrir for- sætisráðherrann, en í dag sendi hann þingdeildum áskorun uni að hraða málinu eins og unnt væri. ÍJr eldhúsi Nausts. Knud Lomborg er til hægri. Frumskilyrði að hafa veifingahúsið alltaf opið Nassi hefir þegar aflað sér mikilia vinsæida i VEITINGAHÚSIÐ Naust minnt- ist þess sh sunnudag að þá var ^itt ár bðið frá því að það tók til starfa. Það voru ungir menn, sem gengust fyrir stofnun þess, ; og lögðu þeir sig fram um að I gera það sem bezt úr garði, enda er þar hin skemmtilegasta veit- ingastofa og viðurgerningur ágætur. i ! ★ FELLUR FÓLKI VEL í GED | — Við vorum i fyrstu í nokkr- um vaf'i um, hvernig fólk myndi taka þessu, sagði Halldór Grön- dal, framkvæmdastjóri, en kvíð- inn var ástæðulaus því að rekst- urinn hefir gengið ágætlega. — Fólk virðist una sér vel hér og hafa margir látið ánægju sína Ií Ijósi. ★ ALLTAF OPIÐ Þegar var tekin upp sú stefna, að hafa salinn alltaf opinn. Það hefir ekki verið farið inn á þá braut, að halda þar dansleiki, þótt þar sé smádansgólf, sem gestir geta hagnýtt sér. Þá hefir veitingasalurinn heldur ekki ver- ið leigður út til veizluhalda. — Það er frumskilyrði, að hafa veitingahúsið alltaf opið, sagði Halldór Gröndal. * VÍÐFÖRULL VEITINGA- MAÐUR Nú starfar í Nausti ungur danskur matreiðslumaður, Knud Lomborg, sem er mjög íær í sinni grein. Hann hefir gerzt mjög víð- förull. Ferðast og starfað í mörg- um löndum Evrópu, í Norður- Afríku og farið allt til Singapore. í hverju landi hefir hann aflað sér uppskrifta að þjóðarréttum og einnig hefur hann skrifað greinar í „Ekstrabladet“. • ( i ★ HÉR ÞARF BREYTINGU Þegar blaðamenn spurðu hanrj um, hvernig honum litist á hótel menningu okkar bæði sem ferða- langur og fagmaður, brosti hanrí og vildi sem minnst um það tala. Hann neitaði því þó ekki að hér þyrfti nokkur breyting á að verða, ef ísland vildi laða að sér ferðamenn. Viðurgerningur í gisti húsi eða veitingastofu gæti ráðif5 mjög miklu um, hver afstaða út- lendingsins yrði til landsins. ★ VANIR BETRI ÞJÓNUSTU Lomborg sagði, að ferðamenn væru yfirleitt vanir betri þjón- ustu en hér væri veitt. Maturinri er of einhliða, og hann er þeirrar skoðunar að þjónninn eigi fyrsí og fremst að hugsa um gestinn, sé gestsins vegna. ★ HELDUR ÁFRAM Á SÖMU BRAUT Naust hefir farið vel á stað Og hvergi mun slakað á að sögn forráðamanna veitingahússins, enda hefir reynzlan sýnt hinum ungu mönnum, sem að því standa, að þeir eru á réttri braut. öpcrn- og Hjómleikaför wn Norðurland að hefjast «y Frumsýnd verHur skemmiiópera á ákureyri / DAG LGGGUK upp héðan frá Reykjavík í óperu- og hijóm- leikaför til Norðurlandsins, hópur hljómlistarmanna og söngvara. — Mun listafólkið skemmta víða á Norðurlandi naestu vikur, með flutningi ítalskrar skemmtióperu og söng. Barði Friðriksson ffor- maður Stúdentafélagsins AÐALFUISDUK Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn í gær. For- maður var kjörinn Barði Friðriksson. Starfsemi félagsins á s. 1. ári hefur verið mjög fjölbreytt og ánægjuleg. Las fráfarandi formaður, Guðmundur Benediktsson, upp skýrslu um starfið. Það er Ríkisútvarpið, sem hér á hlut að máli. — Héðan frá Reykjavík verður farið flugleið- is til Akureyrar, þar sem óperan verður frumsýnd. Heitir hún Ráðskonuríkið (La serva Pat- rona) og er sem fyrr segir gam- anópera, mjög skemmtileg. Hún verður flutt á íslenzku í þýð- ingu Egils Bjarnasonar. Þau Guð- rún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson flytja hana, en þessir söngvarar eru allir þjóðkunnir orðnir fyrir löngu, fyrir frábæran söng í óperum hér í Þjóðleikhúsinu. — Þess skal getið að Kristinn Halls- son fer með þögul-hlutverk í óperunni. Flutningur hennar tek- ur um eina klukkustund og er 1 Jón Sigurbjörnsson leikstjóri og ’ stjórnandi strengjasveitarinnar er Fritz Weisshappel. Áður en flutningur óperunnar fer fram, syngur Kristinn Halls- son einsöng með undirleik , Weisshappels. Syngur Kristinn líslenzk lög og erlend. | í strengjasveitinni eru Þor- valdur Steingrxmsson, Óskar Cortes, Sveinn Ólafsson, Einar Vigfússon og Einar B. Waage. — Hún mun flytja Lítið næturljóð eftir Mozart. í upphafi fundar minntist Guð- mundur tveggja formanna félags- ins, er létust á árinu, þeirra Bene- dikts Sveinssonar fyrrum Alþing- isforseta og Jakobs Möllers fyrr- I verandi ráðherra. Einnig minnt- I ist hann Sigurðar Áskelssonar, er var endurskoðandi félagsins og lézt á árinu. f - YMSAR NYJUNGAR I Starfsemi Stúdentafélagsins [ var mjög fjölbreytt. Haldnir voru margir umræðufundir og kvöld- vökur. Þá kom Nóbelsverðlauna- skáldið William Faulkner fram á einum fundí félagsins, haldinn var fræðslufundur um kjarnorku- mál og haldin var samkeppni í mælsku. Fráfarandi gjaldkeri, Björn Þorláksson las upp reikninga félagsins og voru þeir samþykkt- ir. NÝ STJÓRN KJÖRIN Þá var ný stjórn kjörin og hlutu þessir kosningu: Barði Friðriksson hdl. formaður og meðstjórnendur: B.jörn Þórhalls- son viðskiptafræðingur, Jónas Hallgrímsson stud. med., Svein- björn Dagfinnsson hdl. og Eyjólf- ur Jónsson fulltrúi í Trygginga- stofnun ríkisins. í varastjórn voru kjörnir: Jón H. Bergs, lögfræð- ingur, og Jóhann Finnsson tann- læknir. Endurskoðendur voru kjörnir Sigurður Baldursson hdl. og Haraldur Árnason verkfræð- ingur. Fjörugar umræður urðu á eftir um starfsemi félagsins. ♦ BEZT AÐ AUGLTSA I MORGUNBLAÐINU 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.